Vísir - 21.03.1959, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
WÍSIR
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Laugardaginn 21. marz 1959
sr
Hin ómetanlega gjöf Asgríms
málara til sýnis í Listasafninu.
Þó kemst fyrir aðeins hluti fjár-
sjóðsins í sölum safnsins í senn.
í dag verður opnuð almenn-
ingi sýning á einhverjum mestu
dýrgripum, sem kostur hefur
verið á að líta augum hérlend-
is, en það er málverkasafn Ás-
gríms málara, sem hann gaf Is-
landi að sér látnum. Þetta er
Iíklega stórfenglegasta . gjöf
listamanns til lands síns, sem
um getur á Norðurlöndum, og
verður ekk^metin til fjár.
Árið 1952 skýrði Ásgrímur
Jónsson listmálari, frá því, að
hann hefði ákveðið að gefa ís-
lenzka ríkinu allar eigur sínar
eftir sinn dag, þ. á m. málverk
þau, er hann kynni að láta eftir
sig og húseign sína við Berg-
, staðastraeti.
f erfðaskrá, er Ásgrímur
gerði, er svo fyrir mælt, að mál-
verkin skuli varðveitt í húsi
hans Bergstaðastræti 74, þar til
listasafn hefur verið byggt, þar
sem myndunum sé tryggt svo
mikið rúm, að gott yfirlit sé
unnt að fá um þær.
Hin dýrmæta listaverkagjöf
Ásgríms hefur verið skrásett
og afhent ríkinu. Er hér um að
ræða yfir 420 fullgerð olíumál-
verk og vatnslitamyndir, auk
margra teikninga, og á þrigja
hundrað mynda, sem listamað-
urinn hefur eigi talið fullgerð-
ar.
Þegar ríkið tók við gjöfinni
var ákveðið að efna til sýningar
á listaverkunum eftir því sem
húsrúm listasafnsins leyfði, en
reynslan hefur orðið sú, að
tæpur helmingur hinna full-
Genfarráðstefnu
frestað.
Þríveldaráðstefnan ■' Genf,
sem ræðir samkomulag um að
hætta kjarnorkuvopna-prófun-
um, hefur frestað störfum til
13. apríl.
Áður en sú ákvörðun var
tekin hafði náðst samkomulag
um 3 atriði, tæknilegs efnis, en
samkomulag hefur ekki enn
náðst um meginatriði málsins:
Eftirlit. — Fulltrúi Bandaríkj-
anna James J. Wadsworth
ambassador hefur látið í ljós,
að viðræðurnar hafi reynst
gagnlegar, og von um, að sam-
komulag náist um alþjóða eft-
lit með kjarnorkuvopnapróf-
Umlirbúningsfundur í gær
um Berlín og Þýzkaland.
Eisenhower, Macmiiian og Dulies á kiukku-
stundar fundi i sjúkrahúsinu.
gerðu mynda rúmast þar til sýn-, unum, er ráðstefnan kemur
ingar. saman á ný.
Miklar annir FEugfélagsins.
Margar Grænlandsferðir standa fyrir
dyrum.
Gullfaxi, Viscountvél Flug- ljúki um mánaðamótin apríl-
félags íslands, er nú langt kom-
in í flokkaskoðun IV, en það er
nú í fyrsta skipti, sem slík skoð-
un er framkvæmd liérlendis, og
tekur að jafnaði 4—5 vikur.
Þegar skoðuninni á Gullfaxa
er lokið ^r hin Viscountvélin,
Hrímfaxi, í sams konar skoðun
og er gert ráð fyrir að henni
Meiri rauðmagi að
norðan um helgina.
Rabbað við Stemgrím um rauðmaga og fleira.
Þrjú þúsund rauðmagar, það maga norðan frá Hólmavík, Ól-
er ekki mikið á 60 þúsund Reyk
víkinga, en núna um helgina á
ég von á meiri rauðmaga að
norðan ef vegurinn verður þá
ckki orðinn ófær, sagði Stein-
grímur í Fiskhöllinni í gær.
Fyrsta sendingin af rauðmaga
kom að norðan frá Húsavík í
þessari viku og fór mest af því
á sjúkrahúsin. Það hefur verið
ágætis veiði fyrir norðan undan-
farið. Það gerir meðal annars
sunnanáttin, þá eru þeir í land-
vari. Fyrir norðan byrjar hrogn
kelsaveiðin í febrúar og marz
og ef samgöngur væru góðar
við Norðurland á þessum tíma
væri hægt að hafa rauðmaga á
boðstólum frá þeim tíma að
veiðin hefst. Þó mun rauðmaga
veiðin ekki byrja neins staðar
fyrr en á hornströndum, þar
byrja þeir að veiða hann í lok
janúar, en því miður eru ekki
samgöngur við þá staði nema
fyrir fuglinn fljúgandi á þeim
tíma árs. Eg hef fengið rauð-
VARÐARKAFFI í VALHÖLL
— í dag kl, 3—5 síðdegis. —
afsfirði og Húsavík undanfarin
ár. Það er venjulega snjór fyr-
ir norðan á þessum tíma árs og
ekki þarf annað en að moka
snjó yfir aflann, og eftir rúm-
lega eins sólarhringsferð er
hann nærri því spriklandi þeg-
ar hann kemur í fiskbúðirnar.
— Verðið?
— Það er 7 krónur kílóið og
lætur því nærri að stykkið sé
frá 8,50 til 9 krónur. Eg flutti
óhemju mikið af rauðmaga suð-
ur fyrir þremur árum. Þá veidd
ist ekki neitt hér. Það er kannski
urgur í körlunum hérna að ég
skuli vera að flytja rauðmaga
að norðan, en meðan ekkert
fiskast hér er ekkert við því að
segja. En nú fara þeir að fiska,
því það líður að páskum. Mín
reynsla gegnum árin er sú að
rauðmagaveiði er bezt um pásk
ana, hvort sem þeir eru seint
eða snemma.
Og í viðbót við þetta rauð-
magaspjall má tengja orð
Steingríms:
— Það þykja nú kannski tíð-
indi að sækja rauðmaga í soð-
ið norður til Húsavíkur en þess
verður ekki langt að bíða að
rauðmagi verður fluttur með
flugvélum héðan til fínna gisti
húsa suður í Sviss, þar sem hann
mun seljast á fimmföldu verði
við dýrasta kjöt.
maí, eða áður en aðalsumar-
flutningarnir hefjast.
Fyrir dyrum stendur tals-
vert Grænlandsflug um n.k.
mánaðamót og eru 5 ferðir þeg-
ar ákveðnar. Verða farnar fjór-
ar ferðir til Kulusuk, sem er
eyja út af Angmaksalik, en ein
ferð verður farin á vegum Nor-
ræna námafélagsins til Meist-
aravíkur.
Douglasvélin Gunnfaxi, sem
hlekktist á í Vestmannaeyjum
í fárviðrunum í' vetur kom s.l.
fimmtudag með Hvássafellinu
til Reykjavíkur.
Gunnfaxi var strax fluttur
inn í flugskýli Flugfélagsins á
Reykjavíkurflugvelli og bíð-
ur þar lokaskoðunar áður en
endanleg ákvörðun verður tek
in hvort viðgerð verður fram-
kvæmd á henni eða ekki.
Síðustu dagana hefur verið
mjög mikið að gera í innanlands
flugi, en annars hefur veðrátt-
an verið fremur óhagstæð um
nokkurt skeið og oft erfitt um
flug innanlands.
Góður afli
togskipa.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í gær.
Togskip Eyfirðinga hafa aflð
ágætlega undanfarna daga og
hafa öll lagt aflá sinn upp við
Eyjafjörð nýlega.
Snæfellið landaði 68 lestum
í Hrísey, Sigurður Bjarnason
102 lestum á Akureyri og Björg-
vin 100 lestum á Dalvík.
í dag var aftur von á Sigurði
Bjarnasyni til Akureyrar með
um 40 lestir fiskjar. Erindi hans
er þó fyrst og fremst það að
sækja radar, sem nú verður
settur í skipið. Sigurður Bjama
son hóf veiðar í byrjun fe'brú-
ar og hefúr aflað samtals 230
lestir, Snæfellið sem hóf veiðar
120 lestir og Björgvin frá Dal-
fyrir réttum mánuði hefur veitt
vík 170—180 lestir.
Einsenhower forseti, Mac-
'millar. forsætisráðherra og
| John Foster Dulles ræddust
t við í dag í Walter Reed sjúkra-
húsinu, þar sem Dulles er til
, lækninga, og stóð viðræðu-
fundurinn um klukkustund.
Fóru þar fram undirbúnings-
viðræður um Berlín og Þýzka-
landsmálið, sem þeir Eisen-
hower og Macmillan munu
ræða frekara í Davisbúðum,
sem eru í Cotoctin-fjöllum í
Maryland, um 100 km. frá
Washington, en þangað fljúga
þeir í þyrilvængju.
Það vekur að sjálfsögðu
mikla athygli, að Dulles skyldi
taka þátt í þessum undir-
búningsviðræðum. Hann hefur
allan tímann, sem hann hefur
dvalist í sjúkrahúsinu, fylgst
vel með gangi mála. Geisla-
lækningatilraununum er nú
lokið, a. m. k. í bili, og hefur
Lincoln White upplýsingafull-
trúi tilkynnt, að hann muni
ekki birta fleiri tilkynningar
um heilsufar Dullesar að sinni.
í vafa eins
og Frakkar.
Forsætisráðherra Ítalíu,
Segni, og Pella utanríkisráð-
herra, eru farnir til Bonn, að
afstöðnum viðræðum í París.
Talsmaður franska utanríkis-
ráðuneytisins sagði í gær, að
ítölsku ráðherrarnir væru í
vafa — eins og frönsku ráð-
hérrarnir um tillögur Mac-
millans um að draga úr víg-
búnaði á belti á meginlandinu,
— það gæti orðið til þess að
gera stöðu vestrænu þjóðanna
til varna erfiðari.
í Bonn ræða ítölsku ráð-
herrarnir við dr. Adenauer,
kanslara Vestur-Þýzkalands,
og utanríkisráðherra hans, von
Brentano.
Walter Ulbricht
tekur til máls.
Walter Ulbricht, höfuðleið-
togi austur-þýzkra kommún-
ista flutti ræðu í gær, og hélt
því fram, að ef Sovétríkin gerðu
sér friðarsamningá yið Austur-
Þýzkaland, jafngiltu þeir sarnn-
ingum við allt Þýzkaiand.
Suslov talar
í London.
Suslov, einn af varaforsætis-
ráðherrum Sovétríkjanna, flutti
ræðu í gær í London, í hádegis-
verðarboði erlendra blaða-
manna þar, og sagði m.a. að í
Sovétríkjunum gerðu menn sér
von um, að ferð Macmillans til
Moskvu yrði upphaf vinsaná-
legri skipta þjóða milli.
Solusýning ísafoldar opnuð
í Lisfamannaskálanunt.
Fjölbreytt úrval ágætra bóka
á boöstólum.
Sölusýning ísafoldar var
opnuð í gær í Listamannaskál-
anum og er þar mikið og fjöl-
breytilegt úrval bóka á borðum,
sem mönnum gefst nú kostur á
að eignast á mjög niðursettu
verði.
Þarna er án efa um seinasta
tækifæri að ræða til að eignast
vissar bækur, þar sem upplaga-
leifar er að ræða, margar þeirra
bækur, þar sem um upplaga-
lenda höfunda, en hjá bókaút-
gáfufyrirtækjum, einkum hin-
um stóru, kemur lengi eitthvað
í leitirnar, jafnvel af bókum,
sem mega heita uppseldar, t. d.
leifar frá bóksölum úti á landi.
Mun það vera skýringin á því,
að þarna eru bækur eins og Eið
urinn og Málleysingjar, eftir
Þorstein Erlingsson, og fleiri
látna þjóðkunna höfunda, en
annars sér maður þegar, er
maður gengur milli borða við
fljótlegt yfirlit bækur eftir
kunna og vinsæla höfunda, svo
sem Huldu, Þóri Bergsson, Jón
jheitin Magnússon, Guðm. heit-
,in Finnbogason, Sveinbjörn
Egilson (ferðaminningarnar),
svo að nokkrir séu nefndir, og
svo er mikið af bókum eftir
yngri höfunda.
Sýningunni er vel fyrir kom-
ið, bækurnar flokkaðar nokkuð
eftir efni, og er það til hægð-
arauka. Sjá menn því fljótlega
hvað er á boðstólum af skáld-
sögum, ljóðabókum, fræðibók-
um og kennslubókum o. s. frv.
Verðlækkunin er að sjálf-
sögðu misjöfn, eftir aldri bók-
anna og hve mikið eða lítið er
eftir af upplögunum, en verð
á mörgum er ótrúlega lágt, og
tækifæri til ágætra kaupa.
Margt manna kom á sölu-
sýninguna þegar í gær á fyrsta
degi hennar.
—— •----
■^C Stálframleiðslan á Bret-
landi í febrúar var að með-
altali 349.000 lestir á viku,
en var 358.200 lestrr á vikut
í sama mánuði í fyrra.