Vísir - 19.02.1959, Page 1
iasasraal
Síðast var haft samband víð
skipið ki. 4 um nóttina.
Á skipinu voru 12 mensi —
hinn eizti 65 ára, sá yngsti
16 ára.
Enn hefur íslenzka þjóðin orðið fyrir þungu
áfalii. Áftur hefur vösk skipshöfn orðið að íúta í
lægra haldi fyrir Ægi. Yitaskipið Herraóður, sem
var á íeið til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum í
fyrrinótt fórst við Reykjanes og með því allir menn-
irnar, sem á því voru, tólf taisins, á aldrinum 16—65
ára.
Landhelgisgaezlan gaf í
gær út svohljóðandi til-
kynningu um þetta síðdegis
í gær:
„Talið er víst að vitaskip-
ið Hermóður hafi farizt með
allri áhöfn í stórsjó og of-
viðri undan Reykjanesi í
nótt.
Var siðast haft samband
við l>að frá öðru skipi um kl.
4 í nótt. Var Hermóður þá
staddur við Reykjanes en
síðan hefir ekkert heyrst
eða sézt til skipsins.
Hermóður var á leið frá
Vesímaimaeyj um, þar sem
hann hafði verið við báta-
gæzlu undanfarinn hálfan
mánuð, og var væntanlegt
til Reykjavíkur í morgun.
Strax þegar ekki heyrðist
til skipsins í morgim og það
heldur ekki komið til
Reykjavíkur, sendi Land-
helgisgæzlan gæzluflugvél-
ina Rán til þess að Ieita að
því, og nokkru síðar var
Slysavarnafélagið bcðið um
að láta leita meðfram
ströndinni frá Grindavík og
vestur og norður fyrir
Reykjanes allt að Garð-
skaga. Brugðust slysavarna-
deildirnar í Grindavík og
Höfnum svo og 3 leitar-
flokkar frá Reykjavík skjótt
við og fundu skömmu eftir
hádegi brak úr skipinu rek-
ið undan bænum Kalmans-
tjörn sunnan við Hafnir.
Leitað var allt til dimmu
en mun verða haldið áfram
strax í birtingu á morgun.
Vitaskipið Hermóður var
byggt í Svíþóð fyrir Vita-
málastjórnina árið 1947 og
var rúmlega 200 lestir að
stærð. Hefir skipið alla tíð
verið notað til vitaflutninga
og annarrar slíkrar þjónustu
svo og Iandhelgisgæzlu og
reynzt afbragðs skip í alla
staði.“
Þessir menn voru á Her-
móði:
Olafur G. Jóhannesson
skipstjóri, Skaptahlíð 10,
Rvík, 41 árs. Hann var
kvæntur og auk konu lætur
hann eftir sig sjö börn á
aldrinum 10, 8, 7, 5, 4 og tvö
tveggja ára.
Sveinbjörn Finnsson, 1.
stýrimaður, Útgerði við
Breiðholtsveg, Rvík, 24 ára.
Hann lætur eftir sig konu
og eitt barn árs gamalt. For-
eldrar hans búa vestur í
Grundarfirði. 1
Eyjólfur Hafstein, 2.
stýrimaður, Bústaðavegi 65,
47 ára. Hann lætur eftir sig1
konu og 4 börn, 12, 9, 7 ára
og 8 mánaða. Móðir hans
öldruð, er á lífi.
Guðjón Sigurjónsson, 1.
vélstjóri, Kópavogsbraut 43,
Kópavogi, 40 ára. Kvæntur
og auk konu lætur hann eft-
ir sig 5 börn á aldrinum 5—
14 ára.
Guðjón Sigurðsson, 2.
vélstjóri, Freyjugötu 24, 65
ára. Lætur eftir sig konu og
uppkomin börn.
Birgir Gunnarsson, mat-
sveinn, Nökkvavogi 31, 20
ára. Ókvæntur. Var í for-
eldrahúsum.
Magnús Ragnar Pétursson,
háseti, Hávallagötu 13, 46
ára. Ókvæntur.
Jónbjörn Sigurðsson, há-
Vs. Hermóður
seti, Gnoðavogi 32, 19 ára.
Var hjá foreldrum sínum og
er elztur 10 systkina.
Kristján Friðbjörnsson,
háseti, 27 ára, til heimilis
austur á Vopnafirði.
Davíð Sigurðsson, háseti,
Samtúni 32, 23 ára. Elztur
5 systkina
Einar Björnsson, aðstoð-
armaður, frá Vopnafirðd, 30
ára.
Helgi Vattncs Kristjáns-
son, aðstoðar-maður í vél,
Þinghólsbraut 23, Kópavogi,
16 ára. Hann bjó hjá for-
eldrum sínum.
Framh. á 4. síðu.
t r
•)>}r
Prestssetrið á Borg
stórskemmist af eldi.
Allt innbú mun vera ónýtt.
r
Frá fréttaritara Vísis.
Borgarnesi í morgun.
Eldur kom upp í morgun í
prestseturshiisinu á Borg- á Mýr-
Píötur fuku — búöar-
gfuggar brotnuÖu.
*%.
Frá fréttaritara Vísis.
Húsavík í gær.
Hér geysaði í morgun eitt æð-
islegasta hvassviðri af suðvestri
með dæmalausu særoki, sem
gekk yfir allan bæinn.
Plötur fuku af húsum, og tvær
gluggarúður í verzlunarhúsi
Kaupfélags Þingeyinga brotn-
uðu. Hálft var á götunum, og
var varla stætt, enda duttu marg
ir, einkum konur og börn fengu
byltur og hlutu meiðsl af, en
engin þó alvarleg.
Afli var fádæma góður hér í
janúarmánuði, og bamt helmingi
meiri afli hér á land í mánuðirr—
um en í janúar í fyrra.
um, og mun allt iimbú hafa
bmnnið og annað lauslegt, en
engin slys urðu á fólki.
Laust fyrir kl. 9 i morgun var
prestsfrúin vör við reykjarlykt,
fór þá niður i kjallara til að at-
huga að, hverju þetta sætti, en
varð einskis vör. Síðan fór hún
upp, og varð þá eldsins vör.
Slökkviliðinu i Borgarnesi var
þegar gert viðvart, og var það
innan stundar komið á staðinn.
Fólkíð bjargaðist strax út úr
húsinu.
Húsið er kjallarí, hæð og port.
Eldurinn mun hafa komið upp í
stofu á aðalhæð. Raímagnslaust
var þar í gær, en rafmagn komst
aftur á i nótt. Er gizkað á, að
kviknað hafi í út frá rafmagni.
Eldurinn magnaðist á skammri
stund, og þegar slökkviliðið
hafði ráðið niðurlögum eldsins,
var innbú prests allt brunnið
eða eyðilagt, nokkrum munum,
svo sem skrifborði var náð út,
Framh. á 8. síðu.
Heliisheiði var
farin í morgun.
Hellisheiði var enn fær stór-
um bílimi í morgun þrát-t fyrir
talsvert mikla snjókomu í gær-
kvöldi og nótt.
Mjólkurbílunum gekk sæmi-
lega yfir heiðina í morgun og
komu litlu seinna en venjulega
tií Reykjavíkur. Töldu mjólkur-
bílstjórarnir þurfa lagfæringar,
við í Kömbunum og uppi á
Kambabrún og voru vinnuvélar
sendar þangað í morgun.
I hryðjunum skefur talsvert á
Hellisheiði, en samkvæmt upp-
lýsingum frá Vegagerðinni í
morgun hefur snjór ekki sezt á
veginn að neinu ráði ennþá.
----a----
ÖxnadalsheiÖí rudd
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Öxnadalsbeiði var rndd í
fyrradag og mun nú vera fæu
a. m. k. stærri bifreiðum.
Áætlunarbíll frá Norðurleið-
um fór á leiðis suður um há-
degisleytið í fyrradag og var
hann röskar 5 klst. að Varahlíð
í Skagafirði.