Vísir - 19.02.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 19.02.1959, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 19. febrúar 1959 VISIR t 30 útcjjiH keit SKALDSAGA EFTIR MARY E5SEX við höfurn öll rétt til að prófa alla hluti sjálf. Þess vegna sesi.eg: farið.með honum í kvöld ef yður langar til þess. Eg er viss um að það er ekki hyggilegt af yður, en gerið það samt. Hún sá að slagæðin á hálsinum á honum hreyfðist skrykkjótt og að yfirbragðið var raunalegt. Hann hefur áhyggjur út af mér, hugsaði hún með sér. Honum fellur illa að eg sé með Colin, en það er ekkert við því að gera. í þessum svifum hringdi síminn. — Get eg komið og sótt þig núna? Það er Colin. — Mig langar svo til að sýna þér dálítið. Candy leit um öxi sér út á svalirnar. Diana var sofnuð, og Hugh hafði snúið bakinu að henni. — Þú getur gjarnan komið strax, sagði hún. — Eg skal vera tilbúin. Hún hljóp upp á loft. Blátt.... hún varð að vera í einhverju bláu, það var uppáhaldslitur Colins. Hún greip bláan klút sem fór vel við hvíta kjólinn, og hljóp niður garðinn að silfurgráa bílnum, sem rann upp að hliðinu. Á hreyfilshúsinu fremst var lítil hafmey úr silfri, sem teygði fram hendurnar móti henni. Henni gafst alls ekki að þessari pryði, en ekki hafði hún orð á því að svo stöddu. — Eg get ekki verið lengi burtu, flýtti hún sér að segja. — Diana var mjög þreytt eftir ferðina til Nice í dag, það er líklegt að hún spyrji eftir mér seinna. — Þau geta ekki leyft sér að halda þér í stofufangelsi allan liðlangan daginn, sagði Colin ergilegur. — Hvað gengur að krakkanum? — Hún hefur haft lömunarveiki. — Það var leiðinlegt. Hafði Jackson ekki mæðu af konunni sinni líka, kvendýrinu, sem við kölluðum hana? Hún hlýtur að hafa verið eitthvað bág úr því að hann fékk að halda barninu. Reyndar hefur hann ekki verið málaflutningsmaður fyrir ekki neitt. Hann hefur komið fram því sem hann vildi. Candy svaraði ekki en hagræddi sér í sætinu. Þetta var íburð- armikill bíll. Fóðraður með bláu hanzkaskinni að innan, allir hnappar og takkar á mælaborðinu úr fílabeini, og lítil hafmeyja úr silfri á hverjum hnapp. Bíllinn brunaði hratt upp brekkurnar fyrir ofan þorpið, og nú varð loftið hreinna. Léttur vindblær fór um olíutrén, og óleand- arnir stráðu síðustu krónublöðunum á veginn fyrir framan þau. — Hvert eigum við að fara? spurði Candy, því að Coiin hafði ekki sagt eitt orð um það. Nú voru þau komin á breiðari veg og hann herti á bílnum. — Eg ætla að sýna þér litla kirkju. Eiginlega er hún ekki nema bænhús, en hún er ljómandi falleg. — Eg hélt að þú hefðir ekkert gaman af gömlum kirkjum? — Kannske ekki. En eg hef sérstaklega ást á þessarí kirkju. Foreldrar mínir voru gefin saman þar, svo að þú skilur að eg hef mætur á henni. — Eg hafði ekki hugmynd um að þú ættir svo góðar endur- minningar héðan.... — Þarna sérðu. Þú þekkir mig alls ekki, þrátt fyrir allt. — Nei, það er ekki svo að sjá, sagði Candy og brosti. Hún var alltaf á verði, hún vildi halda samtalinu í léttum tón og hætta sér ekki of langt — Hugh hafði vafalaust rétt fyrir sér er hann sagði að Colin væri veikgeðja maður. Það mátti ekki láta allt eftir honum — það átti hún að vita.... Nú voru þau komin upp á brúnina á ásnum og framundan hallaði niður í lítinn dal. Beggja megin vegarins var græn brekka, í skógunum spruttu villi-anemónur með allskonar tilbrigðum af rauðum lit. Yfir dalnum hvíldi kyrrð og friður, og þarna var svalt og þægilegt, þó sólin væri ekki gengin til viðar. Eftir nokkra stund sveigöi Colin inn á hliðarveg, sem þau fóru þangað til hann breikkaði. Candy fannst klaustrið, sem stóð þarna framundan, þenja úr sér fyrir augum hennar, stórt hvítt steinhús á grænni flöt með citrónutrjám. Þau voru eins og keila í lögun, eins og skreytt jólatré, alþakin gulum aldinum. Hún var hugfangin af þessari sýn, og þegar Colin stöðvaöi bílinn í for- sælunni undir stóru pipartré, steig hún út úr bílnum án þess aö segja orð. Tveir munkar í hólkvíðum kuflum, eins og pokar laginu, með hvítt band um mittið, komu og tölúðu saman í ákafa. Þeir virtust ekki sjá gestina. wm>' — Þeir tala aldrei við nokkurn mann, nema þá sem eru af þeirra eigin sauðahúsi, sagði Colin. — Þetta er eitthvað annað en það, sem við eigum að venjast. Vitanlega færðu ekki að sjá klaustrið sjálft, en kapellan er alltaf opin. Komdu og sjáðu hana. Hann tók undir handlegginn á henni eins og hann ætti hana. og leiddi hana inn eins og hún væri kona hans. Stígurinn að kapellunni var steinlagður, og hellurnar ójafnar. Milli þeirra uxu ýmsar kryddjurtir og lagði af þeim sterkan ilm. Candy þekkti sumar tegundirnar. Þetta voru jurtir, sem höfðu villst úr jurtagarði munkanna með fram stígnum, en þar rækt- uðu þeir ýmsar jurtir, sem þeir notuðu í meðulin sín. Ilmurinn úr garðinum hafði deyfandi áhrif. Kapellan var lítil. Candy sá hana af beygjunni á stignum, á báðar liliðar hennar voru dökk, hnarreist kyprustré þar sem stígnum lauk. Þarna var nærri því yfirnáttúrleg kyrrð. Dyrnar stóðu opnar, svo að þau gátu séð bekkjaraðirnar áöur en þau komu inn. Innan við timburhliðið við kapelludyrnar sat betli- kerling í hnipri og fitlaði við rósakransinn sinn. Margir koma hingað til að biðjast fyrir, hvíslaði Colin. — Það er sagt að hér gerist stundum kraftaverk. Gamla konan beygði höfuðið niður að óhreinum fingrunum, sem virtist vera að gæla við rósakransinn, tréperlurnar voru gljáandi af sliti. En augun störðu niður í sífellu. Candy og Colin leiddust inn í kapelluna. Þau stóðu kyrr fyrir framan altarið með gömlu tréskurðarmyndinni af Kristi á kross- inum, þegar Candy heyrði óvenjulegt hljóð, sem henni virtist koma úr fjarska. Það var ekki frá perlunum í rósakransi gömlu konunnar, það var öllu frekar eins og það kæmi frá rennandi vatni. Hún renndi augunum, þau leituðu hærra og hærra, og loks sá hún fyrir ofan og bak við altarið lítinn og tæran læk, sem kom sindfandi niður klett. Hann glitraði í birtunni og hvarf ofan í hyl, sem hlaut að vera undir sjálfu altarinu. Þetta var lifandi, það var ekki gert af manna höndum, náttúran sjálf lagði til vígða vatnið í gömlu kapelluna. ■— Komdu nær og líttu á þetta, sagði Colin. Kertin loguðu í þungum stjökum á altarinu, sem var prýtt blómum. Kannske var einhver sérstakur helgidagur í dag, eða dagur sem munkarnir í klaustrinu höfðu sérstakar mætur á. Allt í einu sáu þau ungan munk krjúpa á kné á efsta þrep- inu fyrir framan altarið. Svo hreyfðist hann ekki fremur en hann væri steinn, högginn út úr berginu. Candy stóð grafkyrr og horfði á hann. Hvað átti þetta að þýða — hvers vegna lá hann þarna á hnjánum, hreyfingarlaus eins og hann væri steindauður? Colin beygði sig að henni og hvíslaði: — Hann hefur unnið heilagt heit í dag, hann á að verða hérna í kapellunni í alla nótt, aleinn. í dag hefur hann svarið að afneita þessum heimi og öllu sem hans er, og lifa til æfiloka hérna með munkunum í klaustr- inu. Hann var svo ungur, þessi munkur. Krúnubletturinn hafði verið rakaður í þéttu, ljósu hárinu, eins og stórt gat. Hann starði beint á altarið án þess að depla augunum. Hvað hafði knúð hann til að vinna svona alvarlegt heit? Hver var ástæðan til aö hann hafði sagt skilið við ættingja og vini? Hvað var hann að hugsa KVÖLDVÖKUNNI Það er gaman að því að allt-< af koma í Ijós nýjar skrítlur, eftir Bernard Shaw. Hin digra og káta kona Elsa Max- well segir frá þessu: „Eg spurði einu sinni Bern- ard Shaw að því hver af gam- anleikjum Shakespeares hon- um þætti skemmtilegastur. Og hann svaraði hiklaust: ,,Óthello!“ „Já, en Óthello er ekki gam- anleikur, það er sorgarleik- ur!“ „Nei, nei,“ sagði Shaw. „Leikrit, sem fjallar urn vasa- klút konu getur aldrei orðið annað en gamanleikur!“ ★ Prófessorinn: Demanturinn er harðastur af öllum þekktum efnum, því að hann sker gler. Vantrúaður. Gler? Góði mað- ur, demanturinn hefir jafnvel áhrif á hjarta konunnar.“ Níðingslegt innbrot. I gærmorgun var rannsókn- arlögreglunni tilkynnt um inn- brot í björgunarskipið Gísla J. Johnsen sem Iiggur í Reykja- víkurhöfn. Brotin var rúða í stjórnklefa skipsins, ýmsu rótað þar inni og stolið línubyssu sem þar var geymd. Þetta innbrot er þeim mun lúalegra og svívirðilegra sem það getur riðið mannslífum að fullu ef ekki eru til staðar þau björgunartæki sem eiga að vera í skipinu, og skyndilega þyrfti að grípa til þess í neyð- artilfelli. Segja má að þjófar leggist ævinlega lágt með framferði sínu, en þarna er svo mikið x húfi að slíkt atferli verður að fordæma frekar heldur en venjulega þjófnaði eða innbrot. Koma þarf upp um slíkan níðing, sem hér hefur verið að verki, og treystir rannsóknar- lögreglan því að ef einhver hefur orðið þjófsins var eða séð línubyssu í fórum manns að láta hana vita þegár í stað. Kaupi gull og silfur E. B Burroughs - TARZAN - 2828 Svo liðu vikur.----Apa- una og svo fór hann burtu. máðurinn hélt áfram að Hann hélt áfram lengra inn \ hjálpa Frank Garvey til þess í skóginn. Langt í þurtu frá áð ljúka viö kvikmyndatök- öllum mannaferðum og þó .... Það var dag nokkurn að hann varð var við annar- legt hljóð. Það var eins og hann heyrði konu taía vi| einhvern í reiði. PASSAMYMDIR teknar í dag — tilbúnar á morgun. Annast my-ndatökur á íjósmyndastofunni, í heima- húsum, samkvæmum, verksmiðjum, auglýsingar skólamyndir o. fl. Pétur Thomsen, kgl. hirðljósm. Ingólfsstræti 4. Sími 10297.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.