Vísir - 25.11.1958, Blaðsíða 1
48. árg.
Þriðjudaginn 25. nóvember 1958
263. tbl.
Dönsk blöð ræða við Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóra.
Frá fréttaritara Vísis.
Kaupmannahöfn í gær.
Gunnar Xiioroádsen, borgar-
Btjóri í Beykjavík, er staddur
Siér sem gestur félagstamtaka í
Jborginni.
í dag efndi hann til blaða-
jnannafundar í ráðhúsinu á
Friðriksbergi, þar sem hann var
gestur boi’garstjórans, og var
rætt um ýmis atriði norrænnar
savinnu, en einkum snerust um-
ræður þó um landhelgisdeiluna,
sem íslendingar eiga nú í við
Breta. Veitti hann biaðamönnum
margvíslegar upplýsingar, sem '
gloggvuðu þá á sjónai’miðum Is-
lendinga. Hann var spurður um
það, hvort Islendingar ætluðu að
stækka landhelgi sína enn og
svaraði hann þá:
Ætluii Islendinga er að miða
landhelgina rið landgrunnið,
en af því mun leiða, að fisk-
veiðilögsagan nær 30 mílur til
liafs á sunnmi stöðum en lands
menn verða að sætta sig við
aðeins 12 mílur annars staðar.
Gunnar Throddsen mun flytja
hér fyi’irlestra i Dansk-íslandsk
samfund og Norræna félaginu.
Jensen.
Tveir bátar stórskemmast
í árekstri í rúrasjó.
Lán að ekki skyldí verða slys á mönnum.
.4 laugardagskvöldið var
jrákust (veir bátar á út af Garð-
skaga. Áreksturinn var það
harður að báðir bátarnir nrðu
ósjófærir og urðu að sigla til
íteykjavíkur til viðgerðar.
Bátarnir, Reynir frá Reykja-
vík og Sæmundur írá Sand-
gerði, voru að fara í róður með
reknet. Voi’u þeir komnir á
xniðin og vai’ð árekstui’inn
skömmu áður en Ieggja átti
netin. Kom stefni Sæmundar
framai’lega á stjórnborðskinn-
ung Reynis og molaði hástokk-
inn og byrðinginn alveg niður
í sjólínu. Stefni Sæmundar
laskaðist einnig við árekstur-
inn.
Var það mikið lán að ekki
skyldi verða slys á mönnum,
bví hásetar og stýi’imaður voru
í lúkaranum. Stýi’imaður lá í
koju sinni stjórnborðsmegin
rétt þar sem stefni Sæmundar
kom á bátinn. Var það stýri-
manni til happs að hann lá við
bríkina en ekki upp við súðina.
Fékk hann samt högg á höfuðið
er hann kasíaðist til í kojunni.
Aðra menn sakaði ekki.
Þrátt fyrir þessar miklu
skemmdir á bátnum fyrir ofan
sjólínu reyndist hann þó ekki
lekur, en sjór var þungur og
komu skvettur inn um gatið á.
byrðingnum. Urðu bátarnir
samferða til Reykjavíkur. Setja
þarf nýtt stefni í Sæmund en
viðgei’ðin á Reyni tekur einn til
tvo mánuði.
Er þetta annar áreksturinn á
þessari reknetavertíð. Fyrir
nokkru síðan varð árekstur
milli Hrannar 2. og Óðins.
Skemmdist Hrönn mikið og
verður viðgerð á henni ekki
lokið fyrr en um áramót.
KJarnorkuveidin hefa fsrefað
nær 4 vikur árauuurs
Ræls við Fær-
eyinga.
Nú eru ekki nema 6 vikur þar
til vetrarvertíð liefst og enn
hefur ekki verið gengið frá
ráðningu sjómanna á fiski-
skipin.
Fyrii’sjáanlegur skortur er á
sjómönnum, því undanfarin ár
hafa um 1000 Færeyingar skip-
að þau rúm, sem ekki hefur
tekist að fá íslendinga í. Und-
anfai’ið hafa tveir erindrekar
L.I.Ú. dvalið í Færeyjum og
rætt við samtök sjómanna þar
um möguleika á að ráða fær-
eyska sjómenn til íslands.
Enn er alveg óvíst hvort þetta
tekst. Færeyingar hafa til þessa
haldið fast við kröfu sína um
að þeir yi’ðu ráðnir með sömu
kjörum og þeir höfðu í fyrra og
að 55 prósent yfirfærslugjaldið,
sem lögum samkvæmt kæmi á
laun þeirra, verði að öllu eða
mestu leyti lagt niður.
Hvað yfirfærslugjaldið snert-
ir getur L.Í.Ú. ekki tekið neinar
ákvarðanir, og ríkisstjórnin
hefur ekki látið uppskátt ninar
undanþágur vai’ðandi þetta at-
riði.
Vafasamt, hve lengi er hægt aö
halda ráðstefnunni áfram.
B isi.eatí(Ess:&eisa s&bhSíi s'catisé&tisas&nata í
gísíiaa'saes.
Lítil síidveiði
í nótt.
Síldveiði var sáralítil í nótt.
Af um 70 bátum fengu aðeins
fáeinir sæmilegan afla, um 80
tunnur. Margir fengu ekki
bröndu.
í gæi’kveldi eins og undanfar-
ið lóðaði á síld á stóru svæði en
á 28 til 30 famða dýpi, en svo
djúpt niður ná netin ekki. Kom
síldin aðeins upp á litlum bletti
og fengu þeir síld sem þar voru]
fyrir.
Ráðstefnan um bann við til-
raunum með kjarnorkuvopn
hefur nú setið á rökstólum í
Genf í hartnær fjórar vikur og
ekki komizt að neinni niður-
stöðu.
Hefur verið þrefað um það
fram og aftur næstum allan
tímann, á hvorum enda eigi að
byrja, hvort fyrsta skrefið eigi
að vera að banna tilraunir
meá kjarnorku og athuga síð-
an, hvernig haga skuii eftirliti
með því að slíkt bann vei’ði
haldið af aðilum um þenna
samning. Eru það Rússar, sem
vilja, að byrjað vei’ði á því að
banna sprengjutilraunir, og
leggja þeir til, að tilraunirnar
verði bannaðar um aldur og
ævi, en Bretar og Bandaríkja-
menn vilja fara öði’u vísi að.
Þeir vilja, að fyrst vei’ði samið
um eftirlitskerfi með banni,
svo að tryggt verði, að ekki sé
hægt að fara í kringum samn-
ing um þetta efni, og þeir vilja
ekki, að samið verði um bann
í lengri tíma en ár í senn.
í gær bai-st ráðstefnunni
áskorun, sem undirrituð er af
2200 bandarískum vísinda-
mönnum, kjarnorkufi’æðingum
og fleiri, þar sem skorað er á
ráðstefnuna að komast nú þeg-
ar að samkomulagi um að
banna fyrst tilraunir en gera
síðan samþykkt um eftirlit með
þvi, að staðið verði við gerða
samninga um þetta efni. Einnig
krefjast vísindamennii’nir þess,
að hætt sé framleiðslu á kjarn-
orkuvopnum.
í erindi vísindamanna er
komizt svo að orði, að
kjarnorkuveldin ei^i nú svo
miklar birgðir af kjarnorku-
og vetnissprengjum, að ef
þær væri sprengdar, mundi
jörðin sveipast geislavirkum
hjúp, svo að engu lífi yrði
vært á jörðinni í 10 ár. —
Bæri því að komast að nið-
urstöðu L bessum mikilvægu
málum.
Þar sem enginn árangur hef-
ur orðið á ráðstefnunni enn,
eru menn farnir að örvænta, að
til nokkurs gagns sé að halda
þrefinu áfram. Brezka stjórnin
| hefur til dæmis ákveðið að
kalla aðalfulltrúa sinn, Ormsby-
Gore, heim um sinn til að ræða
við hann um það, hvort ástæða
sé til að ræða um þetta lengur.
Blöð víða um heim ræða
mikið um ráðstefnuna og
hversu lítill árangur hafi oi’ðið
af henni, því að eiginlega sé
ekki áróðursárangur af henni
frekar en annar. — Þó hafi
kommúnistum eins og svo oft
áður tekizt að leika á vestur-
veldin á áróðurssviðinu, því að
þau sé heldur ekki alltaf að
hugsa um áróður en rnættu
gjarnan gera það, til þess að
setja ekki sífellt niður í aug-
um heimsins. Tilboð kommún-
ista um bann um aldur og ævi
spyi’jist vel fyrir en andúð
þeirra á eftirliti spilli aftur
fyrir þeim.
□ Diefenbaker, forsætisráðherra
Ivaiiacla, er koininn til Ceylon
á lmattför sinni.
□ Arnold Zweig, þýzlii ritliöf-
undiu’inn, hefur fengið Len-
inverðlaunin. Hann er orðinn
71 árs gamall.
Drengur verður
fyrlr bíl.
Um tólf leytið í gærdag varð
drengur á reiðhjóli fyrir bifreið
á Sörlaskjólinu.
Sjúkrabifreið kom á staðinn
og flutti drenginn á Slysavarð-
stofuna, en hann hafði skrámast
í andliti og á fæti.
Drengurinn heitir Eysteinn
Haraldsson og á heima að Sörla-
skjóli 9. i
Boeing-707 skauzt fram
fyrir Comet á leiHinsil
Fór af sta5 á eftir, kom s endastöð á undan.
Samkeppnin milli Breta og
Bandaríkjanna á flugleiðum yfir
Atlantsliaf hefur orðið enn á-
kafari við tilkomu þotanna nýju.
Eins og menn rekur minni til,
tókst Bretum að vei’ða fyrri til
að hefja áætlunarflug með Com-
et-vélum milli Lundúna og New
York, en i síðustu viku unnu
Bandaríkjamenn stórsigur, sem
þeir fagna ákaflega. Þá tókst
einni af þotum Pan American-
félagsins, sem er af gerðinni
Boeing-707 að fara fram úr
brezkri Comet-vél, er þær voru
á leið vestur um haf.
Comet-vélin lagði af stað
frá London 36- mínútum á
undan Bocing-vélinni, en báð-
ar áttu að fljúga i einum á-
fanga til New Yorlt Kom
Bandariska vélin til New York
ellefu mínútum á undan lieirri
ensku, og hafði þri verið 47
minútiun skemur á leiðinni.
Þess má geta, að Comet-IV,
sem um er að ræða, er heldur
minni en Boeing-707.