Vísir - 09.01.1959, Síða 9

Vísir - 09.01.1959, Síða 9
Föstudaginn 9. járiúar 1959 VÍSIR Fréttlr frá Winsiepeg - Framhald af bls. 4. . Guttormi J. Guttorms.--yn: sk-'iMi í samkvæmi því sem getið er 1 upphafi fréttapistils þessá: Davíð Bjömssón. Guttormur J. Guttormsson áttræður. I. Þú ortir vel, og einmitt fvrir það er ýmislegt, sem ég hefi fest í minni. Þú lærðir snemma að leggja rækt við það, sem lýsti fram á veginn gáfu þinni, II. Gott er að hafa Guttorm á gleðistundunum með oss. Stvrkur, áttræður, yrkir Austfirðingur á hausti. Ler»gi glóhærðar gengu Qaman og Alvara saman. Ljúft var næðis að nióta á nóttum hjá Bóndadóttur. Áttræður æviþáttur var unninn og fagurspunninn við ljós í landnemans hreysi á leið, sem var ekki greiðfær. Standa átök þíns anda öld þó renni að kvöldi. Orðstír er alda forði þótt annað gleymist í heimi. Skáldsins mál var þér skylda, skvggni andar.n að tigna. Yndis lífsfrjóiTa landa að leita, og krafti beita. Frjáls í fornhelgi málsins, finna kjarnan þar inni, mála mvndir og skála iriihni ættjarðar þirinar. Moldin var frjó og foldin fögur, með Ijóð og sögur. Gróður göfugrar móðúr var grátu.r aldanna og hlátur. Þungi, kraftur og kyngi var kjarni frá hennar arni. Skáldið, ungur að aldri, af þvi hrærðist og nærðist. Gagn þér færði og fögnuð ferðamálið þitt héðra. Andi stórbrimsins stranda storma vakti Guttormi. Sandy Bar er því svarið í safni goðfrægra nafna. Þar er Glaðheimur Gu.ða, er grafir landnámsins standa. Gaf þér Alfaðir gáfu,' góða skáldmálið Háva, gróðurmold vorrar móður, niátt til að spinna þátt þinn, nafn í sögunnar safni, sólskinsdaga með Braga, yndi árdagsins stunda, ástríkt víf gegnum lífið. Þökkum Alföður alda ævi ianga og gæfu. Því er Skuld mál að skála í skýru víni og dýru. Skáldsins orðlist og eldur yfir vötnunum lifi. Snjallur á Víðivöllum velli haldi gegn Elli! S. E. Björnsson. lk Sehvyn Lloyd, utanríkis- ráðherra Breta, lét taka úr sér hálskirtlana um ára- mótin. 'k Vauxhall verksmiðjurnar brezku fluttu út 103.411 bíla á sl. ári, og settu með því meí. Á árinu 1957 — metári einnig — nam út- flutnúngurinn 84.422 bílum. ,,Alþýðubíll“ Hitlers er enn dómstólamál 127.000 verkantenn gera kröfu i\\ að fá ¥eikswagenbífa á um 20 þústmi hvern. Fregn frá Bonn hermir, að úrskurður í sambandsréttinum í Vestur-Þýzkalandi í fyrri Iviku, hafi aukið mjög vonir 127.000 Þjóðverja um að Volks- wagen-vérksmiðjurnar sjái um, að þeir fái hver um sig bíl með mjög vægu verði, samkvæmt sparnaðarkerfi, sem þeir voru aðilar að við Verkalýðssam- fylkinguna á tíma Hitlers. — Samkvæmt þeim samningum ættu þeir að fá „a!þýðubíl“ fjTrir um 20.000 kr. Einkennileg deila reis út af þessum samningum, og hefir hún verið fyrir dómstólunum undangengin 10 ár, en fram til ársins 1944 höfðu verkamenn- irnir greitt Verkalýðssamfylk- ingu nazista upphæð (af laun- um sínum) sem svarar til 13 millj. stpd., gegn loforði um, að þeir fengju bílana þegar siguf væri unninn í styrjöld- inni. Til þessa dags hefir þetta fé, ásamt vöxtum, legið óhreyft á bankainnstæðu í Berlín, en vegna peningahrunsins eftir styrjöldina er verðgildið nú að- eins sem svarar til einnar millj. stpd. Sjö úrskurðir hafa verið felldir af þýzkum dómstólum, segir í frétt um þetta í Sunday Times, en enginn nógu skýr til þess, að hann væri bindandi fyrir hið risavaxna Volks- wagen-fyrirtæki (velta þess árlega svarar til 140 millj. stpd.) til að standa við skuld- bindingarnar frá Hitlerstíman- um. Úrskurður í fyrri viku veitti kröfuhöfum rétt til máls- höfðunar fyrir lægri dómstóli. Líkur eru nú fyrir, að til úr- slita dragi í þessu langvinna deilumáli, og alls ekki vonlaust, að kröfurnar vefði teknar til greina. Sovét-ríkin veita Indonesiu efnahagsaðstoð sejn ncmur að upphæð er svarar til 30 30 millj. stpd. Svona fór um sjóferð Soníu. Eina konan í Frakklandi, sem Iiefur skipstj ór n a rréttind i, frá Sonia de Borodaewsky, liefur orðið að selja bátinn sinn „Vol- ontas Dei“ (Guðsvilji) til greiðslu á áhvílantíi skuldum. Frúin er orðin allþekktur höf- undur af sjóferðasögum sinum og hefur hagnast meira á þeim en útgerðinni. Hún var búin að skrifa nokkrar sjómannasögur og hafði ásett sér að-fara til sjós, en gerði ekki alvöru úr því fyrr en eitt af fimm börnum hennar varð veikt og maður hennar, scm er starfsmaður í banka gat ekki | greitt sjúkrakostnaðinn. Hún j stóð sig vel og allt lék í lyndi; þangað til sjómannafélagið, stöðvaði sjóferðir hennar á þeim | forsendum að kona mætti ekki, stýra báti. Hún lét þetta ekki á | sig fá heldur tók stýrimannapróf og keypti sér bát. Frú Sonia var fiskin og ,allt gekk vel i fyrstu en maður hennar gerðist hins- vegar svo eyðslusamur að hún varð gjaldþrota. Útgáfufyrirtæki hennar frétti af vandræðunum og sendi henni 5 þúsund krónur í fyrirframgreiðslu, en þær komu of seint og hrukku skammt. Jntes Verne — Frh. af 4 s. setzt að í gamalli höll í Karp— atafjöllum. En sambiðill eða keppinautar söguhetjunnar reikar um skógana, sem eru í nánd við höllina. Fyrsta kvikmyndasýningin. Meðbiðillinn álítur að hall- arbúinn hafi numið hina fögru söngkonu á brott og hafi hana' innilokaða í höllinni. Þetta er eðlilegt, þar sem hevra mátti á hverju kvöldi yndislegan söng, kvenraddar, í gegnum hina þykku múrveggi hallarinnar. Söngurinn var óviðjafnanlega fagur. En söngkonan er dáin. Það er söguhetjan sem hefir fund- ið upp og búið til áhöld eða tæki, sem endurspegla mynd söngkonunnar á veggnum, og önnur tæki hefur hann búið til sem framleiða söng hinnar dánu ástmeyjar. Þegar keppinaut söguhetj- unnar tekst að lokum að kom- ast inn í höllina, finnur hann ekki söngkonuna, en horfir undrandi á fyrstu kvikmynda- sýningu heimsins. Jules Verne er því í raun og sannleika höfundur kvik- myndagerðarinnar. H. C. AXDERSEX: SNÆDROTTNINGIN f]r. 19 — 20 Rudy yfirgaf Bex og leiíaði upp til fjallanna, upp til jökulsins þar sem Snædrottningin átti heima. Þarna lengst uppi kom hann auga á tvær gemsur. Það kom glampi í augu Rudys, en hann var ekki nógu nærri þeim til að vera viss urn að hitta. Þokan umlukti hann og svo for að rigna. Hann var þreyttur og hann lang- aði mest til að leggjast niður og sofna, en það var hvergi þurran blett að finna. Allt í einu kom hann auga á nýsmíðað hús, sem stóð upp við klett og í dyr- unum stóð ung stúlka. Honum datt í hug að þarna væri dóttir skóiameistarans, hún Anette, sem hann hafði einu sinni kysst í dansinum. Nei, þetta var ekki Anette og þó hafði hann séð þessa stúlku fyrr, kannske í Grindelwald um kvöldið þegar hann sneri heim frá skotkeppninm í Interlaken. „Hvernig komst þú hingaðT' spurði hann. ,,Eg á hér heima,“ sagði hún. ,,Eg gæti hjarðar minnar.“ „Þú. ert lagleg stúlka," sagði Rudy. „Áttu mjólk handa mér? Eg er svo afskaplega þyrstur.“ Eg á nokkuð sem er betra en mjólk, vín, betra en þú hefur nokkurn tíma bragðað." Hún kom með vímð, hellti því í tréskál og bauð Rudy. ,,Það er gott sagði hann. Aldrei hefi eg drukkið svona áfengt vín. Augu hans glömpuðu. „Kysstu mig.“ ,,Já, og gef þú mér þennan fallega hring, sem þú berð á fingri þínum.“ „Trú- lofunarhnnginn minn?“ ,,Já, einmitt hann,“ sagði stúlkan. Og hann vafði hana örmum og leit inn í augu hennar sem voru einkenmlega skær. Það varaði aðeins augnablik. Snædrottningin kyssti hann og honum fannst renna kalt vatn milh skmns og hörunds og honum fannst sem kaldur snjóbylur fylla hug sinn. Hann hrasaði cg féil og honum sortnaði fyrir augum. Hin vondu öíl höfðu leikið hann grátt. Horfin var alpastúlkan og horfinn var fjallakofinn. Ekk.ert var að sjá nema hvítan snjóinn. Rudy skalf af kulda og hann var búinn að týna trúlofunarhringnum sínum, sem Babette hafði gefið honum. Byssan hans lá í snjónúm við hlið hans. Hann tók byssuna og ætlaði að skjóta af henni en lásinn kveikti ekki. En í myllunni sat Babette og grét. Rudy hafði ekki komið í sex daga, hann sem var í allri sökinni, hann sem átti að koma og biðja hana fyrirgefmngar, því hún elskaði hann af öllu hjarta.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.