Vísir - 11.03.1959, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 11. marz 1959
VÍSIR
fíréfz
Orðheldni og heiðarleiki.
Orðheldni og heiðarleiki, eru
þeir eiginleigar, sem gefa ein-
staklingum mest gildi.
Það er brýnt fyrir okkur, að
leggja rsekt við þessa eiginleika
í foreldrahúsum, skólum og í
kirkjum, þegar okkur þóknast
að sækja þær.
Þess væri því að vænta, að
þessa eiginleika yrðu menn að
hafa, er út í lífsbaráttuna er
komið. Virðist þó svo sem marg-1
ir gleymi þó þessum góðu mann-
kostum. — Lífsbaráttan er hörð
og þá hættir alltaf mörgum til
þess, að grípa til óráðvendinn- í
ar, vegna stundarhagsmuna. —1
Þeir sækjast eftir auði og völd-
um og vanda ekki aðferðirnar.
Hinn grái leikur þessara
manna endar misjafnlega. Sum-
ir leikararnir fá verðskuldaða
hegningu, en aðrir fá óverðskuld
aða heiðurstitla.
1 þjóðfélögum hljóta ætíð að
vera til menn, sem sækjast eftir
völdum, án þess að skeyta um
hvernig þeirra er aflað. Löngum
hafa verið notuð vopn og sá
sterkari hlotið hnossið — þótt
fortíðin væri blóði drifin. Morð-
tæki eru orðin öllu lífi á jörðinni
hættuleg, þess vegna þykir
hollara að nota talfærin ein sem
vopn að sinni. Gjarnan eru not-
aðir skrautlegir dulbúningar,
innra eðli falið, þar til valdhaf-
arnir eru orðir fastir í sessi.
Islendingar, vopnlaus smáþjóð,
þurfa að vera allir sem eitt, ef
þeir eiga að halda frélsi sinu.
Þeir hafa sýnt, að þeir geta ver-
ið það, þegar yfirgangur stærri
þjóða ógnar þeim. En samt sem
áður er þeim hætta búin. Sund-
urlaus öfl berjast um völdin. Að-
eins einn heilsteyptur lýðræð-
isflokkur er í landinu — Sjálf-
stseðisflokkurinn. Andstæðingar
hans skiptast niður í smáhópa,
sem e. t. v. hafa átt sér hugsjón-
ir, sem foringjarnir hafa eyði-
lagt með sjúklegri valdafíkn. —
Þessir hópar hafa með fögrum
loforðum brotizt til valda, og eft-
ir að hafa leitt þjóðina fram „á
brún hengiflugs", hafa þeir dreg
ið sig í hlé i bili. En þeir bíða
eftir tækifæri til að hinda henni
fram af.
Kommúnistar vinna af mikilli
dyggð fyrir yfirboðara sína
austan járntjalds. Einræðis-
stefna þeirra nær litlum hljóm-
grunni hér á landi. Þess vegna
þurfa þeir, að skipta um dulbún- ,
ing öðru hvoru, til þess að geta |
blekkt saklaust fólk. i
En þeim tekst samt ekki að I'
blekkja nógu marga. Öll von er
þó ekki úti fyrir hina trygglyndu
„línumenn". Allstór milliflokkur,
Framsóknarflokkurinn, er góð
hjálparhella. I honum sjá þeir
mikla möguleika til að láta eitt-
hvað af óskunum rætast.
Hugtökin, orðheldni og heið-
arleiki komu mér í huga, er ég
var nýlega að blaða í gömlum
árg. „Tímans". Þar er að finna
að forkólfa Framsóknarflokks-
ins og margra annarra Fram-
sóknarmanna töluð og skrifuð á
liðnum árum. Er ákaflega fróð-
legt að sjá, hve þessir menn
virðast skipta oft um skoðun og
ósjálfrátt dettur manni í hug, að
þessir menn séu að keppa um
heimsmeistaratitil í ofaniáti. —
Mest áberandi er áróðurinn fyrir
síðustu kosningar. Öll þau fögru
íyrirheit, sem þá voru gefin, og
nú verið marg svikin, bera ljós-
an vott um vinnubrögðin í þess-
um herbúðum.
Ti. d. lýsti Framsóknarflokk-
urinn yfir þvi, fyrir siðustu
kosningar, að hann myndi ekki
vinna með kommúnistum í fram.
tíðinni. Vítti hann ejnnig mjög
kommúnista fyrir skemmdar-
starfsemina 1955 með verkfall-
inu milda.
En strax eftir kosningar, var
það fyrsta verk Framsóknar, að
opinbera trúlofun sina með
kommúnistum.
Síðan hafa þessir flokkar ver-
ið mjög samrýmdir.Og þótt heita
eigi að þeir séu nú ósáttir, mun
það aðeins vera á yfirborðinu og
á að vera eins konar leikþáttur
fyrir kjósendur.
Margir undrast, að slikt
tryggðarband skyldi h£ifa mynd-
azt rnilli þessara ílokka. Það er
þó ekki undrunarefni, ef það er
athugað nánara. Æðsta takmark
beggja þessara flokka er ein-
ræða Framsóknarmenn vinna
raunar ekk, a. m. k, líklega ekki
viljandi, að því að æðsta vald
þjóðarinnar sé austur í Moskvu,
en einræðisstefna er það samt.
Þeir gerðu kaupfélögin að póli-
tísku vopni og kaupfélögin halda
flokki þeirra uppi. Kaupfélögin,
sem eiga að. vera óháð öllum
flokkadrætti, fyrirtæki, sem eiga
að vera samtök, er halda eiga
uppi réttlæti í verzlunarmálum,
voru eyðilögð og gerð að hinu
gagnstæð, til að þjóna valda-
sjúkum mönnum.
Stefnt er að því, að kaupfélög-
in nái sem víðtækustum völdum.
Má heita að verzlunareinokun sé
þegar komin á, á einstaka svæð-
um og unnið er stanzlaust að þvi
að almenningur sé sem mest
háður félögunum á allan hátt.
Aðalstarfsmenn eru valdir eft-
ir pólitiskum skoðunum og ætli
einhver félagsmaður að segja
skoðun sina, sem samrýmist
ekki stefnu höfuðpauranna, er
honum tafarlaust vikið til hliðar.
Vinnubrögð æðsta valds kaup-
félaganna, minnir óneitanlega á
vinnubrögð einvaldsins austan
járntjalds.
Já, skyldleikinn er mikill og
því eðlilegt að þessir flokkar
vinni saman.
Höfuðpaurarnir vita sjálfir,
að almenningur er ekki mikið
fyrir stefnur þeirra. Persónu-
frelsi sitt meta flestir Islending-
ar svo mikið, að þeim geðjast
ekki að einræðisbrölti. Einmitt
þess vegna hafa höfuðpaurarnir
pripið til þess, að gleyma orð-
heldni og heiðarleika, sem þeim
hefur þó vafalaust verið kennt
í æsku að iðkasemdyggðir. En
fögur orð hafa reynzt marklaus.
„Nýju fötin“, sem þeir hafa
klæðzt fyrir kosningar hafa
reynzt dulbúningar.
Enn einu sinni eru þessir
flokkar komnir í kosningabún-
inga sína, sem eru snjáðir og ó-
hreinir eftir hrákfariiTiar miklu
á síðustu árum.
Það virðist vera mikil ósvífni
og virðingarskortur fyrir kjós-
anum, að biðja hann um atkvæði
sitt eftir slíka fortíð. Það er eins
og treyst sé á minnisleysi kjós-
ans að hann sé svo heimskur, að
hann sjái ekki i gegn um svika-
vefinn. En kjósendur munu
veita „tilvonandi einræðisheiT-
um“ ráðningu er ekki gleymist.
Það fer óðum í vöxt að fólk
kjósi eftir sannfæringu sinni,
eftr að hafa athugað máln
H. K.
þjóð skólaárið 1959—1960.
Styrkurinn veitist til átta
mánaða náms í Svíþjóð frá 1.
september 1959 að telja og
greiðist styrkþega með jöfnum
mánaðarlegum greiðslum, 500
sænskum krónum á mánuði, en
styrkþegi hlýtur 300 sænskar
krónur vegna ferðakostnaðar.
Vera má, að styrknum verði
skipt milli tveggja umsækjenda
eða fleiri, ef henta þykir.
Umsóknir sendist mennta-
málaráðuneytinu fyrir 15. apríl
næstk. ásamt afriti prófskír-
teina, meðmælum, ef til eru, og
greinargerð um, hvers konar
nám umsækjandi hyggst stunda
og við hvaða skóla.
Sænskur styrkur
Samkvæmt tilkynningu frá
sænska sendiráðinu í Reykja-
vík liafa sænsk stjórnarvöld á-
kveðið að veita íslendingi
styrk að fjárhæð 4300 sænskar
krónur til háskólanáms í Sví-
Ummælum fínekkt.
Hinn 25. febrúar s.l. var í
sakadómi Reykjavíkur, kveð-
inn upp dómur í málinu:
Ákæruvaldið gegn Sigurði
Helga Péturssyni, gerlafræð-
ing. Samkvæmt ákæruskjali,
dags. 15. des. s.l., er Sigurður
ákærður „fyrir brot á 108. gr.
almennra hegningarlaga nr. 19,
1940. Þykir ákærði hafa brot-
ið nefnt ákvæði með móðgandi
ummælum um Kára Guð-
mundsson, mjólkureftirlits-
mann ríkisins, í grein, er hann
ritaði í Morgunblaðið 8. okt.
1958, undir fyrirsögninni: „Allt
landið og Reykjavik líka ....“
í dómsorðinu eru hin móðg-
andi ummæli ómerkt og á-
kærða, Sigurði Péturssyni, gert
að greiða kr. 1000,00 í sekt til
ríkissjóðs og komi varðhald 5
daga í stað sektarinnar verði
hún eigi greidd innan 4 vikna
frá birtingu dómsins. Enn-
fremur var Sigurði gert að
greiða allan sakarkostnað, þar
sem talin málsvarnarlaun
skipaðs verjanda síns, Eyjólfs
Konráðs Jónssonar, hdl., að
fjárhæð kr. 2000,00.
ivrépumarkaðuríiBði -
Frh. af 4. s.
um 725.000 bíla, en 3% af þeirri
tölu er um 22.000 bílar. Innflutn-
ingur bíla frá S.E.-löndunum var
1957 um 8.000 bílar og frá Bret-
landi getur varla hækkað meira
en um 20%.
Frá 1. janúar 1959 lækkuðu
S.E.-löndin tolla sína á iðnaðar-
vörum hvert gagnvart öðru um
10% (að undanskildum tolli á
kol og stál, sem ákveðinn er með
sérstökum samningi). Tollar
gagnvart öðrum O.E.E.C.-löndum
lækkuðu einnig um 10% án skil-
yrða, nema ef hinn þannig lækk-
aði tollur yrði lægri en sameig-
inlegur tollur S.E.-landanna út á
við. Frönsku og ítölsku tollamir
eru venjulega hærri en landa ut-
an E.S., þeir þýzku mjög svip-
aðir og tollar Benelux-landanna
yfirleitt lægri og hækka þvi þar
samkvæmt. Af brezkum útflutn-
ingsvörum til Þýzkalands verð-
ur skaðlegastur greinarmunur á
ullariðnaði. Tollur á hann hefur
lækkað um 10%% til 15% innan
S.E.-landanna, en heldur áfram
að vera 12—17% hvað Bretland
snertir. Svo er um ýmsar fleiri
vörutegundir. Þannig hafa inn-
flutningstollar á bilum lækkað í
21%% innan S.E.-landanna, en
halda áfram að vera 24% utan
þeirra.
Þar sem kvótahækkun og tolla
lækkun á að halda áfram jafnt
og þétt þar til hvort tveggja
hverfur með öllu innan S.E.-land
anna, eykst að sama skapi grein-
armunurinn í löndum utan
þeirra. Þess vegna virðist þörf á
því fyrir Bretland og önnur lönd,
sem standa utan við enn, að kom
ast sem fyrst að einhverju sam-
komulagi. Og eina 'örugga lausn-
in fyrir þau sýnist sú að gerast
sjálf aðilar að frjálsum sameig-
inlegum Evrópumarkaði.
(The Economist, 7.2. ’59)'.
Mannstu eftir þessu . .. ?
Um 500 þúsund manns kom saman á
St. Péturstorginu í Vatikan herginni í
Róm sunnudaginn 28. marz 1S48 til að
faka við blessun Pí’.'.sar náfa XII. á
páskadagsmorgun. Þá var Pius XII. að
byrja 10. ár sitt í páfastóli. Heimurinn
Iogaði af ósætti og ófriðarblikan var á
lofti. Kommúnisíar voru enn einu sinni
byrjaðir að ofsækja kirkjuleiðtoga í
Icppríkjum sínum. í ræðum sínum og
málgagni kirkjunnar fordæmdi páfinn
framferði kommúnista og varaði hinn
kristna heim við gerðum þeirra. Stund
kristinnar samvizku er upp runnin,
sagði hann og þér verðið að gera eins
og hún bíður ykkur.
Árið 1952 var hin viðtæka tækni-
aðstoð á vegum Sameinuðu þjóðanna
farin að láía segja til sín á þeim stöðum
á hnettinum, þar sem hennar var mest
þörf. A myndinni sézt sérfræðingur í
sveitastjórnarmáium, dr. T, Krishna
Murthy að störfum með bæjarstjórn
Punta, sem er útborg Manila á Filipps-
er jum. A borðinu fyrir framan þau er
líkan af borgarhluta, sein verið cr að
skipuleggja. — Sérfræðingar á ýnisun
sviðum frá 77 löndum lögðu saman
þekkingu sína íil að leysa úr liinum
flóknu vandamálum viðvíkjandi upp-
byggingu iðnaðar, endurhyggingu borga,
og alls bess er stuðl mátti að velferð og
framför í landshlutum, sem orðið hafa
útundan í hinni öru framþróun nú-
tímans. Miklu hefur verið áorkað síðan
þessi stefna var tekin í S. Þ. 1947.
Árið 1949 var hafin víðtæk leit að
jurt, sem hægt væri að nota til að
framléiða cortisone, lyf, sem reyndist
gagnlcgt til að lækna lioagigt, tauga-
gigt og sjúkdóma svipaðs eðlis. Rann-
sóknirnar fóru fram á vegum heil-
brigðismálaráðuneytis Bandaríkjanna og
landbúnaðaráðuneytisins. Myndin cr af
dr. H. L. Lyon, forstjóra jurtatilrauna-
stöðvar í Hawaii, þar sem hann virðir
fyrir sér Afríku plöntuna Strophantus,
cn fræ hennar hóttu líkleg til árangurs.
Ýmsar plöntur komu til greina, m. a.
mexikanskst yam og soja baunir. —
Hörgull var á cortisone þar til tókst a<S
framleiða það sem gerfiefni. . j