Vísir - 14.04.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 14.04.1959, Blaðsíða 1
q l\ I y * < 49. ár. Þriðjudaginn 14. apríl 1959 82. tbl. Búist við lausnarbeiðni frá Dulles þá og þegar. Kemur fram, að menn munu sakna styrkrar forystu hans. Allmennt er búist við því í Bandaríkjunum, að Dulles láti af embætti þá og þegar, og feyggja menn það á því sem haft er eftir lækniun hans, að alger óvissa sé um árangur af frek- ari lækningatilraunum. Eisenhower forseti kom til Washington í gær til þess að xeka ýmis erindi og hafa tal af Dullesi, en forsetinn til- kynnti í gær, að hann hefði frestað öllum ákvörðunum varðandi utanríkisráðherraem- bættið þar til fyrir liggur skýrsla lækna. að lokinni hinni nýju skoðun á Dullesi. í seinustu fregnum segir, að það sé alveg loku fyrir það skotið, að Dulles geti tekið þátt í fundi utanríkisráðherra Fjór- veldanna í maímánuði næst- komandi. Fréttaritarar síma, að ekki sé um annað meira rætt nú vestra en Dulles og líðan hans, og í blöðum vestrænu þjóðanna er einnig mikið um hann rætt, og kemur m. a. fram í brezkum blöðum (News Chronicle), að menn rnuni sakna styrkrar handleiðslu hans í skiptum við kommúnista, og það sé ekki hæfur og einhuga hópur, sem fari til viðræðnanna við Rússa í næsta mánuði. Setveiðiskip ferst í ís norð- vestur af Grímsey. Skipverjum öllum — 16 talsins - var bjargað. Frá fréttaritara Vísis. —- Akureyri í morgun. Norskt selveiðiskip fórst í ísnum norðvestur af Grhnsey í fyrradag, en hjálparskipinv Salvator tókst að bjarga skip- verjum, 16 talsins. Isinn er nú óvenjulega sunn- arlega, að því er selveiðimenn hafa sagt, þegar þeir hafa kom- ið til hafnar hér, og eru mjög mörg skip norður af Grímsey og þar í grennd, að því er fregnir herma. Þau munu ekki hafa lent í vandræðum, fyrr en Selfisk frá Tromsö tilkynnti é laugardaginn, að ísinn væri að skrúfa skipið niður. Hjálp- arskipinu Salvator tókst að komast svo nærri, að hægt var að bjarga skipverjum, og var ætlunin, að siglt væri með þá til Akureyrar, því að ekki eru tök á að hafa svo marga „far- þega“ til lengdar á Salvator. í morgun kom svo skeyti frá hjálparskipinu, þar sem það til- kynnti, að það væri fast í ísn um, og gerði það þess vegna ekki ráð fyrir að ná til lands í dag. Churchill hefur þekkst boð um að koma til Kanada í boði Massey’s landstjóra liinn 8. maí. Frá Ottawa fer hann til Washington í boði Eisenhowers forseta. Atvinnulíf Færeyfa hefur lam- azt vegna verkfalls fiskimaiina, * Utgerðarmenn og sjómenn hafa þó náð samkomulagi innbyrðis. Vcrk^alISEtia cr Iiciiií gc^ei síí«»raia cy|«BEEBBía. Myndin var tekin á Hverfisgötu í gær, en jeppinn var ekki að fara inn eftir götunni þegar hann lenti í árekstri. Hann kom niður Frakkastíg, rakst á strætisvagn á Hverfisgötunni og snerist við áreksturinn. (Ljósm. Guðm. Einarsson). Einkaskeyti til Vísis. Þórshöfn í gær. Efnahagslífi Færeyinga er nú hætta búin, ef verkfalli Fiski- mannafélagsins lýkur ekk; inn- an skannns, en það hófst þann 3. apríl, einmitt í þann mund er fiskiskipin voru að halda af stað til fiskveiða við Grænland og Nýfundnaland, þar sem Færeyingar fá nú mest af afla sínum. Togaraflotinn og fiski- bátar, sem róa frá Færeyjum, hafa líka stöðvazt. Verkfallið er nokkuð sér- stætt, því útgerðarmenn og sjó menn hafa komizt að samkomu lagi sin á milli um samninga, sem fela í sér greiðslur á orlofs fé er nema 6 prósent af öllum tekjum, þar með töldum lág- markslaunum og uppbótum. Lögþingið hefur samþykkt heimild til handa landsstjórn- inni að inna af hendi greiðslur til lágmarkslaunasjóðs, og greiðslur á orlofsfé, en þau skil- yrði voru sett að launasamning ar verði gerðir til tveggja ára, þ. e. þar til í janúar 1961. Þess um skilyrðum hafnaði Fiski- mannafélagið og það mun und- ir engum kringumstæðum gang ast inn á að semja fyrir lengri tíma en eitt ár, þ. e. til 1. apríl 1960 meðal annars vegna þess. hve framtíðarhorfur í efnahags- og atvinnumálum eru óvissar um þessar mundir. Verkfallinu er því í raun og veru beint gegn landsstjórn- inni í þeim tilgangi að hún dragi til baka kröfu sína um tveggja ára launa og kjarasamn ing sjómanna. Kostnaður við orlofsgreiðslur er áætlaðar 1 milljón króna, sem ætlast er til að náist í hækkuðum tollum og bílaskatti. Afli glæðist í Skagafirði. Frá fréttaritara Vísis. — Sauðárkróki á laugardag. Undanfarna viku hefur verið hér norðanátt með nokkurri snjókomu og hefur þetta nokk- uð dregið úr aðsókn á sælu- vikuna. Nú hefur brugðið til hins betra og margt er um mann- inn, enda vegir hreinsaðir í gær. Þorskafli hefir verið a'ö glæðast hér undanfarið og í gær fékk hæsti bátur 15 tonn í net sem er afbragðs afli. Þetta finnst stjórninni að sjálfsögðu hart aðgöngu, því hún var fyrir skömmu búin að lofa því að engar hækkanir á sköttum og tollum skyldu koma til framkvæmda. Stjórnarand- staðan greiddi ekki atkvæði með hækkununum, en þær voru keyrðar í gegnum þingið á hálf um klukkutíma. Það eru allir sammála um það að ef stjórnin lætur ekki af kröfu sinni og verkfallið heldur áfram geti það valdið stórkostlegu efnahagshruni. Út- geroin er ilia á vegi stödd, eft- - ir erfiðan vetur, gæftaleysi og aflatregðu eins og var við ís- land. 4000 menn eru í Fiskimanna- félaginu. Þrír ræðumenn Sjálfstæð- isflokksins í kvöid. limræða um kjördæmamálið hefst kl. 8,15 e kvöld. Klukkan 8,15 í kvöld eða að loknuin fréttalestri hefst fyrsta umræða um kjördæmafrum- varpið í Neðri deild. Umræðan verður í tveim um fei’ðum og hefur hver flokkur samtals 45 mínútur til umráða. Röð flokkanna verður þessi: Sjálfstæðisflokkur, Framsókn- arflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag. Fyrri umferð- in verður 30 mínútur, og hin síðari 15. Fvrir Siálfstæðisflokkinn tala Ólafur Thors, formaður flokks- ins, Jón Sigurðsson á Reynistað og Jón .Pálmason á Akri. Sagt var frá því í Tímanum í morgun, að þeir Eysteinn Jónsson og Gísli Guðmundsson tali fyrir hönd -Eramsóknar- flokksins, en ekki er getið í hin um blöðunum um ræðumenn hinna flokkanna. Vísir vill að endingu minna Sjálfstæðismenn á, að Sjálfstæð isflökkurinn er fyrstur í um- ræðunum og eiga menn að fylgjast með frá upphafi. Frá Eyjum: Unglingar unnu fyrir 4000 kr. á fáeinum dögum. Afli Eyjaháta er enn góðuf. Vestm.eyjum í morgun. Enn er ágætisafli, en þó nokk uð misjafn. í gær var Bergur aflahæstur með 55 lestir og Stígandi var næstur með um 50 lestir. Afli handfærabáta hefur ver- ið sérstaklega góður og var sá hæsti með 17 lestir í gær. Þar voru fimm á. Mjög mikil atvinna er í sam- bandi við verkun aflans og er oft unnið í frystihúsunum til kl. 3 og 4 á morgnana svo það ligg- ur nærri að vinnan nái saman. Þó er hæpið að tímavinnufólk sé enn búið að' vinna upp þann tírna sem glataðist fyrstu tvo mánuði vertíðarinnar þegar ekkert var að gera vegna afla- leysis. Það er nokkuð til marks um hve annríkt menn eiga og fegnir hvíldarstund þegar hún gefst, að nú þýðir ekkert að efna til dansleiks. Samkomu- húsið auglýsti dansleik um helg ina og komu þá 25 áhugamenn í danslistinni en aðrir létu ekki sjá sig. Þó var það nú svo í vet- ur, að þegar auglýstur var dans- leikur stóðu menn í biðröðum hundruðum saman til að kom- ast inn. Skólafólk, sem fékk vinnu- frí til að hjálpa til í fiskinum, hafði góðar tekjur. Margir af rúmum tvö hundruð ungling- um unnu sér inn um 4000 krón- ur í fríinu sem gefið var um páskana og svo öðru seinna. Þá fengu unglingarnir frí frá mið- vikudegi. til sunnudagskvölds. A nokkrum döguni fengu unglingarnir tækifæri til að vinna sér inn tekjur scm nálgast þriggja vikna tekj- unr verkamanns og vel það, því sumir voru með nærri 4500 króna tekjur eftir þcssa daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.