Vísir - 20.04.1959, Blaðsíða 4
4
Ví'iSIK
Mánudaginn 20. apríl 1959
Köld mynd um
villta vestrið.
Vaíin til al leika önna Frank
— úr 10,000 stíflkm.
Upphefð ungrar stúlku í Hollywood.
Hún heitir „The Unforgiven"
og er talin vera einhver „kald-
asta“ mynd, sem gcrð hefur
verið um vlita vestrið.
Eins og lesendur kannske
muna, féll Audreé af hestin-
um í einu leikatriðinu og varð
að leggjast inn á sjúkrahús. —
Myndin er tekin í Mexico City
og í henni leika auk Audreyar,
Burt Lancaster, Audie Murphy,
Charles Bickford og gömul vin-
kona frá dögum þöglu mynd-
ana: Lilian Gish.
Samuel Goldwyn hefir ný-
lega iokið. kvikmyndun á óp-
eru George Gershwin „Porgy
and Bess“.
Myndinni stjórnaði Otto
Preminger, en handritið gerðu
þau Ketti Frings og N. Ric-
hard Nash. í myndinni verður
tónlist Gershwins óbreytt að
öðru leyti en því, að nokkrir
Elizabet og Eddie
ákveða daginn.
Það er ekkert að tvínóna við
að ákveða hjúskap, fólkið í
Hollywood.
Elizabeth Taylor og Eddie
Fisher, söngvarinn vinsæli, hafa
tilkynnt, að þau muni ganga í
hjónaband 11. maí, aðeins sól-
arhring eftir að hann fær skiln-
að frá konu sinni, Debbie Reyn-
olds.
Hollywood í febr. (U.P.I.).
— Tuttugu og eins árs gömul
fyrirsæta, MiIIie Perkins að
nafni, hefir verið valin úr hópi
10 þúsund stúlkna til að leika
Önnu Frank. Er þetta ein af
merkustu myndum ársins og
Millie Perkins finnst eins og
hún „standi á völtum kletti“.
Þessi feimna stúlka, sem á
að leika Önnu Frank í „Dagbók
Önnu Frank“ hafði enga
reynslu þegar Foxfélagið valdi
hana til starfans.
negrasálmar hafa verið styttir,
til þess að kvikmyndin yrði
ekki of löng. Engu hefir held-
ur verið breytt í söngtextunum,
sem samdir eru af Du Bose
Hayward og Ira Gershwin,
bróður tónskáldsins.
Sidney Poitier leikur Porgy,
Dorothy Dandridge Bess' Sam-
my Davis. jr. hefir hlutverk
Sporting Life og Pearl Bailey
hlutverk Maríu. Söngleikurinn
„Porgy and Bess“ hefir verið
leikinn í 29 löndum, þar með
talin Sovétríkin, og er hann taL
inn „bezti ameríski söngleikur-
inn, sem nokkurntíma hefir
verið saminn“, eins og hin
virðulega Encyclopedia Britan-
nica kemst að orði.
----•-----
Suður-Vietnam hefur lýst
yfir samúð og stuðningi við
Tíbet og býst til að taka við
flóttamönnum þaðan.
Og í myndinni á þessi við-
vaningur að sýna stúlkuna
Önnu Frank frá því hún er
þrettán til fimmtán ára. Það
er erfitt fyrir hvern sem er að
feta sig aftur á bak og leika
unglingshlutverk, en Millie
hinni ungu fannst það ekki
erfitt.
„Þegar eg kom hingað, vissi
eg að eg átti að leika hlutverk
ungrar stúlku, en þar sem mér
finnst eg vera ung, var það
ekkert erfitt,“ sagði hún.
„En eg vil ekki leika hlut-
verk ungrar stúlku aftur,“
sagði hún ennfremur.
„Ef mér fellur það í skaut að
vera leikari mundi eg áreiðan-
lega ekki kjósa að leika aðeins
hlutverk imgra, það er erfitt
að komast aftur á burt úr hlut-
verkunum.“
„Og svo held eg að hlutverk
ungra sé ekki mörg góð.“
Þessi unga stúlka er fædd í
New Jersey og kom til Holly-
wood frá góðu starfi, því að
hún var vellaunuð tízkufyrir-
sæta. Hún kom hingað fyrir
einu ári og tók að sér hlutverk
Önnu Frank en hafði þó engan
hug á því að verða leikkona.
„Eg hefi eytt heilu ári í að
vinna að þessu, en árangurinn
þekki eg ekki enn,“ sagði hún.
„Eg veit líklega ekkert um ár-
angurinn fyrr en Fox sýnir
myndina að ári.“
„En eg er viss um að ef
myndin verður góð, þá verð eg
það líka. En eg veit það ekki
enn með vissu.“
Ef myndin mistékst, getur
vérið að ungfrú Perkins gefist
upp við Hollywood og hverfi
aftur að fyrirsætustarfinu.
„Eg ætlaði mér aldrei að
„Porgy og Bess" á kvikmynd.
Söngleikurinn hefur verið sýndur
í 29 löndum.
verðá leikkona, vildi þáð aldrei.
Eg héfi áhuga fyrir þessu núna,
en ekki nægan áhuga til þess
að vera hér kyrr, ef þetta mis-
tekst,“ segir hún.
„Eg var hrædd við að hætta
við fyrirsætustarfið, eg átti þar
eftir nokkur góð ár.“
Ungfrú Perkins sagði að hún
hefði hitt föður Önnu Franks,
Otto Frank, þegar hann kom til
Hollywood og honum fannst að
hún hefði rétt útlit fyrir hlut-
verkið.
„Eg líkist henni líklega,“
sagði hún.
George Stevens, hinn frægi
leiðbeinandi, sem framleiðir
myndina hefur mikið álit á
hinni feimnu leikkonu.
„Hún verður ágæt í kvik-
myndum,“ sagði hann.
„Hún hefur frábæra mögu-
leika, ekki aðeins frá sjónar-
miði hæfileikanna, sem eru til
staðar, en einnig það hvernig
hún verkar á ímyndunaraflið."
„Hún hefur mikið ímyndun-
arafl en er þó af raunsæ leik-
kona til þess að verða nokkurs-
konar draumabarn í kvik-
myndum,“ sagði forstjórinn
fyrir verðlaunaveitingunum.
„Hún var mjög efablandin í
fyrstu, en hún hefur öðlast
sjálfstraust Svo er hún greind-
ari en flestar stúlkur, og það
er ein af ástæðunum fyrir því
að hún varð fyrir valinu.“
Tyrone Power óskaði sér að
eignast son. Þetta er sonurinn,
sem hann sá úldrei: Tyrone
William Power. — Ellefu vik-
um fyrir fæðingu hans lézt fað-
ir hans á Spáni. Þessi mynd vac
tekin af honum þegar hann var
mánaðar gamall. Hann er þarna
með hinni 27 ára gömlu móður
sinni, Deborah Power. Hún vasr
þriðja kona leikarans. Þau gift-
ust fyrir rúmu ári síðan.
„Gamii maiurtnn" bezta am-
eríska kvikmyndln á sl. ári.
Spcncer Tracy liefir fcngið sérsfak^
viðurkeiiiBÍiBgii.
Nýlega var gerð skoðana-
könnun meðal meðlima kvik-
myndaeftirlitsnefndar Banda-
ríkjanna.
Kvikmyndin „The Old Man
and the Sea“ (Gamli maðurinn
og hafið) var kjörin bezta ám-
eríska kvikmynd ársins. Þá
veitti nefndin Spencer Tracy
sérstaka viðurkenningu fyrir
leik hans í sömu kvikmynd, þar
sem hann lék gamlan fiski-
viðurkenningarorðum um leik
mann frá Kúbu og fór auk þess
hans í „The Last Hurrah“„
Ingrid Bergman var að dómi
nefndarinnar bezta leikkona
ársins, og kom þar einkum til
leikur hennar í myndinni „Ths
Inn of the Sixth Happiness'L
John Ford þótti bezti leikstjór-;
inn, en hann stjórnaði töku
kvikmyndarinnar „The Lasb
Hurrah“. Indverska myndin,
Hurrah“. Indversku myndina,
nefndin beztu erlendu myncl
ársins.
!
eftir Hans Georg Wirth.
Síöasta ferð „PAIRS".
Niðurl.
svefn. Kuldinn og hin þrot-
lausa barátta við öldurnar
hafði orðið honum um magn.
Við reyndum að halda honum
hjá okkur um stund, — okkur
féll þungt, að verða að færa
Ægi þessa fyrstu fórn. Að síð-
ustu tókum við af honum
björgunarvestið, Dummer bað
stutta bæn og við renndum lík-
inu út yfir borðstokkinn.
Um nóttina kom regndemba.
Við héldum opnum munnunum
og teygðum fram tungurnar og
sleiktum vatnið með áfergju.
En skúrin var stutt.
Manfred Holst var nú orðinn
mjög magnlaus. Hann gat'varla
staðið og höfuð hans dinglaði
máttleysislega eftir hreyfingum
bátsins. Tveir okkar urðu að
6tyðja hann. Dummer bað hann
iim að reyna að þola lengur
við. „Dálitla stund í viðbót,
drengurinn minn. Það fer að
birta.“ Við reyndum að finna
upp á einhverju til að hjálpa
honum, en það var gagnslaust.
Klukkan 5 um morguninn 22.
september, tókst Vito Longo
flugstjóra að koma fyrstu SC-
54 á loft frá Lagos-flugvelli,
þrátt fyrir veðurofsann. Flogið
var marga slagi í 500 feta hæð,
fram og aftur yfir slysstaðnum.
Að síðustu sáust tveir björg-
unarbátar og brotinn björgun-
arfleki, en enginn skipbrots-
maður. Eftir er'fiða flugferð og
nærri eldsneytislaus neyddist
flugmaðurinn til að lenda á
Bermudaeyjum.
Næsta dag, þegar sólin kom
upp, vorum við enn stirðir og
dofnir af kulda. Folkert Anders
hugsaði sér að hita sér með því
að synda umhverfis bátinn.
Skyndilega hrópaði Klaus
Friedrichs til hans: „Hákarl!“
Við vorum fljótir að draga
Anders upp í bátinn og börðum
á borðstokkinn, til þess að
hræða ófétið. En hann hélt á-
fram að synda kringum bátinn
og reka trjónuna í hann við og
við. Að síðustu hvarf hann
okkur sjónum.
Seinna þennan morgun kom
olíuskip upp fyrir sjóndeildar-
hringinn. Við fórum úr skyrt-
unum og veifuðum þeim yfir
höfðum okkar þangað til okk-
ur verkjaði í axlir og handleggi.
Svo sneri skipið til suðurs og
hvarf. Það var aldrei svo nærri,
’að við þekktum þjóðfána þess.
Enginn mælti orð. Við vor-
urn jafnvel of þreyttir við að
verða sárir. En Dummer, sem
vissi alltaf hvað næst átti að
gera ,hélt okkur saman. Nú á-
kvað hann að opna fyrstu mat-
væladósina. Við átum með á-
fergju — súkkulaði, skipskex,
sítrónutöflur, þrúgusykurstöfl-
ur og niðursoðna mjólk, sem
var svo þykk, að maður þurfti
að moka henni upp í sig með
fingrunum. Við höfðum naum-
ast fengið nokkuð að drekka í
24 klukkustundir og rnann
logsveið í munninn.
Á tímum eins og þessum get-
ur hugsunin stundum haldið
sér við hin einkennilegustu
efni. Það, sem jók löngun
mína til að lifa lengur, var lítið
loforð. Mánuðum saman hafði
Micki litla systir mín, átta ára
gömul, beðið mig að koma með
sér í skemmtiferð. Eg hafði
skrifað henni frá Buenos Aires
og lofað henni þessari skemmti-
ferð strax og eg kæmi heim aft-
ur. Allt í einu varð þetta loforð
svo ógurlega þýðingarmikið að
það fór ekki úr huga mér.
Allan seinni hluta dagsins og
um kvöldið var eg að tauta
með sjálfum mér: „Svíktu ekki
þetta loforð“.
Við kviðum ákaflega fyrir
næstu nótt, því þá var svo lítil
von um að leitarskip fyndu
okkur. Við vorum svo magn-
lausir, að enginn okkar hefði
getað staðið án stuðnings björg-
unarsvesta okkar. Tennur mín-
ar glömruðu í sífellu og nokkuð
af skinninu, einkanlega þar seirr
skrámurnar voru, varð alveg
hvítt og flettist af í lögum. Eg
fór að hugleiða, hve sælt væri
að geta sofnað og sofið til
eilífðar.
Þegar bátnum hvolfdi aftur,
um miðja nóttina, hefur Meine
félagi okkar sjálfsagt svolgrað
eitthvað af sjó, því að skömmu
eftir að báturinn komst á rétt-
an kjöl fór hann að tala óráð.
Að síðustu öskraði hann í brjál-
æði: „Eg ætla að fara til skip-
stjórans!“ —- og stökk útbyi'ðis.
Augnablik heyrðist ekkert
nema hlátur hans utan úr;
myrkrinu. Svo varð þögn.......
Við biðum þögulir. Dummer
byrjaði að lesa Faðir vor.
Einn af öðrum tókum við und-
ir, hásum og hálfbrostnum
röddum, eins og af skemmdum
hljómplötum.
„Við förumst allir,“ sagði
einn unglinganna hálfkjökr-
andi. Dummer færði sig til í
bátnum, nær þeim, sém talað
Frh. á 9. s.