Vísir - 28.02.1959, Qupperneq 8
Kkkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
LátiS bann fœra yður fréttir »g annað
yðar hálfu.
Simi 1-16-60.
VlSIR
Munið, að þeÉ ; jem gerast ádcrifendnr ‘
Vísix eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðlð
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Laugardaginn 28. febrúar 1959
Reynt verður að leita af
sér allan grun.
að því er þann staÖ snertlr, þar sem
Hermóðyr kann aB vera.
Eins og getið b.efur verið hér
í blaðinu, er ekki ósennilegt, að
flakið af Hermóði sé fundið á
hafsbotni skammt undan Höfn-
um.
Vísir hefur spurt Pétur Sig-
urðsson, forstjóra Landhelgis-
gæzlunnar, um þetta, og hvort
x unnt mundi vera að ganga úr
skugga um þetta óyggjandi. —
Hann kvað mundu verða
reynt að leita betur, unz menn
hefðu gengið úr skugga um
það með nokkurri vissu, hvort
skipið væri á botninum þarna
eða ekki. Eins og getið hefur
Verið, er botninn sléttur, en
greinilega ójafna á honum á
einum stað — og slcammt þar
frá hefur olíubrák sézt á sjón-
um.
Einnig spurði 'Vísir, hvort
sendur ínundi verða niður kaf-
ari, til þess að athuga, um
hvaða ójöfnu væri að ræða, en
hér er um 100 metra dýpi að
ræða, og svo djúpt munu ís-
lenzkir kafarar aldrei hafa
farið, enda sjaldgæft erlendis
einnig, og loks er það að
athuga, að þarna er mikill
straumur, svo að allar aðstæður
eru erfiðar til að athafna sig —
ekki sízt um hávetur, þegar
allra veðra er von. .
Hammarskiöld ræðir ekki
um Berlín í Moskvu.
Leggur upp I Asíuför í dag, -
fer heim um Moskvu.
Dag Hammarskjöd frkvstj.
Samcinuðu þjóðanna leggur af
stað í dag í ferðalag til ýmissa
landa, flestra í Asíu, en kemur
við í Moskvu á heimleið.
Hann svaraði fyrirspurn um
það, hvort hann myndi ræða
Berlínarvandamálið í Moskvu,
og kvað hann of snemmt að
ræða nokkurt hlutverk Sam-
einuðu þjóðanna varðandi lausn
þess máls. — Hammarskjöld
-er væntanlegur til Moskvu í
rnarzlok.
Hammarskjöld gaf í skyn að
hann kynni að ræða afvopnun-
armál í Moskvu og alþjóða-
samstarf varðandi himingeim-
inn. Hann kvað það fyllilega
innan verkahrings Sameinuðu
þjóðanna, að láta afvopnunar-
málin til sín taka, og nefndin
ætti að koma saman, en ekki
meðan þau væru að staðaldri
rædd annarsstaðar (í Genf er
enn rætt um samning um eft-
irlit með banni við kjarnorku-
vopnatilraunum, en samkomu-
lagshorfur sagðar engar).
Hann lét í Ijós von um sam-
komulag varðandi rannsókna-
ferðir um himingeiminn og
þau mál, og um ófriðarhætt-
una, sem Macmillan minntist
á, sagði hann, að hann gerði
sér fyllilega ljóst hver ábyrgð
hvíldi á sér að leggja fyrir Ör-
yggisráðið hvert það mál, sem
hann teldi að gæti stofnað friði
og öryggi í heiminum í hættu.
Erfíð tíð fyrir
vestan.
Frá fréttaritara Vísis.
Isafirði í gær.
Bv. ísborg kom hingað í gær-
kvöldi með brotið spil. Hafði
togarinn verið átta daga á
veiðum og fengið 100 lestir.
Hann fer aftur á veiðar í kvöld.
Afli vélbátanna hefir verið
frémur lítill undanfarið, því að
þeir hafa orðið að leggja á
grunnslóð vegna erfiðs tíða.r-
fars.
Bv. Guðmundur Júní, sem
gerður er út frá Flateyri, er
væntanlegur þángað með
sæmilegan afla, en Gyllir, sem
er frá sama stað, er enn í við-
gerð í Reykjavík. Saltskip hef-
ir lósað að undanförnu á Flat-
eyri.
Sýnlng opnuð í gær á 27S4
þýzkum bókunt.
Var opnuð með hátíðlegri viðhöfn
í þjóðminjasafninu í gær.
Austaa ruddi og
engin velHi.
Frá fréttaritara Vísis.
Vestm.eyjum í morgun
Hann snerist upp í austan
rudda seinnipartinn í gær og
fyrstu bátarnir fóru að tínast
inn upp úr þrjú, allir með lít-
inn afla 2 til 4 lestir.
Línuvertíðin ætlar að verða
endaslepp. Það má búast við
því að nú sé hún á enda, því
frétzt hefur af loðnu við Ing-
ólfs’nöfða og þá líða ekki nenia
nokkrir dagar þangað til hún
er komin á mið Vestmannaey-
inga og þá er línuvertíðin úti.
Meðan fiskurinn eltir loðnu
í>ýzM|. bókasýningin var opnuð
í gær við hátíðlega athöfn í boga
sal Þjóðminjasafnsins, en þar er
einskonar þverskurður af þýzkri
bókaútgáfu síðnstu ára til sýnis.
1 tvær vikur, frá 28/2. til 15/3.
1959, verða sýnd 1820 riýútgefin
rit, 2754 bindi. frá Sambands-
lýðveldinu Þýzkalandi, litið,
greinargott yfirlit þýzkrar út-
gáfustarfi, 244 hinna ‘ merkustu
útgáfufyirtækja Þjóðverja eiga
hlut að sýningunni, þar af eru 15
með meira en 20 titla. Helztu út-
gáfufyrirtæki á sviði vísinda og
fagurra bókmennta sýna hér úr-
val framleiðslu sinnar.
Sá efnisflokkur, sem mest er
af í safninu, er flokkurinn tækni,
iðnaður og handiðnir (278 titl-
ar), þar næst er læknisfræði
(268 titlar), í þriðja lagi eru
fagrar bókmenntir með 228 rit,
að frátöldum hinum mörgu
Talið er, að í Bandaríkjun-
um verði árið 2000 ekki
nema 40% þeirrar raforku,
sem þjóðiri þarfnast, fram-
leidd úr kolum — en 55%
frá kjarnorkuverum.
upp um allan sjó er ekki að
vænta nokkurrar veiði, nema
ef þeir skyldu' -,,reka í ‘ann á
handfæri, en svo koma netin.
Sá fyrsti að taka net í ár er
Guðmundur Vigfússon í Holti
skipstjóri á m.b. Lunda.
Konur skipstjómarmanna
hér stofna félag.
Það beitii' Kvenfélagið Aldan.
Hinn 27. janúar 1959 boðaði
stjórn Skipstjóra og stýri-
mannafélagsins Öldunnar kon-
ur skipstjórnarmanna í Rvík á
fund til að ræða stofnun kven-
félags fyrir konur skipstjórnar-
manna á fiskiskipunum.
Fundurinn var haldinn í
húsakynnum Slysavarnafélags
Islands í Grófinni 1, er með
naumindum rúmaði þann f jölda,
er sótti fundinn.
Einróma undirtektir og
áhugi voru um stofnun félags-
ins, og var kosin undirbúnings-
nefnd fyrir framhaldsstofn-
fund, er ákveðið var að halda
síðar.
Framhaldsstofnfundur var
síðan haldinn miðvikudaginn
11. febrúar s.l. Voru þá sam-
þykkt lög fyrir félagið og kosn-
ar eftirtaldar konur í stjórn
þess: Formaður: Laufey Hall-
dósdóttir, gjaldkeri, Friðrikka
Jónsdóttir, ritari: Þórhildur
Ólafsdóttir. — Meðstjórnendur
voru kosnar þær Kristín Finns-
dóttir, Fríða Ingólfsdóttir, Hild-
ur Jónsdóttir og Soffía Guð-
mundsdóttir.
Nafn félagsins var ákveðið
„Kvenfélagið Aldan“.
Tilgangur félagsins er fyrst
og fremst að efla vináttu og
kynni meðal félagskvenna, svo
og ýmiss konar styrktarstarf-
semi.
Þær konur sem óska að ger-
ast stofnendur félagsins geta
gefið sig fraril við einhverja
konu úr stjórninni fyrir 18.
marz 1959. (Símar: 11045,
34855 eða_ 12182).
Víkingadrottningin fer hér
um hlaðið á morgun.
Hún er á Beíð tiB Moregs meb
Loftlefðaflugvéi.
Áður fyrr fóru víkingar bæði
vesturveg og austurveg, og
gera það í vissri merkingu enn
í dag.
Víkingadrottningar fara þó
öðru vísi að, að minnsta kosti í
seinni tíð, því að þær herja
einkum eða nær einungis í
austurveg á okkar dögum. Loft-
leiðir hafa að undanförnu haft
á hendi það hlutverk að flytja
hana yfir hafið, vestan frá
Bandaríkjunum, þar sem hún
hefur verið valin úr hópi þeirra
ungra kvenna af norskum ætt-
um, sem flestum kvenlegum
kostum eru búnar. Koma
margar stúlkur til greina
hverju sinni, og þykir mikil
upphefð að vera valin til far-
arinnar, eins og gefur að skilja.
Nú er enn ein víkingadföttn-
ing að leggja af stað frá Banda-
ríkjunum til Noregs. Kemur
hún hingað í fyrramálið með
flugvél Loftleiða, stendur við
stutta stund og heldur áfram
til Oslóar, þar sem henni verð-
ur vafalaust tekið með kostum
og kynjum. Dvelst hún í Nor-
egi um hríð, ferðast víða og
verður borin á höndum, en að
því búnu sriýr hún aftur vest-
ur um haf með flugvél frá Loft-
leiðum.
vasaútgáfum, sem einnig njóta
mikilla vinsælda í Þýzkalandi, en
að þeim meðtöldum eru ritin í
þessum fiokki 478. Næst í röð-
inni eru bókmenntarit (154 titl-
ar) og náttúrufræði (146). Aðrir
efnisflokkar eru minni að vöxt-
um, en nokkra hina merkari
þeirra skal hér minnzt á. í flokk
unum list og listiðnaður (117
titlar), saga, menningai’sagá,
þjóðsagnir og hættir (114) getur
að líta mörg rit, sem einnig
munu aðgengileg þeim, sem ekki
kunna skil á þýzkri tungu. Bæk-
ur, sem fjalla um nútíma bygg-
arlist, þýzka nútímalist, lands-
lagsmyndasöfn, nótur og nokkr-
ar nýjar þýzkar myndabækur
munu eiga beint erindi til mik-
ils fjölda sýningargesta. Einnig
er mikið um vísindarit sem sýn-
ishorn af útgáfustarfsemi Þjóð-
verja á því sviði,
Vali bókanna á sýninguna var
hagað þannig, að hún gæfi sem
gleggsta innsýn í þýzka útgáfu-
starfsemi, en jafnframt reynt að
taka sérstakt tillit til íslenzkra
áhugamála.
I safninu eru — að fáeinum
bókym undanteknum — engar
þýðingar úr öðrum málum en
islenzku, hins vegar voru 9,1%
nýútgefinna rita í Þýzkalandi
árið 1957 þýðingar úr öðrum
málum, þar af voru tveir þriðju
hlutar þýðingar brezkra, ame-
rískra og franskra rita. Islenzk-
an telst einnig til þeirra tungu-
mála, sem stöðugt er þýtt úr á
þýzku, og eru 2—3 titlar ísl. rita
gefnir út árlega, fyrst og fremst
fagrar bókmenntir.
Varðarkaffi í Valhöll í dag kl,
kl. 3—5 s.d.
Alvarlegar óeirðir í fSota-
stöðinni á JAöStu.
Hún hefur verið ufhent einka-
fyrirtæki.
Til alvarlegra óeirða kom
gær í skipasmíðastöð brezka
flotans á Möltu.
Gerðist þetta, er verkamönn-1
um var tilkynnt, að þeir yrðu |
ekki framvegis i vinnu hjá flot- j
anum, en flotamálaráðuneytið er
nú að afhenda skipasmíðastöð-
ina einkafyrirtæki, sem hefur
lofað að hafa verkamennina á-
fram í vinnu.
Kveikt var í vöruskemmu. ráð-
ist á bíla og þeim hvólft og stór-
skemmdust margir, rúður brotn-
ar í skrifstofum, og ýms fleiri
spjöll unnin.
Lögreglan beitti kylfum og
táragasi. Eftir að kyrð komst á
tilkynnti Verkalýðssambandið,
að óeirðirnar hefðu blossað upp
í skyndi, — ekki verið nein fyr-
irfram samtök að ræða, og Verk-
lýðssambandið ætti ekki hé*
neinn hlut að.