Vísir - 11.03.1959, Blaðsíða 3

Vísir - 11.03.1959, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 11. marz 1959 VI SIR 3 f'KAMFARIR OG TÆKNI >ar solnhorfyr nií bíNðnaÍinum vestra. tJtgstifö tsð íitiítttst hntííJ i't nœstesntti* Aineríski bílaiðnaðm’inn hefur þegar fengið fleiri bílapantanir á þessari sölutið, en nokkru sinni fyrr i sögn bíiaiðnaðarins. Vegna góðrar afkomu fólks, aukinna fjárráða, má jafnvel búast við að enn komi nýir kaup endur til skjalanna. Fjöldamarg- ir heifa ekki keypt sér bil síðan 1955 og má vænta þess að þeir komi nú fram á sölumarkaðin- um. Það eru m. a. þessar stað- reyndir, sem benda til þess að t. d. Kanadamenn muni kaupa um 400 þús. nýja fólksbila og um 75 þús. flutningabíla á þessu ári. Aðeins árið 1956 sýnir hærri sölutölur. Næstu mánuði munu bilaverk- smiðjumar vúnna af fullum krafti. í Kanada er búizt við metfram leiðslu og er reiknað með að bílaiðnaðurinn þar verji um 1200 milljónum dollara til kaupa á hráefni, þjónustu ýmis konar, til launagreiðsla og í skatt- greiðslur. Um 33,000 manns vinna beinlínis við bílafram- leiðsluna, sem mun smíða um 350 þúsund bíla. Um 100 þúsund manns vinna við söluumboðin í varahlutaverzluninni og við af- Margvísleg tæki send send út í geiminn. I Bandaríkjunum eru nú uppi ráðagerðir um að senda ioftbelgi með sjónvarpstæki og stjörnusjónauka innan- borðs í ailt að 24.000 metra hasð frá jörðu. Það eru tvennskonar sjón- aukar, sem notaðir verða — þ. e. Stratoscope I, sem er 30,4 cm. í þvemiál, og Stratos- . cope II, 91.4 cm. í þvermál. Þar verður og komið fyrir sjónvarpstengli og með lion- um verður sjónaukumun stjórnað frá jörðinni, þannig að liægt verður að beina þeim • að vild að stjörnunum, sem skoða á. Tilgangurinn með því að senda stjörnusjónauka í loft upp með loftbelgjum er sá, að koma þessu.m tækjuni út fyr- ir gufulivolf jarðar, en gufu- hvolfið veldur því, að stjörn- urnar sjást ekki greinilega í sjónaukum. Það er sam?., live i stórir og sterkir sjónaukarn- - ir eru; vegna tniflunar gufu- < hvolfsins sjást stjörnurnar i varla nokkurn tíma betur í þeim en 30.4 cm. sjónauka, ef þeir eru á yfirborði jarðar. greiðslu á hjólbörðum, benzíni o. þ. 1. I Bifreiðaeign Kanadamanna | var 4.600.000 bílar 1958 og haíði aukizt um 113,000 á árinu. Þar af voru 3.525.000 fólksbílar og 1.075.0000 flutningabílar. Kem- ur á 1 fólksbíll á hverja 4,S íbúa landsins. Um fimmti hver bíll, sem seld- ur var í Kanada 1958, var fram- leiddur í Evrópu. Ekki er talið að hægt sé að byggja Evrópu- bíla í Kanada í samkeppni við hina upphaflegu framleiðendur, þar sem þeir yrðu dýrari þar vegna hærri launa og dýrara hráefnis. • Ef byggja ætti svokallaða litla bila í Ameríku mundu þeir þó verða stærri en Evrópubílarnir, eða einhvers staðar á milli þeirra og hinna venjulegu amerísku bíla að stærð. VeínisQíkan og iiafið. E'.iki er óliugsandi að fundið sé tæki til þess að nýta hina svo að segja óþrjótandi kjarnorku- lind, sem fyrir er í höfiun jarð- arinnar, og framleiða þannxg hagnýta raforku. j Frá þessum tækjum segir ný- lega í tilkynningu kjarnorku- | málanefndar Bandaríkjanna, og | er þess jafníramt getið, að mörg ár muni líða, þar til þessari hug- mynd verði komið í fram- kvæmd. Tækið, sem um ræðir, nefnist stellarator, og er því ætiað að hita þungavetni úr sjónum upp í margar milljónir gráður og' breyta því í raforku. í tilkynningu kjarnorkunefnd- arinnar segir, að um nokkurt skeið hafi verið unnið að þessu verki við Princeton-háskóla og við kjarnorkustöðvarnir í Oak Ridge og Los Alamos og við geisiavirknirannsóknarstofnun Kalíforníuháskóla. riiig reria bii framtíiarinnar? Og kannski verða þelr fljúg- cMidl að auki. Bifreið ársins 1980 verður létt- ari, rúmbetri, gerir minni háv- aða, verður ódýrari og enn meira straumlínulag en bílar ársins 1960. Hún verður eins frábrugðin þeim bílum, sem við þekkjum 5 dag, eins og bíllinn í dag er frá- brugðinn gerðinni 1936. Hann verður þýðari og örugg- ari, jafnvel þegar hratt er ekið, og stórir bakuggar munu auð- velda nákvæma stjórn á honum. Hann verður svo lágur, að að- eins verða fjórar til fimm tomm- ur milli neðsta hluta búksins og jarðar, enda verða vegir þá mun betri en nú er. Yfirborð búksins verður líkara þvi, að skinn sé strengt yfir hann og máling eða lakk þekkist ekki, heldur verð- ur einskonar oxiðhúð komin í staðinn. Það þarf því aldrei að mála hann þvi að liturinn er í sjálfri klæðningunni. Vélarnar verða aílmeiri, en mun fyrir- ferðarminni, og því verður meira rúm fyrir farþega og farm. Gler verður enn meira notað en nú er, því sá galli, sem enn er á gleri, að það er brothætt, þekkist þá ekki. Loks má búast við að fljúg- andi bílar komi á markaðinn. Nú þegar hefur tekizt að smíða hreyfla, sem framleiða 3 hestöfl miðað við hvert pund þyngdar sinnar. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að þessar vélar eru enn of dýrar í framleiðslu, en ekki er talið vafamál, að sigrast verði á þeim erfiðleikum. Klórvatn má nota vlð að hreinsa fisk. Mlórblttntlttðnr sjós* heSttr rerið reyndttr. Innanríkismálaráðuneyti Banda rikjanna hefur tilkynnt, að til- raunir liefðu verið gerðar með fiskþvott í ldórblönduðuni sjó í tog'urum á veiðiun í Norður-At- Iantshafi. Fóru þær þannig fram, að nokkrir togarar, þar af einn með klórblöndunartæki, létu úr höfn á sama tíma, fiskuðu á sömu miðum og komu samtimis aftur i höfn. 1 ljós kom, að fiskur, sem þveginn var i klórblönduðum sjó jafnskjótt og hann hafði verið verkaður, og fluttur í lestum, sem hreinsaðar höfðu verið ræki lega í svipaðri upplausn, var bæði hreinni og ferskari á bragð ið heldur en fiskur úr hinum togurunum, þar sem venjulegur sjór hafði verið notaður. Eigendur nokkurra fiskibáta og togara frá Nýja Englandi hafa þegar gert ráðstafanir til þess að útvega klórblöndunar- tæki, en þau eru ódýr og auðvelt að setja þau upp. Það þarf ekki annað en klórmælidælu og raf- magnsmótor, sem dælir klór- blönduðum sjó inn i lestarrými skipsins. Hlutföllin hér eru 50— 80 hlutar af klóri móti milljón hlutum af sjó til þess að þvo lestarrýmið, en 10—20 hlutar af klóri móti milljón hlutum af sjó til að hreinsa með fiskinn. Fyrir nokkru fór í jómfrú- ferð sína nýtt flutningaskip Benloyal, 11 búsund lestir, frá London til Port Said, Aden, Singapore, Bangkok og Hongkong. Skipið’ er smíðaS í Glasgow, — af 60 . maana áhöfn eru 27 Kín- verjar. Tilraunir hafa áður verið gerðar að láta gúmmíbáta þenjast út í frosti. Til frekara örj'ggis þótti skipaskoðun rikisins hins- vegar rétt að gera tilraun með gúmmíbát í hinum n^ju gler- fiberhyíkjum, þegar hylkið sjálft væri allt yfirísað. * Tilraun þessi var gerð nýlega í frystihúsi hér i Reykja-'' vík. Var 12 rnanna gúmmíbátur í glerfiberhylki látinn vera í 4 sólarhringa í 20 stiga frosti. Var hann úðaður við og við með vatnsdreifara, þannig að sterkur ferskvatnsís hlóðst utan á glerfiberhylkið. Eftir 4 sólarhringa í frostinu var íslagið orðið 2—3 cm. að þykkt. Var þá kippt í snúruna án þess að losa neitt um ísinn utan á hylkinu. Gúmmíbáturinn sprengdi utan af sér glerfiberhylkið og islagið splundraðist. Síðan þandist gúmmíbáturinn út á eðlilegan hátt. Þykir tilraun þessi sanna, að jafnvel í 20 stiga frosti og yfirísun séu gúmmíbjörgunar- bátar mikilvæg björgunartæki. Flugvclar og skip. A vegum Grumman-flugvéla- verksmiðjanna í Bandaríkjunum hafa verið athugaðir möguleik- ar á því að smíða kjarnorkuknú- in farþegaskip. Niðurstöðurnar urðu þær, að hentugast mundi, að slík skip yi'ðu þúsund smá- lestir að stærð, rúmuðu 320 far- þega og ganghraðinn yrði 65 sjómílur. Ný tæki til veðurspár. Á vegum Bandarikjaflota er iill veiáð að reyna nýjar aðferðir við að segja fyrir um óveður, allt að því fjórum dögimi fyrr en nú er liægt. I þessu skyni var þremur veðurathugunarduflum, sem veita upplýsingar imi felli- bylji, lagt í mið- og vestur- hluta Mexíkóflóa, á svæði, þar sem umíerð er tiltölulega litil. Þessi dufl veita upþlýs- ingar um veður á sex ldukku- stunda fresti til veðurathug- anastöðva Bandaríkjaflota og bandarisku veðurstofimnar, og þar vinna sérfræðingar úr þcim. Á sama stað verður einnig Iagt fjórða og stærsta duflinu, sem í rauninni er 6.7 metra langur alúminíumbát- ur. Dufl þessi eiga að þola mikinn og langvarandi veð- urofsa og rafgeymana í þelm á ekki að þurfa að endur- hlaða oftar en á sex mánaða fresti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.