Vísir - 08.04.1959, Qupperneq 9
iSÆÉWKriagÍ::
!959
VISIB
SktfgræktarféEaf
fréfcrssttn 32
Mikið starf framundaa, ræsting
lands og réttargirðingar,
Frá fréttaritara Vísis. —
Akureyri í gær.
Skógrækíarfélag Akureyrar
gróðursetti á síðastliðnu ári 32
íiúsund plöntur í landi Kjarna
við Akureyri.
Mest var plantað af skógar-
íuru, samtals 13 þúsund plönt-
ixm. Allt var þetta plantað í
sjálfboðavinnu og m. a. gróður-
settu söngmenn 2 þúsund
plöntur, sem karlakór Ála-
sunds í Noregi gaf Akureyr-
ingum við komu sína hingað til
lands sl. sumar.
Alls var farið í 15 gróður-
'setningarferðir á s.l. vori, í þá
fyrstu 17. maí og þá síðustu
26. júní.
Á undanförnum fimm árum
hafa verið gróðursettar sam-
tals 104787 trjáplöntur á veg-
um Skógræktarfélags Akur-
eyrar í landi Kjarna.
Á aðalfundi Skógræktarfé-
lags Akureyrar sem haldinn
var fyrir helgina var skýrt frá
því að tekjur félagsins á s.l. ári
hafi numið 73.738 krónum, en
gjöldin kr. 56.388. í félaginu
eru nú 335 félagar, auk 24 ævi-
félaga og 150 barna með hluta-
órgjaldi.
Á komandi starfsári hyggst
félagið gróðursetja meir en
nokkru sinni áður, auk þess
sem það ætlar að bæta og
styrkja girðingar umhverfis
skógræktarsvæðið og halda á-
fram skurðgrefti, sem þegar
hefur verið uyrjað á tii þess að
þurrka-Iaudið.
Stjórn Skógræktarfélags Ak-
ureyrar skipa þ :ix Tryggvi
Þorsteinsso: formaí': r Sigurð-
ur O. Björnsson va maður,
Hannes J. Magnússon ritari,
Marteinn Sigurðsson gjaldkeri
og varastjórn Árni Bjarnarson,
Árni Björnsson og Árni Jóns-
son.
Á fundinum voru kjörnir 18
fulltrúar á aðaifundi Skóg-
ræktarfélags Eyfirðinga. Þá
var í lok fundarins sýnd banda-
rísk landnámskvikmynd.
'as Bogason skák-
wðaisfari Akureyrar.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun.
Skákþingi Akureyrar lauk
25. marz sl. með sigri Júlíusar
Bogasonar. Úrslit urðu sem
hér segir:
1. Júlíus Bogason 6 vinninga,
2.—3. Halldór Jónsson og Har-
aldur Ólafsson. 5 vinninga
hvor, 4.—5. Anton Magnússon
og Kristinn Jónsson 4 vinninga
hvor, 6. Magnús Ingólfsson 2
v. og 7.—8. Oddur Árnason og
Randver Karlsson 1 vinning
hvor.
! í 1. flokki sigraði Ólafur
Kristjánsson en í 2. flokki urðu
efstir og jafnir Friðgeir Sigur-
björnsson og Ingvar Baldurs- ,
son.
IndonesRistjórn bannar
fréttlr frá Celebes.
Taka konn 2-3 ár að hæla
niðt&r uppreistina þar.
Á skírdag fór fram úthlutun úr afmælissjóði Poiúo .s i
fyrsta skipti, og fór hún fram á heimili listamannsins. Myndin
er af Reumert og Jörgen Reenberg, sem hlaut verðlaunin.
Organistamöt í
Hoiiandi.
Dagana 6.—25. júlí verður í
horginni Haarlem í Hollandi
efnt til samkeppni í orgel-
impróvísatíón og námskeið í
orgelspili.
Hinn 6., 9. og 10. júlí verða
haldnir þrír konsertar, þar sem
opinberlega verður keppt um
beztu afrek í impróvísatíón við
undirbúin eigin stef og við ó-
kunn stef, sem dómnefndin
gefur upp. Verðlaun verða
veitt fyrir þrjár beztar lausnir.
Er hér um nýstárlega hljóm-
leikatilhögun að ræða, þar sem
organistum allra landa gefst
kostur á að sýna leikni sína og
hugvitssemi í því að leika á
orgel undirbúningslaust af
fingrum fram.
Jafnhliða þessari keppni ler
fram kennsla í meðerð og
flutningi orgelverka. Þar að
auki verða fluttir fyrirlestrar
um orgelsmíði, tíðarstíl, orgel-
verka og lítúrgískt orgelspil.
Þátttökugjald í námskeiðun-
um er aðeins 100 hollenzk gyll-
ini. Organistar tilkynni þátt-
töku sína, stílaða til „Zomer-
academie, Stadhuis, Haarlem,
Holland“ ekki síðar en 1. júlí.
Veitir skrifstofan þar allar nán-
ari upplýsingar. (Frá félagi ísl.
tónskálda).
Sambandsstjórn Indónesíu
setti fyrir nokkrum dögum al-
gert bann á bírtingu fregna
I varðandi hernaðaraðgerðir gegn
uppreistarmönnum á eynni
Celebes norðanverðri, en eins
og komið hefur fram í fregn-
um að undanförnu, hefur
stjórnarhernum gengið þar erf-
iðlega. Er 'þannig stöðugt eitt
mesta, ef ekki mesta vandamál
Indónesíustjórnar, að koma á
friði í landinu.
Það eru nú yfir 13 mánuðir
síðan er menn risu upp með
vopn í höndum gegn Sukarno
forseta og stjórn hans. — Eng-
in opinber tilkynning hefur
verið birt um bardagana á
norðurhluta Celebes, síðan er
herstjórnin tilkjmnti fyrir um
það bil hálfum mánuði, að upp-
reistin á Norður-Celebes hefði
verið bæld niður, en hún hófst
— eða réttara sagt sú uppreist-
arlota, sem hér um ræðir — um I
miðjan febrúar.
í fréttapistli, sem New York
Times hefur borizt frá Jakarta,
segir, að ýmsir sé þeirrar skoð-
unar, að þótt sambandsherinn
hafi helztu borgir Celebes á
sínu valdi, séu heil byggðarlög
á valdi uppreistarmanna, og
mótspyrnan hafi verið miklu
öflugri en fram kom í her-
stjórnartilkynningunum. — Á
þessu hefur fengizt óbein við-
urkenning, því að einn af tals-
mönnum hersins hefur komist
svo að orði, að það kunni að
taka 2—3 ár að bæla uppreist-
ina niður að fullu. Uppreist
gegn sambandsstjórninni hófst
annars á Súmötru í febrúar
1958, á miðhluta eyjarinnar,
með fullum stuðningi uppreist-
armanna á Celebes.
Það’ hefur ekki lítil útgjöld í
för með sér fyrir sambands-
stjórnina að verða stöðugt að
berjast við uppreistarmenn, og
kemur það fram á fjárlögum
fyrir árið 1959, en á þeim eru
útgjöidin áætluð 29 milljarðar
rúpía (2.5 milljarðar dollara)
þar af fara 7.2 til landvarna,
en þetta er aukning sem nem-
ur Vz miðað við árið áður.
Hollenzkar
eignir þjóðnýttar.
Antara-fréttastofan tilkynn-
ir, að stjórnin hafi tekið á-
kvörðun um, að taka til þjóð-
nýtingar 227 jarðeignir í eigu
Hollendinga og þjóðnýta þær.
Á 177 þeirra er framleitt hrá-
gúm og te.
B&sryess vISI
komasf helan.
Árið 1951 settust tveir Bretar
að í Moskvu, eftir að hafa flúið
frá Bretlandi þeir Burgess og
Maclean. Annar þeirra er nú
sagður vilja fá heimfararleyfi.
Er það Burgess, sem er sagður
búa við allþröngan kost í
Moskvu. Hann á að hafa beðið
Macmillan leyfis að fá að fara
heim og heimsækja móður sína.
Ekki mun hafa fengizt neitt lof-
orð um, að hann fengi að fara úr
John Foster Duílcs hefur
lézt um átta pund meðan
liann hefur verið í sjúkra-
húsi undanfarnar 5 vikur.
Hann er venjulega 185 ensk
pund.
Manstu eftir þessu . .. ?
1
Þessi mikli leikvangur var byggður
alveg sérstaklega vegna heimsmeistara-
keppninnar í knattspyrnu, sem fram
fór í Rio de Janeiro í Brazilíu sumarið
1950. Heitir hann Maracana-leikvang-
urinn og er einn stærsti íþróttavangur í
lieimi. — Þar geta 200,000 manns set-
ið og svo margir voru viðstaddir, þegar
úrslitaleikurinn fór fram, en hann háðu
Brasilíumenn gegn nágrönnam sínum
frá Uruguay, og urðu undir. Myndin
var tekin, þegar byggingin umliverfis
sjálfan völlinn, en hún er öll úr stein-
steypu, var næstum fullgerð.
Dr. Robert H. Goddard, bandarískur
eðlisfræðingur, sem byrjaði að fást við
tilraunir með eldflaugar árið 1908, sést
hér við pall hann, sem liann smíðaði til
að geta sent fyrstu eldfdaugina sína á
loft. Myndin ber 'það sannarlega með
sér, að Goddard byrjaði ekki með mik-
ið né merkilegt, en hann hefur verið
viðurkenndur um allan heim sem faðir
eldflaugatækninnar. Þ. 16 marz 1926
skaut hann rakettu upp í 184 feta hæð,
en 1935 náði eldflaug frá honum 7500
feta hæð og yfir 1100 km. liraða á klst,
Goddard hefur alls tekið út 200 einka-
leyfi varðandi eldflaugar.
Þann 29. maí 1953 tókst tveim mönn-
um að vinna hið ótrúlega afrek að
komast á hæsta tind jarðar, Mount
Everest, sem talinn var þá 29,141 fet
yfir sjávarmál, en það er skoðun manna,
að hann hækki um íáein fct á ári hverju.
Það voru Tensing Norkay (á niyndinni),
frægur leiðsögumaður af Sherp.akyni,
og Ný-Sjálendingurinn Edmund Hill-
ary, sem unnu þetta einstæða afrek og
voru báðir heiðraðir fyrir. Voru Bretar
búnir að reyna 11 sinnum á 30 árum að
komast á tindinn, en urðu ævinlega frá
að hverfa. Þeir félagar fóru síðasta
spölinn frá bækistöð í 26,000 feta hæð,