Vísir - 13.04.1959, Blaðsíða 11

Vísir - 13.04.1959, Blaðsíða 11
Mánudaginn 13. apríl 1959 VlSIB 1® Með þessari mynd þarf ekki mikiar skýr- ingar. Hún er f.ekin við komu Macmilians til Moskvu, það er að segja meðan þeir gátu enn brosað hvor við öðrum. Brosleg taugaveiklun hjá Osta- og smjörsölunni. Athugasemd frá henni og nokkur orð til svars. í dagblaðinu Vísi birtist í gær forsíðugrein með rosafyr- irsögn: „Enn eitt hneykslið. Vatni bætt í „gæðasmjör“. Eng ar reglur til um mat.“ Osta- og smjörsalan s.f. hefur nú þegar gert ráðstafanir til þess, að nefnt blað verði látið sæta ábyrgð lögum samkvæmt fyrir þá tilhæfulausu aðdrótt- un, sem í fyrirsögn greinarinn- ar felst, þess efnis, að Osta- og smjörsalan hafi gerzt sek um hneykslanlegt athæfi. Út af efni greinarinnar vilj- um vér annars taka þetta fram: 1. í 7. tölulið 92 gr. heilbrigð issamþykktar Reykjavíkur seg- ir svo: „Smjör er unnið úr rjóma, og má ekki vera í því söltuðu meira en 16% af vatni og 18% í ósöltuðu“. Því hefur aldrei verið haldið fram, að Osta- og smjörsalan s.f. hefur selt smjör með meira vatnsinnihaldi en svo, að sam- rýmist þessu ákvæði heilbrigð- issamþyykktarinnar. Við smjörgerð er ævinlega í öllum löndum notað vatn til þess að skola burt áfirnar. Síð- an er smjörið hnoðað, þangað til vatnsmagnið í því er orðið minna en æskilegt er fyrir gæði smjörsins. Vatnsmagnið í 'smjör inu er síðan ákvarðað við rann- sókn, og þá jafnframt reiknað út hve miklu vatni þurfi að bæta í smjörið til að gera það sem bezt. Lokastig vinnslunnar er því, að vatnsmagni því, sem talið er vanta, er bætt í smjör- ið. f þessu sambandi viljum vér benda á, að 16% er einmitt sama vatnsinnihald og stærstu framleiðendur á heimsmarkað- inum hafa í sínu sölusmiöri. Þetta tilgreinda vatnsmagn í smjöri hefur þá höfuðþvðingu fyrir gæði þess, að þannig .dreif ist saltið bezt, og smjörið fær æskilegastan þéttleika og áferð (,,konsistens“). Það er einn megintilgangur Osta- og smjörsölunnar s.f., að samræma gæði söluvaranna. Koma þar fiölmörg atriði til greina, þar á meðal vatnsinni- hald smjörsins. Smiör, sem Osta- og smiörsölunni s. f. kann | að berast til söhimeðferðar og | inniheldur of lítið vatn, telur j fyrirtækið ekkT fuílunna vöru I og því nauðsynlegt að ljúka vinnslunni með þeeim hætti að samræma vatnsmagn smjörs- ins við það, sem almennt á að gilda um sölu smjörs. Osta- og smjörsalan s.f. mun leggja á það áherzlu, að vinnslu smjörs á hverjum framleiðslu- stað verði hagað með sams- konar hætti og lokið þar að fullu, þannig að ekki þurfi síð- ar að bæta þar um. 2. Út af ummælum í nefndri grein í Vísi skal enn á ný tekið fram, að Framleiðsluráð Land- búnaðarins hefur fyrir nokkru, að tilhlutan landbúnaðarráð- herra, skipað nefnd til þess að setja reglur um mat á smjöri og osti. Osta- og smjörsalan s.f. hef- ur frá því er fyrirtækið hóf starfsemi sína, haft í þjónustu sinni norskan sérfræðing, Jak- ob Vikse, sem hefur haft yfir- umsjón með mati og flokkun á smjöri. Hefur hann í því starfi haft til hliðsjónai- reglur-, sem gilda í Noregi, Danmörku, Sví- þjóð og Finnlandi, og mun svo verða, unz hér á landi hafa verið settar reglur um þetta efni. 3. Fyrir neytendur alhiennt, hefui' starfsemi Osta- og smjör sölunnar s.f. m.a. haft þá þýð- ingu, að nú er smjör frá mjólk- urbúum landsins selt í tveim verðflokkum eftir metnum gæðum, en áður var öll slík framleiðsla seld óflokkuð á einu og sama verði. Reykjavík, 11 apríl 1959. F.h. Osta- og smjörsölunnar s.f. Sig. Benedikísson. ATHS. — Það er bjarnar- greiði við höfund bréfsins hér að ofan að birta það, en hann um það, úr því að hann óskar eftir því, og skal hér aðeins .fáu við bætt. Þetta er eitthvert skopleg- asta skrif, sem komið hefur á prent um langt skeið, og sýnir taugaveiklun framsóknar- manna, þegar hneykslin dynja á þeim úr öllum áttum. Bréfrit arinn segir, að því „hafi aldrei verið haldið fram, að Osta- og smjörsalan s.f. hafi selt smjör með meira vatnsinnihaldi en svo, að samrýmist" heilbrivðis- samþykkt Reykjavíkur. í því sambandi er rétt að benda bréf ritara á, að það var eimnitt tekið fram í fregn Vísis á föstu- daginn, að Osta- og smjörsalan hefði ekki farið fram úr 16%! Eitthvað hefur samvizkan ver- ið slæm, úr því að bréfritarinn skrifar eins og hann hafi verið sakaður um meira vatnsbland!! Hitt stendm- svo óhagg- að, að þeir Erlendur Einars- son, formaður félagsstjórn- ar Osta- og smjörsölunnar s.f., og Sigurður Benedikts- son, forstjóri sama fyrirtæk is hafa borið fyrir dómi að hafa bætt vatni í upp að 16% markinu. Það var það eina, sem Vísir benti á. Fyxir þetta verður Vísi nú stefnt, svo að þeir félagar hafa bersýnilega fullan hug á að gera sig rækilega hlægilega, því að einu vitnin, seem Vísh' mun kalla í þessu máli verða þeir Erlendur og Sigurður. Þeir sögðu fyrir sjó- og verzlunar- dóminum —- að vísu með öðr- um orðum — að þeir hefðu bætt vatni í smjörið fyrir 75 kr. lítrann eða þar um bil. Það þætti víst dýrt, ef vatnsveita Reykjavíkur heimtaði þetta verð fyrir lítrann af Gvendai'- brunnavatni eins og þeir félag- ar gera. Hvað segði Tíminn við slíkum prísum?! Það stendur og óhaggað, að engar matsreglur hafi verið til, þegar „mat“ var hafið. Er hægt að framkvæma mat án allra reglna? Hyggilegra hefði verið að byrja á réttum enda — semja fyrst matsreglur og meta eftir þeim, en að meta alveg út í hött. Annars er það öruggast, að því. er mat snertir, að láta smekk neytenda meta gæði hverrar vöru. Þannig var það áður, og þá seldist það smjör, sém var gott, en hitt ekki — skussarnir fengu áminningu, — Ritstjóri. karlmanna og drengja fyrirliggjandi LJ.MOLIER IJtsölur VÍSIS AUSTURBÆR: Hverfisgötu 50. — V ciziun. Hverfisgötu 69. — Florida. Hverfisgötu 71. — Verzlun. Ilverfisgötu 74. — Veitingastofa. Hverfisgötu 117. — Þröstur. Söluturninn — Hlemmtorgi. Bankastræti 12. — Adion. Laugavegi 8. — Boston. Laugavegi 11. — Adlon. Laugavegi-30 B. — Söluturnii..t. Laugavegi 34. — Veitingastofan. Laugavegi 43. — Siili & Valdi. Laugavegi 64. — Vöggur. Laugavegi 86. — Stjörnukaffi. Laugavegi 116. — Veitingastofan. Laugavegi 126. — Adlon. Laugavegi 139. — Ásbyrgi. Snorrabraut. Austurbæjarbar. Einholt 2. — BiIIiard. Hátún 1. — Veitingastofan. Vitastíg. — Vitabar, Samtún 12. — Drífandi. Miklubraut 68. — Verzlun. Mávahlíð 25. — Krónan. Leifsgötu 4. — Veitingastofan. Barónsstíg 27. — Veitingastofan. ' i ‘ t ; I - * i 1 1 ( » M i ; ‘ i . I « í iíi: 11 a' i I M.hl M I í í 5 I ' lí I .j. >.? I i. I I i ' i ! I j í'1 ' í .' SUÐ AUSTURBÆR: Skólavörðustíg. — Gosi. Bergstaðastræti 10. — Verzlun. Bergstaðastræti 40. — Verzlun. Bergstaðastræti 54. — Veitingastofan, Fjölnisvegi 2. — Víðir. Lokastíg 28. — Veitingastofan. Þórsgötu 14. — Þórskaffi. Óðinsgötu 5. — Veitingastofan. Týsgötu 1. — Havana. Klapparstíg. — Verzlun. Frakkastíg 16. — Veitingastofan. ' MIÐBÆR: Söluturninn við Arnarhól. ! Hreyfilsbúðin við Arnarhól. jSöIuturninn við Lækjartorg. Pylsusalan við Austurstræti. |Hressingaskálin við Austurstræti. ; FJaðasalan, S. Eymundsson, Austurstræti. j Sjálfstæóishúsið. — Austurvöll. * Söluturninn. — Kirkjustræti. lAðalstræti 8..— Adlon. íVeltusund. — Söluturninn. VESTURBÆR: j? Vesturgötu 2. — Sölutuminn. |Vesturgötu 14. — Adlon. Vesturgötu 29. — Fjólan. Vesturgötu 45. — West-End. Vesturgötu 53. — Veitingastofan, Mýrargötu. — Vesturhöfn. i Bræðraborgarstíg 29. — Veitingastofan. !, Framnesvegi 44. — Verzlun. (Sólvallagötu 74. —Veitingastofan. ■ Kaplaskjólsvegi 1. — Verzlun. SMelabúðin. — Verzlun. SörlaskjóL — Sunnubúð. Straumnes. — Verzlim. Hringbraut 49. — Silli & Valdi. Blómvallagötu 10. -— Veitingastofan. Fálkagötu 1. — Reynisbúð. ÚTHVERFI; .... Láúgahesvegi 52. - Lauganesvegi 52. - Brekkuiækjir 1. í.ai;ghö!tsvegi 42. Langholtsvegi 52. - Langlroltsvggi 131. Langholtsvegi 174. — Verzlun. Skipasuml. — Rangá. : : RéttarhoIts\'egi 1. — Söluturninn. Hólmgarði 34. — Bókabúð, Grepsásvegi, — Ásinn. Fossvogur.— VérzJun. Kópavogshálsi t— Biðskýlið h.f. Borgarholtsbraut. — Biðskýlið. Silfurtún. — Biðskýlið við ÁsgarS, Hótel Hafnarfjiirðor. Strandgötu 33.;— Vcitingistzfaa. SÖluturninn við ÁlfaskeiS. " Aldan, veitingastofan við Strandgötu. !i í I a i iæ ~ ! ii i I J • t «' n r 1 * H 1 ! 'I i' r 1 f i’í 1 1 a i i: ... r i : ’ ! f : n; ■!! í-i >y 1 ■ i i : i r.;i i . 1" i > i Hj j h p 1 i ’i i ti iii • í? | w ;i < ^TTj.jT] ! iMr-i/ T 1 Söluturniim. " Lauganesbúð. - Verzlun G. AíbsstssaMu > ■ Saga. Vcitingasíofan. .:;L - ■' M' m1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.