Vísir - 11.03.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 11.03.1959, Blaðsíða 4
t VÍSIK Miðvikudaginn 11. marz 1959 Lífverðir Bandaríkjaforsefa verða að hafa margt til brunns að bera. En þelfi* fá ekkl þráft fyrii* þaeflleika, iiierssitaaii og Bangan vinnufiema. Washington, febr. (U.P.I.). — Fyrir utan Smithsonian- forseti kæmi út. Þetta voru aðeins vorvitnar sálir, sem langaði til að sjá forsetann sinn á sem stytztu færi. Nú kom hann út og stikaði lega á leyniþjónustuna að að kádiljáknum sínum, sem koma þannig fram í starfi sínu, beið hans við gangstéttina. Og að þeir móðgi ekki „háttvirta“ rétt í því að hann ætlar að fara kjósendur. Svipað verður upp að stíga inn í bílinn, tekur; á teningnum, þegar þeir fylgja stúlka ein, litfríð og ljóshærð, forsetanum í heimsóknum til sig út úr mannþrönginni, skundar yfir til forsetans og lætur móðan mása, fer að skammast út af ríkisstjórninni. Ekki hafði stúlkan sagt nema nokkur orð, þegar tveir hvers- dagslega klæddir menn tóku hana undir arminn, þar sem hún stóð aðeins seilingarlengd frá forsetanum. Þeir voru á augabragði komnir með hana inn í lögreglubíl og var förinni heitið að Sankti Elizabetar geð- veikrahælinu, þar sem stúlkan skyldi tekin til yfirheyrslu. Þjálfunin er margþætt. Þetta atvik kemur okkur til að rifja upp, hvaða kostum og þjálfun þeir lögreglumenn eru búnir, sem ber að gæta forset- ans eins og sjáaldurs auga síns. Þeir fá margskonar þjálfun og eru að henni lokinni nokk- urn veginn lærðir sem laga- þjónar, sálgreiningarmenn, skyttur, glímumenn, sundkapp- ar, björgunarmenn og hálf- gildings diplómatar. Þekkingu leynilögreglu- mannanna á sálgreiningu var það að þakka, að þeir tóku eftir hinni óeðlilegu geðs'hrær- ingu stúlkunnar, sem skar sig úr frá hinum í hópnum, er beið eftir því, að fá að sjá forsetann á stuttu færi. Þeir byrjuðu þá strax að „stúdera" konuna — bara ef eitthvað hættulegt skyldi undir búa. Og það borg- aði sig fyrir þá. Enda þótt þingið samþykkti 1901, að leyniþjónustan skyldi gerð ábyrg fyrir öryggi forset- ans, vita leyniþjónarnir það fullvel, að hvorki forsetinn né þingið ætlast til þess, að þeir beiti ofbeldi að þarflausu. Bara að klaþpa á öxlina. „Við reynum að koma fram sem prúðmenni,“ sagði for- stöðumaður leyniþjónustunn- ar, U. E. Baugham, í viðtali við United Press. „Við kærum okkur ekki um að vera að. stugga við fólki eða bægja því til hliðar ef þess gerist ekki þörf, er þaö er aðeins að reyna 'að fá að sjá forsetann sinn reglulega vel.“ Þeir komast venjulega að raun um það, að oftast nægir að klappa fólki á öxlina eða biðja það með góðu. En þeir eru sífellt á varðbergi og reiðu- búnir að beita valdi, ef þeim sýnist svo, og skammbyssan er Setíð til taks. Þegar forsetakosningabarátt- ðn stendur yfir, reynir sérstak- annarra landa. Þrír forsetar myrtir. James J. Rowley, írinn, sem veitti þessari deild leyni- þjónustunnar forstöðu uul mörg ár, segir að varúðarráð- stafanir þeirra hefi reynzt á rökum reistar og gefizt vel, og þeim muni haldið áfram, hvori sem forsetinn er heima eða er- lendis. Nefna má sem dæmi, ag tvær morðtilraunir hafa verið gerðar við forseta eða forseta- efni, en hvorug þeirr bar ár- angur, vegna árvekni leyni- þjónustunnar. En áður en hún var sett á laggirnar, drápu launmorðingjar þrjá forseta á 37 undanfarandi árum. Leyniþjónustumennirnir eru klæddir sem aðrir borgarar og ekki auðkenndir á neinn hátt, þegar þeir halda vörð um for- setann á mannamótum. Ætla mætti, að þar væru aðeins kunningjar, stjórnmálamenn, eða venjulegir starfsmenn á gangi með forsetanum. Bréfritarar leitaðir uppi. f samvinnu við lögreglu bæja og ríkis kanna leyni- þjónustumennirnir allt starfs- fólk, hvern krók og kima áður en forsetinn fer inn í hótel, leikhús, eða aðra slíka staði utan Hvíta hússins. Eitt aðalhlutverk leyniþjón- ustunnar á bak við tjöldin er að hafa upp á höfundum skamma- og hótunarbréfa, sem send eru forsetanum, varafor- setanum og fjölskyldum þeirra. Sl. ár bárust 17.801 slík bréf. Af þeim voru 896 talin það al- varleg, að þgu voru tekin til rannsóknar á staðnum. Flest þeirra voru frá meinlausum flækingum og geðsjúklingum. En 66 bi’éfritarar voru teknii fastir fyrir hótanir. Og leyni- þjónustan fylgdist með þeim, það sem eftir var ævi þeirra. Einnig gegnlýsir leyniþjónust- an alla pakka, sem berast til Hvíta hússins frá ókunnugum >* - og ef eitthvað óvenjulegt kem- ur í Ijós, er pakkinn eyðilagð- ur. Háskólagenginn og og heilsuhraustur. Hvað þarf leyniþjónustu- maður að hafa til brunns að bera til að komast í slíltan starfa við Hvíta húsið? Hann þarf að hafa háskóla- próf, helzt í lögreglustjórn. Hann verður að vera heilsu- hraustur og 5 fet og 8 þuml- 19 ungar til 6 fet og 2 á hæð; enn- fremur innan við þrítugt, þeg- ar hann er ráðinn. Þá þarf hann að vera venjulegur en þokkalegur maður í útliti með geðþekkan persónuleika, sem gerir ókunnugum ekki ofdælt við hann. Ef umsækjandi er tekinn til greina, verður hann að vera a. m. k. eitt ár í starfi í Hvíta húsinu að- loknu námskeiði, áð- ur en hann er látinn fylgja for- setanum á ferðum hans. En innan mánaðar reynslutíma verður hann að hafa sýnt, að honum sé trúandi til starfsins í Hvíta húsinu. Þeir eru ekki hálaunaðir. izt er að leyniþjónustumenn! svæðinu og að önnur O.E.E.C.- Þrátt fyrir allt það, sem kraf-/ef því er að skipta. hafi til síns ágætis og með til- liti til hins langa vinnutíma og þeirrar ábyrgóar, sem starfinu fylgir, er ekki hægt að segja, að þeir hafi hátt kaup. Meðal- kaup þeirra í Hvíta húsinu er 7000 dollarar á ári og 15% í viðbót við eftirvinnu. Þeir verða einnig sjálfir að bera hluta af kostnaðinum, sem er samfara starfi þeirra. Ferða- lög með forsetanum og vara- forsetanum — og þau eru býsna mörg — kosta talsvert mikið fé. Þá verða leyniþjón- ustumenn einnig að leggja sér sjálfir til viðhafnarföt, þegar þeir fylga forsetanum eða vara- forseta í samkvæmi. Lífvörður um fjölskyldu forsetans utan Hvíta hússins er framkvæmdur að beiðni forsetans. Fyrir kem- ur, að leyniþjónustumenn séu látnir fylgja barnabörnum for- setans í skólann, og einnig að- stoða þeir tengdamóður hans, Sameiginlegi Evrópumark- alurinn og Bretland. Þörf á koanast sem fyrst að samkomulagi. Menn fylgjast af áhuga með því, hvernig telcst til með sam- eiginlega Evrópumarkaðinn og við skipti annarra landa við hann og segir svo um það í „Fréttabréf um efnahagsmál", sem Landsbankinn gefur út: Brezk verzlun og iðnaður virð- ist eiga óhæga aðstöðu á hinum nýja sameinginlega markaði Ev- rópu, að minnsta kosti enn sem komið er. Óvissan, sem ríkir i viðskiptum brezkra kaupsýslu- manna við hann, gerir þeim erfitt fyrir um að taka úrslitaá- kvarðanir. Eiga þeir að færa út verksvið sitt, stofna útibú á markaðssvæðinu, gerast þátttak- endur í fyrirtækjum þar, eða eiga þeir að bíða og sjá hverju fram vindur? Bandarísk félög, sem hugðust leggja fé í brezk fyrirtæki og hafá að þægilegu stökkbretti bæði á Sameigin- lega Evrópumarkaðinn og á markaði brezka heimsveldisins, kunna að komast að þeirri nið- urstöðu, að millilið.urinn sé ó- þarfur og betra sé að veita fénu beint til sameiginlega markaðs- ins. Löndin innan Sameiginlega Evrópumarkaðsins (S.E.) geng- ust undir það að breyta öllum lönd skyldu gera það sama. Þessi tillaga hefur enn ekki fengizt samþykkt vegna mót- stöðu Frakklands. I staðinn haía S.E.-löndin lagt til, að hver aðili þeirra skyldi semja tvíhliða við önnur O.E.E.C.-lönd, til þess a® ná gagnkvæmri innflutnings- kvótahækkun. Bretar og Frakk- ar eru nú að rannsaka þessa málamiðlun. Þýzkaland hefur þegar gefiö' 94% af innflutningi sínum á. helztu efna- og iðnaðarvörum frjálsan, Beneluxlöndin um 96%% og Ítalía um 99,7%. Ekkl. eru til öruggar tölur um hve inn. flutningsrýmkun Frakklands nemur, en hún mun nema um 90%, hvað allan innflutning snertir. Frá sjónarmiði Breta er verzl- unarfrelsið orðið mest í Þýzka- landi. Innflutningur á svo að- segja öllum vörum, sem ein- hverju máli skipta fyrir Breta,. hefur þegar verið gefinn þar frjáls, jafnvel innflutningur á. bílum. Beneluxlöndin koma næst. En það eru einkum FrakklandL og þar næst Italía, sem mest skaða Bretland með því að neiia, að láta innflutningskvótaívilnan_. irnar um 3% af heimafram- leiðslunni ná, til allra O.E.E.C.- landanna. Hingað til hefur kvóti Italíu fyrir innflutningi á bíluni frá Þýzkalandi numið 800.000 £,. Frakklands um 350.000 £ og Bret- land tæpum 750.000 £. Nú hækk- ar kvótinn innan S.E.-landanna um 2,5 millj. £, og mestan hagn- aðinn af þessari hækkun hafa Frakkland og Þýzkaland. Um einn þriðji hluti af inn- flutningi frá Bretlandi til Frakk lands er nú takmarkaður með innflutningskvótum. Þar á með- tvíhliða innflutningskvótum fyr- ir iðnaðarvörur, sem þau hefðu al eru vefnaðarvörur úr ull, vél- áður gert hvert við annað, i einn ar, útvarps- og sjónvarpstæki, kvóta fyrir þau öll. Kvótinn fyr- ir hverja vörutegund varð þá samkvæmt þessu að hækka að verðgildi um minnst 10%, en heildarverðgildi allra sameigin- legu kvótanna um 20%. Væri sameiginlegur kvóti einhverrar vörutégundarinnar — eða kvót- inn á. henni alls enginn — þá varð að hækka kvótann eða setja nýjan um það, sem næmi 3% af heimaframleiðslu sömu vöruteg- undar.Til þess að koma i veg fyr ir greinarmun innan O.E.E.C.- landanna, lagði Bretland til, að S.E.-löndin skyidu hagnýta þessa aðferð á öllu O.E.E.C.- skrifstofuáhöld, leirkerasmíð og fatnaður. Þó að Frakkar hafi ekki enn auglýst nýja innflutn- ingskvóta, þá má búast við, að þeir geri greinarmun á Bret- landi og S.E.-löndum. Verðgildi franskra kvóta gagnvart hinum S.E.löndunum fimm nema um 50 millj. £ og álika upphæð gagn- vart O.E.E.C.-löndunum ellefu. 20% hækkun á hvorri upphæði nemur 10 millj. £. En við kvót- ana fyrir S.E.-löndin bætast 3% af heimaframleiðslunni, og sú viðbót er talin nema urn 30 millj. £. Árið 1957 framleiddu Frakkaif Framh. á 9 síðu. Eins og að líkum lætur er mjög mikil aðsókn að Circus-Kabarettnum og furða menn sig mjög á því sem þar er að sjá, enda er hér um mjög svo óvenjuleg sýningaratriði að ræða. Sýning- um kabarettsins fer nú að fækka og ættu menn því ekki að láta það dragast að panta sén miða. Reynslan er sú að á Iokasýningar er venjulega uppselt fyrirfram. Myndin hér að ofaú er af dýrasýningu Kastens. , A~J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.