Vísir - 17.11.1958, Page 3
Mánudagini) 17,. nóvember 1958
V I S I B
Geislavirka rykið
Er hættan eins mikil og af er látið?
Eítir IÞatrid HVoodbury.
Mikið hefir verið rætt og rit-
að um geislunarhættuna sem á
að stafa af kjarnorkusprengj-
untun. — Nú vita vísindamenn-
irnir að hættan er sama sem
engin.
í New York er rannsóknar-
stofnun ein sem ekki lætur
mikið yfir sér þótt þar sé unnið
, af miklu kappi. Þar er hópur
visindamanna og aðstoðarmenn
þeirra að verki og er viðfangs-
efni þeirra nefnt „framkvæmd-
in sólskin“. Þessir menn eru
starfandi hjá heilbrigðis- og
öryggismálarannsóknarstofnun
í amerísku kjarnorkumálanefnd
arinnar. Stofnun þessi hefir
starfað síðan árið 1953 og er
hlutverk hennar að rannsaka
geislavirkt ryk frá enskum,
rússneskum og amerískum
kjarnorku- og vetnissprengju-
tilraunum. Sá árangur, sem
þarna hefir náðst, er hinn
merkilegasti. Má nú segja, að
kveðinn hafi verið niður sá
draugur, sem valdið hefir ofsa-
hræðslu við „geislavirkt hel-
regn“, en það hefir m. a. vald-
ið því, að fjöldi fólks krefst
þess, að kjarnorkusprengjutil-
raunura verði hætt þegar í
stað.
10.000 sýnishorn
ú mánuði.
Heilbrigðis- og öryggismála-
ransóknarstofnunin hefir nána
samvinnu við lyfja- og líf-
fræðideild kjarnorkumála-
nefndarinnar. Vísindamenn
stofnunarinnar eru færustu
sérfræðingar á sínu sviði og
álitsgerðir þeirra njóta viður-
kenningar í hvarvetna.
í hverjum mánuði tekur
stofnunin á móti 10.000 sýnis-
hornurn frá meira en 115
stöðum í 46 löndum. Sýnis-
hornum var jafnvel safnað á
auðnum Suðurpólslandsins. —
Með því að efnagreina þessi
sýnishorn geta vísindamenn
mælt hve mikið geislavirkt ryk
síast niður úr gufuhvolfinu eft-
í rúmlega 150 sprengjutil-
raunir, sem gerðar hafa verið
með atóm- og vetnissprengj-
um víðsvegar á jörðunni. Sýn-
ishorn eru tekin af andrúms-
loftinu og jarðveginum, af
jurtum og dýrum, af fæðuteg-
undunum og af mannabeinum.
Jafnvel fiskarnir í sjónum eru
rannsakaðir til þess að mæla
hvort þeir eru gerslavirkir. Á
þenna skipulega og vísindalega
hátt hefir fengizt öruggur
grundvöllur sem hægt er að
byggja á þegar mæla skal þá
hættu, sem stafa kann frá geisl-
ununum, sem sprengingunum
fylgja.
Engin hætta á
ferð'um?
Aðalniðurstaðan af þessum
og öðrum rannsóknum er, að
alls engin hætta sé á ferðum.
Hér skal þetta rakið nánar.
Það er engin ný bóla, að
mennirnir verði fyrir geislun.
Þeir hafa orðið fyrir þeim allt
frá því er þeir fyrst gistu þessa
jörð. Við erum sjálf geislavirk.
Það er radíum og geislavirkt
kalíum í beinum okkar, og kol-
efni það, sem er aðaluppistaðan
í öllum lifandi sellum, er
geislavirkt. Jörðin, sem við
göngum á, er geislavirk. í
graníti er ávallt verulegt
magn af thoríum, radíum og
úraníum, sem geislar frá sér
án afláts. í flestu drykkjar-
vatni er nokkurt radíum og
geislavirkt efni er í múrstein-
um, sementi og steinsteypu. En
það, sem mest er, er að jörðin
liggur undir stöðugri skothríð
geimgeisla, sem koma utan úr
rúminu.
í viðtali, sem birtist í U. S.
News & Worlds Report þann
2. maí 1958 sagði fyrrverandi
formaður kjarnorkumálanefnd-
ar, Lewis Strauss aðmíráll:
Er geislunin. hættuleg.
„Það hefir ekki fengizt nein
sönnun fyrir því, að hin utan-
aðkomandi geislun, eins og hin
náttúrlega geislun er kölluð, sé
skaðleg mönnum." Og um þá
geislun, sem mennirnir verða
fyrir af kjarnorkusprengjutil-
raununum, segir Strauss:
„Geislunin frá öllum þeim
sprengjutilraunum, sem gerðar
hafa verið, svarar til um átt-
tugasta hluta þeirrar geislunar,
sem maðurinn verður fyrir,
þegar tekin er af honum rönt-
genmynd hjá lækni eða tann-
lækni, frá geimgeislum, jarð-
geislum, frá mönnum, sem hann
situr hjá í strætisvagninum,
skólanum eða kvikmyndahús-
inu.
Ekki þarf annað en að flytja
frá bæ, sem er nálægt strönd-
inni, og í bæ, sem er til dæmis
í 1500 m. hæð yfir sjávarmál,
eða úr timburhúsi í steinhús,
til þess að verða fyrir aukinni
I geislun, sem er miklu meiri en
þær geislanir, sem hingað t;l
! hafa stafað frá sprengjutil-
raunum.“
I
I
Geislun í daglegu lífi.
j Erfðafræðingurinn og nóbels-
verðlaunahafinn dr. Herman
Muller áætlar, að geislun sú,
sem maður verður fyrir árlega,
að meðaltali, við myndatökur
hjá læknum, sé um 100 sinnum
meiri en geislun sú, sem
sprengjuryk ber með sér. Dr.
Muller bætir því við, „að þeir,
sem vinna í iðnaðinum, til
dæmis við gegnumlýsingar á
steypujárnshlutum, verði fyrir
miklu meiri geislun en þeirri,
sem sprengjurykið ber með
sér.“
Auðvitað yrði annað upp á
teningnum ef sprengjutilraun-
unum yrði fjölgað mjög mikið
— svo að ekki sé talað um ef
stórveldastyrjöld með atóm-
vopnum brytist út. Það ber að
leggja sérstaka áherzlu á það,
að staðbundin geislun getur
orðið hættuleg, til dæmis ef
sprengja er sprengd niður við
jörð eða nálægt jörðinni í stað-
inn fyrir hátt uppi í hvolfinu.
(Slysið á Kyrrahafinu, sem
japanski fiskibáturinn „Heppni
drekinn“ varð fyrir, var af
völdum sprengju, sem sprakk
rétt yfir haffletinum).
Margir vísindamenn og leik-
menn hafa haft þungar áhyggj-
ur af því tjóni, sem geislavirkni
af mannavöldum kann e. t. v.
að valda á komandi kynslóðum
|eða við stökkbreytingar.
Stökkbreytingar algengar.
Stökkbreytingar eiga sér oft
stað í náttúrunni og þessar
náttúrulegu breytingar eru á-
reiðanlega skýringin á því, að
nokkrar manneskjur — e.. t. v.
ein af þúsundi — fæðast með
veiklun, sem er arfgeng. Erfða-
fræðingar geta ekki með vissu
fullyrt, hvað aðallega veldur
stökkbreytingum. Ýmsar or-
sakir, til dæmis hiti, tilbúin
efni og geislanir, geta verið hér
að verki. Prófessor Muller telur
sennilegt að tíu af hverju
hundraði þessara stökkbreyt-
inga orsakist af utanaðkomandi
geislum.
Eftir þessu mætti gera ráð
fyrir að geislun af mannavöld-
um kunni að valda auknum
stökkbreytingum svo að nemi
tveim af þúsundi, ef haldið
verður áfram með sprengjutil-
raunir eins og hingað til um ó-
fyrirsjáanlegan tíma, segir
prófessor W. F. Libby, sem er
meðlimur kjarnorkúmálanefnd-
arinnar.
Þá hefur verið mikið talað
um áhrif hins geislavirka
strontíuísótóps, strontium-90.
Helmingatímabil strontíums-90
er 28 ár, en það þýðir, að það
helzt geislavirkt lengur en
önnur efni sprengjuryksins. En
það er ekkert, sem bsndir til
þess að strontíum-90 hafi
erfðalíffræðileg hárif. „Stron-
tíum-90 gengur í efnasamband
við beinin og geislavirkni þess
hefur því ekki áhrif á kynsell-
urnar,“ segir prófessor Libby.
Sezt í beinavefina.
Að strontíum-90 er hættu-
legt efni stafar af því, að það
leitar inn í beinavefina alveg
eins og kalk og situr þar. Þar
sem börn vaxa hraðar en full-
orðnir taka bein þeirra stron-
tíum-90 hraðar til sín en hinna
fullorðnu. Safnist mikið af
strontíum-90 í beinavefina,
getur það valdið bæði bein-
krabba og hvítblæði, en allar
þær rannsóknir, sem gerðar
hafa verið virðast sanna, að
hættan sé mjög lítil.
Dr. Charles Dunham, sem j
er formaður lyfja- og líffræði-
rannsóknardeildar kjarnorku-
málanefndarinnar segir í tíma-
riti einu í maí í vor: „Eftir því1
sem bezt verður vitað, er fyrst |
hætta á ferðum ef strontíum- ’
magnið í beinunum fer yfir 100
einingar. Efnagreining hefur
sýnt, að meðal-stontíummagn í
beinum amerískra barna er 0,75
einingar. Nokkur börn hafa
meira, önnur minna og í ein-
stökum tilfellum hefur verið
um meira en 5 einingar að
ræða, en það eru hreinar und-
antekningar.
Þar sem breytingar á kalcí-
ummagni beinanna eru meira
hægfara hjá fullorðnum en hjá
börnum — og þetta á einnig1
við um strontíummagnið — erj
strontíummagnið i beinum1
fullorðinna miklu lægra en hjá.
börnum.“
Hvernig hafa menn nú aflað:
sér þessara upplýsinga?
Filmubrenna.
I
Á hverjum degi tekur rann-
I sóknarstofnunin í New York á
i móti tveim gúmkvoðubornum
filmum frá stöðvum víðsvegar
í heiminum. Þær eru 30 cm. á
hvern kant og líkjast einna
helzt flugnapappír. Þær hafa
verið látnar taka við geislun úr
gufuhvolfinu í 24 klukkustund-
ir. Filmum þessum er nú brent
í sérstökum ofnum og er askan
með hinum geislavirku ryk-
ögnum látin í litlar þjálskálar,
sem lok er látið yfir. Skálarnar
eru síðan innsiglaðar og látnar
fara í gegnum sjálfvirkan geisl-
unarmæli. í skýrslunni um
mælinguna er með merkjamáli
getið hvar filman fékk geislun
og síðan er með línuriti sýnt
allt sem vitað er um geislun á
þeim stað, sem um var að ræða.
Sýnishorn af jarðvegi, jurta-
gróðri, matvörum, vatni, mjólk
og beinahlutum úr mönnum
(afskornum líkamshlutum frá
sjúkrahúsum), eru rannsökuð
mjög nákvæmlega og efna-
greindar nánar. Til þess að fá
samanburð, eru gerðar ná-
kvæmar rannsóknir á utanað-
komandi geislun, þ. e. hinni
náttúrlegu geislun, sem íbúar
jarðarinnar verða fyrir. Mæld
er hin náttúrlega geislun á
landi, í sjó, hátt í lofti og í lík-
ömum manna.
Samtímis rannsakar kjarn-
orkumáianefndin geislarykið
frá sérhverri þeirri vetnis-
sprengju, sem sprengd er, til
þess að ganga úr skugga um
efnasamsetningu þess og hvað
af því verður í gufuhvolfinu.
Þegar sprengja hefur verið
sprengd, fl.iúga flugvélar í
kringum rykmökkinn til þess
að mæla víðáttu hans og rann-
saka, hvert hann berst í gufu-
hvolfinu. Fjai'stýrðar, ómann-
aðar flugvélar fljúga inn í ryk-
skýið og mæla geislunarmagn
þess og taka sýnishorn af hin-
um geislavirka ísótópum, sem
myndast við sprenginguna.
Jafnframt er geislunarorkan
við yfirborð jarðar eða hafs eða
neðan skýja mæld og skráð á
landabréf hvernig hún breytist
og berst um, kílómeter fyrir
kílómeter.
yFramh. á 9. siðu.
Óvanalegur atburður gerðist í Dýragarðinum í Kaupmannahöfn fyrir nokkru. Kvenfugl, sem lá
á éggjum dó, en þá lagðist karlfuglinn á eggin oj ungaði þeim út. Hann cr lcngst t.h. með alla
ungma.