Vísir - 20.04.1959, Blaðsíða 3
VÍSIR
3
Mánudaginn 20. april 1959
...
Þeir eru að ganga úr skugga um, hvað ríkið hsfur uppskorið mikið þann daginn, drengirnir
hans Guðmundar.
míKINU
Brennivínið efst
á blaði.
Jæja, eg skrapp inn í „Ríki“
um daginn. Austurríki. Ekki af
því að ég ætlaði að verzla þar.
Nei. Eg fór bara þín vegna.
Viðtal, skilurðu. Það var sosum
ósköp saklaust, ekki vantar
það. Eg keypti ekkert, og ekk-
ert var gefið. Það er víst ekki
venja á þeim bæ. Já, eg talaði
við hann Guðmund Halldórs-
son, sem er forstjóri fyrir
verzluninni þarna innfrá. Allra
almennilegasti kall.
„Verzlunarmenn hafa verið
að kvarta yfir litlum viðskipt-
um undanfarið. Hvað segir þú
um það?“
„O, ég læt það allt vera. Ekki
sem verst.“
„Bísnessinn í lagi?“
. „Já, eg kvarta ekki.“
Og það er nú fyrir öllu, að
mcnn hafi ofan í sig að éta.
Annars þarf Guðmundur lík-
lega ekki að kvarta. Það er vel
séð fyrir honum.
„Eg hefi heyrt að þú hafir
prósentur af öllu, sem þú selur.
Er það rétt?“
„Já, það er rétt. Því er þann-
ig varið, að eg hefi mín föstu
laun sem verzlunarstjóri, en
jafnframt því, að eg tek á mig
alla ábyrgð vegna vínsölunnar
hérna, hefi eg nokkurra „á-
hættuþóknun“, vegna _þess sem
kann að fara til spillis.“
„Hvað nemur það miklu?“
,.Það eru tvö pro mille, eða
tvær krónur af hverju þús-
undi.“
„Ja, fjandinn hafi það, það
getur aldrei verið mikið.“
„Neeeei. Neeeei. Neei. Nei,
það er það ekki.“
„Hvað selur þú mikið á
dag?“
,,Ja, að meðaltali verður það
líklega um fimm milljónir á
inánuði.“
Eins og með naeuðsynjar.
„Þetta virðist vei'a útgengi-
leg vara.“
„Já, það er svona með þetta
sem aðra nauðsynjavöru. Selst
endalaust."
„Hvernig er það með starfs-
menn hjá þér. Helzt þér ekki
illa á þeim?“
„Nei, alls ekki. Yfirleitt eru
það reglumenn, traustir og
góðir.“
„Er engin freisting samfara
því að vinna hér?“
,,Nei, það virðist ekki vera.
Sennilega hefur það þveröfug
áhrif. Mennirnir hjá mér sjá
svo mikið af drykkjuskap, að
þeir fá andstyggð á honum.“
„Já, það gefur að skilja, að
þið sjáið mikið af slíku. Hljót-
ast ekki stundum vandræði af
því?"
„Nei, það er mjög sjaldan,
að það kemur fyrir. Yfirleitt
eru okkar viðskipavinir mestu
heiðursmenn. Það er mjög ó-
algengt, að drykkjuskapar gæti
hér.“
„Já, einmitt. Hvaða vín eru
einna mest drukkm?"
„Brennivínið íslenzka er þar
í greinilegum meirihluta.“
„Hvernig er það með léttu
vínin?? Séljast þau ekki einn-
ig?“
„O, jú, jú, þetta selst allt
saman. Það er þó sérstaklega
áberandi, hve mikið er keypt
af hvítvíni á morgnana.“
„Hvað á það að fyrirstilla?“
„Jú, það er sá ósiður að.fá
sér ,,afrétting“ á morgnana,
sem þar er að verki.“
„Virðist það vera nokkuð
algengt??"
„Já, furðanlega."
„Er þessi verzlun ekki illa
staðsett fyrir viðskiptavini?
Vildir þú ekki heldur óska þér
að hún væri nær miðbænum
en raun er á?“
Flestir koma akandi.
„Nei, eg er mjög ánægður
með staðinn. Það er nú svo, að
Það kostar nokkra bláa eða gula, þegar menn eiga viðskipti
við „ríkið“.
varan, sem við seljum, er það
útgengileg, að við þurfum ekki
að vera miðsvæðís' þess vegna.
Svo er nú hitt, að hér eru á-
gætis bílastæði, og það er stað-
reynd, að flestir okkar „kúnn-
ar“ koma akandi, hvort sem þeir
eru í leigubifreiðum eoa ekki.
Þá er mjög þægilegt að hafa
góð bílastæði nærlendis.- Svo
er annað sjónarmið, sem kemur
til greina, og það er að ýmsir
viðskiptainir vilja heldur hafa
þessa verzlun utan aðalum-
ferðar. Sumir kæra sig ekkert
um að auglýsa, að þeir séu að
heimsækja okkur. Nei, verzlun-
in er á prýðis-stað.“
„Fyndist þér þó ekki að gera
mætti mönnum meira til hæfis.
T. d. með því að stofnsetja
verzlun í úthverfunum, eins og
Langholtinu?“
„Jú, eg væri ekki frá því að
það yrði vinsælla. Annars er
reyndin sú, að þessar tvær
verzlanir, sem opnar eru, anna
öllum þeim viðskiptum, sem
með þarf.“
Biðraðir aldrei langar.
„Einu sinni kom eg þó hér
að og þurfti að fara í biði'öð."
„Það kemur fyi'ir, en aðeins
á undan stórhátíðum. Jafnvel
þótt slíkt komi fyrir gengur
mjög vel og fljótt að afgreiða
og biðraðir verða aldrei lang-
ar, nema ef menn kaupa mikl-
ar bii'gðir í einu.“
„Já, þetta mun fljótafgreidd
vara. Er mikið um það, að
menn kaupi birgðir?“
„Það er ínjög algengt.“
„Ekki er það vegna svona
mikillar neyzlu einstakra
manna. Máske er hér um sprútt
sala að ræða.“
„Það veit maður aldrei, eða
að minnsta kosti er það ekki í
okkar vei’kahring að fylgjast
með því. Við erum aðeins sölu-
menn, og okkur ber af afgreiða
okkar viðskiptavini án grein-
armunar. Hver, sem er hefur
rétt til að kaupa lyst sína af
víni á löglegum tíma. Hvað
gert er við það eftir á, er ekki
okkar að athuga.“
„Þið þekkið nú sprúítsalana
alveg. Er það ekki?“
„Sumir koma liingað til þess
að kaupa vín fyrir kunningja
sína. Oft er það, að menn utan
af landi korna og kaupa vín í
stórum slöttum. Þá hafa þeir
tekið saman pantanir fyrir vini
og kunningja, og kaupa þá hér
miklar bix'gðir.“
Viðskiptamenn
eru prúðir.
„Vill ekki koma fyrir, að
menn geri sig heiinakomna
hér og hafi drykkjulæti í
frammi?"
„Nei, það er mjög óvenju-
legt. Yfirleitt eru okkar við-
skiptamenn mjög prúðir og
kurteisir, sem betur fer.“
„Hvernig litist þér á að hafa
verzlunina opna lengur á
kvöldin, t. d. til 11.30?“
„Æ-nei. Ekki held eg, að
neinn ávinningur væri að því.
Það er nú svo með menn, ef
þeir lenda „á því“, að þeim er
nokkurn veginn sama, hvar
þeir fá vínið. Við vitum báðir
hvár þeir fá það, ef í hart fer.
Nú, þeir fá það, og það er það,
sem þeir vilja. Það er ekki góð
rejmsla af því hjá okkur að
hafa opið fr’am eftir kvöldi.“
„Reynsla? Er nokkur reynsla
I til í þeim efnum?“
„Já, Við höfum opið á Þor-
láksmessu til kl. 11,30. Ef til
vill er ekki að marka það vegna
þess að þetta er sérstakur dag-
ur, en samt sem áður þykjumst
við mega draga nokkra álykt-
un af því. Þá er oft ansi sukk-
samt hér utanboi'ðs fram eftir
kvöldi.“
Vodka er nr. 2.
„Sukksamt?“
„Já, menn hanga hér fram
eftir öllu, þótt þeir hafi fengið
afgreiðslu, og njóta þess að
vera til og tala við náungann,
sem oft er hér að hitta þ'anh
dag.“
„Hvaða vín selst mest?“
„Bi'ennivín.“
„Er það langsamlega
fremst?"
„Já.“
„Og hvað næst?“
„Vodka.“
„Já, einmitt. Áttu það til
núna?“
„Nei, það er uppselt i bili.“
„Brennivín, segirðu. Það er
ein hinna íslenzku tegunda.
Svo er til Ákavíti, Hvannarót,
og Bitter. Rétt?“
„Já, rétt.“
„Hvað er nú bezt af þessu?“
„O, líklega mun það vera ó-
sköp líkt.“
„Eg hefi heyrt kvartanir um
Guðmundur Halldórsson,
verzlunarstjóri.
það, að brennivínið sé svo
hrátt, að það sé illdrekkandi. Er
það rétt, og hvei-nig er það með
hinar tegundirnar?“
„Já, það er alveg rétt.
Brennivínið, og hin vínin líka,
eru löguð nokkurn veginn
jafnóðum. Þau eru því aldrei
„staðin“. Brennivinið er t. d.
oftast lagað samdægurs."
Enginn áhugi
fyrir birgðum.
„Já, og svo kemur bara bíll-
inn með nýlagaða vöru, eins og
hver annar mjólkurbíll. Þú
færð þá sendingu á hverjum
degi?“
„Já, billinn kemur venjulega
svona um hálf-tíu á morgnana,
og er þá með þá pöntun, sem
ág hefi gert. Eg ber persónu-
lega ábyi'gð á allri verzlun hér,
og verð að greiða úr eigin vasa
allt, sem kann að fara forgörð-
um. Eg hefi því engan áhuga
á að hafa hér neinar birgðir,
heldur panta bai-a það, sem eg
nota yfir daginn.“
„Já, einmitt. Þetta er lagað
svona jafnóðum?"
„Já, það má segja. Það er
ekki geymslupláss til fyrir vín-
lager, og það er þess vegna, að
ekki er hægt að geyma vínið.“
Frh. á bls. 10. 'r