Vísir - 12.02.1959, Síða 1

Vísir - 12.02.1959, Síða 1
'49. árg. Fimmtudaginn 12. febrúar 1959 35. tbl. Gamlir Bárðdælir muna ekki jafn hlýjan þorra. Vegir akfærir til innstu afdala bæja. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. Úr Bárðardal hefur verið símað að þar séu allir vegir auðir sem á sumardegi, en all- blautir. Hafa þar verið samfelldar hlákur í meir en viku og hefur gnjóinn því tekið að langmestu upp. í janúarmánuði snjóaði þar mikið og var um tíhia orð- ið erfitt um samgöngur af völd- um snjóa. Nú er fært bifreið- um eftir Bárðardal endilöng- um, að Mýri vestan Skjálfanda fljóts og að Svartárkoti austan iljótsins, en það er fátítt um ^þetta leyti árs. Mikil samgöngubót er að nýju brúnni yfir Grjótá, sem byggð var við yíðiker í haust sem leið. Þá var og á síðast- liðnu sumri byggð viðbótarbrú við Skjálfandafljótsbrúna hjá Stóruvöllum. Var gripið til þeirra aðgerða vegna þess að á- in rann í leysingum langt út fyrir bakka sína og ruddi burt veginum við brúarsporðinn. Með nýju brúnni, sem er 40— 50 metra löng, er bót ráðin á þessu og þarf naumast að óttast spjöll af völdum árinnar á þessu svæði lengur. Hlýindi eru svo mikil í Bárðardal þessa daga að elztu menn muna naumast jafn hlýj- an þorra. Allt til þessa hefur fé Póiverjar fá Kanadahveíti. Pólska stjórnin hefur boðið Kanadastjórn að hjálpa sér um hveiti, sem Pólverja skortir. Er viðskiptanefnd væntanleg til Ottawa innan skamms, og er gert ráð fyrir, að hún semji bæði um magn og verð, en kanadiska stjórnin hefur sam- þykkt, að Pólverjar geti fengið allt að 9 milljónum skeppa. samt lítið verið beitt vegna þess hvað snjó hlöð niður í janúarmánuði. En nú er hann að mestu leystur. Bárðdælir hafa löngum stundað veiði í heiðavötnum á vetrum, en í vetur hafa þeir veitt lítið. Þess í stað hafa Bárðdælir keypt Mývatnssil- ung, sem nú veiðist. betur en nokkru sinni áður. Er silung- urinn seldur á 14 kr. kílóið slægðui', en 12 krónur óslægð- ur. Tvö voldug þorrablót voru haldin í byggðarlaginu nýverið. Annað að Yztafelli í Köldu- kinn, en hitt að Sandvík í Bárðardal. Á báða staðina var fjölmennt mjög, kom fólk af flestum bæjum nágrennisins og voru þar matföng mikil á ís- lenzka vísu og gleðskapur fram eftir nóttu. Mislingar eru á einum bæ í Bárðardal og hafa lagzt þungt á heimilisfólkið þar. Hefur bærinn verið einangraður eftir því sem unnt hefur verið vegna þess að víða í Bárðardal er fullorðið og jafnvel roskið fólk sem ekki hefur fengið mislinga ennþá. Nú kemur þa5 Fanfani í koil. Fjórir menn liafa nú veriS kjörnir til að hafa á bendi yfir- stjórn kristilega demókrata- flokksins ítalska. Má segja, að hver höndin sé uppi á móti annari í flokknum, og voru það baktjaldaklækir Fanfanis, er sagði af sér sem forsætisráðherra fyrir skemmstu, er orsaka þetta. Með klækjum sínum tókst Fanfani að fella tvær stjórnir flokks síns, til að verða sjálfur for- sætisráðherra, en nú koma brögð hans honum í koll. Ölóður maður slasar fólk I tveim veitingasofum. Reif einnig sima úr sambandi og mölbraut hann. Klukkan rúmlega hálíátta í j varð, kvaðst ekki hafa borið gœrkvöldi réöist ölóður maður kennsl á manninn og ekki hafa á norskan mann, Tryggve séð hann áður svo hann myndi. Gr.undvig, sem staddur var í Veittist gesturinn að honum í veitingastofunniAdlonáLauga- anddyri veitingastofimnar og vegi 11, og barði hann með barði hann með ölflösku í höf- jlösku í andlitið svo hann skarst uðið. Hlauzt af þessu höggi á- iUa. I verki mikill og blæddi mjög. Maðurimi, sem fyrir árásinni Framh. á 7. síðu. Þessi mynd var teldn niðri við Reykjavíkurhöfn síðdegis á laugardag 31. janúar og sýnir Hafnarfjarðartogarann Júlí, þar sem hann liggur við „Löngulínu“. Skipið var þá nýkomið úr Slipp, nýmálað og glæsilegt, og lét úr höfn nokkrum stundum síðar. Nú er haldið uppi leit að því, bar sem ekki hefur heyrzt frá því, síðan á sunnudagskvöld. — Enn eru engar f regnir komnar af bv. Júlí. Óveður skoifið á að nýju. Skipi forðað frá bryggju. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Komið var austan rok hér í mörgun. Ókyrrt er í höfnmni og imi tiu leytið var verið að reyna að ná rússnesku síldartöku skipi frá garðinum, þar sem ekki er talið örug'gt fyrir skipið að liggja við garðinn ef hvessir meira. Varð að sæta lagi til að reyna að koma skipinu frá garðinum. Fjórtán bátar fóru á sjó á venjulegum tíma 1 gæ.rkveldi og voru sjö komnir að landi um kl. 9 í morgun en hinir voru að berja í land á móti austanstorm- inum. Einhverjir munu hafa lagt, en þeir koma síðastir. í nótt var hið versta veður á mið- um og héldu flestir sjó. V.b. Ver er eini báturinn, sem byrj- aður er á þorskanetum. Hann fann tvær trossur, sem lagðar Austur-þýzka stjórnin til- kynnir, að komizt hafi upp um samsæri meðal stúdenta í Dresden. Segir í tilkynningunni, að hér hafi verið um að ræða flokk stúdenta í tæknideild háskólans. Áfbrm þeirra hafi verið að steypa stjórninni. Þeir höfðu safnað nokkrum vopna- birgðum, skammbyssum, sprengjum o. s. frv., og er því haldið fram, að þeir hafi haft samstarfs- og stuðningsmenn í Vestur-Berlín og fengið hjá þeim vopnin. í vestrænum löndum er litið á tilkynningu austur-þýzku stjórnarii^nar sem staðfestingu á, að meira en lítið sé í ólagi í Austur-Þýzkalandi, óánægja! Leitin að togaranum Júlí hef- ur enn verið árangurslaus. I morgun var kominn stormur af norð-norðvestri á því svæði þar sem togarans var Ieitað af skipum og flugvélum frá því á þriðjudag fram eftir degi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá vitaskipinu, sem þátt tók í leit- inni var kominn þungur sjór er líða tók á daginn og var því spáð að veðrið myndi haldast voru fyrir fjórum sólarhringum. Aflinn var fimm lestir. megn og ókyrrð mikil, ekki sízt meðal menntamanna og stúdenta. ----•---- Þjóöhöfðingjar hittast í Montreal. Tilkynnt er í Washinton, að Eisenliower forseti og frú hans fljúgi til Montreal i Kanada til þess að vera viðstödd opnun St. Lawrenceskipaskurðarins. Koma þau þar 26 júní og fara þegar til fundar við Elisabetu Englandsdrottningu og Filuppus prins mann hennar, og verða þau öll viðstödd vígsluathöfnina. Drottningin og maður hennar fara síðan á drottnihgarskipinu Britanniu til Chicago. sólarhring eða meira og yrðí ekki hægt að leita fyrr en storminn lægði. Enn munu nokkur íslenzk skip vera á Ritubanka og þar suður af, þar á meðal togarinn Þorsteinn þorskabítur, sem hélt sjó. — Nokkur íslenzk skipanna eru á heimleið þar á meðal Júní, sem á eftir tveggja og hálfs sólar- hrings siglingu heim. Þar sem Júní var staddur í morgun var stormur og sjór. Erlendar fréttastofur skýrðu frá því í gær að flugvél sem var á leið frá íslandi til Nýfundna- lands hefði heyrt neyðarmerki á svipyðum slóðum og Júlí var síðast. Við nánari eftir- grennslan flugvélarinnar og bandarískrar strandgæzluflug- vélar sem kom á vettvang reyndist ekki vera um neyðar- merki að ræða. Skip frá bandarísku strand- gæzlunni fann í gær björgun- arbáta frá togaranum „Blue Wave“ sem talinn er af með 16 manna áhöfn. Annað bandarískt skip var á þessum slóðum og leitaði að skipunum meðan fært var í gær. í morgun fór flugvél af Keflavíkurflugvelli til að taka þátt í leitinni. Inflúensa í Evrópu. Samkvæmt skýrslum WHO (Heilbrigðisstofnunar Samein- uðu þjóðanna) hefur ýmiss in-^ fljúenzu „tegunda“ orðið vart í Evrópulöndum. Bandaríkjamenn telja víst, að hún berist þangað, og hafa hafizt handa um undirbúning til að stemma stigu við henni eftir því sem unnt er. A-þýska stjórnin scgir ^ frá samsæri gegn sér. FBokkitr stúdenta i Dresden handtekinn og ákærður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.