Vísir - 13.04.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 13.04.1959, Blaðsíða 1
49. ár. Mánudaginn 13. apríl 1859 81. íb!. Harðindi í Grímsey eg Flatey á Skjálkndao Þar er nú frost og bylur sem um hávetur. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Það er harðindavor í Gríms- ey. Þar er nú norðaustan hríð með 4 stiga frosti. Um hálfs- mánaðar skeið hefur verið mjög kalt, og eyjan er þakin snjó. Ekki hefur fiskjar orðið vart Gdiur afii Skiíia Maitnússonar. Skúli Magnússon, einn af togurum Reykjavíkurbæjar, kom inn í morgun eftir 19 daga útvist og hafði hann mesta afla, sem komið liefur á land hér upp á síðkastið. Var hann me§ 100 tonn af saltfisM, en auk þess hafði hann 140—150 tonn af ísuð- um fiski. Skúli hafði verið fyrir Suðurlandi. Skipstjór- inn á Skúla Magnússyni er Þorbjörn Finnbogason. Skipjack - íór hraðara og dýpra en dæmi eru til. 'Skipjack, nýi kafbáturinn kjarnorkuknúni, fór í reynslu- ferð um helgina, og stóð hún í sólarhring. í ferðinni tóku þátt 7 þjóðþingmenn. Einn þeirra sagði, að ferðalag- in uloknu, að kafbáturinn hefði farið hraðara og dýpra en nokk- ur dæmi væru til áður, en af öryggisástæðum gæti hann ekki nefnt neinar tölur. Flotinn tekur Skipjack form- legat í notknn miðvikud. næst- komandi. við eyna, þó við og við hafi menn ýtt á flot til að reyna fyr- ir sér. Aðkomubátar, sem- verið hafa á þeim slóðum, hafa engan fisk fengið. Mislingar hafa geng- ið í Grímsey. Þar hafa þeir ekki komið í 23 ár. Hafa margir legið þungt haldnir. í Flatey á Skjálfanda er á- standið litlu betra, nema hvað mislingar eru þar ekki. Þar hef- ur kyngt niður snjó. Frost er alla daga og norðan vindur. Ekki er hægt að stunda sjo. Rauðmagaveiðin, sem er helzta lífsbjörg manna á vorin, hefur legið niðri vegna illviðra. Á Flateyjardal sér nú hvergi á dökkan díl. Hríseyingar eru bezt settir af eyjabúum þar nyrðra. Þeir hafa getað stundað sjó og aflað sæmi- lega undanfarið. Lítill afli á Húsavík. Frá fréttaritara Vísis. Húsavík í morgun. — Kalt hefur verið í veðri hér að undanförnu, og í morgun var hér livítt um alla jörð. Áætlunarbifreið lagði þó upp héðan til Akureyrar, en ekki var gert ráð fyrir, að hún yrði fyrir neinum töfurn af völdum færðar. Afli hefur verið lítill hér að undanförnu. Um helgina fóru margir á handfæri en fengu lítið. Fyrir viku fékk bátur 100 tunnur af loðnu, og hefur hún nú verið seld að mestu til Vestfjarða. Þór dró Gulltopp á flot í gærmorgun. Báturinn er alveg óskemmdur. Vestmannaeyjabáturinn Gull- toppur, sem lá upp í Þykkva- bœjarfjöru, er kominn á flot. Varðskipið Þór dró bátinn út í gærmorgun. Orsök þess, að Gulltoppur strasdaði var sú, að net festust í skrúfu bátsins og rak hann upp á fjöruna. Var báturinn al- veg óskemmdur. Tryggingarfé- lagið Samábyrgð á íslenzkum fiskiskipum fékk björgunarfé- lagið Björg h.f. til að gera til- raun að sjá um að báturinn skewimdist ekki á strandstað og geie tilraun til að ná honum á flot, þegar færi gæfit. Björgun- arfélag'ið mun ekki hafa getað náð bátnum á fiot með þeim tækjum, er það hafði og sneri forstjóri tryggingarfélagsins, Páll Sigurðsson, sér til Land- helgisgæzlunnar og bað um að- stoð liennar. Var Þór sendur á strandstað á laugardag. Við fyrstu tilraun slitnuðu vírarnir, sem settir höfðu verið utan um bátinn, þegar Þór kippti í. Var síðan gengið betur frá vírunum, og í gær dró Þór bátinn út, og gekk það vel. Bátnum var síðan siglt til Vestmannaeyja. Fyrir nokkru fengu rúmenskir Gyðingar að fara úr landi og flytjast til Israels eftir áralangra átthagafjötra undir stjórn kommú.nista. Myndirnar eru teknar, hegar þessir nýju landnema koma til Israels, os* sést Ben Gurion til hægri, er liann fagnar cinum hópnum. Démur í Tugigufoss-mállnU: Sektir 24ra skipverja nema yfir 1,4 millj. kr. Hæsta sekt nam 180,000 kr., en hin lægsta 2000 kr. ABSs var Sagt hald á 1585 flítra af sptriiiis. Embætti sakadómarans í Reykjavík gaf í morgun út til- kynningu um svoncfnt „Tungufossmál“, sem nú er lokið/ að því er afskipti embættisins af því verið uppkveðinn. Tilkynningin Árvekni tveggja götulögreglu, manna, Borgþórs Þórhalss. og Kristins Óskarssonar, leiddi til þess, að uppvíst varð að kvöldi 27. ágúst 1958 um stórfelldasta áfengissmygl síðan á bannárun- um. Lögreglumenn þessir hand- tóku þá tvo menn hér í Reykja- vík, sem fluttu með sér á bif- reið 770 lítra af spíritus. Síðar þetta kvöld lagði götulögreglan hald á 410 lítra til viðbótar. — Rannsókn hófst þegar í málinu á vegum rannsóknarlögreglu og daginn eftir hófst rannsókn í Sex risaskip á tveim stundum. í fyrradag var óvenjulega •nikið umað vera við höfnina í Vew York. Þá komu hvorki meira né minna en sex stór farþegaskip, sem halda uppi ferðum yfir Atlantshaf, á aðeins tveim stundum, og vai' Queen Maiy þeirra stærst. Með skipunum komu samtals 4000 farþegar. snertir, þar sem dómwr hefur er á þessa leið: málinu. Spíritusinn var rakinn til skipverja á m.s. TungufoSsi, sem hafði komið frá útlöndum til Reykjavíkur laust fyrir mið- nætti' 25. ágúst. Rannsóknin reyndist æði umfangsmikil og náði til fleiri lögsagnarum- dæma. Upplýsingar fengust um eldra smygl Tungufoss-manna. í I<jós kom, að Tungufossmenn höfðu í þremur ferðum skipsins vorið og sumarið 1958 smyglað inn spíritus til sölu. Aðferðin var ætíð sú sama: Bátur var leigður, honum siglt til móts við m.s. Tungufoss sunnan Reykjaness, þar sem Tungu- foss-menn vörpuðu spíritusnum í sjóinn, án þess að dregið væri úr ferð skipsins eða stefnu þess breytt, bátsverjar hirtu upp spíritusinn og komu honum á land í Grindavík, Höfnum og Kópavogi, þar sem hann var settur á vörubíl og ekið til Rvík ur. Kaupendur spíritusins voru einkum leigubílstjórar. Ekki fengust óyggjandi s<ann- anir fyrir heildarmagni þess | spiritus, sem smyglað var til I Framh. á 7. siðu Dalai Lama mjög fagnað. Dalai Lama er kominn til Bon* dila, eftir 1—2 daga erfitt ferða« lag frá landamœrum Tibets. Ekki var vitað, hvaða leið hann myndi fara þaðan lengra inn í Indland. Sennilegast mun hann hvílast í Bondila 1—2 daga. — Menn höfðu safnazt þar saman til að fagna honum með söng og dansi. Margir tóku hnefafylli af mold, þar sem hann hafði gengið um, og höfðu heim með sér 1 þeirri trú, að þar væri helg jörð, er Dalai Lama hefði gengið um. Gengur hann að eiga Soraju. Miklar sögur ganga um það í Róm, að ítalskur aðalsmaður hafi hug á að ganga að eiga Soraju, fyrrverandi Irans- drottningu. Hafa þau verið mikið saman upp á síðkastið, uppgjafadrottn ingin og Raimondo Orsini, sem er af einhverri elztu ætt Ítalíu. Hefur honum gefizt kostur á að kynnast móður Sorayju, og er sagt, að hún sé hvetjandi ráðaliagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.