Vísir - 23.02.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 23.02.1959, Blaðsíða 7
Mánudaginn 23. febrúar 1959 7 VlSIB •r.-A-- F| árveitingu skortir til rannsókna á strontinm. Samanborið við Dani þyrftum vi5 aó leggja 18 milij. kr. til kjarnfræðistöðvar. ISætt við atómfræðiesgaiia prof. i*orbJörn Sigurgcirsson og Fál Theodórsson eðlisfræðing. „Rannsóknum okkar og mœl- ingum á geislavirkni hefur mið- aS heldur hœgt áfram, tíminn hefur fram að þessu farið mest í það að smíða tæki, og svo strandar á fleiru,“ sagði Þor- björn Sigurgeirsson, er frétta- maður Vísis skrapp í heimsókn í Eðlisfrœðistofnun háskólans á dögunum, en próf. Þorbjöm veitir henni forstöðu, og þar er miðstöð kjarnfræða á íslandi. Vísir birti þá fregn í fyrstu viku nóvembermánaðar, að þarna í stofnuninni hefðu hafizt mælingar á geislavirku ryki í lofti yfir íslandi. Þær hófust, eins og lesendur minnast, í októ- berbyrjun og leiddu í Ijós að tæpum þrem vikum liðnum, að geislun ryksins hafði nálega tí- faldast á þeim tíma. Fréttin vakti að vonum mikla athygli. Prófessor Þorbjörn’ tjáði Vísi þetta aðspurður, og bjóst þá við, að mælingar á geislun frá regn- vatni og mjólk myndu hefjast áður en langt um liði, eða strax og allar aðstæður leyfðu. Og það var nú erindi fréttamanns- ins að þessu sinni, að forvitnast um, hvað þessu liði. Geislamagnið hjaðnar. — Er nokkuð nýtt að frétta af mælingum á geislavirku ryki? — Það eru minni fréttir og betri fréttir. Hina miklu aukn- ingu á geisluninni í október var eðlilegt að rekja til kjarna- sprenginga Rússa, og þegar þær lögðust niður, hjaðnaði einnig geislamagnið í loftinu hér, og við síðustu mælingar á rykinu kom í ljós, að ryk í loíti yfir landinu er nú komið í svipað magn og það var„ þegar við hófum mælingarnar. Við erum að byrja mælingar á regnvatni. En það er ýmislegt, sem háir okkur við starfið. Okkur van- hagar um vinnukraft og til þess þarf meira fé. Enn sem komið er, hefur tíminn farið í það að smíða tæki. Og enn vantar mik- ið af tækjum. Fé hefur fram að þessu verið af svo skornum skammti til þessa verks, að við höfum reynt að fara eins spart með það og mögulegt hefur ver- ið. Það vill svo heppilega til, að vel fær sérfræðingur hefur valizt til þessarar stofnunar, Páll Theódórsson eðlisfræðing- ur, en.hann starfaði að ioknu nárni í Danmörku, við Kjarn- fræðistöðina miklu í Risö, og vann hann þar m. a. við það að búa til mælitæki og prófa nýjar gerðir, smíðaði t. d. nýja geigerteljara til að mæla litla geislun, eins og í vatni og frá ryki í lofti. Og hér hefur hann sett saman flest þau tæki, sem við notum. Strandar á fjárveitingu. — Eru þá ekki enn hafnar strontíum-mælingar? — Nei, það eru þær ekki. Það sem stendur á, er að greina strontíum frá öðrum efnum, og það þarf Atvinnudeild háskól- ans að gera. Þetta krefst tölu- verðrar vinnu, og enn strandar á fjárveitingu til þess. Fé það, sem við fáum til þessa starfa, er enn svo lítið, að það hrekk- ur ekki til mikils meira en að borga þeim eina sérfræðingi, er hér starfar. En þetta er vit- anlega mörgum sinnum meira starf en fyrir einn mann, ef vel á að vera. — Undir hvaða stofnun heyr- ir annars þetta starf hér? — Þessu hefur verið hrundið í framkvæmd af Kjarnafræði- nefndinni. Að henni standa 27 stofnanir, frá ríki, bæjum og nokkrir einstaklingar eða fyrir- tæki þeirra. í nefndinni eiga sæti, auk mín, Jakob Gíslason raforkumálastjóri, Jóhann Jak-' obsson forstjóri iðnaðardeildar ^ Atvinnudeildar Háskólans, Gísli ^ Petersen yfirlæknir, Gunnar ^ Böðvarsson forstjóri Jarðbor-^ ana ríkisins og Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri. Ryksýnishornum er safnað. —- Nú væri gaman að líta á þessi tæki, sem þið hafið komið ykkur upp hérna. — Já, það er svo sem sjálf- sagt, og það er bezt að Páll taki við og sýni ykkur þau og leiði í allan sannleika, ég er að verða of seinn hvort eð er, sagði pró- fessor Þorbjörn og .skauzt upp í eðlisfræðikennslustofu, Páll Theódórsson eðlisfræð- ingur bauð síðan að ganga inn í sjálfa rannsóknarstofuna, þar sem hann hefur komið fyrir þeim mælingartækjum, sem not- uð eru til mælinga á geislun i ryki og regnvatni. Fyrsta stig- ið er það, að sýnishernum af ryki er safnað í síu, sem komið er fyrir uppi á þaki útvarps- stöðvarinnar á Rjúpnahæð, en mælingin fer svo fram hér,sagði Páll. Fiskideild atvinnudeildar Háskólans var einnig nýverið með rannsóknir á svifi með geislavirku kolefni, og mæling- ar á því voru einnig gerðar hér. Á myndinni, sem fylgir þess- ari grein, sjást tækin á borð- inu, en eðlisfræðingarnir standa hjá. Á borðinu standa tvö sí- völ tæki, svokölluð járnhús, æðiþykk með litlu opi og hurð fyrir. Inn um opið er stungið sýnishornunum, loftryki á bréf- síu eða vatni í lítilli skál. Inni í húsinu er geigerteljari, og eru prufurnar, t. d. bréfsíurnar með loftrykinu, lagðar undir teljar- ann, þegar geislamagn þeirra er mælt. Rafmangskapall liggur frá geigerteljaranum í járnhús- unum og til mælingaborðsins, en það eru svokölluð elektón- isk tæki, sem telja straumlögin, og gefur ljós til kynna í hvert sinn sem svokallaðar „beta“- agnir fara gegnum teljarann. Ekki 18 milljónir —- heldur 107 þús. kr. — Það þarf náttúrlega ekki að því að spyrja, að mikill hljóti munurinn að vera á aðstöðunni við rannsóknir hér og í kjarn- fræðistöðinni í Risö, þar sem þér unnuð áður. — Já, það er að sjálfsögðu ekki sambærilegt, sem ekki er von. Risö-stöðin var stofnuð ár- ið 1955 og tók til starfa í apríl árið eftir. Danir lögðu í hana 100 milljónir króna. Og það samsvarar því, að lagðar hefðu verið fram hér hjá okkur 18 milljónir króna til þessara rann- sókna. En á síðasta ári var í rauninni 107 þúsundum króna varið til þessa starfs okkar. Enn vantar raunverulegan stofn- kostnað. Ef við Jáum hann ekki innan tíðar, er þetta meira eða minna kák eitt. Lítum aftur á Dani. Þeir hafa gert áætlun um rannsóknastarfsemi almennt og hafa ákveðið að verja a.m.k. 1032 milijónum króna til ný- sköpunar við háskóla og vís- indastofnanir, samkvæmt þeirri áætlun. En það mundi svara til liðlega 30 milljóna íslenzkra króna árlega, ef miðað er við fólksfjölda og kaupmátt krón- unnar. Mikið fé á atomöld. — Svo það lítur þá út fyrir, að Danir þykist eiga nokkuð í húfi, enda er sjálfur Niels Bohr einn af þeim. — Já, það eru reyndar flest- ar menningarþjóðir, sem leggja fram mikið fé til undirbúnings atómöldinni. Það er eitt til dæmis, að þeir hafa hafið rann- sóknir eða tilraunir, sem þeir gera sér vonir um árangur af, til að stöðva spírun í kartöflum með geislum, og þarf ekki að segja, að það mundi hafa geysi- lega þýðingu fyrir geymslu á, kartöflum og fleiri matvælum. Það er máske ekki of sterkt að orði kveðið að segja, að ef þetta tekst, þá mundi það valda bylt- ingu í geymslu á. matvælum. Ef við íslendingar gerum okkur ekki ljóst, að rannsóknir sem þessar kunni að hafa æðimikla þýðingu fyrir framleiðsluvörur okkar og viðskipti, gæti svo far- ið, að það drægi þann dilk á eftir sér, að við yrðum aftur úr öðrum þjóðum og undir í samkeppni við þær á viðskipta- sviðinu og heimsmarkaði. Sparnaður til þessara hluta gæti orðið okkur býsna dýr, eða me3 öðrum orðum enginn sparnað- ur, heldur þveröfugt, þegar allfe kemur til alls. Vélsjárverðar Kafmagnseftirlitið hefur neyðzt til að aðvara fóik vegna rafmagnspera, sem nú eru á markaðnimí en hafa reynzt mikl ir gallagripir i notkun og geta • valdið slysum. Perur þessar eiga til að- sprengja vartappa, er þær bila, og einnig hafa nokkur brögð' orðið að því, að þær springi í stæðunum og glerbrotin þyrlist út um allt. Segir sig sjálft, að slik glerbrotahríð getur valdið' meiðslum. Einnig er hætta áf. að einhver grípi í peruhálsinn, sem eftir stendur i stæðinu, em gleymzt hafi að taka strauminn af, þegar peran sprakk, og er ó- fyrirsjáanlegt, hvaða afleiðingar það getur haft. Almenningi er bent á að lesa nákvæmlega aðvörun Rafmagr.sf eftirlitsins, og fara að ráðum, þess.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.