Vísir - 24.04.1959, Blaðsíða 12
Ekkert blað er ódýrara í óskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
Föstudaginn 24. apríl 1959
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta
Sími 1-16-60.
Á fleka frá Perú
til Polynesiu.
Eduoartlo nokkur Ingris er
lagður aí' staö á fleka frá Perú
og ætlar að Iáta sig reka til
Poíynesiu-eyja.
Ahöfn auk hans: Páfagaukur
og apaköttur. — Maðurinn er
að endurtaka misheppnaða til-
raun, er hann gerði fyrir tveim-
isr árum.
Otíufundi Araba
nýíokíð.
Fyrstu olíuráðstefnu Araba-
ríkjanna er nú lokið og þykir
hafa vel tekist. Sérfræðingar
ýmissa olíufélaga sátu hana. —
Irak tók ekki hátt í henni.
Fulltrúar hinna einstöku
ríkja, sem tóku þátt í henni,
munu nú ræða við ríkisstjórnir
sínar um þau mál, sem tekin
yoru á henni.
'Viðræður
Moncktons og Kassems.
Monckton lávarður forseti
Iral-olíufélagsins er kominn
heim til London. Hann segir,
®ð er hann ræddi við Kassem,
hafi ekki verið minnst einu orði
á þjóðnýtingu olíulinda í Irak.
„Skammgóð-
ur vermir“.
Frá fréttaritara Vísis.
Selfossi í morgun.
Hola, sem var löngu dauð, tók
að gjósa á ný fyrir nokkrum
dögum og varð til þess að bjarga
gróðurliúsaræktuninni ■' Hvera-
gerði, að minnsta kosti í bráð-
ina.
Um leið og menn veittu því
athygli að vatn var komið í eina
af holunum sem þornuðu í fyrra
var rokið til og vatninu veitt
inn á hitaveitukerfið, sem ekki
hafði fengið volgan dropa um
nokkurt skeið.
Þó álíta nienn í Hveragerði
að það sé skammgóður vermir,
er þeir nú njóta og að ekkert
sé á þessar grunnu holur að
treysta, síðan djúpu holurnar
voru boraðar.
Þúsundir fullorðinna og barna voru samankomnar í Lækjargötu
í gær til að fagna sumardeginum fyrsta. (St. Nik. tók myndirnar)
Það er sólskin í svip og sinni. Þau eru svo stutt, litlu skinnin,
að þau verða að hreykja sér hátt til að sjá eitthvað.
Tekjur Sumargjafar litlar
vegna „fleniu".
Veikindi barna höfðu áhrif á sölu
merkja og rita í gær.
Hátíðahöld dagsins í gær
tókust með ágætum eins og
venjulega. Þúsundir barna og
fullorðinna söfnuðust sanian á
Lækjargötu og húsfyllir var á
öllum skemmtUnum Barnavina
félagsins Sumargjöf.
Tíðindamaður Vísis átti stutt
viðtal við formann Sumargjaf-
ar, hr. Pál S. Pálsson hrlm.
Skýrði hann svo frá að skemmt
anir félagsins hefðu verið á-
gætlega sóttar, enda hefðu þær
farið hið bezta fram eins og
endranær. Börn skemmtu sjálf
Brezkir hjartasérfræðingar
fara til Moskvu.
undir stjórn kennara og skóla-
stjóra hinna ýmsu skóla bæj-
arins og tókst með ágætum.
Hátíðahöldin hófust með því
að farið var fylktu liði frá
þrem stöðum niður á hátíðar-
svæðið í Lækjargötu. Fyrir
fylkingunum gengu lúðrasveit-
ir og auk þess gaf þar að líta
fornmenn í litklæðum og riðu
þeir á gæðingum sínum í fylk-
ingarbroddi. í Lækjargötu var
síðan staðnæmst og höfð þar
nokkur viðdvöl. Páll S. Pálsson
\ hélt stutta ræðu, lúðrasveitir
I léku og Sigurður Ólafsson kom
fram í fornmannabúning, al-
skeggjaður og söng við raust.
Þá birtist Baldur og Konni og
sögðu brandara.
Framkvæina vandasamar aðgeritir
í .sJ ú E* rÉti ei sii eiB þar.
Flokkur brezkra sérfræðinga
í hjartasjúkdómum eru farnir
til Moskvu.
Þeir hafa með sér ýmiskonar
brezk tæki til skurðaðgerða, til
að stöðvar hjartslátt o. s. frv.,
og munu framkvæma ýmsar
vandasamar aðgerðir í sjúkra-
húsum borgarinnar. — Brezk
blöð segja, að þar sem þeir
hafi ýmis rannsóknar- og
lækningatæki meðferðis, bendi
það til, að Rússar eigi ýmislegt
ólært af Bretum á þessu sviði,
en á því sé ekld nokkur vafi,
að Bretar eigi líka ýmislegt
ólært af Rússum.
Heimsókn í
Harwell.
Sex rússneskir kjarnorkuvís-
indamenn eru í heimsókn í
Harwell — kjarnorkurannsókn-
arstöðinni — en brezkir kjarn-
orkuvísindamenn haf áður farið
til Moskvu samskonar erinda.
Síðar um daginn fóru svo
hinar ýmsu skemmtanir félags-
ins fram víðsvegar um bæinn.
Að sögn formanns Sumar-
gjafar var aðsókn að öllum
skemmtunum góð. Það eina,
sem veldur því að fjárhagsleg
útkoma dagsins var ekki eins
góð og í fyrra, er það að sala á
merkjum félagsins, Sólskin og
Sumardeginum fyrsta gekk
ekki nægilega vel.
Það virðist töluvert hafa bor-
ið á því að heilar götur, eða
jafnvel hverfi hafi orðið útund-
an í sölu þessara muna, og er
þar vafalaust um að kenna inn-
V íðavangshlaupið:
Haukur Ingíberssson sfgraði
með yfirburðum.
Kom röskuin 20 sek. á MEiilagi
næsta manui í inark.
í gær var 44. Víðavangshlaup
í. R. liáð og hófst um tvöleytið.
Hlaupið var áþekk leið og í
fyrra, en hlaupaleiðin samt
nokkuð breytt.
Keppendur, sem mættu til
leiks um 15 talsins og kepptu
þar auk Reykvíkinga, Borgfirð-
ingar, Eyfirðingar og frá Hér-
aðssambandinu Skarphéðni.
Hlaupið endaði í Hljómsltála-
garðinum.
Sigurvegarinn frá í fyrra,
Haukur Engilbertsson Umf.
Reykdæla sigraði með miklum
yfirburðum. Hann tók snemma
forystuna og hristi keppinauta
sína hvern af öðrum af sér
þannig að æ dró meira sundur,
sem lengur leið og kom lang-
íyrstur í mark. Munaði röskum
20 sekúndum á honum og
Hátíðahöld í Kópavogi.
í gær, á sumardaginn fyrsta
fóru fram hátíðahöld í Kópa-
vogi. Er þetta í fyrsta skipti
sem hinn ungi kaupstaður efnir
til opinberra hátíðahalda þann
dag.
Skrúðgöngur úr Vesturbæn-
um og Austurbænum mættust
við félagsheimilið, þar sem
börnunum var skemmt með
gamanvísnasöng en á eftir fór
fram skemmtun innandyra.
Fylkingar barna og fullorð-
inna lögðu upp frá barnaskól-
unum á Digraneshálsi og Kárs-
nesi. Fóru lúðrasveitir fyrir og
skátar báru fánaborg. Þátttaka
í skrúðgöngunum var mjög al-
menn eins og geta má nærri í
byggðarlagi, þar sem fjórði
hver íbúi er á skólaskyldualdri.
Haukur Engilbertsson.
næsta manni. Tíminn var 8:08.6
mín. 2. varð Kristján Jóhanns-
son Í.R. 8:30.0. 3. Hafsteinn
Sveinsson H. Sk. 8:39.8. 4. Jón
Gíslason Ums. E. 8.40.0. 5. Birg-
ir Marinósson Ums. E. 9:08.0.
6. Jón Guðlaugss. H. Sk. 9:12.0.
7. Einar Jónsson H.. Sk. 9:17.0.
8. Helgi Hólm Í.R. 9:19.0. 9.
Ófeigur Jóhannesson Ums. E.
9:36.0 og 10. Vigfús Pétursson,
Reykdæla 9:36.2 mín.
Fjórir þátttakendur, sem
skráðir voru til keppni, þar af
2 frá Í.R. og 2 frá Héraðssam-
bandinu Skarphéðni forfölluð-
ust vegna veikinda. Fyrir bragð
ið var Umf. Reykdæla eina fé-
lagið sem hafði á að skipa fullri
5 manna sveit. Hlaut það því
bikar þann, sem keppt var um
í 5 manna sveitakeppni. Keppn-
in í 3ja manna sveitum var
hörð og tvísýn, en þar sigraði
Héraðasambandið Skarphéðinn
með 16 stigum, Eyfirðingar
hlutu 18 stig, Í.R. 21 og Reyk-
dælar 23 stig.
Dalai lama skýrir Nehru frá
atburðunum í Tíbet.
Viðræðufundur þeirra í dag talinn
hinn mikilvægasti.
Nehru forsætisráðherra Ind-
Iands ræðir við Dalai lama í
dag. Er það í fyrsta skipti, sem
Nehru ræðir við hann eftir
komu hans til Indlands eftir
flóttann frá Tíbet. Mun Dalai
lama nú gera Nehru fulla grein
fyrir öllu, sem gerzt hefur í
Tíbet.
í blöðum í morgun er talið,
að tilkynning frá kínversku
kommúnistastjórninni í gær,
þess efnis, að sjálfstæðishreyf-
flúenzufaraldrinum. Sömuleið-
is var og erfitt um vik að selja
meðan á Lækjargötuskemmtun
inni stóð vegna dálítillar rign-
ingar um það leyti.
Fjárhagsleg útkoma mun því
vera töluvert verri en í fyrra
af þessum ástáeðum.
ingin í Tíbet hefði verið að fullir
brotin á bak aftur, hefði verið
látin koma fram í það mund,
er viðræður Nehrus og Dalai
lama voru að hefjast, til þess
að hún hefði sín áhrif á Nehru.
í blöðum í London kemur
fram sú skoðun, ,að ef Nehru
lýsi yfir, að hann taki gilda frá-
sögn Dalai lama af atburðunum,
muni það hafa geisimikil áhrif
í Asíulöndum yfirleitt, og hnekk
ir kommúnistum, þar sem á-
róðri þeirra framvegis verði þá
ekki trúað. Ef Nehru hins veg-
ar velji þögnina af beyg við
versnandi sambúð Indlands og
Kína muni Kínverjar nota sér
hana í áróðri sínum.
Hvernig sem á sé litið sé við-
ræðufundur þeirra Dalai larna
og Nehrus hínn mikilvægasti.