Vísir - 14.04.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 14.04.1959, Blaðsíða 7
l?riðjudaginn 14. apríl 1959 VÍSIB f CECIL ST. LAURENT: SOKIAR MÞON JÚANS * 6 Þegar þær voru komnar inn í hið litla, svala svefnherbergi Conchitu, opnaði greifafrúin klæðaskáp og skilaði dóttur sinni að afklæðast. Tók hún svo hvert plaggið af öðru og lagði í skáp- inn, læsti svo, og stakk lyklinum á sig. —Það nefur væntanlega ekki farið fram þér, Conchita, hvað eg gerði við lykilinn. Eg held, að það sé öruggast að fara þannig að, til þess að venja þig af óhlýðninni. Og þú færð ekki að hitta systur þínar — eg segi þeim að þú sért lasin, og það geti verið smitandi. Og þarna á náttborðinu eru guðsorðabækur, sem þú getur gluggað í. Þú hefðir gott af því. Þegar Conchita var stokkin heim á leið settist Juan í skjóli trés og hugsaði sem svo, að kannske væri bezt, að fyrsta reiði- kast móðurinnar bitnaði á Conchitu. Og raunar var því svo varið, að innst í hugans leyndum týrði á því vonarskari, að móðir hans aftraði honum frá að fara. En það viðurkenndi hann ekki einu sinni fyrir sjálfum sér. Hann strauk greinar barrtrésins og horfði hugsi á eftir geitahópi, sem ung stúlka rak. Hún var klædd rauðum kjól, sem rifnaði er hann festist í greinum runna. Það kitlaði hégómagirnd hans, að hún leit um öxl til hans hlæjandi, um leið og hún lét grasstrá leika um varir sér. Já, sú myndi glápa, hugsaði hann, ef eg kæmi þeysandi á fríðum fáki, með brugðinn brand, og hann sá sig í anda koma þeysandi og bjarga stúlkunni í rauða kjólnum frá örgum Franz- ara, sem gert hafði áleitinn við hann. „Eg kný hest minn spor- um,“ hugsaði hann, „og klýrþrjótinn í herðar niður, en stúlkan, hálfdauð af hræðslu, verður allshugar fegin, er eg bjarga henni — og verður mér mjög þakklát — mjög þakklát —“ — Hvað ertu að gera? var allt í einu spurt rétt hjá honum, Það var Pilar, yngsta systir hans, sem komin var. Juan kipptist við. Hann hafði ósjálfrátt líkt eftir hreyfingum hins frækna riddara, sem kom sem frelsunarmaður, með handa- pati og sveiflum, og roðnaði nú upp í hársrætur, gramur yfir að Pilar hafði gefið honum gætur meðan hann var í þessum ham. — Eg var ekki að leika mér, hvæsti hann. — Eg var bara búinn að sitja svo lengi, að eg var orðinn stirður — og þurfti að — að liðka mig dálítið. — Hvað er orðið af Conchitu? — Hún er nýfarin heim. — Hvers vegna? Af hverju var þessi asi á henni? — Það var alveg ástæðulaust af henni, að ana áfram heim öll í uppnámi. Þetta kemur mér einum við. Eg hefi gerst sjálf- boðaliði og fer í flokk Minasar. Augu Pilar fylltust tárum og neðri vör hennar titraði. — Þú ert okkur til mikillar verndar og huggunar, verð eg að segja, snökti hún, — þú ferð að leita ævintýra og skilur okk- ur eftir. — Vertu ekki að þessu bulli, við verðum að sjálfsögðu á þess- um slóðum, svo að eg get skotist heim við og við. Þú getur vit- anlega ekki skilið, að eg, sem er orðin sextán ára, get ekki hangið lengur í pilsunuin á mömmu og ykkur. 'En því er nú verr, að mamma leyfir mér vist aldrei að fara. — Það segirðu satt, sagði Pilar og fór að þurrka af sér tárin. — Það er alveg augljóst mál, að hún gerir það ekki. Og þú átt það á hættu, að hún skipi þér að fara í rúmið — og líklega færðu engan kvöldmat. — Eg vil ekki láta fara meö mig eins og barn lengur, sagði hann. — Þess vegna fer eg mína leið. Eg er eini karlmaðurinn í fjölskyldunni og svo sannarlega tek eg sjálfur ákvarðanir um framtíð mína framvegis. Pilar fór að hlæja og heilsaði honum að hermanna sið —Kannske þóknast herranum að verða mér samferða heim. Það verður gaman að sjá hvaða móttökur hetjan fær hjá mömmu. Nú verðum við að koma okkur af stað. — Er Conchita komin? spurði Juan Doloresi, sem sat í garð- brekku fyrir utan húsið. Er húii búin að hitta mömmu? Dolores var enn alvarlegri á svip en vanalega. — Mamma skipaði henni að fara að hátta. Hún er með háan hita og mamma segir, að hún hafi hræðilega ljótan hósta. Ham- ingjan má vita, nema hún hafi fengið brjósthimnubólgu. Þaö eru mikil viðbrigði, eins og heitt er á daginn, þegar kvöldsvalinn kemur. — Þú færð að kenna á því, sagði hún alvarlegri, mjúkri röddu, þegar þú ert orðinn útlagi uppi í fjöllum, og verður að sofa á rökurn sverðinmn milli trjánna. — Við hvað áttu? spurði Pilar. — Hefur ekki Juan sagt þér, að hann hefur gerst skæruliði? — Það leyfir mamma aldrei. — En það er einmitt það, sem hún ætlar að gera. Hún hefur þegar beðið mig að taka til það nauðsynlegasta, sem hann þarfn ast. — Barstu ekki fram mótlæti? — Mamma lítur svo á, að það sé skylda hans. Auk þess hefur allt af staðið til, að hami yrði liðsforingi. Hið eina, sem eg bið þig um — og nú beindi Dolores orðum sínum að Juan, — er, að þú leggir þig ekki í hættu að óþörfu. Juan hafði hlustað þögull á þessu orðaskipti systranna, en nú kom móðir þeirra í áttina til þeirra og sagði eiris og ekkert sér- stakt væri um að vera: — Juan, þú og félagar þínir eigið sjálfsagt langan veg fyrir höndum á morgun. Eg hefi þess vegna látið setja nesti og vín- pela í bakpoka, en drekktu ekki nema þú sért þyrstur. Varaðu þig amrars á víninu. Það er hættulegt, nema drukkið sé í hófi. Juan vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann stórfurðaði sig á hve róleg hún var — og yfirleitt, að hún skyldi Ieyfa honum að fara. — Hvað gengur að Conchitu? Dolores segir, að hún sé veik? — Já, en það er ekkert hættulegt. Eg vil bara ekki að neinn fari inn til hennar, ef það skyldi vera eitthvað smittandi. En þú mátt skreppa inn til hennar, Juan, og kveðja hana, áður en þú ferð frá okkur. Það var setið lengi undir borðum, er míðdegisverður var bor- inn fram. Eina birtan var frá kerti í stjaka á miðju borðinu. Maturinn var fábreyttur og framreiðslan viðhafnarlaus. Juan leit út um gluggann og sá, að stjörnurnar voru að koma i ljós á himninum. — Og farið nú að hátta, öll, því að i birtingu fylgjum við Juan niður í þorpið. Greifynjan og Juan fóru inn í herbergi Conchitu. Þar var ekkert ljós inni, nema náttlampi, sem bar daufa birtu. — Hér er Juan kominn til þess að kveðja þig — það er örugg- ast, að hann komi ekki of nálægt rúminu. — Já, vertu þá sæl Conchita, sagði Juan. Vertu ekki leið — eg kem brátt og heilsa upp á ykkur. Þá vona eg. að þú verðir orðin frísk aftur, systir mín góð. Conchita kinkaði kolli. — Við hittumst, hvíslaði hún, — bráðum. — Við skulum fara nú, sagði greifynjan. — Þú mátt ekki þreyta hana. Hún verður að sofa. KVÖLDVðKUNNi Vv ^ li 1 SHffilBi SSI«æi8l — Við hittumst þarna margo sinnis á dag og það ergir mig svo ósegjanlega að hún talan aldrei orð við mig. — Hvað ætlarðu að tala um við hana? — Um ekkert auðvitað! Ef þú! heldur að eg vilji tala um nokkurt alvarlegt mál við svona bjána, þá er það hreinn misskilningur hjá þér. * — Jóna er nú alveg eins og fíll í vexti. — Nei, Gunna vertu nú ekki ótuktarleg. — Ótuktarleg! Eg? Nú eg hugsaði mér reglulega sniðugan, og velvaxinn fíl! Skilnaðarmál dagsins. —• Reginald Pedder, 47 ára að aldri, hefir fengið skilnað frá konu sinni sökum grimmdar af hennar hálfu. Hún var stöðugt að skamma eiginmann sinn. „Alltaf að rífast“ — eins og stendur í frásögnum blaðanna. Maðurinn gat með vitnisburði nágrannanna sýnt fram á að hún hefði skammast stöðugt í 48 klukkustundir og allan þann tíma kom Pedder ekki blundur á brá. — Það er víst met. E. R. Burroui?bs TARZAN 22167 'PLKINS WHIGH TiME HE WENT TO THE NATIVE VILLA&E, P’ISPOSEP’ OF THE REAL WITCH P’OCTOK AMP" ASSUMEI? HIS IPEMTITy—*■ Eg bjó til söguna um górilluna, því Charles var mevitimdárlaus. Hann vissi ekki hvað varð um Johnson. Johnson fór til svertingja- þorpsins og drap töfralækn- inn. Þið vitið svo hvernig "THE REST >OU KNOW, EXCEPT THAT I Plt? MOT KEACT TO THE POISON'TEIAL,' FOS JOHM- SOM HAP SECEETLY GIVEN ME AN AMTITOTE." fór en hann hafði gefið mér móteitur við lýfinu. ... __________ Rálherrafundi lýkur í kvöM. Brezku og frönsku ráðherr- arnir halda áfram viðræðum sínum í dag. Eftir fund þeirra í gær, en þá ræddu þeir Berlínar og Þýzkalandsmálið, var til- kynnt, að samkomulag væri í grundvallaratriðum. í dag ræða þeir önnur mál, Asíu- og Af- ríkumál og fleira. Teekið var fram í tilkynn- ingunni í gær, að viðræðurnar hefðu verið hinar gagnlegustu. í blöðum kemur mjög fram, að ágreiningur sé um aðferðir, og einnig, að Frakkar og Vestur- Þjóðverjar séu á öðru máli varðandi „frystingu varna“ á belti á meginlandinu, eins og Bretar hafa vikið að, og Strauss landvarnaráðherra V.-Þ., sagði við komuna til Washington í gær, að 90—95% samkomulag væri við Breta, en Vestur-Þjóð- verjar hefðu ótrú á öllu, sem miðaði að því að draga úr vörn- um. Ráðherrafundinum lýkur í kvöld. Stúáeofar sakaBlr um byhíngaráform. Béttarhöld eru hafin í Dres- den, Austur-Þýzkalandi, yfir 5 stúdentum. Eru þeir sakaðir um að hafa haft forustu um framkvæmd byltingaráforma gagnvart stjórninni. Vestrænum fréttaritururn hefur verið tilkynnt, að þeirn verði ekki leyft að vera við- staddir réttarhöldin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.