Vísir - 13.04.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 13.04.1959, Blaðsíða 10
10 VtSIB Mánudaginn 13. apríl 1959 CECIL Af 1 l ■ ST. vmtvin LAURENT: ,/ en ð UD * oU DON V/ili JÚANS * 5 Juan greip svo hart um úlnlið stúlkunnar, a'ð' hana sár- kenndi til. — Hættu þessu, segi eg, eg sætti mig ekki við þao lengur. Skilurðu ekki, að eg vil komast burt til þess aö þurfa ekki að Lúa við það lengur, að þið komið fram við mig, eins og eg væri tólf ára strákur. Og þú ert þarna fremst.í flokki. Af því að þú ert þremur árum eldri og varst látin gæta mín, þegar eg var lítill, þarftu ekki að líta á mig eins og pelabarn alla æfi. — Og á hvern hátt hefi eg komið fram af virðingaleysi fyrir þínum háa aldri? — Þú kemur itl dæmis inn i herbergið mitt án þess að berja að dyrum, og það þótt eg sé að baða mig, — eins og eg væri smá- barn. Conchita hló, en nú var viðkvæmi í hlátri hennar. — Já, sagði hún eins og við sjálfa sig, kannske værum við hamingjusamari, ef svo væri, en kannske er eg nú samt sú eina, tem lít þig sem værir þú fullorðinn. — Hvað áttu við með þessu? En hún gretti sig dálítiö og grúfi sig svo niður í grænt grasið. — Ef þú ferð að heiman, Juan, þjáist eg meira en nokkur annar, því máttu trúa. Það verður allt eins og auðn og tóm heima. Skilurðu ekki, að þig einan þykir mér vænt um? — En þetta er fjarstæða, brjálsemi, greip hann fram í fyrir henni. — Brjálsemi, það er alveg satt. Hún stóð upp. — En þótt eg sé svona vitlaus læt eg þig ekki fara, skilurðu þaö" Og svo rauk hún af stað og hann kallaði á eftir henni: — Hvert ætlarðu? — Já, ef þú vissir það — Hann spratt á fætur og hljóp á eftir henni. — Þú ætlar vitantolega aö kjafta öllu í mömmu, sagði hann og greip í handlegg hennar. Ef þú gerir það snýrðu öllu á versta veg, það veit eg, og reynir að koma í veg fyrir, að eg fái að fara. Slepptu mér, og hef ekki lofað að láta kyrrt liggja og þú getur ekki komið í veg fyrir, að eg tali við mömmu, sé það ætlun mín. — En það er einmitt það, sem er ásetningur minn. Hann hélt henni tveim höndum rígfast. Hún reyndi að slíta cig af honum, en datt endilöng. — Nú sleppurðu ekki, hrópaði Juan, sem hafði ekki misst tökin á henni. í sömu svifum komu tveir skógarhöggsmenn niður stíginn með byrðar sínar á baki og Juan varð að sleppa henni og reyna að láta líta svo út sem þetta væri leikur. Concbita gxeip tækifærið og byrjaði að hlaupa heim á leið. Hún sneri sér við og flissaði, er hún sá, að hann veitti henni ekki eftirför. Kannske hélt haun, að hún mundi ekki segja frá þessu, en þar skjátla'ðist honum. Þegar hann kæmi heim mundi mamma þeirra vafalaust loka hann inni, þar til hann vitkaðist. Hún heyrði til mömmu sinnar uppi á efri hæðinni. — Mamma! kallaði hún. Greifafrúin sat á rúmstokknum með pappírskrullur í kjöltunni og horfði gagnrýnandi augum á dóttur sína. — Hvað er að sjá þig, mælti hún hæðnislega. — Eg veit nú ekki, hvort þúlitir betur út, af þú hefðir lent í því sama og eg, rausaði Conchita með tárin í augunum og brá hendi upp í úfið, svart lokkaflóðið. Hún var eldrauð í framan af hlaupunum og hugaræsingunni. — Hvað kom fyrir? — Juan var hjá hreppstjóranum og hefur gerst sjálfboðaliði — hann fer í flokk skæruliðanna. — Eg hafði búist við, að hann mundi gera það einn góðan veðurdag. — Hvernig ætlarðu að koma í veg fyrir það, mamma? — Eg ætla ekki að reyna, að koma í veg fyrir það. Juan hefði brugðist mér, ef hann hefði verið kyrr heima. — Mamma, sagði Conchita og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. — Þú talar þér þvert um hug. Veiztu hvað hann — veiztu hver áhættan er? Þegar Frakkar taka skæruliða til fanga.... Greifafrúin horfði reiðilega á dóttur sína: — Heldurðu að eg viti ekki hverju skæruliðar okkar mega eiga von á, ef þeir lenda í höndum fjandmannanna? Er það ekki skylda okkar, að lofa honum að fara. — Nei, mamma, hrópaði Conchita óttaslegin, það er skylda okkar, að koma í veg fyrir, að — — Hið eina, sem við getum gert, sagði greifafrúin, er að lofa honum að fara og biðja Guðs móður að halda verndarhendi sinni yfir honum. — Hann er svo ungur, sagði stúlkan til þess að gera enn eina tilraun til að hafa áhrif á móður sína, — ef hann aðeins mætti bíða eitt ár, að minnsta kosti. — Faðir þinn var ekki nema sextán ára, þegar hann barðist Quezia handan hafsins. Hefði hann lifað mundi hann hafa látið hann fara. — Faðir hans, sagði Conchita háöslega, heldurðu að þú sért að tala við Pilar. Þú hlýtur að gera þér ljóst, að við Dolores vitum sannleikann um Juan.... Eg gæti skilið afstöðu þína, ef hann væri Spánverji. Heldurðu, að eg viti ekki hvað gerðist, eftir skip- brotið. Þá tókum við hann að okkur. Og skipið var enskt. Við getum ekki krafist hins sama af honum og spænskum piltum, — þetta er ekki hans styrjöld. — Conchita, þú veizt mæta vel, að Juan er alinn upp sem sonur okkar, þar sem eg því miður ól föður þínum ekki son. Þégar faðir þinn lá banajeguna var bað hinsta óska hans, að við geröum aldrei uppskátt um leyndarmálið — og umfram allt, aö við segjum honum það ekki. Conchita varpaði sér á rúmið liágrátandi. — Oft hefi eg alið grunsemdir, Conchita — en bægt þeim frá. Nú sé eg, að grunur minn er a rökum reistur. Þú elskar hann, en er ekki bróðir minn. Conchita settist upp tii balfs og var hnakkakert og augun skutu gneistum: — — Og hvað um það? ’Jg hefi rétt til þe-ss, þar scm hann ekki er bróðir minn. Greifarfrúin stóð upp og gekk nokkur skref frá rúminu. — Juan var alinn upp sem sonur okkar^ mín og föður þíns, og sem bróðir ykkar dæt.ra minna, — hann var alinn upp sem væri hann hold af okkar holdi og bein af okkar beinum, og þú — — Þaö er alveg sama hvernig þú orðar það, mamma, hann er ekki bróðir okkar, ekki hold af þínu holdi eða bein að þínum beinum, og eg drýgi ekki neina synd, þótt eg elski hann. Það eina sem eg ásakað mig um er, að hafa orðið ástfanginn í pilti, sem er mér yngri. En — eg get ekki gert að því, að eg elska hann — eg vildi nelzt, að svo væri ekki. — Þú ert með óráði barniö gott, og hyggilegast fyrir þig, aö halla þér út af og reyna að jafna þig. Eg skal láta færa þér miödegisverðinn í rúmið, og i kvöld geturðu fengið að kveðja Juan, — en eg verð viðstödd. Og ef þú reynir að standa upp í hárinu á mér þá set eg þig i klaustur. Komdu nú með mér. E R. Burroöghit —* T & R 7 4 \ ~~ 2866 June var niðurdregin og féllst á að segja sögu sína: Sem einni erfingi Charles, gerði eg samning við Jolm- 'I ' f son um að skipta með hon- um eignunum, en við þurft- um að útbúa bragð sem svo ekki kæmist upp um okkur. Geturðu þagað um leyndar- mál? Já. Eg þarf að lána 5 shillinga. Hafðu engar áhyggjur. Það verður eins og þú hefðir aldrei minnzt á það. ★ Hann sagði við vin sinn: „Eg hefi trúlafast tvíbura.“ „Er það ekki léttúðugt af þér? Þú gæti hæglega villzt á þeim.“ „Alls ekki. Bróðirinn hefir töluvert kröftugan skeggvöxt!" Yaldimar Björnsson boöinn til íslands. Að bví er vestur-íslenzka blaðið Lögberg hermir hefur Valdimar Björnsson fjármála- ráðherra Minnesotaríkis verið boðið til íslands. Það er Stúdentaráð Háskóla íslands sem býður og er ætla- ast til að Valdimar komi tii fslands á komandi liausti. í Reykjavík mun hann flytja þrjá fyrirlestra við háskólann og síðan einn fyrirlestur við menntaskólann á Akureyri. A sýningu Asgríms. Hér birtast nokkrar ljóðlín- ur, sem urðu til meðal hinna fögru listaverka Ásgríms Jóns- sonar. Höfundurinn er Jóhann Sig- urðsson, en hann hefur áður farið höndum um mörg af þess- um dýrindis listaverkum áður, því að hann smíðaði ramma utan um myndir fyrir Ásgrím um mörg ár: II ér er fegurð, myndrikt mál, mildi, (jöfgi, festa. Listamannsins líf og sál leiðir fram það bezta. —— •------ Tveir nýir heiöursféiagar Þjóðræknisfélagsins. Á nýafstöðnu þingi Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vest- urheimi voru þeir dr. Valdimar J. Eylands í Winnipeg og próf. Þorkell Jóhannesson rektor Háskóla íslands kjörnir heið- írsfélagar Þjóðræknisfélagsins. Um hina nýju heiðursfélaga kemst blaðið Lögberg m. a. að oi'ði þann 5. marz s.l.: „Hefur Dr. Valdimar jafnan' verið einn af helztu styrktar- mönnum félagsins, hann var skrifari þess og forseti um langt skeið, auk þéss sem hann hef- ur ritað fjölda greina og flutt ræður málum þess til fulltingis. Guðmann Levy, fjármálaritari félagsins, mælti með kjöri hans, en forseti Dr. Beck afhenti honum skírteini með nokkrum velvöldum orðum, en T>r. Ey- lands svaraði með einni af hin- urn snjöllu og fyndnu ræðurn sínum, er koma öllum í gott skap. Dr. Þorkell Jóhannesson er rektor Háskóla íslands og' fræðimaður. Hann heimsótti Vestur-íslendinga ásamt frú sinni fyrir nokkrum árum og’ hefur jafnan sýnt hlýhug í þeirra garð; hann var um skeið forseti Þjóðræknisfélagsins ,í Reykjavík. J , '1 » y

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.