Vísir - 20.04.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 20.04.1959, Blaðsíða 10
10 VtSIR CECIL ST. LAURENT: y SONAR JÚANS -X II — Hver ertu og hvert ætlarðu? Hann talaði spönsku og var auðsæilega ekki úr sama skæru- liðaflokki og Fregos. Hefði þetta átt að hafa þau áhrif á Juan, að hann yrði rólegri, en hann svaraði af hroka og þjósti: — Eg heiti Juan d’ Arranda. — Jæja, þetta hljómar eins og heiðarleg spænska, var svarað, enn hranalegri röddu sem fyr, meöan menn þessir umkringdu Don Juan. Það dugar ekki til. Ertu ættjarðarvinur eða föður- landssvikari? Og það nægir ekki að svara, að þú sért ættjarðar- vinur. Þú verður að sanna það. Áður en Juan gat komist að nokkurri niðurstöðu um hvernig hann gat sannað það, að hann væri sannur Spánverji, skipaði forsprakkinn einum manna sinna að leita á honum, og fann hann brátt bréfið í brókarvasa hans. Forsprakkinn hrifsaði til sín bréfið. Hann rétt það einum manna sinna, sem var bæna- bókarfær á frönsku. — Heilaga Madonna, sagði hann, — þessi piltur er boðberi milli tveggja franskra hershöfðingja. Allir í flokknum ráku upp hæðnishlátur. — Það væri réttast, að við hengdum hann á gálga þegar í stað, sagði einn þeirra. — Sannast að segja, sagði sá, sem leitað hafði, er hann ekki Spánverji,“ það er eg viss um. Lítið á gulu lokkana hans! Juan varð þess var, að hann var orðinn þurrbi-jósta, og hann hafði hjartslátt mikinn. Á augnabliki slíku sem þessu mundi hetja í riddarasögu draga beittan brand úr slíðrum og reka and- stæðing sinn í gegn, og reka hina á flótta, því að þá myndi hug skorta til þess að sækja fram gegn hinum frækna bardagamanni. Já, hann hafði sannast aö segja leikið þann leik oftlega í her- bergi sínu heima í höllinni, en nú, er hin mikla stund var upp runnin, vafðist honum tunga um tönn í innanþurrum munninum, og fékk engu orði upp komið. — Eg, eg er ekki ne-einn njósnari, gat hann loks stunið upp, og bætt því við, að ef bréf þetta ætti að afhendast frönskum herhöfðingja mundi það ekki hafa verið opnað. — Eg er skæru- liði, sagði hann, er einn úr flokki Fregosar, sem hefur varðgæzlu á hendi við veginn til Burgos. Mér hefur verið falið að afhenda þetta bréf, sem við náðum í, en það er til Villa-Campo. Honum hafði smáaukist hugrekki meðan hann mælti, en riddararnir ráðguðust um málið. Flestir virtust enn vera þeirrar skoðunar, að taka bæri kauða og negla á hesthúsvegg, það væri vissara, — og ef hann væri góður Spánverji mundi hann fá góð- ar viðtökur a himnum, svo að hann færi sannarlega ekki illa út úr því. Nú, og væri hann svikari, þá fengi hann þau laun, sem hann hafði til unnið. En nú tók einn til máls: — Það furðulegasta er, sagði hann, — að eg hefi aldrei séð íieinn ljóshærðan strák í flokki Fregosar. Kannske ættum við CJö ríða á hans fund og komast til botns i þessu. — Tillagan samþykkt, sagði forsprakkinn. Upp í hnakkinn með þig, lagsi. Juan áræddi ekki að segja neitt fi-ekara sér til varnar. Hann var látinn ríða í miðjum hópnum og varð hann nú að fara sömu leið og hann kom og er farið var gegnum bæinn horfði hann löngunarfullum augum til húsanna. Hann bjóst nú við hinu versta. Allt i einu tendraðist ljós í glugga á einu húsinu: — Ert það þú, Bartolomeo? var allt í einu kallað. Forsprakkinn stöðvaði hest sinn. — Já, svo er. Þarftu kannske að koma bréfi, hreppstjóri góður? — Bíddu andartak, og er að koma. Þegar sá, er mælt haföi, var kominn niður á götuna, ræddust þeir við einslega, hann og forsprakkinn. Allt í einu hóf hreppstjórinn raustina. — Og þú ætlar þér þangað? — Já, sagði hánn ákveðið, því að til hans var spurningunni beint, og mælti svo til manna sinna: — Fyrir einni klukkustundu eða svo kom fjárhirðir nokkur auga á flokk Franzara, sem höfðu orðið aftur úr, en hersveit þeirra fór fram hjá í gær. Áfram nú, við skulum tala spænsku við þá! Einhver spurði hvað gera ætti við Juan. Var ákveðið, að hann skyldi vera með í hópnum, það væri allt af hægt að taka ákvarð- anir varðandi hann síðar. Þegar út úr bænum kom reið flokkurinn skokk eftir götutroðn- ingi niður í dalinn. Juan hugleiddi að reyna að komast undan, en hann vissi, að hann mundi ekki komast nema 20—30 skref áður en send yrði kúla gegnum höfuð hans. Hann fylgdi því flokkn- um, og brátt heyröi hann árniðinn í fjarska. — Þarna, í skógarhlíðinni hinum megin við ána, eru kofarnir, þar sem hundarnir felast, sagði forsprakkinn. — Við verðum að hleypa á sund yfir ána, og þegar yfir er komið skiptum við okkur í tvo flokka. Annar tekur hestaná og tjóðrar uppi í gilinu, og tekur sér svo varðstöðu, en eg fer fyrir hinum flokknum. Við ríðum fram hjá kofunum og snúum svo við og gerum árás á þá, og hörfi þeir undan verður líka flokknum í gilinu að mæta, og við sækjum að þeim frá tveim hliðum. Fortunato, þú tekur að þér stjórn hins flokksins. Juan var settur í flokk Fortunato. Menn .virtust ekki hafa sama áhuga fyrir honum nú, enda kominn í menn bardagahugur. Juan sá forsprakkann ríða alls óhræddan út í ána. Dauðskelk- aður þvingaði hann Louisu út i eftir hinum. Hún synti hraust- lega og nú varð Juan gripinn hrifni — loksins var eitthvað að gerast í líkingu við ævintýrin, sem hann hafði dreymt um. Þegar allir voru komnir yfir um voru hestarnir tjóðraðir í gilinu og skæruliðar tóku sér varðstöðu, þeir, er voru í flokki Furtunato, en hinir héldu áfram ferð sinni. Þeir biðu svo, — héldu niðri í sér andanum, — sáu Bartolomeo og menn hans ríða hægt fram hjá kofunum, og koma svo brátt til baka á þeysireið með háum köllum, og hófu þeir svo árásina, sem kom frönsku hermönnunum alveg óvænt, enda lítið um vörn. Og brátt heyrðu menn Fortunato, að Bartolomeo og hans menn ráku upp sigur- óp mikið. Svo kallaði Bartolomeo til hinna: — Við þurftum ekki á hjálp ykkar að halda, piltar! Þetta gekk eins og í sögu. Annars var þetta ekki neinn sigur til að státa af, því að svínin sváfu — og nú geta þeir sofið áfram — í Víti. Juan þótti miður, að hafa ekki veriö í þessari sláturherferð, — en þó var einhver innri rödd, sem hvíslaði, að hann mætti skammast sín fyrir að hafa viljað taka þátt í þessum leik, og hann mætti vera feginn, að hafa sloppið við það. En nú hélt forsprakkinn áfram: — Herfanginu skiptum við í kvöld. Nú verðum við, að sam- einast herafla Villo-Carnpo eins fljótt og auðið má vera. En hvað eigum við að gera við strákinn. Við getum ekki farið að tefja okkur á að fara á fund Fregosar. — Eg þekki markgreifann, hrópaði Don Juan, sem óttaðist nú aftur að vera negldur á hlöðuvegg. — Hann þekkir mig undir eins — það ætti að vera nóg sönnun. Og við þaö var látið sitja. Allur flokkurinn hentist á bak. For- sprakkinn haíði þó hikað andartak, en svo féllst hann á það. Á leiðinni sögðu þeir, sem tekið höfðu þátt í árásinni á Franz- ara, hinum frá henni og hvernig Franzarar urðu við dauða sín- um. Voru það ófagrar lýsingar. tór eins og hrollur um Juan, er hann hlustaði á tal þetta. R. R. Bummgha f & 7 A M 2871 WITH A GUTTUSAL ' SNAKL OF 7EPIAMC5, TARZAN AWAITEP THE CHAESE ÓF AKUT,THE KJNS EJULL. TH=M, AWTST HIPEOUS SHRIEKS AK? BELLOWS, APE AMt? APE-AIAN LOCKEP’ IN BLOOPV conplict! í Tarzan gaf frá sér urr og beið eftir árás apans. Svo fór allt í uppnám og bardaginn hófst með urri, ópum og óhljóðum. Maður og api börðust upp á líf og dauða. Mánudaginn 20. apríl 1959 KVQLOVÖKIINN! SMÆLKI. .... • «1 Johnny kom inn í knatt- borðsstofuna og var höfuð hansf sívafið í sárabindum. — Hvað er þetta, sagði kunn-i ingi hans, sem þar var. — Hvernig stendur á því að þú! hefir verið barinn? — Þú manst eftir þessarí móeygðu á fyrstu hæð —- bóndi hennar er alltaf í fang-* elsi. — Já. — Jæja — hann er það ekki. ★ Safari í Afríku. Það er verið að veiða stór villidýr — það er, konan, sem ekur og hún er al- veg að gera laglegan hvítart veiðimann brjálaðan með runu af spurningum. „Hvernig veit eg ef eg veiði tígrisdýr?“ „Það hefir gulan belg með röndum, frú.“ „Og hvernig veit eg ef egf veiði ljón?“ „Það er brúnleitt á lit og með mikið fax.“ „En hvernig veit eg ef eg’ veiði fíl?“ „Það er auðveldast af öllu frú,“ andvarpaði hinn hvíti veiðimaður. „Þér þekkið hann. á andardrætti hans, því að hann borðar hnetur.“ ★ Nýjustu bílar ferðast hraðar en hljóðið. Þér verðið kominn á sjúkrahúsið áður en þér setj- ið vélina í gang. m í RÍKINU - Frafnh. af 3. síðu. 1 „Er rikið svona aumt, að það á ekki geymslupláss, og getur ekki náð sér í það?“ „Það virðist vera. Annars eru miklar „planleggingar“ á döf- inni. Það er búið að skipa nefnd, sem hefur nú þegar gert áætlanir um „vínhús“. Þar á að vera hægt að búa til allar teg- undir víns, whisky og koníak ásamt öðrum tegundum. Þar verður lagerpláss fyrir brenni- vín og aðrar tegundir, og þá ætti ekki að þurfa að kvarta yfir hráabragði.“ Engin hálf- skemmd til. „Þú segir, að þú berir alla á- byrgð á því víni, sem hingað er komið. Hvað verður um það’ vín, sem flaska brotnar utan af hérna?“ „O, blessaður, það er svo sjaldgæft, að ekki tekur að tala um það.“ „Kemur ekki fyrir, að stútur brotni af flösku?“ „Jú, ef það skeður, eða e£ flaska skemmist, án þess að vínið fari til spillis, þá skipti eg því í vínverzlunmni. Nú, ef vínið fer til spillis, þá er ekki meira um það að tala.“ „Þú átt enga svona hálf- skemmda núna?“ „Nei.“ „Ertu viss?“ „Já.“ „Alveg viss?“ „Já, alveg viss.“ „Jæja, vertu bless.“ „Bless.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.