Vísir - 12.02.1959, Page 4
VÍSIR
Fimmtudaginn 12. febrúar 1959
Ð AGBLAÐ
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti S.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
•/ Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
* kr. 2.00 eintakið 1 lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Minning ntikilmennis.
í dag er þess minnzt víða um
heim, en eðlilega fyrst og
fremst í Bandaríkjunum, að
liðin eru hundrað og fimm-
tíu ár frá fæðingu Abrahams
Lincolns, sem varð sextándi
forseti þjóðar sinnar. Þótt
! margir afburðamenn hafi
valizt til forustu og í for-
j' setaembætti þar í landi, at-
orku- og fyrirmyndarmenn
; á mörgum sviðum, er þó
engum þeirra gert rangt til
eða á neinn hallað, þótt full-
yrt sé, að Abraham Lincoln
hafi verið ástsælasti forseti
bandarísku þjóðarinnar og
i enginn annar maður þar í
landi mun geta vikið honum
úr þeim sess, sem hann hefir
skapað sér í vitund hennar.
Því miður fer því mjög fjarri,
að hugsjón Lincolns hafi
ræzt til fullnustu í landi
: hans. Þegar hann gaf út til-
* skipun sína 1862, að allir
■ svai’tir þrælar skyldu vera
i frjálsir menn, átti þjóðin í
j styrjöld — um þrælahaldið.
j Margir menn í suðurhluta
f" landsins geta ekki enn
' gleymt ósigri síns lands-
> hluta, þótt senn sé öld liðin
f frá lokum stríðsins, og þess-
ir menn geta ekki heldur
sætt sig við, að svartir
menn eigi að vera jafnháir
í öllu. Þeir berjast með öll-
um ráðum gegn réttarbótum
svertingjum til handa og
þeim hefir tekizt að tefja
fyrir umbótum eins og allir
vita.
Þetta getur þó ekki skyggt á
minningu Lincolns, og það
getur ekki nema að litlu
1 leyti verið vopn í höndum
þeirra, sem vilja gera sem
minnst úr frelsinu hjá vest-
rænum þjóðum og benda þá
meðal annars á kynþátta-
vandamálin í Bandaríkjun-
um máli sípu til sönnunar.
Ríkisvaldið í Bandaríkjun-
um berst í anda Lincolns,
enda þótt það eigi við ramm-
an reip að draga, því að þar
í landi er ekki einræði. Hjá
kommúnistum er það hins-
vegar ríkisvaldið, sem berst
gegn réttindum þegnanna
— það er einn helzti þáttur
ríkisvaldsins að halda þegn-
unum niðri og- leika þá sem
verst.
Þegar litið er á kynþáttavanda-
málið í Bandaríkjunum í
dag, kemur í ljós, að rétt-
lætið og jafnréttið vinnur
jafnt og þétt á. Á hverju
ári og jafnvel oft á ári ger-
ast atburðir, sem auka rétt-
indi svertingja og,annarra
þeldökkra manna á ein-
hvern hátt. Það gengur að
vísu ekki baráttulaust, en
þó miðar alltaf í áttina, svo
að sýnilegt er, að hleypi-
dómar eru ekki lengur eins
öflugir og áður, og sá dag-
ur er jafnvel ekki mjög
fjarri, þegar litarháttur
verður engin áhrif látinn
hafa á það, hvort maður er
virður vel í þjóðfélaginu eða
ekki.
Þeir eru vafalaust margir, sem
minnast Lincolns með þakk-
látum huga í dag, vegna þess
að barátta/hans var í þeirra
þágu, forfeðra þeirra og af-
komenda. Lincoln er fyrir-
mynd þeirra, sem frelsinu
unna, og það á ekki síður
í vök að verjast í dag en
fyrir hundrað árum, þegar
hann hafði hafið baráttu
sína fyrir réttindum þeirra,
sem aumastir voru í því
þjóðfélagi, er kjöri hann
fyrir leiðtoga sinn. Minning
Lincolns hlýtur að þjappa
frjálsum þjóðum saman í
baráttu við þau myrkraöfl,
sem vilja gera verk hans og
annarra þvílíkra að engu
aðeins öld eftir að hann
i vann sigur sinn.
Minningarorð:
Þorvaldur líolbeins,
presidari.
Frcilegur samsnburður.
Það er fróðlegt að bera saman
leiðtoga eins og Lincoln og
j þá menn, sem nú þykjast
; kjörnir til að frelsa heim-
inn — forsprakka kommún-
ista, sem sitja austur í
Moskvu. Annars vegar er
maður, sem ber hag hinna
smæstu fyrir brjósti, vill
1 bæta hag þeirra og hlut-
J, skipti, og er um síðir myrt-
ur af því, að hann vildi ekki
■ slá af kröfum sínum í mesta
! mannréttindamáli, sem sag-
an þekkir. Þó var hann leið-
1 togi þjóðar sinnar, af því að
■ hún þekkti hann og lcosti
hans. ,,, .......
Hinsvegar eru leiðtogar, sem
eru fullir af hroka og of-
stopa, þykjast berjast fyrir
frelsi annarra en eru ekki
þekktir að öðru en kúgun og
ofbeldi, hvar sem þeir koma
nálægt málum. Heimur
versnandi fer, segir máltæk-
ið, og þegar menn hafa fyrir
augunum muninn á þeim
leiðtogum, sem hér er gerð-
ur lítill samanburður á,
hljóta menn að óttast, að
það sé sannmæli. En menn
eins og Lincoln hafa sann-
arlega barizt og dáið til
einskis, ef kommúnisminn á
• eftir að sigra í heiminum. ;
F. 24. maí 1906.
D. 5. jebr. 1959.
Sunnan yfir heiðar var mér
sögð harmafrétt. ,,Þorvaldur
Kolbeins frændi þinn er lát-
inn.“
Hugur minn leitaði minninga
slóð. Minningarnar streymdu
fram. Hann fæddist hér norð-
ur í Miðfirði að Staðarbakka
24. maí 1906, sama vorið og
sr. Þorvaldur Bjarnarson prest-
ur að Melstað drukknaði. Og'
hér á Melstað átti hann heima
frá eins árs aldri til sex ára
aldurs. Foreldrar hans voru sr.
Eyjólfur Kolbeins og Þórey
Bjarnadóttir. Sr. Eyjólfur var
sonur sr. Eyjólfs prests í Árnesi,
Jónssonar, silfursmiðs, Þórðar-
sonar, bónda á Kjarna, Pálsson-
ar. Hann var prestur að Staðar-
bakka til vors 1907 frá 1890,
en fluttist þá að Melstað og and-
aðist þar 1. marz 1912. Kona
hans Þórey Bjarnadóttir bónda
að Reykhólum Þórðarsonar
fluttist eftir lát manns síns suð-
ur að Lambastöðum á Seltjarn-
arnesi með börn sín tíu vorið
1912.
Heiman að fór Þorvaldur á
10. ári til móðurbróður síns, sr.
Böðvars Bjarnasonar, prests að
Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hjá
sr. Böðvari lærði hann ýmis fög
gagnfræðastigs og var með hon-
um fram yfir fermingu og ári
betur, en fór þá suður yfir Arn-
arfjörð til Hannesar B. Stephen-
sen, móðurbróður síns, sem rak
verzlun á Bíldudal. Lagði Þor-
valdur þar stund á verzlunar-
störfum 2ja ára skeið, en fór til
móður sinnar aftur 17 ára. Hún
átti þá heima í Byggarði á Sel-
tjarnarnesi. Jón Laxdal, tón-
skáld, rak þá verzlun og gos-
drykkjaverksmiðju, sem Mimir
nefndist, í Reykjavík. Hjá hon-
um starfaði Þorvaldur þar til
hann 17. jan. 1925 hóf prent-
nám, sem hann lauk 17. júlí
1929. Sama ár, 27. nóvember
kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni, Hildi Þorsteinsdóttur,
bónda í Fossvogi, Finnbogason-
ar frá Hjallanesi. Að loknu
námi hóf hann starf við prent-
iðn í ísafoldarprentsmiðju, sem
ham\ lærði í og vann svo við
þá iðn í ýmsum öðrum prent-
smiðjum alla ævi síðan. Nú síð-
ast við prentsmiðjuna Guten-
berg.
Meistarabréf í iðninni fékk
hann 19. marz 1948. Setjarastarf
og prentara var ævistarfið, en
langt frá því að vera eina starf-
ið. Félagsmálefni voru hugðar-
efni hans, sem hann sinnti í
ýmsum félögum. Ættfræðivís-
indi stundaði hann svo að fræði-
mannsheiti bar hann með réttu.
Margir munu kunna honurn
þökk fyrir það starf og traust-
lega mun það hafa verið unnið.
Einn þáttur ættfræðistarfa hans
var söfnun á mannamyndum,og
mun það safn allgott orðið og
í vörzlu fjölskyldu hans.
Lengi mætti rekja störfin og
undrast afkastamátt Þorvaldar
heitins. Og ekki minnst við upp-
eldi á þeim 10 börnum, sem þau
hjónin eignuðust og öll eru á
lífi, flest uppkomin. Tvö eru
innan fermingaraldurs.
Ljóst verður af þessu, sem
greint er frá starfi hans að
miklu hefur verið afkastað á
tæplega 53 ára ævistarfi. Minn-
ir það á erindi Stephans G. Step-
hensen:
Það er hollt að hafa átt
heiðra drauma vökunætur,
séð með vinum sínum þrátt
sólskins rönd um miðja nátt
aukið degi í æviþátt
aðrir þegar stóðu á fætur.
Þorvaldur vann störf sín
hljóðlátt, markvisst og stöðugt
víðsfjarri gný og hávaða stór-
látra umsvifa. Og urðu oft
margar vinnustundir í margvís-
legum viðfangsefnum. Það er
liðið. Nútíminn og framtíðin eru
erfingjar uppskerunnar af
fræðimanns og ættfræði-vís-
indastarfi hans. Það munu líka
oftast vera erfiðislaun þeirra
manna, sem mest starfa að því
að viðhalda tengslum vorum
við reynsluríka fortíð. Þeir, sem
það vita og skilja, meta störf
þeirra mikils og þakka sem
vert er.
Orð og hugsanir, þakklæti og
söknuður, fylgja þér, frændi,
fyrir öll þau störf, fyrir alla
þína elsku og yndisstundir í ná-
vist þinni, heima og heiman.
Fyrir mannkosti og alla góða
eiginleika, sem fram komu í
fari þínu, þakka ég þér. Þú
sleizt þér upp í fjölþættu ævi-
starfi. Þú gafst oss, sem eftir
lifum marga gleði-minjarós í
myrkri dauðans indælt ljós.
Guð gefi, að náð og friður
sé með sál þinni. Drottinn vor
Jesú Kristur samtengi oss í
söknuði og þökk og gjöri bjart
við burtför þína.
Þökk fyrir gleði, sem þú gafst
mér og mínum.
Gísli H. Kolbeins,
Melstað, Miðfirði, V.-Hún.
Dr. John hampar
sönnunargögnum.
Dr. Otto John, sem gerður
var afturreka frá Englandi í
fyrradag, var í Ostende í
Belgíu í gærkvöldi.
Sagði hann, að har.n ætlaði
að fara fram á, að íá mál sitt
tekið upp af nýju, þar sem ný
gögn lægju fyrir, er sönnuðu
sakleysi hans.
Til vinsamlegrar
ábendingar.
Ýmsir hafa drepið á það við
Bergmál, að svo kallaðar mið-
nætursýningar, sem hafa sitt að-
dráttarafl fyrir börn og unglinga'
ekki síður en fullorðna fólkið,
verði að byrja fyrr en venjan er.
Nefndu þeir sérstaklega skemmt
anir Gittu litlu, sem fjöldi barna
langaði eðlilega til að sjá og
heyra, eins og skiljanlegt er,
enda fóru margir foreldrar með
börn sín á þessa ágætu skemmt-
un, eða börn fengu að fara upp
á eigin spýtur, systkini og kunn-
ingjar o. s. frv. Frumsýningin
byrjaði kl. 11.15 og var ekki lok-
ið fyrr en eftir kl. 2 — þegar
allir strætisvagnar voru hættir.
Mjög margir urðu, vegna þessa
óhentuga tíma, að bíða úti með
börn sín — eða menn höfðu
aukakostnað af bílum, sem bið
I gat eðlilega orðið að. ná í.
1 Á að vera lokið
; kl. 12 /2.
Þeir, sem um þetta hafa kvart
að segja, að þegar um svona;
skemmtanir sé að ræða, sem séu
jafnt fyrir börn og fullorðna,
ætti að byrja þær svo snemma,
að þeim yrði lokið eigi siðar en
klukkan hálf eitt. Nú eru sjálf-
sagt öðrugleikar á því, eða bein-
iínis ekki hægt, að fá hentugt
húsnæði nema i kvikmyndahús-
um, sem hafa bezta aðsókn að
þeim sýningum, sem byrja kl.
9. Einn lesenda Vísis ræddi sér-
staklega um þetta, og vildi fara
þann meðalveg, að kvikmynda-
I húsin hefðu sérstakar sýningar
kl. 9 þau kvöldin, sem líka er
miðnætursýning, og sýna ekki
nema 1 klst. og 20 mínútur eða
í mesta lagi eina og hálfa klst.,
og væri þá hægt að byrja mið-
nætursýningarnar fyrr.
Fréttaniyndir?
Það væri eðlilegt, að kvik-
myndahúsin vildu halda sýning-
artimanum kl. 9, en væri ekkl
hægt, sagði sá, er þetta ræddi
sérstaklega, að sýna t. d. úrval
fréttamynda eða annarra
smærri mynda á þeim kvöldum,
er hér um ræðir? Bergmál skýt-
ur þessu fram hlutaðeigendum
til „vinsamlegrar ábendingar".
eins og um var beðið, en tekur
að öðru leyti undir það, að ófært
er að byrja sýningar, sem börn
og unglingar sækja, svo seint,
að þær standi langt fram yfir
miðnætti.
Skortur hentugs
liúsnæðis.
Hér í bæ vantar hentugt hús-
næði til að halda hlómleika og
söngskemmtanir, og það er þess
vegna, sem slíkar skemmtanir
eru sjaldan haldnar á þeim tím-
um kvöldsins, sem hentast væri
og þægilegast öllum, skemmt-
endum og þeim, sem skemmt-
ananna njóta, eða kl. 8 eða 9.
Þetta breytist til batnaðar, inn-
an tiðar, er hentugt húsnæði
kemur til sögunnar, en þar til
öðruvísi skipast væri vissulega
reynandi, að reyna að finna ein-
hvern veg til að girða fyrir ó-
þægindi slík, sem hér hefur ver-
ið vikið að.
Yfirmenn á togurum í
Fleetvvood fóru að dæmi
stéttarbræðra sinna í Hull
og hættu við verkfall 12. þ.
m. Með ákvörðun Hull-
manna var í rauninni þegar
sýnt og sannað, sem margir
hugðu þegar í byrjiui, að
verkfallsboðun yfirmanna í
Grimsby myndi reynast
frumbiaup. . - a