Vísir - 12.02.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 12.02.1959, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 12. febrúar 1959 VlSIB 2f heit 5KALD5AGA EFTIR MARY ES5EX — Þér græðið vafalaust milljónir í spilabankanum í kvöld, úr því aö þér eruð í svona skapi. — Það held eg varla. Eg hafði alls ekki hugsað mér að spila. Eg hef enga penihga með mér. — Vitanlega eigið þér að spila. Það er undarleg tilfinning að græða, skiljið þér. Og þó að þér tapið svolitlu — og það gerir maður oftast í fyrstu — er engin ástæða til að fara að skæla út af því. Nú komu þau inn í Monte Carlo, frægasta smábæinn í Evrópu. Candy varð hugsað til Venevia, þangað sem hún hafði átt að fara í brúðkaupsferð, en sagði ekki orð, því að það var forboðiö umtalsefni. Nú vildi hún njóta augnabliksins og upplifa Monte Carlo. Sefjandi blómailmur barst að vitum þeirra undireins og þau stigu út úr bílnum, og lágvær hljófærasláttur heyrðist gegnum myrkrið. Beint fyrir framan þau blöstu inngöngudyr spilabank- ans við. — Eg get varla trúað að þetta sé satt, sagði Candy. Hún var föl af eftirvæntingu. Hugh tók í höndina á henni. — Reynið að taka því rólega, sagði hann. — Munið að við erum komin hingað til að' skemmta okkur, við eigum gleðikvöld í vændum. Candy hló. — Bara að eg falli ekki í öngþvit af eftirvæntingu. Þér hafið séð líða yfir mig fyrr — í réttinum. — Og þá var það mér að kenna. Eg vona að það endurtaki sig ekki.... annars höfum við bannað okkur að tala um þetta. > Candy ætlaði varla að ná andanum þegar þau komu inn. Allt var svo óvirkilegt. Salirnir voru minni en hún hafði haldið, og þarna var ekki mjög margt fólk. Og húsgögnin voru ekki með nýtízkusniði, heldur þvert á móti, henni fannst hún vera í um- hverfi frá aldamótunum. Þarna var kvenfólk og karlmenn í smáhópum — allir prúð- búnir, en líktust einna mest statistum í leikhúsi. Þarna var þungt loft og erfitt að draga andann. Hugh hélt enn í höndina á henni. — Er þetta alltaf svona hérna, Hugh, spurði hún. — Svona loftþungt, eigið þér við það? Já, því miður, — þér vitið að fólk hérna syðra er ekki jafn hrifið af góða loftinu og við sem eigum heima norðar. Loftið er lokað úti, svo aö liér andar maður aðallega að sér eim af ilmvatni, farða og tóbaki. Það fór hrollur um Candy. — Maður venst þessu fljótt, Candy, þér skuluð bara hugsa um eitthvað annað. Margt fólk getur yfir- leitt alls ekki án svona andrúmslofts verið. Komið þér, við skul- um freista gæfunnar hérna við eitthvert spilaborðið. — Eg tek það ekki í mál! Getum við ekki eins vel horft á hitt fólkið? Þetta er eins og að fleygja peningum út um gluggann. Og eg hef ekki efni á því heldur. — En þá getið þér spilað fyrir mig! Maður hefur ekki komið til Monte Carlo ef maður hefur ekki spilað þar. ‘ Hann tók í handlegginn á henni og þegar á reyndi var ekki erfitt að telja henni hughvarf. Það var ekki laust við að hún fyrirliti sjálfa sig fyrir að vera svona leiðitöm við þennan mann — en hann var svo hjálpsamur og nærgætinn að það var ekki auðvelt að hafa i minni hve ómannúðlega hann hafði farið með hana í réttinum. En hún mátti ekki gleyma til fulls að hann var sá Jackson málaflutmngsmaður sem hafði að fullu eyðilagt fyrir henni tilVeruna, og.... Jafnvel hérna, innan um fólk sem alls ekki þekkti hana — skraut- búið fólk með óhagganleg andlit eins og grímur úr steini — og i þessu einkennilega umhverfi, gat hún ekki gleýmt réttarhöld- unum. Var ómögulegt að gleyma þessu — hafði það brennimerkt hana æfilangt? Þau fóru að innsta borðinu í .salnum, og Hugh hvíslaði aö henni að hún skyldi taka eftir andlitunum á fólkinu, sem hafði hópast kringum borðið. Spilastjórinn hreýfði sig eins og sprellikarl, litla kúlan sem hringsnerist með lukkuhjólinu — þetta voru örlög þessa fólks. Skammt frá Hugh og Candy stóðu fullorðin hjón. Gamli maðurinn nötraði af eftirvæntingu, augun stóðu í hon- um hvert sinn sem hjólið fór að snúast. Það stansaði, kúian varð hreyfingarlaus og hann hristi vonsvikinn silfurhvítt höfuðið. Hann var auðsjáanlega forfallinn spilamaður. Skömmu síðar sáú Hugh og Candy að hjónin voru að tapa síðustu skildingunum sínum. Þau spyrntu stólunum sínum hart til baka og stóðu upp, svo sneru þau sér snúðugt frá borðinu og strunsuðu út án þess að líta til hægri eða vinstri. — Nú skulum við taka sætin þeirra og sjá til hvort þér verðið ekki heppnari, sagði Hugh. Hann hafði tekið í stólana til þess að sýna að hann ætlaði að nota þá, og tók svo upp veskið sitt og keýpti handfylli af spila- peningum. Candy starði spyrjandi á spilamerkin, sem hann lagði fyrir framan hana. — Hvað á eg að gera við þetta? spurði hún. — Þér læriö það fljótt, sagði hann. — Lítið þér á! Hann ýtti nokkrum spilamerkjum á reit á græna borðinu. Svo biðu þau og eltu hjólið með augunum eins og hinir, kúlan stanzaði og hann hafði lagt undir. — Eg á bágt meö að sætta mig við þetta, sagði Candy og hristi höfuðið. — Það gengur alltof fljótt. Þessi stutta ánægja borgar ekki fjárútlátin! En um leið sá hún að kona andspænis henni við borðið hafði stóra hrúgu af seðlum fyrir framan sig, og nú tók hún við enn meiri peningum, sem hún sópaði að sér með græðgl. A KVÖLDVÖKUNNI x Dansskemmtanir fyrir ungt fólk. Æskulýðsráð o.fl. stofna dansklubba. í fyrravetur efndu Æsku- Iýðsráð Reykjavíkur, Áfengis- varnanefnd Reykjavíkur og Þingstúka Reykjavíkur til dansskemmtana fyrir æsku- fólk. Mæltist þetta yfirleitt vel fyrir og mikill fjöldi unglinga sótti skemmtanirnar. Sú gagn- rýni kom þó fram, að eigi væri æskilegt að unglingar 14 og 15 ára væru á skemmtunum á sunnudagskvöldum. Nú hafa Æskulýðsráð og Áfengisvarnanefnd ákveðið í samvinnu við skátafélögin í Reykjavík að efna til dans- skemmtana fyrir æskufólk 13 til 16 ára. Munu sérstakir dans- klúbbar taka til starfa í Skáta- heimilinu við Snorrabraut á sunnudaginn kemur, kl. 4—7 síðdegis. Klúbburinn mun halda fimm skemmtanir hálfsmánaðarlega fyrst um sinn. Klúbbgjald er kr. 50,00 eða 10 kr. hverju sinni. Stjórnandi og aðal-leið- beinandi á skemmtunum klúbbsins verður Hermann Ragnaf Stefánsson, en í fram- kvæmdanefnd eru Bragi Frið- riksson, Finnbogi Júlíusson og Óskar Pétursson. Skátar munu selja veitingar vægu verði og annast dyravorzlu. Á skemfntunum þessum verður leitast við að kynna ungu fólki ýmsa dansa, en auk þess munu ýms æskulýðsfélög annast skemmti- og kynning- aratriði. Klúbbmiðar verða seldir í Skátaheimilinjfc n. k. föstudag og laugardag kl. 5—6 báða dagana, en uppl. um starfsemi þessa verða fram- vegis veittar hvern föstudag kl. 3—4 e. h. í síma 15937. Maður, sem vann í stórri sögunarmylnu á Englandi, kom einu sinni af kæruleysi of ná- lægt söginni og skar af sér einn _ fingur. Hann datt ofan í stóra saghrúgu. Verkstjóri hans sagðið: „Sandy, það er bezt fyrir þig að fara til læknis. Þér blæðir út.“ „Nei, nei -eg ætla að finna fingurinn minn. Kannske læknirinn geti saumað hann við.“. „Hvers vegna varstu svona kærulaus?“ „Eg var ekkert kærulaus. Eg gerði bara svona.... “ og ann- ar fingur fór af. Verkstjóri hans varð ennþá áhyggjufyllri og sagði höst- ,ugur: „Komdu til læknis undir. eins — þér blæðir út.“ „Nei, nei, eg ætla að finna fingurna mína“ og hann rótaði í saginu. Húsbóndinn fann þá rétta ráðið. Hann henti shillingi í saghrúguna: Fingurnir komu samstundis upp og gripu pen- inginn. ★ — Jæja, pabbi, sagði sonur- inn, — ef þú vilt ekki gefa mér launahækkun, þá tek eg fram hjá þér og bið hana mömmu um það. ÖMóður .. mmmm ■ ■ £. R. Burroughs CONCE^NEC7 by A KESOUNPINS SdZEAhA, THE FOUE COM- FANIIOrsS RANi QU'C<LY TO INVESTISATE - TARZAN - 2822 SOON THEY HALTER CRINGINO BEFORE A SRUESOVÆ SISHT— !‘SO BE IT,* TARZAN f COAWENTEP STEENLY /L '"TLJCr II I I NIA'TIWCÆ Þetta hryllilega neyðaróp sem barst úr skóghaum vákti forvitni fólkséna, — EBir skamma stund komu þau í rjóður þar sem blasti við þeatí sýn, svo hrytlileg að orð fá ekki lýst. „Það er gert,“ sagði Tarzan. Wa.. ilii náennknir Hafa kal«Ufð íóf- örð sitt og rðWvísi frumskóg- arias Kðfi* verið feillnægt. Frh. af 1. s. Árásarmaðurinn slapp út og komst undan, en hinn slasaði maður var fluttur í slysavarð- stofuna, þar sem gert var að meiðslum hans. Nú víkur sögunni aftur að árásarmanninum. Hélt hann, að loknu afreki sínu í Adlon á Laugavegi 11, inn í veitinga- stofuna Vöggur við Láugaveg. Þá mun klukkan hafa verið átta eða því sem næst. Maðurinn var sýnilega ölv- aður og auk þess í mjög æstu skapi, þegar hann kom inn í veitingastofuna og var honum af þeim ástæðum synjað um af- greiðslu. Greip hann þá glas af einu borðanna og varpaði því af afli að afgreiðslustúlku, sem stóð fyrir innan afgreiðsluborð- ið. Fyrir snarræði fékk stúlkan. vikið sér til hliðar, þannig að glasið lenti á dyrastaf að baki hennar. Greip stúlkan þá til símans og ætlaði að kalla á aðstoð lög- reglunnar. En þegar komumað- ur sá hvað stúlkan hafði í h<yggju, vippaði hann sér yfir afgreiðsluborðið, sló stúlkuna hnefahöggi í andlitið svo á henni sá, þreif af henni símann, sleit hann úr sambandi og grýtti honum í gólfið svo hann brotn- aði í mél. Að því búnu hafði maðurinn sig á brott og slapp. En stúlkan, sem fyrir árás- inni varð, bar kennsl á mann- inn og gat skýrt lögreglunni frá því hver hann væri. Röskrí klukkustundu síðar hafði lög- reglan uppi á manninum, hand- tók hanc og flutti í fangageymsl urte. Maðúr þessi er sagður ekki Meill á geði, a. m. k. ekki alltaf, og verður æstur og uppivöðslu- saifiUT uxjífLr áhrifum áféngis-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.