Vísir - 24.04.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 24.04.1959, Blaðsíða 6
€ VÍSIB Föstudaginn 24. apríl 1 %^ijc WÍ&IR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. ▼isir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið i lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Minnmg vinstri stjórnarinnar. Þegav fjárlögin eru nú komin til umræðu og menn fara að sjá fyrir endi þingsetunnar að þessu sinni, hljóta að rifjast upp ýmsar minning- ar um starf og viðskilnað vinstri stjórnarinnar. Hún hljóp frá öllu saman, þegar hún hafði búið svo um hnútana, að gífurleg verð- bólgualda var að skella yfir þjóðina, og svo mikil var eymd hennar, að þessir þrír flokkar, sem að henni stóðu, sáu engin ráð til að bæta fyrir það, sem þeir höfðu af sér brotið að undanförnu með ráðsmennslcu sinni. Þessa yfirlýsingu gaf foringi stjórnarinnar, sami maður, sem á sínum tíma bauðst til að stöðva dýrtíðina og gera varanlegar ráðstafanir, án þess að það kostaði almenn- ing nokkra fórn. Ráðstafanirnar voru svo fólgn- ar í síhækkandi sköttum ár frá ári, svo að menn höfðu aldrei fengið að kynnast öðru eins á þessu landi — og ef til vill víðar. Stjórnin, sem lofaði að gera þjóðinni þann greiða að lagfæra allt, sem aflaga hafði farið af völdum „íhaldsins" á síð- ustu árum, heimtaði meira en milljarð — og gerði svo ekki það, sem hún hafði lof- að að gera fyrir alls ekkert!! Hún jók erfiðleikana á öll- um sviðum, tilkynnti svo Alþýðusambandsþingi, að aldrei hefði verið auðveldara að bjarga atvinnulífi lands- manna en einmitt, er verst horfði, og lagði að því búnu upp laupana! Þessi er ferill vinstri stjórnar- innr í stuttu máli. Hann varð ekki langur, en það verður að játa, að sjaldan hefir nokkur stjórn svikið eins mörg loforð á jafn- skömmum tíma og þessi rík- isstjórn Hermanns Jónás- sonar. Fyrir það mun hún lifa í sögunni, og hún mun verka eins og aðvörun og Grýla. Hún mun kenna þjóðinni, að vinstri „bjarg- ráð“ eru verri en engin, og að Islendingar eiga að hafa vit á að iáta yfirlýðskrum- ara Framsóknarflokksins fá hvíld fyrr og sið<ar. Kirkja „óháða safnaðarins að innan. T. h. er hinn frumlegi skírnarfontur eftir Ásmund Sveinsson. Altaristaflan er mál- verkið „Fjallræðan“ eftir Kjarval, en Haukiir Thors lánaði til að hafa á vígsludngjnn. Kirkjuvígsla Óháða safnaiarins fjötmenn og hátíileg. ..lTnslirsiödiii* kirkjnnnai* laijðar a£ fnrnfiisiiiin liöndmn**. Biskupinn yfir íslandi vígði í gær kirkju Oháða safnaðarins i Reykjavík að viðstöddum for- seta Islands og forsetahjónun-^ um. Kirkjugestir voru svo marg-^ ir sem húsrúm framast leyfði, á sjötta hundrað manns. Athöfnin var ákaflega hátíðleg og áhrifa- mikil. m Laust fyrir kl. 14 komu for-j setahjónin, og tók safnaðar-^ presturinn séra Emil Björnssonj á móti þeim og fylgdi þeim til sætis. Kl. 14 var kirkjuklukk-' unum hringt. Þá gengu skátar undir fánum, biskupinn, prest- ar og forystumenn safnaðarins í skrúðgöngu í kirkju. Þeir báru kirkjugripi, en biskup fór fyrr altari, tendraði ljós á altarinu, en þeir sem kirkjugripi báru, af hentu þá biskupi, og var það ákaflega hátíðleg stund. Þar næst var flutt vígslu- kantatan Upprisan, tónlist eft- ir Karl O. Runólfsson við ljóð, sem séra Emil hafði sjálfur sam ið. Kantatan skiptist í 3 kafla, sem nefnast: Fæðingin, kross- festingin og upprisan. Áformað er að flytja kantötuna hér eftir þrisvar á ári í kirkjunni, á jól- um, föstudaginn langa og pásk- um. Söngvararnir Einar Sturluson og Kristinn Hallsson sungu, Ein ar söng stólvers, og Kristinn einsöng. Biskupinn, herra Ás- mundur Guðmundsson, flutti vígsluræðu, en séra Emil Björns son prédikun. yígsluvottar voru séra Björn Magnússon prófessor, séra Jón Thorarensen og séra Sveinn Víkingur. í predikun, sem vakið hefur, athygli meðal þeirra, er heyrðu, komst séra Emil svo að orði: „Undirstöður þessarar kirkju eru lagðar af mörgum fórnfús- um höndum, sem aldrei spuiðu um laun. Veggirnir eru reistic. í von urn að Guð léti úr rætast, þakið tákn um sigra æðri hjálp- ar,“ og enn fremur: „Hér hef- ur Drottinn umvafið stað og stoðir ómælandi kærleika margra til hennar heilaga mál- efnis.“ Er lokið var vígsluhátíðinni, bárust kirlqjunni gjafir. Sam- tals komu í orgelkaupasjóðinrt rúml. 10 þús. krónur, þar af 2 þús. frá Aðventsöfnuðinum.; Auk þess færði einn safnaðar- maður kirkjunni 10 þús. - krón- ur. Þá hefur frú Ingibjörg' ís-i aksdóttir gefið til altarisins forlc unnarfagran kertastjaka ÚC, silfri. Fyrsta ferming fer fram í kirkjunni á sunnudag. Þá mua' séra Emil ferma þar 26 börn. Stöðvun tií að byrja með Því fer vitanlega fjarri, að rík- isstjórninni hafi tekizt að lækna þau me'in, sem við hefir verið að stríða að und- anförnu. Hún hefir fyrst og fremst leitazs við að stöðva frekari þróun með því að koma í veg fyrir hækkun vísitölunnar, lækka verð á ýmsum helztu nauðsynjum til muna, og koma fram nokkurri lækkun á flestum öðrum sviðum, svo sem alls- konar þjónustu. Þetta er vitanlega aðeins byrj- unin. Það verður að stöðva skriðuna, áður en hægt er að fara að byggja það upp, sem farið hafði í rúst að und- anförnu. Og harfur voru sannarlega ekki glæsilegar, þegar stöðvunin var fram- kvæmd, því að fyrirsjáan- legt var, að dýrtíðin hefði farið langleiðina að fullum þremur hundruðum, ef ekk- ert hefði verið gert, og það aðeins á árinu 1959. Og hefði hún enn fengið að leika lausum hala, hefði hún ekki verið lengi að komast á fimmta hundraðið. Fyrir þetta hefir veriö girt með stöðvunarstefnunni, og þeg- ar nokkurt jafnvægi hefir verið fengið og mönnum hef- ir gefizt tækifæri til að at- huga vandamálin öll nánar, eru vonir til þess, að hægt verði að byrja á endur- reisnarstarfin. En skilyrði fyrir því, að það megi tak- ast, er að dýrtíðarhjölinu verði ekki hleypt af stað rétt einu sinni og virðast sumir þó hafa hug á því. Engin undralækning. Þegar Hermann Jónasson var að búa sig undir að komast til valda, reyndi hann að ginna almenning til , fylgis við sig með því að láta í veðri vaka, að hann byggi yfir einhverjum töframeð- ulum til að lækka efnahags- kerfið, sem var helsjúkt að hans dómi. S\ro fór, eins rg marga grunaði, að fullyrð- ! ingar loddarans reyndust vindur einn, og lækning hans var í fullu samræmi við þær. Almenningur ætti að Jja af því, að undralækning kem- ur ekki til greina 1 erfiðleik- um atvinnuveganna. Aðal- atriðið er, að allur almenn- ingur skilji, að hver verður að sníða sér stakk eftir vexti, og enginn getur til lengdar eytt meira en hann Lionsklúbbar eru starfandi í 90 löndum. Al|ijóðaíoi*sefi þeii’ra Iiér í lieim- sókn eftii* linaf áfei’fk. Forseti alþjóðasambands Li- onsklúbba (Lions Internation- al), sem telur um 600 þúsund félaga í 90 þjóðlöndum innan sinna vébanda, Mr. Dudley L. Sinnns, kom til Reykjavíkur í fyrradag með flugvél Flugfé- lags Islands frá Kaupmanna- höfn. Hann kemur hingað í op- inbera heimsókn til Lionsklúbb anna á Islandi. Lionsklúbbarnir hér á landi eru nú 13-talsins, þar af 8 utan Reykjavíkur á eftirtöldum stöð um: Siglufirði, Akureyri, ísa- firði, Hafnarfirði, Akranesi, Keflavík, Borgarnesi og Njarð- víkum. Tala félagsmanna í öll- um Linonsklúbbunum hér á landi er nú 380. Sögu sína eiga Lionsklúbb- arnir að rekja til Bandaríkj- anna,, en þar var fyrsti klúbb- urinn stofnaður árið 1917. Hreyfingin breiddist fyrst út um Bandaríkin og síðan til ann arra landa. ísland var 32. land- ið, sem tekið var upp í alþjóða- sambandið, en í dag eru starf- andi yfir 14.000 Linonsklúbbar í heiminum, og er félagatala um 600.000. Fyrsti Lionsklúbburinn á ís- landi var stofnaður í Reykjavík fyrir tæpurn átta árum. Aðal- hvatamaður að stofnun hans aflar, án þess að bera upp á sker. Þegar menn gera sér grein fyrir því, verður allt auðveldara viðureignar, sem síðar þarf að gera til úrbótar. Dudley L. Simms. var Magnús Kjaran, stórkaup- maður, en hann var einnig fyrsti formaður. Framkvæmda- stjóri Lionsklúbbanna á Norð- urlöndum, Hadar Wahrenby, varð fyrstur manna til þess að ynna markmið þeirra og starf semi hér á landi. Hann hefur oftsinnis heimsótt ísl. og er nú i fylgd með Mr. Simms, sem er fyrsti alþjóðasambandsforset- inn, sem heimsækir ísland. Lionshreyfingin á íslandi hef ur vaxið hröðum skrefum und- anfarin ár, enda er nú svo komið, að þessi starfsemi er tal- in standa með meiri blóma hér en víða annars staðar í heim- inum. Fyrsti klúbburinn utan Reykjavíkur var stofnaður á Siglufirði 1954. Ekki liðu nema tæp fimm ár, þar til ísland var gert að sér* stöku umdæmi innan Lions* hreyfingarinnar með sömu rétt* indum og umdæmin í hinum, stóru þjóðlöndum. Fyrsti um< dæmisstjóri hér á landi vac kjörinn Magnús Kjaran. Lionsklúbbar um víða veröld ’ starfa allir með svipuðum t hætti, þótt nokkuð gæti þjcð* ^ legra sérkenna. Þeir vinna hver um sig og stundum margir sam an að framgangi margs konar mannúðar-og félagsmála, senx dæmi um starfsemina hér á landi má nefna aðstoð við blinda í samstarfi 'við blindra- vinafélögin, styrki til öryrkja, ekkna og munaðarlausra, og stuðningur við krabbameins- félög, barnaheimili og sjúkra- hús, svo eitthvað sé nefnt. Mikið og náið samstarf er milli Lionsumdæma víða um lieim, og einu sinni á ári hverju er efnt til sameiginlegs árs- þings alþjóðasambands Lions- klúbbanna, og verður það að þessu sinni haldið í New York í júní n. k. Mr. Dudley L. Simms var kjörinn forseti alþjóðasam- bandsins frá því árið 1951. Mr. Simms hefur ferðast víða um heim á vegum Lionshreyfing- arinnar, og nú síðastliðið ár hefur hann verið nær stöðugt á ferðinni í embættiserindum al- þjóðasambandsins og heimsótt allar heimsálfur. Þegar hann var að því spurður á blaða- mannafundinum, hvað hefði borið honum sérkennilegt fyrir. augu á þessu langa ferðalagi,- sagði^ hann: „Að ég sá engan ís á íslandi." Heima í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum hefur har,u Framh. á 11. sí'ðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.