Vísir - 14.03.1959, Síða 4

Vísir - 14.03.1959, Síða 4
VÍSIR Laugardaginn 14. marz 1953 4 irlSKK. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Víalr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Hetjurnar urðu hræddar. Eitt af þeim atriðum, sem Ól- afur Thors benti á í yfirlits- ræðu sinni í Gamla bíó á miðvikudagskvöldið var það, . að foringjar Hræðslubanda- lagsins fylltust skelfingu, , þegar kosningar voru um , garð gengnar 1956. Foringj- arnir höfðu ætlað að nota misræmi og galla kosninga- , fyrirkomulagsins, og til- gangurinn var að komast , yfir meirihluta þingsæta með klækjum. Fyrirætlun þeirra mistókst, svo var for- sjóninni og skynsemi þjóð- arinnar fyrir að þakka, en þegar foringjar Hræðslu- bandalagsins höfðu framið , glæpinn, urðu þeir skyndi- lega hræddir við hann og hétu að leika ekki sama leikinn aftur. Þess vegna var það, að það var eitt af þeim atriðum, sem tekið var fram í stjórnar- samningnum, að fram- kvæma skyldi endurskoðun á kosningalögunum, að sjálf- sögðu til þess að nema á brott úr þeirn ýmsa agnúa. Þegar stjórnarsamstarfinu var svo lokið skyndilega í vetur, hafjði ekkert verið gert í þessu máli, enda mun Framsóknarflokkurinn jafn- an hafa eytt því, er á það var drepið innan ríkisstjórn- arinnar, að þetta þyrfti að athuga. Áhugi hans kom þar fram betur en í flestu öðru. Hann vildi gjarnan gefa út fagrar yfirlýsingar um málið, en hann vildi ekk- ert frekar gera í því. í það var ekki að ástæðu- lausu, að framsóknarhetj- urnar skelfdust af kosn- ingaúrslitunum. Þau leiddu það í ljós, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafði haldið fram, áður en almenningur gekk að kjörborðniu — að kosningabandalagið væri aðeins gert í einum tilgangi: Það væri stofnað til þess áð nota galla fyrirkomulagsins og misræmi til þess að auka misræmið til mikilla muna. Þetta vildu höfundar klækjanna ekki viðurkenna, en þegar sannanirnar lágu fyrir, urðu þeir allt í einu hræddir. í sumar munu svo liggja fyrir sannanir um það, að óttinn var alls ekki ástæðulaus. Einn á móti tíu. Gleggsta dæmið, sem hægt er að nefna um framsóknar- réttlætið, er fólgið í því, sem kom fram í þeim kafla ræðu Ólafs Thors, þar sem hann taldi upp annars vegar níu framsóknarkjördæmi, sem hefðu tíu þingmenn fyrir röskl. 8200 kjósendur, en á móti kæmi eitt kjördæmi Sjálfstæðismanna, þar sem aðeins einn þigmaður væri kjörinn, enda þótt innan endimai-ka þess væri 7515 kjósendur. Jþegar um slíkt er tálað við framsóknarmenn, hafa þeir alltaf svar á reiðum hönd- um. Þeir segja einungis: ,,Það er ekki sambærilegt!“ A þeirra máli og að þeirra J dómi er það engan veginn'J sambærilegt- að tala um einn þingmann fyrir 7515 manns á Suðvesturlandi í sömu andránni og talað er um einn þingmann fyrir nokkur hundruð manns á Seyðis- firði eða tíu þingmenn fyr- ir níu kjördæmi þar sem að- eins 900 atkvæði koma á þingmann til jafnaðar. En menn skulu vera rólegir, því að þótt þetta sé ekki sambærilegt að dómi fram- sóknarlýðsins, verður það ekki hann einn, sem kveður upp dóminn yfir óréttlætinu. Þjóðin öll verður að spurð, og það er gegn þjóðareðli ís- lendinga að hampa þeim, sem misrétti beita. Það á framsóknarklíkan eftir að finna, og þegar svo verður komið, verður vald hennar ekki „sambærilegt" við það, sem nú er. ASIir á einu máli Ofurvald Framsóknarflokksins er það, sem hættulegast er íslendingum og hefir lengi verið, því að það byggist á spillingu og því verður ein- ungis við haldið eða það aukið með vaxandi spillingu — fyrst og fremst á sviði efnahagsmálanna. Peninga- L. vald Framsóknarflokksins er eins og ígerð, sem nauð- synlegt er að nema á brott, til þess að sýkingin leggi ekki þjóðina að velli. Allir flokkar — nema fram- sóknarklíkan að sjálfsögðu ingarstarf framsóknar- — eru sammála um að spiTJ- broddanna hafi fengið að „grassera" alveg nógu lengi. IRKJA O G TRUIUÁL: Sjáið manninn, Svo mælti dómarinn, Pilatus. hjúpað mann, birt i einu leiftri, Við hlið hans stendur fangi í fjötrum, færður í háðulega flík, sveigur af þyrnum fléttaður um höfúð hans. Sjáið manninn! Mikill múgur er fyrir dyr- um dómshallarinnar. Sem snöggvast slær þögn á hann. Þá hafði marga langað til þess að sjá þennan mann, Jesúm frá Nazaret. Fyrir skmmstu komu nokkrir menn til borgarinnar langt að. Erindi þeirra var þetta: Oss langar til að sjá Jesúm. 1 þrjú ár hafði ekkert annað oftar heyrzt á vegum og götum og torgum landsins en þetta: Hef- urðu séð Jesúm? Mig langar að sjá hann. Og þessi löngun hafði verið mörgum vonarbjarmi. Það hafði birt í mörgum huga við vonina um að fá að sjá Jesúm. Og margir höfðu neytt siðustu krafta sinna til þess að ná fundi hans, fá að sjá hann, snerta hann, tjá honum raun sina. Sjá, þar var maðurinn, einn meðal alira, sem gat hjálpað, grætt og heilgað, sýknað og rétt við. Og hann sá sá. Sjá, þar er maðurinn. Hann gekk ekki fram hjá á götunni, hlutlaus, gagn- tekinn af sjálfum sér og sínum einkamálum, eins og við hinir. Hann sá manninn á bak við grímuna, bak við fas og föru- neyti, bak við orð og skoðanir. Hann var kominn til þess að leita mannsins, láta hann finna sjálfan sig, átta sig á aðstöðu sinni, flytja honum boð um það, hvað það sé að vera maður. Nú horfir hann á þá og þeir á hann, enn einu sinni. Blóð drýp- ur i augu hans undan þeim gödd- um, sem þeir höfðu þrýst hon- um að höfði. En hann sér þá samt. Sér þá eins og hann hafði alltaf séð þá, eins og hann hafði í eilífum kærleika horft á þá úr himni sinum — blinda, vegvillta, vanskapaða, týnda. Hann kom þeirra vegna. Hann deyr þeirra vegna. Þeij’ standa hlið við hlið, dóm- arinn og fanginn. Sjá, þar er maðurinn, segir dómarinn. Þú horfir á mynd þeirra tveggja. Hvor er maðurinn, Píla- tus eða Jesús? Hvar er hinn sanni maður? Hver ert þú? Þú horfir á múginn. Er þetta maðurinn? Þessi múgur, sem hef ur látið áróður og lygar ná valdi yfir sér, þetta hvikula haf ó- beizlaðra kennda, þessi æsti lýð- ur, sem hrópar formælingar í dag yfir þeim, sem hann bless- aði í gær? Hvar gr maðurinn? Birtir Jes- út frá Nazaret manninn eins og liann ætti að vera, manninn með réttu eðli, mannsins sönnu mynd? Sé svo, þá eru hinir ekki réttir, sannir menn. Og það er þetta, sem kristin trú miðar við, þegar hún segir við mig og þig: Þú ert syndari. Þú átt samstöðu með Pílatusi og múgnum. Þeg- ar Jesús horfir á þá, sér hann líka þig. Hann sér mánninn i þessari mynd. Stundum getur eitt átvik, eitt orð, jáfnvel eitt sviðbrigði af- eitt af því, sem nauðsynlegt er, til þess að þjóðinni vegni bettur en nú, er að uppræta ofurvald Framsóknarflokks- ins og spillinguna, sem frá því stafar. hver hann er i raun og veru. Það segir ekki alla sögu hans, en það birtir það, sem sker úr um gerð hans, alltjent frá tilteknu sjónarmiði, og mótar afstöðu þína til hans. Píslarsaga Jesú Krists er augnablik í sögu mannkyns. En sú andrá bregður leiftri yfir manninn. Það er maðurinn, sem stendur þarna frammi fyrir fanganum, afhjúpaður, dæmdur. Dómarinn talar, múgurinn hrópar. Jesús er hljóður. Hvað hugsar hann? Hann veit, að þessi dómari Dawson - Framh. af 8. síðu. eral Omnibus Company) þurfti að selja 1930“. Og á þessum tíma greiddi Dawson starfsfólki sínu 1000 stpd. á viku i vinnulaun. Hann lét gera upp gamla stræt- isvagna og aðra bila, sem hann keypti, og 1947 var veltan hjá honum 1 miiljón sterlingspund. Þetta voru yfirleitt stórir bílar og er ný lög voru sett, sem höfðu ákvæði um 12 smálesta hámarks þyngd auglýsi hann allt, sem hann hafði, til sölu, og seldi fyr- ir V2 miilj. stpd., en „þeir, sem keyptu vöknuðu brátt við vond- an draum — sátu eftir með verðlausa bíla." Eitt sinn er hann ' kom heim frá Suður- Frakklandi var hann dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir svik og fyrir að stela bíl. „En ég var á Queen Mary þá og gat ekki hafa stolið honum.“ Erfiðleikar mínir. Hann losnaði brátt úr fangelsi og komst þá að því, að írska stjórnin var að losa sig við heil- mikið af gömlum bílum, .og hann sendi íra nokkurn til Dyflinnar, og hann keypti þá fyrir „5 ster- lingspund stykkið". — „Ef styrj- öldin hefði byrjað 1937 en ekki 1939 hefði ég aldrei lent í nein- um erfiðleikum Það breytti öllu, hafi maður verið dæmdur þá, er maður dæmdur fyrir allt lífið. Þegar ég var settur inn voru bilar seldir fyrir 5 stpd., sem síðar hefði mátt selja á 1000 pund.“ — Hann sakaði keppinauta sína um að hindra að hann gæti flutt bílana til Eng- lands. í hermmi. Dawson kvaðst hafa verið í hernum, en orðið fyrir slysi, og var misseri í sjúkrahúsi. Þeg- ar hann losnaði fór hann að braska með ilmvötn. ,Eg átti þá 16 ára pilt í menntaskóla. Hann hafði fengið tvær flöskur af þessu ilmvatni og lögreglan fann þær í fórum hans, ákærði mig og piltinn fyrir að hafa stol- ið ilmvatninu — og sagði, að ef ég skrifaði undir að ég væri sek- ur skyldi pilturinn sleppa. Ef hún hefði sagt það, áður en ég var leiddur fyrir rétt, mundi ég hafa skrifað undir. — Seinna fann ég kvittun fyrir ilmvatns- kaupunum og kæran var látin hiður falla. Kartöflur og gulrætur. Hann átti um skeið tvo bú- garða, ræktaði firnin öll af gul- hefur ekkert vald yfir honum. Hann veit, að allir þessir menn eru blindaðir hverir af öðrum. Hann veit, að augu annars æðri dómara hvíla á þessu marg- menni, hönd heilags dómara bendir og segir: Sjá, þar er mað- urinn! Þetta er maðurinn, sem þú ert sendur til þess að frelsa, maðurinn, sem ég elska og vil liða fyrir, vil gangast undir þá kvöl, sem mein þeirra valda. Þetta er maðurinn, sem ég vil' eiga, þrátt fyrir allt, vil ekkí láta villast frá mér, vil ekki láta fyrirgjöra sjálfum sér. Þessa raun kærleika mins átt þú að bera og brjóta þannig föður- elsku minni nýja braut. Og þyrnum krýndur, hæddur og dæmdur fangi mannsins svarar í þögninni: Sjá, þar er maðurinn, fyrirgef þeim, ég læt lifið, að þeir megi lifa. rótum og kartöflum, og fram- leiddi meira en nokkur annar þar um slóðir af kartöflum. Þetta blessaðist þó ekki lengi og hann missti búgarðana, fór aftur til London, og var það í stríðs- lokln. Málmur. Þá heyrði hann, að hægt værl að fá heilmikið af brotajárni,. látúni og kopar á Guernsey — þúsundir smálesta. „Eg keyptl þetta fyrir 2 stpd. smálestina, þegar verðið var 80 stpd.. Eg lánaði 6000 stpd. af manni nokkr um og lofaði að greiða honum 12.000. Innan mánaðar hafði ég grætt 60.000. — Þá kom til af- brýðisemi annara eins og þeg- ar ég fékkst við kartöflu-rækt- ina. Eg notaði ekki neitt nafn í þessum viðskiptum, heldur fé- lags, sem ég stofnaði, London, and Oxford Steel Company, — og heiðruðu kviðdómendur, það er stafað Steel (stál) en ekkl Steal (stela).“ Viðskipti við Ameríkana. „Eg gerði mikil viðskipti við Amerikana, — keypti af þeim bíla og drasl — fyrir „10 shill- ina tonnið'í, og „þegar þeir vont svona vitlausir, hvað kom það^ löggunni við,“ en hún stöðvaðl hann þegar hann fór að selja þetta. „Nafn mitt v'ar á svörtum lista í birgðamálaráðuneytinu."' Bar víða niður. Hann kvaðst' hafa borið víða niður, í Noregi, Þýzkalandi og fleiri löndum. „Eg hef 3000 flug- stundir að baki,“ sagði hann. Fór til Ameríku og Frakklands, kom aftur og lenti í erfiðleikum út af skattamálum. „Eg hafði ákveð- ið, að fjórir synir mínir skyldu vera í skóla hér, en ég ætlaði' ekki að vera hér sjálfur nema 90 daga, búa í Frakklandi, og greiða engan skatt hér. Mér var svo sagt, að ég yrði að greiða skatt bæði hér og í Frakklandi. 300.000 stpd. ógreiddir skattar. Dawson kvaðst ekki eiga a<í greiða þau 300.000 stpd., senr hann væri talinn eiga ögreidd af skatti, „því að ég tapaði öðrit eins.“ Og hann neitaði að veru sekur um nokkur svik í sam- bandi við sölu á appelsinusafa. Dawson hafði látið dæluna ganga í fulla klukkustund, en dómarinn taldi skýringa þörf á vörn hans og spurði hvort hann væri viðbúinn að „láta þær í té á morgun?" „Vissulaga," sagði Dawson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.