Vísir - 08.12.1958, Blaðsíða 10
10
VtSIB
.Mánudaginn-8. .desember 1958
Hver var höfundur Njálu?
Barði Guðmundsson: Höfund-
ur Njálu. Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs. Keykjavík 1958.
Árið 1937 birtist í Skirni rit-
gerð eftir Barða Guðmundsson
sagnfræðing og bar hún nafnið:
„Ggðorð forn og ný“. Þar setti
hann fram tilgátu um, að höf-
undur Njálu væri Svínfellingur-
inn Þorvaldur Þórarinsson.
Hann rökstuddi ekki í það sinn
tilgátu þessa, en næsta ár birti
hann í Andvara ritgerðiria „Stað-
þekking og áttamiðanir Njálu-
höfundar" og tekur þar að
hlaða grunninn undir hina nýju
fcenningu sina um Njálu, og
þessu verki hélt hann síðan á-
fram meðan honum entist aldur
til, með nýjum og nýjum rit-
gerðum, þar sem hann með fá-
dæma skarpskyggni og rökfimi
sannar svo gersamlega sem
verða má, að Njála er skáldverk
samið undir lok 13. aldar að
.Arnarbæli í ölfusi af Þorvarði
,Þórarinssyni frá Valþjófsstað.
í hinni frábæru ritgerð sinni
„Myndskerinn mikli á Valþjófs-
stað“, sem í fyrsta sinn birtist í
Alþýðublaðinu 1930 kemst Barði
svo að orði í upphafi máls síns:
„Þegar ég tók að sökkva mér
niður í rannsóknir á Njáls sögu,
varð mér það ljóst, að mannlýs-
Ingar sögunnar hlutu að styðjast
við fyrirmyndir frá samtíð höf-
undar. Sama er að segja um ýms
orsakasambönd, viðburði og ein-
stök atvik, sem Njáluhöfundur
greinir frá. Uppistaða sögunnar
eru vissulega gamlar arfsagnir.
Flestar sögupersónurnar, sem
nokkru máli skipta, eru efalaust
sannsögulegar, og sum meginat-
riðin i lífi þeirra einnig. En arf-
sagnir eru jafnan gloppóttar. Úr
þeim verður ekki sköpuð listræn
saga, nema skáldlegt hugmynda-
flug komi til hjálpar. Höfundur
Njálu fyllir eyður arfsagnanna
með atvikum úr eigin reynd. —
Hann klæðir sögupersónurnar í
búning samtíðarmanna sinna,
þegar honum býður svo við að
horfa. — Mér finnst ég þekkja
leikarana í sumum höfuðhlut-
verkum hins mikla sorgarleiks
Njáls sögunnar: 1 gerfi Svín-
fellingagoðans, Brennu-Flosa,
kemur fram á sjónarsviðið arf-
taki hans og ættingi. Þorvarður
Þórarinsson. Með hlutverkið:
Gunnar á Hlíðarenda fer Oddur
bróðir Þorvarðar, hinn glæsti
höfðingi, sem öllum öðrum var
vígfimari. I líku ljósi sem Njáll
og Bergþóra birtast Keldna-hjón
in, tengdaforeldrar Þorvarðar
— hinn hógláti vitsmunamaður
Hálfdan og kvenskörungurinn
SteinVör. Friðgerðarmaðurinn
ástsæli, Siðu-Hallur, er öldung-
is hliðstæður göfugmenninu
Brandi ábóta Jónssyni, föður-
bróður Þorvarðar. — Og í spor-
um Hildigunnar Starkaðardótt-
ur sé ég loks standa á leiksvið-
inu hina riklunduðu Oddaverja- j
mey, Randalín Filippusdóttur.
Hún var mágkona Þorvarðar
Þórarinssonar.“
Svo sem að líkum lætur væri
það út í bláinn að bera slikar
hugrenningar á borð fyrir Is-
lendinga, ef ekki væri jafnframt
rennt undir þær öflugum stoð-
um röksemda, enda gengur
Barði Guðmundsson að þvi verki
af aðdáunarverðri nákvæmni og
festu, svo segja má að hann láti
lesendur sína sjálfa þreifa á sér-
hverri fullyrðingu sinni, að þeir
hljóti að sannfærast.
Eins og allir vita var það fram
á okkar daga alls ráðandi skoð-
un, að Njála og aðrar íslend-
ingasögur væru sagnfræðilega
nálega óskeikular. Þetta var
| manni kennt, og reyndist því
, ekki vinsælt verk að svipta þjóð-
! inni þessari barnatrú sinni og
gefa henni í staðinn tóman skáld
skap. Þó mun hitt litlu betur
‘ þokkað af sumum, að gera Þor-
| varð Þórarinsson að höfundi
j Njálu, hins hjartfólgna snilldar-
! verks, þann mann, sem löngum
| hefur með niðingum verið tal-
! inn, á borð við Þorvald Vatns-
firðing, sem báðir urðu á Sturl-
ungaöld til þess að drepa vin-
sæla menn við heldur óheppi-
legar aðstæður, líkt og þegar
Njálssynir drápu Höskuld Hvita
nesgoða.
Barða Guðmundssynl verður
hins vegar ekki erfitt verk að
sanna að hið illa hlutskipti Þor-
varðar Þórarinssonar í meðvit-
und þjóðarinnar á að miklu
leyti rætur sínar í þvi, hversu
Þorgils saga skarða í Sturlungu
er rituð af mikilli þlutdrægni,
svo að nærri stappar rógi um
Þorvarð, en reynt að gera Þor-
gils að dýrlingi. Enda sé Njála
öðrum þræði rituð sem varnar-
rit fyrir Þorvarð, sem haft hafi
Þorgils sögu ritaða fyrir framan
sig, er hann á efPl árum sinum
i Arnarbæli samdi hið stórkost-
lega skáldverk sitt, Brennu-
Njáls-sögu.
Þegar Barði Guðmundsson lézt
fyrir aldur fram í fyrra, hafði
hann í undirbúningi bók um
j Njálu og höfund hennar. og áttu
Njáluritgerðir hans að verða
| uppistaða hennar. Að Barða
látnum ákváðu forráðamenn
Menningarsjóðs að gefa ritgerð-
ir hans út í bókarformi, og
bjuggu þeir hana undir prentun,
Skúli Þórðarson sagnfræðingur
og Stefán Pétursson þjóðskjala-
vörður, og rituðu formála fyrir
verkinu, þar sem gerð er grein
fyrir hinni nýju Njáluskoðun.
„Höfundur Njálu“ er bók upp
á 322 síður og mjög vel til henn-
ar vandað af hendi útgefanda.
Guðm. Daníelsson.
Skrudda Ragnars nr. 2.
Astarsaga ársins
O d
mjf jf&J Bók sem lengi mun minnst.
H i || Kjörbók allra ástfanginna.
^ kvenna, óskabók unnust-
unnar og eigmkonunnar.
Úrsúla og Evelyn eru fóstursystur. Úrsúla er öllum fyrirmynd að gæzku og
dugnaði, en býr yfir öðru innræti, og af því sprettur atburðarás sögunnar.
Patrik læknir og Val skógfræðingur eru bræður, og Evelyn veit ekki langa
hríð hvorum hún ann heitar, ;— en málin skýrast að lokum. —
Ragnar Ásgeirsson: Skrudda
II. Páll skáldi. Kveðskapur,
sagnir og munnmæli. Búnað-
arfélag íslands gaf út 1958.
Það var fyrir hálfgerða tilvilj-
un, að Ragnar Ásgeirsson ráðu-
nautur lét Skruddu númer eitt
á þrykk út ganga í fyrra, en
þegar velgengni hennar og vin-
sældir urðu lýðum ljósar, var
ekki nema eðlilegt að höfundur-
inn gengi á lagið og sendi frá
sér nýtt bindi af Skruddu. Eg tel
víst að það verði boðið jafnvel-
komið og hið fyrra, þvi það er
merkilega stór hópur manna á
íslandi, sem sólginn er í svo-
nefnd þjóðleg fræði, murinmæla-
sögur frá fyrri tímum, gamlan
kveðskap og ýmiskonar smá-
varning af því tagi, sem fáar
eða engar aðrar þjóðir lita við
eða telja prenthæft.
Nú dettur mér ekki í hug að
fara að lasta þennan sérkenni-
lega bókmenntasmekk okkar,
hann er sprottinn upp af for-
vitni okkar um hag náungans og
er víst náskyldur almennri fróð-
leiksfýsn og jafnvel ræktarsemi
við andleg vei-ðmæti, þó einhver
kotbæjarandi svifi hér yfir vötn-
unum, að mér finnst. En svo ég
viki beint að Skruddum Ragn-
ars, þá eru þær vel skrásettar og
standa framarlega í flokki þeirra
bókmennta, sem þær tilheyra.
Annað bindi Skruddu er all-
frábrugðið fyrsta bindi, þvi hér
er í rauninni um eitt og sam-
fellt efni að ræða: ævisögu séra
Páls skálda, lagafa Ragnars Ás-
! geirssonár, en hann var fæddur
i Vestmannaeyjum árið 1779.
Hann ólst upp hjá séra Ögmundi
Högnasyni á Krossi i Landeyj-
um, afa Tómasar Sæmundsson-
ar prests og Fjölnismanna, en er
talinn hafa fengið óheppilegt
uppeldi hjá presti þessum. Páll
var gáfaður og gerðist snemma
skáldmæltur vel og brauzt til
mennta og varð prestur í Vest-
mannaeyjum. Siðustu níu æviár
sín þjónaði hann þó engu presta-
kalli, en flakkaði um Suðurland,
unz hann drukknaði í Eystri-
Rangá 12. eða 15. sept. 1856.
Það er skáldskapur Páls, en
ekki sálusorgarastarf, sem held-
ur á loft minningu hans, því
hann var meðal hagmæltustu Is-
lendinga á sinni tíð og oft svo
niðskældinn og svæsinn í orðum
að með fádæmum má teljast, eri
ekki er skáldskapapargildið að
sama skapi.
Ævisaga Páls í Skruddu er oÞ
in utan um kveðskap hans, viða
þannig að smásögur eru sagðar
til þess að skýra tiiefni visn-
anna, sem ég áætla að fylli sem
svarar hálfa bókina. Aftast í
skruddu er þáttur um systur og
dætur Páls skálda, en ýmsir
gagnmerkir gáfumenn eru út af
þeim komnir.
Skrudda er 266 blaðsíður,
prentuð í prentverki Odds
Björnssonar á Akureyri.
Guðm. Daníelsson.
U. S. OLÍUKYNDITÆKEN
eru nú komin aftur. Kynnið yður verð og greiðsluskilmála
áður en þér festið kaup annars staðar.
SMYRILL húsi Sameinaða, sími 1-22-60.
r if i p n m n m
» máLmA • SHlRTlNG • PAPPiR • PAPPA • TAU • GLER
„SPiRMG" Hitavatnsdunkar
með 60 metra spíral fyi irliggjandi.
FJALAR H.F., Skólavörðustíg 3. Símar: 1-79-75 — 1-79-76
Sigurður ólason,
hæstaréttarlögmaður
Þorvaldur Lúðvíksson,
héraðsdómslögmaður.
Málflutningsskrifstofa
Austurstræti 14.
Sími 1-55-35.
HRINOUNUM
?A