Vísir - 23.02.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 23.02.1959, Blaðsíða 10
M. Vf aillt Mánudaginn 23. febrúar 195í> 33 keit SKALDSAGA EFTIR MARY ES5EX er svo hræddur um að þér lendið í því sama. Eg vissi að Amöndu var ekki treystandi, meðan við vorum trúlofuð, en eins og svo margir á undan mér hélt eg að hún mundi breytast er hún eign- aðist heimili og börn og færi að róast. Við fengum að halda Diönu en misstum drenginn okkar — það getur verið að eg hafi spillt öllu. Loks var allt komið í ógöngur. Þetta var eitt þeirra hjónabanda, sem var dæmt til að mistakast. — En, Hugh.... Hann tók fram í, sárgramur: — Amanda vill ná í Díönu. Eftir það, sem ég gerði í dag fer ég að halda, aö hún hafi rétt fyrir sér, er hún segir, að karlmenn kunni ekki að fara með börn. — Það er ekki satt. En yður hefur fallizt hugur núna af þvi að þér eruð hræddur. Verið þér ekki að brjóta heilann um þetta núna. Það er stundum betra aö' skjóta hugsununum á frest — til morguns. Hann sneri sér að henni og kyssti hana laust á kinnina. Þetta var enginn Collins-koss, það var öllu frekar koss góðs þróður, þessvegna gat hún ekki skilið hvers vegha þessi koss vakti svona mikinn hugaræsing hjá henni. Hún fann til skjálfta um allan líkamann og minntist hljóðu kapellunnar. — Hugh, ég er hræðilega þreytt. Get ég ekki lagzt fyrir irérna — þá er ég nærri, ef Diana vill eitthvað. Hann setti svæflana undir höfuðið á henni og breiddi þunna værðarvoð yfir hana, hann sá að hún var örmagna. Og þegar hún var lögzt fyrir, fann hún að henni var ómögulegt að standa upp og komast upp í herbergið sitt. Hugh varð að loía henni að vekja hana ef eitthvað væri, sem hún gæti gert til gagns. — Þér eruð ekki reiður við mig? spurði hún syfjulega með lokuð augun, — Hversvegna ætti ég að vera það. Ég ætla að sitja liérna. Eftir nokkra stund sagði hann lágt: — Við höfum nálgazt hvort annað mikið, þú og ég, Candy. Ég held að okkur þyki vænt hvoru um annað, upp á vissan máta. Kannske upp á bezta mátann sem .... Hún svaraði engu. Hún var sofnuð. Það var farið að birta, þegar hún opnaði augun aftur. Hugh sat hjá henni og horfði á reykinn frá vindlingnum, sem hann hélt á i hendinni. Skyrtan hans var opin í hálsinn og hárið úfið, eins og hann hefði í sífellu verið að fara fingrunum gegn- um það. Andlitið var þreytulegt og fölt. Hún settist snöggt upp. — Diana .. — Ég var þar inni fyrir stuttu með tebolla handa Therese hjúkrunarkonu. Hún segir að æðaslátturinn sé betri og að hún hafi átt rólega nótt. Hann sat kyrr og þrýsti vindlingsstúfnum að öskubakkanum og horfði á hana. Eitthvað í svip hans var þannig, að Candy gat ekki stillt sig um að spyrja: — Hugh -------- hvað er að? Er það eitthvað, sem ég má ekki vita? Eitthvað viðvíkjandi Díönu? — Hún er óróleg. Hún er að spyrja um mömmu sína — og það varðar svo miklu, að hún sé ekki óróleg. Hún grætur og segir, að mamma hennar verði að koma .... — Já, og hvað svo meira? Er ekki hægt að fá móður hennar til að koma til hennar? — Jú, en .... Hann hikaöi aftur, en hélt svo áfram: — En þú skilur, Candy, að ég vil ekki byrja það gamla á nýjan leik sérstaklega ekki núna. Ég vil losna úr öllu sambandi við hana því fyrr því betra, og þá er óhægt að biðja hana um að koma .... Candy studdi handarbakinu að kinninni á honum, eins og lrún væir að hugga barn. — Eimitt núna megum viö ekki hugsa um neitt annað' en það, sem er Diönu fyrir beztu. Ilún verður aö ná heilsunni aftur, hvað sem það kostar. — Eg veit það. Sem snöggvast var líkast o^honum ætlaði að bregðast röddin, en svo tók hann í hönd hennar. — Þú erti góð, Candy. Mér þykir afar vænt um að þú skyldir koma til okkar. Hann andað'i djúpt og sneri sér að símanum. Candy læddist á tánum út úr stofunni. Hún vissi, að hann ætlaði að síma til Amöndu. Candy fór upp til sín, baðaði sig og hafði fataskipti. Það var notalegt að sökkva ofan í volgt, ilmað vatnið. Hún hvíldi sig lengi í baðinu, og þegar hún klæddi sig aftur, var hún orðin eins og önnur manneskju. Svo að kona Hughs ætlaði að koma! Það var undarlegt, en Candy langaði til að sjá hana. Hún var að brjóta heilann um, hv.ers konar manneskja hún væri, þessi kóna, sem Hugh hafði orðið hrifinn af, og sem hafði hlaupið brott frá honum og Diönu. Hún velti því fyrir sér, hvort hún mundi vera eins. falleg og hann sagði, og hvort það væri hugsanlegt, að þau; gæti fundið hvort annað' aftur eftir að hafa verið skilin svona1 lengi. En — Amanda Jackson var nauðsynleg til þess að Diana , gæti róazt, hún vildi hafa móður sína hjá sér, og þaö var það eina, sem máli skipti núna. Candy var að setja bláa nælu á hvíta kjólinn þegar síminn hringdi. Hún vissi undir eins að þar var Colin. — Elskan mín! Jú, það var Colin. I skapi til aö byrja nýjan dag og gera sér sem mestan mat úr honum. — Hvernig líður þér í dag? Getum við ekki gert okkur skemmtilega áætlun fyrir daginn? Hún fékk allt í einu viðbjóð á þessum glannalega tón. Hann vakti hana til veruleikans aftur. Hressandi baðið hafði verið uppléttir fyrir hana og svift hana drunganum, en þessi glað- klakkalega rödd í símanum varð til þess að láta hana ranka við sér og muna hvernig ástatt var. — Diana var hættulega veik þegar eg kom heim, en það' munt þú hafa skilið af viðtökunum sem þá fékkst. — Er hún þá betri núna? — Móðir hennar er væntanleg.... — Hvert í heitasta! Þá verður nú pat á þilfarinu, get eg hugsað mér. — Hugh og eg vorum á fótum í alla nótt, eg hélt að hún mundi i deyja. Það var hryllilegt. | — Fáðu þér hvíld og komdu til mín, þú hefur gott af því.! Hún var í því skapi, að henni ofbauð hvernig hann talaði. j — Eg get ekki farið frá henni rneðan hún er svona, ,Colin. Hún þarf okkar allra við. Eg er hér til að hjúkra henni, þú veist það, og eg get ekki farið út að skemmta mér þegar hún er svona veik. — En eg þarfnast þín líka! Þú mátt ekki vera svona hrædd. í Við skulum aka eitthvað áður en hitnar í veðrinu — getum við ekki farið og athugað hvernig munknum okkar líður? Myndin af munknum var meitluð i hugskot Candy — maður- inn sem vissi hver skylda hans var. — Það get eg ekki. Ekki fyrr en sjáanlegur bati er á Diönu litlu. — Eg hélt að framvegis værum við tvö.... — Þú verður að gefa mér frest, Colin, eg verð að fá að hugsa um þetta í næði. Geturöu elcki gefið mér viku frest? Nú varð dálítil þögn, svo heyrði hún ergelsishreim í röddinni er hann hélt áfram. — Góða Candy, þú getur stundum verið þrá, og þrjósk stundum líka. Gleymdu nú að' þú hefur átt vökunótt og komdu til min svo sem hálftíma. — Eg get það ekki, skilurðu ekki að eg get það ekki? sagði hún og sleit sambandinu. Bara að röddin lians hefði ekki haft svona æsandi áhrif á hana — hvernig hann hagaði orðum sínum þegar hann bað hana um eitthvað, hárviss um að ef hann bæði hana að koma þá kæmi1 hún — hún þoldi það ekki, en s:nt elskaö'i hún hann jafn heitt og áður. Nanny hafði borið á borð úti á svölunum. Það' var unaðslegt MacraiSiaa Framh. af 1. síðu. komuna og í veizlu mikilli, sein' Krúsév hélt honum, fá góðar: undirtektir bæði í Sovétríkjun- um og á Bretlandi, og þykir; brezku blöðunum Macmillani þafa farið vel af stað til aff tilganginum með ferðinni verðií náð, að uppræta misskilning og auka skilning. Blöðin í Moskvu, Pravda og Isvestia birta ræður; hans í heild, ásamt ræðum Krúsévs, og myndum af komu Macmillans. Er öllu rúmi á fyrstu síðum' þessara tveggja helztu blaða* landsins varið undir þetta segja fréttaritarar, að slíkt haíi! þeir aldrei séð áður. Frétta- myndir voru teknar af móttök- unum í Moskvu og voru þæiv sendar til Lundúna rneð kóm- etunni, sem flutti Macmillan og fylgdarlið hans til Moskvu, oj? sýndar í sjónvarpi Brezka út- varpsins á Englandi þegar á laugardagskvöld. E. R. Burroughs JAmiAtú 2831 'BECAUSE OF HIM, OUR WHITE HUNTEE HAS BEÉR KIFPEC? 10 SHKEFS ByAGORiLLA!' J' iLaver ávarpaði Tarzan hálf auðmjúkur: Þér megið L til að afsaka konu mína, hún er dálíht, æst í skapi. June sagði: Það er nokkur ástæða til þess. Vegna Charles, eru við nú hjálparvana hér í óbyggðunum og- það er hon- um að kenna að hvíti veiði- maðurinn okkar og lqiðsögu- maður var rifinn í tætlur af górillunni. Engu má muna. Blöðin í London víkja að því, að í ræðum beggja Mocmillans og Krúsévs hafi það komið fram, að á undngengnum 10 ár- um kalda stríðsins hafi í raun- inni aldrei verið neitt öryggí gegn þeirri hættu, á þessunn dögum kiiarnorkuvígbúnaðar- kapphlaups, að ekki kæmi til styrjaldar, vegna þess að ein- hver mistök yrðu til þess s'ð neisti kviknaði, er tendraði það) bál, sem yrði til hruns allri sið'. menningu. i Þetta er undirstrikað t. d. í blaðinu News Chronicle, senK segir að slíkur atburður gætf gerzt á „bílabrautinni til Ber- línar“, og bendir á, að allt se ekki undir sovétstjórninni og brezku stjórninni komið — heldur jafnvel enn meira undir þeirri stefnu, sem fylgt sé í Washington, en þar fari nú tveir sjúkir menn með foryst- una, og ræðir blaðið einkum1 nauðsyn þess, að nýr maður komi í stað Dullesar, sem kunnt að vera lífshættulega sjúkur. Rússar og Dickens. Fréttaritarar vekja athygli á eftirfrandi: Macmillan óskaði Rússum til hamingju með hin- r geisilegu iðnaðarframfarir, sem orðið hafa í landinu, þær væru svo miklar frá því hamx kom fyrr til Sovétríkjanna, að líkja mætti við ,breytinguna sem orðið hefði í Bretlandi frá „tímum skáldsagnahöfundarins Charles Dickens og til vorra daga“, en nú eru fáir — ef til vill engir — erlendir skáld- sagnahöfundar, sem almenning- ur hefur lla tíð dáð, og það hef- ur verið greitt fyrir því, að menn gætu fengið sögur hans í ódýrum útgáfum, og það mun hafa verið mjög almennt, að merin teldu ástandið á Bretlandi mjög svipað enn í dag og það var á dögum Dickens, enda oft beinlínis reynt að telja mönn- urn trú um það, — en nú sýni samlíking Macmillans llt ann- að, og fráleitt fari neinn að rengja ummæli, sem birt séu á forsíðum blaðanna svestia og Pravda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.