Vísir - 27.04.1959, Blaðsíða 6

Vísir - 27.04.1959, Blaðsíða 6
f ISIK Mánudaginn 27. apríl 1955 WSSIH DAGBLaí) Útgefahdi: BLAÐAÚIGAFAN VÍSIB H.l'. Vístr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eSa 12 blaSsíður* Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Páisson Skrifstofur bla'ð'sins eru 1 Ingólfsstræti 3, Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá ki. 8,00—18,00. Aörar skrifstofur írá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, cpin frá kl. 9,00—19,00. Súni: (11660 (fimm línur) Vísir kostar br. 25.00 i áskriít á mánuði. kr. 2.00 eintakið í lausa=ölu, F'élagsprentsmiðian h.f Við sama heygarðshornið. Það hefir enn einu sinni kom- ið í ljós, að því er kommún- ista snertir, að þeir eru sam- ir við sig. Þeir leika alltaf sama leikinn aftur og aftur, enda þótt þeir berji sér á brjóst á milli og ætlist til þess, að heimurinn telji þá sérstaklega friðarengla. Kom þetta enn einu sinni í ljós í síðustu viku, þegar sovétstjórnin sendi stjórn- inni í Bonn enn eina orð- sendinguna varðandi Ber- línarmálið og boðaði raun- verulega, að hún væri reiðu- búin að koma í veg fyrir ár- angur af henni. Sovétstjórnin boðaði nefnilega, að ef svo færi, að hersveitir vesturþýzku stjórnarinnar fengju í hendur kjarnavopn gæti það haft í för með sér, að ekki yrði um neina lausn á vandamálum Berlínarbúa að ræða. Hér er um hótanir að ræða, og þær engan veg- inn dulbúnar. Það er sagt fullum fetum, að samkomu- lag í Berlín velti á þessari afslöðu þýzku stjórnarinn- ar og bandamanna hennar, sem hafa heitið að vera henni innan handar um að búa her heimar nýjum vopnum. Þetta er ákaflega þægileg að- ferð hjá Moskvustjórninni til að hleypa fundinum upp — og eiginlega fyrirfram, nokkrum dögum áður en hann er hafinn. Hún setur ströng skilyrði, segir, aZ- á þau verði menn að fallast, og ef þeir geri það ekki, þá verði ekki um neina samn- inga að ræða. Ekkert kemst að annað en það, sem hent- ar þeim þokkalegu herrum, sem sitja í Kreml og hugsa upp klækina sem hafa ár- um saman tryggt það, að heimurinn getur ekki búið við góðan frið. Kommúnistar eru ekki að bjóða upp á neina samninga. Því fer fjarri, því að þeir segja ekki sem svo, að þeir skuli sjálfir hætta, fram- leiðslu kjarnorkuvopna eðá lofa — og setja tryggingú fyrir því — að þeir láti aldrei leppum sínum slík vopn í té. Nei, hér er um valdboð að ræða — annað hvort gerið þið þetta, sem við heimtum, eða við tölum bara ekki við ykkur. Það er þetta, sem kommúnistar hafa verið að segja með orð- sendingu sinni til Bonn- stjórnarinnar. Og svo mun heldur ekki standa á því, að þessir sömu menn lýsi yfir hátíðlega — og láti leppa sína um allan heim, hér á landi einnig gera það sömuleiðis — að þeir hafi viljað semja, en hinir hafi ekki viljað það, því að þeir hafi ekki gengið að ósköp meinlausum skilyrðum, sem sett voru fyrir samningum. Þannig eru hinir „heiðar- legu“ löngu fyrirfram búnir að skapa sér skotfærin, sem þeir ætla að hleypa af þeg- ar þeir hafa svikið sárþjáð- an heim enn einu sinni um þá bættu sambúð, sem þeir þykjast jafnan hafa verið að berjast fyrir á sviði stjórnmála. „Tengdasonur óskast“ frumsýndur á miðvikudag. Þjóðleikhúsið frumsýnir gamanleikinn „Tengdasonui1 óskast“, eftir skozka leikrita- skáldið William Douglas Home, n. k. miðvikudagskvöld. Leikurinn fjallar um það mikla vandamál þegar hástétt- arhjón eru að velja heppilegan maka fyrir dóttur sína og kynna henni samkvæmislíf stórborgar. Margt broslegt kemur fyrir, eins og fyrr segir, en allt endar vel að lokum. Höfundurinn segist hafa fengið hugmyndina að leikrit- inu er hann var staddur á heimili tengdaföður síns á því ári er yngsta mágkona hans ^ var að byrja að taka þátt í sam- i kvæmislífinu. Hann segir: I „Tengdafaðir minn sat í þægi- i legum stól og las ,,Times“. I Siminn hringdi og mágkona | mín þaut til að svara í símann, Það mátti skilja það á samtal- inu, að ungur aðdáandi biði hennar niðri. „Hvérs vegna býður þú ekki þessum ungu aðdáendum þínum upp?“ sagði tengdafaðir minn. „Langar þig til að hitta þá, pabbi?“ sagði I hún. ,,Nei,“ rumdi sá gamli, I ,,en mig langar bara til að vita i hvort þeir eru hvítir eða svart- | ir.“ „Það er dálítið breytilegt," svaraði unga stúlkan og fór , leiðar sinnar.“ William Douglas Home hefir | skrifað 12 leikrit. Þekktust | þeirra mun vera ,,Now Bar- i abbas“, fyrst leikið 1947 og I „The Chiltern Hundreds“, en þar lék hann sjálfur eitt aðal- hlutverkið í sýningu þess í London 1947. Þessi leikrit gerðu hann frægan. Af síðari leikritum hans er ,,The Reluctant Debutante“, sem hlotið hefur nafnið „Tengdasonur óskast“ í ís- lenzkri þýðingu, langþekktast, en það er skrifað 1954 og varð strax ákaflega vinsælt í Lon- don og gekk þar í tvö og hálft ár samfleytt. Lcikendur. Þessir leikarar koma fram í sýningunni: Kristbjörg Kjeld, sem leikur ungu stúlkuna, Ind- riði Waage og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir leika foreldra Aímenmngur á að gíeyma. hennar. Ungu mennirnir eru leiknir af Rúrik Haraldssyni og [ Bessa Bjarnasyni, auk þess [ leikur Inga Þórðardóttir vin- j konu hjónanna og Brynja Benediktsdóttir leikur dóttur ! hennar. | Skúli Bjarkan hefur þýtt 1 leikritið en leiktjöld eru gerð af Lárusi Ingólfssyni. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfs- son og er þetta síðasta verk- efnið, sem hann vinnur að hér að sinni. Að frumsýningu lok- inni, næstk. miðvikudag, fer Gunnar til Ameríku. Dagheimili stækk- að á Akureyri. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Siunardagurinn fyrsti er á Akureyri jafnan helgaður barnaheimiliini Pálmholti og er þá efnt til fjáröflunar með ýmsum hætti því til handa. Það er Kvenfélagið Hlíf á Akureyri, sem hefur haft for- göngu um þetta mál og fyrsta sumardag í ár stóð það fyrir merkjasölu, bazar og kaffisölu í Hótel KEA, ennfremur kvik- mjmdasýningum, en kvik- myndahússeigendur gáfu eina sýningu hver. Fjáröflunin gekk vel, en í dag er henni haldið áfram og efnt til margháttaðra skemmtana. Unnið er nú að viðbygg'ingu I við Pálmholtsheimilið. Er ætl- azt til að það komist undir þak | í vor og að unnt verði að taka það í notkun á næsta ári. Þegar sú viðbót er fullgerð I muni heimilið geta tekið nærri 100 börn. Nú eru þar á hverju jsumri 60—70 börn, og er það í rauninni meira, en unnt er að taka þar með góðu móti. Þetta er dagheimili og er starfrækt eingöngu að sumrinu. jþ. e. á tímabilinu frá 1. júní til 15. septembsr ár hvert. Að- sókn að því hefur verið miklu meiri en unnt var að sinna og hefur því verið brýn þörf fyrir þeirri stækkun, sem nú er í undirbúningi. Má þar t. d. nefna ferð um Brúaröræfi, á Snæfell og um hreindýraslóðir, ferð um Fjalla- baksveg syðri og noklcrar fleiri. Að öðrum löngum sumarleyf- isferðum má nefna ferð um Breiðafjarðareyjar, Barða- strönd og Látrabjörg, sem verður 7 daga ferð. Fimm daga. ferð til Skagafjarðar, Drangeyj ar og kringum Skaga, önnur 5 daga ferð um Snæfellsnes og Dalasýslu, þá er lengsta ferðin um Norður- og Austurland, 13 daga, um Austur-Skaftafells- sýslu er áætluð 8—9 daga ferð og fjögurra daga ferð um Vest- ur-Skaftafellssýslu. Níu daga ferð er áætluð um Vestfirði,. tvær 9 daga ferðir um Norður- land til Herðubreiðarlinda, 6 daga ferð um kjöl og önnur 5 daga ferð norður Kjöl um Kúluheiði í Húnavatnssýslur. Níu daga ferð verður um Fjalla baksveg nyðri og 12 daga ferð um Miðlandsöræfin. Þá eru á áætlun þrjár ódagsettar lang- ferðir, þar af tvær ferðir á hest um, önnur til Arnarfells hins mikla, hin í Lokagíga. Þriðja ferðin er til Veiðivatna. Þessar ferðir vara 3—8 daga. í ferðaáætlun F. í. er hverj- um einum boðið eitthvað við sitt hæfi, því segja má að ferð: ast verði um landið þvert og endilangt og fjölbreytnin í ferð* unum mikil. Ferðaáætlun félagsins er ný- komin út og geta menn fengið hana í skrifstofu F.í. á Tún- götu 5. i2i3SJ@sÖS m Dívanteppi Verð frá kr. 115,00. ÆRZL. Það er greinilegt, að Fram- sóknarflokkurin ætlast til þess og vonar, að almenning- ur sé þegar langf kominn að gleyma viðskilnaði vinstri stjórnarinnar laust fyrir jólin. Þegar viðundrið, sem gegndi fjármálaráð- herraembættinu síðustu ár- in, tók þátt í annari umræðu um fjárlagafrumvarpio fyr- ir nokkrum dögum, talaði það, eins og allt hefði verið í bezta lagi, þegar það og félagar lögðu niður rófuna fyrir fjórum mánuðum. En almenningur, sem er ekki alveg eins gleyminn og vel gæti komið Framsóknar- floklcnum, spyr að sjá’f- sögðu, þegaip hann les u n hroka viðundursins, hvers vegna flokkurinn hékk ekki áfram við völd, úr því að ástandið var ekki verra. Hvers vegna? Það vantar nefnilega'skýringu á því, og það er ekki ólíklegt, að Framsóknarmönnum veitist erfitt að gefa hana, þegar fer að draga að kosningum. Að minnsta kosti gera þeir allt, sem þeir geta, til að láta kosningarnar snúast um kjördæmamálið. Það sýnir hræ'Jsluna, sem undir býr. Engum manni-kemur til hugar að ætla, að viðundrið haíi hlaupið úr stól fjármálaráð- herra, ef þar hefði veriö sætt stundinni lengur. En þegar hættan var mest, brást jafnvel viðundrið eins og önnur undur vinstri stjórn- arinnar. íf áætSar 86 ferðir á áriiur samtals í 242 daga. Á Érwöíiei&ifílBgm Bg&hSsB'aB* BiýjaB* íc£öíb\ Stálka óskast í kjötverzlun. Kjötverzlun Hjalta Lýðssonar, Hofsvallagötu 16. wm Ferðafélag íslands hefur gert áætiun um 86 ferðir á þessu sumri, sem eru samtals 242 ferðadagar, en það er 0 dögum fleira en á árinu sem lcið. Af þessum ferðum eru 23 ferðir sem eru í 2% dag eða lengur, lengsta ferðin stendur yfir í 13 daga. Þá eru 36 fastaá- ætlaðar helgarferðir til þriggja staða inn í óbyggðum landsins, þar sem Ferðafélagið á sælu- hús, er gist verður í. Þar getur fólk dvalið að vild milli ferða, viku eða lengur, en þessir stað- ir eru Þórsmörk, Landmanna- laugar og Kerlingarfjöll. Fyrstu ferðir í Þórsmörk og Land- nýjar gerðir. Rafvirkinn, Skólavörðustíg 22. mannalaugar verða 30. maí og •sú síðasta í lok ágústmánaðar, en ferðir í Kerlingarfjöll verðá vikulega frá 11. júlí til ágúst- loka. Þá eru að lokum 26 aðrar ferðir um helgar, flestar um nágrenni og nærsveitir Reykja- víkur, sem vara ýmist einn eða hálfan annan dag. Margar þeirra ferða, sem eru á áætlun Ferðafélagsins í vor og sumar eru þær sömu eða svipaðar þeim sem verið hafa á áætlun félagsins ár eftir ár. Hins vegar er þar um nokkrar nýjar leiðir að ræða, sem ekki j hafa verið á áætlun F. í áður. [ teknar i dag — tilbúnar á morgusí. Annast myndatökur á ljósmyndastofunni, í heima- húsum, samkvæmum, verksmiðjum, auglýsingar„ skólamyndir, fermingar- myndir o. fl. Pétur Thomsen, kgl. hirðljósm., Ingólfsstræti 4. Sírci 10297.. Sezt a& augSýsa í Yisi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.