Vísir - 21.03.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 21.03.1959, Blaðsíða 4
Laugardaginn 21. niarz 1959 4 VÍSIE VÍSI3R. DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VlSIR H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kL 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Visir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan hJ, Alls engan sannleika! KIRKJA 06 TRUMAL: Konungur — þjónn. Bent var á það hér í blaðinu um miðja vikuna, hversu mikla fyrirlitningu fram- sóknarmenn hafa á sann- leikanum. Hann er eitur í þeirra beinum, og þeir eru verðugir bandamenn komm- únista að því leyti, að þeir , kalla ekki allt ömmu sína, þegar nauðsyn er að um- hverfa réttu og sönnu. Var í því sambandi minnzt á það, hvernig framsóknar- menn komu í veg fyrir, að almenningur- fengi að vita, hvernig hagur þjóðarheild- arinnar stæði, þegar ákveðdð var að láta „úttekt þjóðar- búsins fara fram fyrir opn- um tjöldum“, eins og það hét á máli forsætisráðherr- ans, meðan hann var enn raupandi. Vafalaust hafði Ólafur Thors einnig í huga blessaðan fyrr- verandi forsætisráðherrann og hans loforð um úttekt og fleira -— sem þjóðin fékk aldrei um að vita — þegar ) hann sagði á landsfundi ! Sjálfstæðisflokksins, að þaði yrði að segja þjóðinni sann- leikann um, að lækkunin á vöruverðinu væri ekki án útgjalda af hálfu ríkissjóðs. Finnst Tímanum í gær, að þetta sé mikil tíðindi og leggur þau að sjálfsögðu út á versta veg — Sjálfstæðis- flokkurinn óttist „eigin ráð- stafanir“, svo að hann sé að reyna að skella allri skuld- inni af þeim á samstarfs- flokkinn — þ. e. ríkis- stjórnina. Þetta sýnir tvennskonar bresti í siðgæðisbrynju Framsókn- arfloltksins. í fyrsta lagi seg- ir Tíminn milli línanna, að menn eigi alls ekki að segja almenningi sannleik- ann um þessi mál og er það mjög í samræmi við fortíð hans. Tíminn er oft búinn að leyna almenning sannleik- anum, svo að honum verður það á að halda, að leyndar- reglan hljóti að vera algild. Frámsóknarflokikurinn seg- ir og: Ríkið, það er eg! í samræmi við það er alger ó- þarfi að segja almenningi nokkurn skapaðan hlut. I öðru lagi segir Tíminn með þessu, að ef framsóknarliðið hefði samvinnu við einhvern eða veitti einhverjum nokk- urn stuðning til að reyna að gera eitthvað, mundi sam- stundis vera búið svo um hnútana, að ekki mætti segja neinn sannleika, er snerti aðgerðir þeirra, sem við málið væru riðnir. Þetta er mjög táknrænt fyrir fram- sóknarmenn og kommúnista, sem hafa alltaf verið með baktjaldasamninga í öllum málum — og er þetta af svipuðum toga spunnið og það, að báðdr aðilar vilja til dæmis binda verzlunarvið- skipti og atvinnu við það, að samvizka þess, sem skipt er við, fylgi með í kaupunum. Þessir- menn verða að at- huga, að ekki eru allir steyptir í sama móti. Menn mega nú ráða af því, sem vitnað hefir verið í Tímann og framsóknarmenn hér í blaðinu í þessari viku, að ekki muni margra sann- leikskorna að vænta af vör- um framsóknarliðsins, þegar því verður teflt fram til or- ustunnar í sumar við erfiða aðstöðu sakir fornra og nýrra svika og brigðmælgi. Um hitt skulu menn elcki efast, að ósannindakvarnir framsóknarliðsins munu mala nótt sem nýtan dag, þegar kemur fram á vorið og nálgast kosningar og er rétt að taka framleiðslunni með fullkominni varúð. Breytt víðhorf. Það hefir hvað eftir annað komið fram, að Krúsév, ein- valdur kommúnista í Sovét- ríkjunum, hefir lauslega línu, sem getur stundum verið ærið hlykkjótt. Hann segir eitt í dag á þessúm stað, og þegar hann er kom- inn á annan stað á morgun, hefir hann breytt um skoð- un á því, sem hann talaði síðast um. Má segja, að þessa hringlandaháttar gætti ekki, meðan Stalin bóndi hélt um stjórnvölinn, enda var hann ekki samskonar gasprari og þessi síðasti arftaki hans. • Hann hefir verið nokkuð her- skár í sumum ræðum sínum að undanförnu, en á fimmtu daginn efndi hann til fundar með miklum fjölda blaða- manna, og þar lét hann svo, að hann væri fús til allskon- ar tilslakana og’ viðræðna við vesturveldin, svo ' að finna mæti lausn á vanda- málunum. Það er vonandi, að þessar vorleysingar end- ist eitthvað lengur en árs- tíminn, er þær eru víð kenndar. En fortíð kommún- ismans spáir því miður ekki góðu um það; „Þér hlið, lyftið höfðum yð- ar, hefjið yður, þér öldnu dyr, að konungur dýrðarinnar megi inn ganga. Hver er þessi kon- ungur dýrðinnar? Það er Drottinn, hin volduga hetja“ (Sálm. 24,7—8). Svo söng Israel öldum og kynslóðum fyrir Krists burð. Öldum og kynslóðum eftir dauða Krists er honum fagnað með þessum eða því- líkum orðum af fjölmenn- um söfnuðum um alla jörð, á öllum tungumálum. Tvisvar á ári rifjar kirkjan það upp með sérstökum hætti, að hann er með oss sem hin volduga hetja, og að hann er jafnframt hinn komandi konungur dýrð- arinnar. Hún minnist þessa með stuðningi af frásögnunni um innreið hans í Jerúsalem, þegar hann var hylltur sem hinn blessaði konungur. Þetta gerir kirkjan í fyrsta lagi við upphaf hins helga árs, kirkju- ársins. Þá eru jólin skammt undan, hátíð gleðinnar. En í öðru lagi minnist kirkjan þessa við upphaf þeirrar viku ársins, sem hefur mestan alvörublæ, dymbilvikunnar. Tvisvar á ári fylgjum vér Jesú í anda ofan hlíðar Olíufjallsins, hyllum hann og fögnum honum sem konungi hins eilífa friðar og himnesku dýrðar. í fyrra sinn- ið liggur leiðin til jötunnar ,í Betlehem. í síðara sinnið til krossins á Golgata. Hvorki á jólanótt með hið fátæka barn fyrir augum, né á föstudaginn langa með hinn dæmda og deyj- andi fyrir hugarsjónum, skul- um vér gleyma því, að hann er Drottinn, hin volduga hetja, konungur dýrðarinnar. En vér skulum ékki heldur gleyma því, þegar vér hyllum hann sem konung, að hann er hið gleymda barn og hinn dæmdi maður. Þannig leitast kirkjan við að gefa oss sanna mynd af honum, sem er leyndardómur Guðs, dýrðarríkdómur Guðs leyndar- máls og von dýrðarinnar, eins og postulinn kemst að orði (Kol. 1,27). Yfir jötunni í Betlehem leiftrar stjarna guð- legra fyrirheita. Yfir Betle- hmsvöllum ljómar dýrð Drott- ins. Úr augum barnsins í fjár- húsinu skín ljós eilífrar náðar. En allt er þetta hjúpað jarð- neskri lægingu. Hinn dýrðlegi konungur hefur tekið á sig þjóns mynd. Og hann gengur út á vettvang mannlífsins sem þjónn, og ljósið, sem í honum býr, dregur að sér skuggana, sem í manninum búa, eins og þegar skýin hnappast um tind- inn. Á Golgata eru skýin orðin að svörtum flóka, skuggarnir orðnir myrkur. Og einmitt þá er ljósið að sigra myrkrið. í gegnum sorta þeirrar blindni, sem reisti krossinn, skín birta þeirrar ástjónu, sem aldrei leit við neinum nema í ástúð. Á bak við myrkur þeirrar smán- ar, sem hvaðanæva bylur á hin- um dauðadæmda, slær það hjarta, sem aldrei hýsti neina flekkaða hugsun. í svörtu þykkni þeirrar syndar, s£m sýnist ganga með sigur af hólmi á Golgata, stríðir sá hyg- ur, sem einn.var gagngert mót- aður af kærleika. Og hann bug- ast ekki. Hann umvefur alla, sem umhverfis eru, alla, fyrr og síðar, nær og f jær, með bæn sinni um fyrirgefningu, sýkn- un. Hann tileinkar öllum blind- um sína sjón, öllum veikum sinn styrk, öllum brotlegum og sekum sitt sakleysi, öllum fölln- um og ,vonlausum sína náð sinn sigur. Þannig lýkur hann jarðneskum ferli sínum, þann- ig fullnar hann verkum þjóns- ins — hinn eilífi konungur dýrðarinnar. Hann lýkur lífi sinu með orðunum: Það er full- komnað. Og af þeim orðum stafar geislum þeirrar sólar, sem rís yfir sjóndeildarhring á páskadagsmorgunn. Hann er Guðs alskíra mynd. Hann afklæddist þeirri mynd og varð mönnum líkur, lítil- lækkaði sjálfan sig og varð hlýðinn fram í dauðann á krossi, hlýðinn þeim kærleiks- vilja sem knúði hann úr dýrð- inni í læginguna, úr ljósinu í mýrkrið, úr heimi kærleikans til þeirra, sem skortir kærleik, skortir Guðs dýrð, úr konungs- hásætinu í þjónstöðuna. Hlýð- inn þeirri elsku, sem vildi bera Ijós inn í myrkrið, tendra kær- leik í veröld kulda og haturs, vekja líf í landi dauðans. Hlýð- inn þeim frelsandi vilja, sem þráði það að heimta mig og heimta þig úr greipum myrk- urs, syndar, dauða. Slíkur er leyndardómur þessa konungs. Hann átti það nafn, sem hverju nafni er æðra, átti það frá ei- lífð, því að hann var í Guðs mynd, Guði jafn, eitt með Guði. Hann vildi ekki njóta þeirrar tignar í háum himni og vita af oss mönnunum í lægingu, út- legð, smán, villu ,myrkri. Því kom hann, gekkst undir það allt, er vér eigum við að stríða, stríddi við það allt, sem veld- ur oss meini, böli og bölvun, huldi tign sína til þess að opin- bera innsta leyndardóm henn- ar: Kærleikann, sem fórnar sér fyrir aðra. Hann vann sigurinn á vorum eigin vettvangi, sigur í baráttunni um oss og fyrir oss. Og með því ávann hann sér það nafn, sem æðst verður nefnt af mannlegri tungu, það nafn, sem tignast er í munni allra engla, það nafn, sem Guð sjálfur alskar öllum öðrum meir, af því að það tjáir bezt innstu veru hans, nafn frelsar- ans. Bókmenntakynn- ing i anum. Sunnudaginn 22. rriafz; kl. 14,30 efnir Stúdentaráð Há- skóla íslands til bókniennta- kynningar í liátíðasal háskól- ans. Helgi Sæmundsson ritstjóri flytur erindi um íslenzkan sagnaskáldskap síðasta áratugs. Guðmundur Steinsson og Jónas Árnason lesa úr verkum sín- um. Ennfremur mun Þórarinn Guðnason t læknir lesa eftir Indriða G. Þorsteinsson, og Bernharður Guðmundsson stud. theol. les eftir Geir Kristjáns- son. Þetta er önnur bókamennta- „Húsmóðir" hefur sent Berg- máli eftirfarandi pistil út af nýja smjörsölufyrirkomulaginu og þeim málum: Flokkun smjörs-ins. „Það hefur verið talað mikið nú undanfarið um hið nýja fyr- irkomulag á smjörsölunni og er það ekki að ástæðulausu. Eitt atriði, sem ég tel ekki þýðingarlítið, hefur ekki verið minnst á í blöðum sem skyldi, og það er, að nú þegar flokkun smjörsins er orðin svo fullkom- in sem forsvarsmenn smjörsöl- unnar vilja vera láta, hvernig stendur þá á þvi, að við neytend- ur getum þá ekki valið um, og fengið t. d. annars flokks smjörs smjör, ef við óskum þess? Heimatilbúið smjör. Það er svo með mig, að mér þykir bezt heimatilbúið smjör, svokallað bögglasmjör, og ég veit, að svo er með marga fleiri. Við kjósum ekki annað frekara, sé vel með það farið, og mörg eru þau sveitaheimili, sem það gera, og geta enn framleitt á- gætis smjör. Þykir mér það smjör bæði btra og bragðmeira. Nú hlýtur þetta smjör enn að vera framleitt, þar sem flokkun og verð á því hefur verið aug- lýst. Hinsvegar hef ég hvað eftir annað spurt eftir því i verzlun- um, og fengið þau svör, að það væri ekki til. Hvað verður imi annars flokks smjör? Nú spyr ég í einfelldni minnia Fyrst smjöfið er flokkað og til er gæðaflokkur, sem mér skilst að sé enn betri en fyrsti flokkur, sbr. og flokkun á kartöflum, sem eru til bæði í úrvalsflokki og fyrsta flokki — hvað verður þá annars • um annans flokks flokks smjörið. Er því fleygt?, Ekki getur því verið hnoðað saman við gæðasmjörið? Hvað viðvíkur reglum þeim, sem smjörið er flokkað eftir, skilst mér, að aðallega sé farið eftir þvi hve mikið vatnsinnihald smjörsins sé, en má það kannske vera hrátt og litað á bragðið? —• Húsmóðir." ATHS.: Osta- og smjörsölunni er að sjálfsögðu heimilt rúm til að gera athugasemdir við bréf þetta, og önnur sem birzt hafa eða birt verða í þessum dálki unt hið nýja fyrir.komulag. Bergmál efast ekki úm um góðan tilgang’ þeirra, sem að þessu fyrirtækr standa og við , það starfa, en mjög almenn óánægja er áreið- anlega rikjandi með fyrirkomu- lagið, einkahlegá vegna þess, að smjörið er ekki einkennt þeiirr búum, sem framleiða smjörið. Hefur blaðið orðið þess vart, a<5 margir bíða af .áhuga greinar- gerðar frá Neytendasamtökun- um, sem hafa látið málið til sín. taka. ■ Komið hefir til óeirða r Jvvaya, smábæ sunnan til í Líbanon, 1 milli fylgis- manna stjórnarinnar og andstæðinga • hennar. Þrír menn meiddust. kynningin, sem Stúdentaráð Háskóla Íslands-. efnir til á þessu skólaári. Hin fyrri var á- verkum Þórbergs Þórðarsonar,. og var hún mjög fjölsótt. Öllum er heimill aðgangur að bókmenntakynningum þessum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.