Vísir - 27.04.1959, Blaðsíða 9

Vísir - 27.04.1959, Blaðsíða 9
 V ! M B r Utfslngj iakl rausn fCJarwab tíii vyKrfflyiidar. Skoraö á [seö aö tvðfalda fjárveitingti. Félag ísíenzkra myndlisíar- nemá hefur gert eftirfarandi tvær fundarályktanir og sent Vísi tií birtingar: „Fundur haldinn í Félagi ís- lenzkra myndlistarnema, sunnu daginn 19. apríl 1959, vottar listam. Jóhannesi S ICjarval, virðjngu og þakklæti fyrir for- dæmin sem brautryðjanda í ír lenzkri myndlist og fyrir hina meistarálegu ákvörðun 5. apríl Konurnar ráða — Framh. af 4. síðu. Frú Gertrud Lengler tók að sér fjármál þorpsins árið 1950. Hún er 32ja ára. Þegar þorpsbúar heyra hand- bjölluna, vita þeir að opinber tilkynning er á ferðinni. Maria Becker annast það verk. Hún er 52 ára og er kallari þorpsins. Hún skrifar opinberar tilkynn- ingar, ávarpar þorpsbúa á fund- um og auglýsir ýmislegt á opin- berri töflu þorpsins. Hún hélt þessum störfum þeg- ar faðir hennar dó, fyrir 20 ár- um. Frú Maria Rau hélt líka venjulegu starfi fjölskyldu sinn- ar — hún gætir hinnar litlu póststofu. Þegar bóndi hennar dó, 1950, var hún kosin til að hálda áfram starfi hans og var gerð að póstmeistara. Auk þess að stjórna pósthúsinu, ber hún út bréf frá póststofunni 2svar á dag. Thiess-fjölskyldan hefur séð um hringjarastörfin fyrir St. Georgs-kirkju í meira en 50 ár. Þegar hringt er kirkjuklukk- unum, er Katarina Thiess að verki. Hún er 76 ára, en hefur sér til aðstoðar Paulu dóttur sína, sem er 44 ára. „Við Thiess-fólkið höfum ver- ið hringjarar hér meira en 50 ár,“ segir frú Thiess, „og við viljum halda fast við venjur f j ölskyldunnar.“ Ástæðuna fyrir því að konur stjórna svo mörgu í þorpinu, er helzt að finna í því, að allur þorri karlmanna fer til vinnu í nærliggjandi borgum — til Frankfurt og í.sumum tilfellum til Köln. Kona byggir nýja borg - Frh. af 4. siðu: Það ber töluvert á ungfrú Quadros í samkvæmislífinu í Rio de Janeiro. Hún fór til Brasilíu eftir að hafa lent í orðasennu við unnusta sinn og sleit þá trúlofun sinni um leið. Hún hefur algerlega helgað sig starfi sínu, og var ekki lengi að gleyma ástarævintýri sínu. „Ég hef fundið sanna ást hér i Brasilíu," segir hún og lítur með augum framkvæmda- mannsins á tvær grafvélar, sem ryðjast í gegnum runna. Hún hefur örugga trú á fram- tíð hinnar nýju borgar. „Við höfum byggt meira en þúsund bráðabirgðahús fyrir verka- menn, og hundruð mílna af göt- um,“ sagði hún og mælti enn- fremur: „Við erum stolt af því að opna leiðir til framfara.“ 1959, að leggja til í bréfi tk menntamálaráðherra að fé á nafnað í Kjarvalshús af ís- lenzka ríkinu skuli gert að stofnfé byggingarsjóðs Mál- verkalistasafns íslenzka ríkis- ins. Með þessu hefur Kjarval gert listasaíshugsjóninni fært að vaxa úr grasi. Nú er það Alþingis og mynd- listamanna, sem og allrar þjóð- arinnar að fylgja málinu fram. i með lögum um árlega fjárveit- ! ingu, vali á lóð, útboði á teikn- ingu safnsins og síðast en ekki . sízt byggingu þess. Önnur lagasetning um safnið | sakar ekki ef vel tekst en er 1 ekki frumskilyrði. Því heitum vér á viðkomandi aðila að láta slíkt eigi tefja hin áðurnefndu atriði málsins.“ „Fundur haldinn í Félagi ísl. myndlistarnema, sunnud. 19. apríl skorar á hæstvirt Alþingi íslendinga: 1. a. m. k. að tvöfalda fjár- veitinguna í ár til Kjarvals- húss, sem verja á til stofnfjár byggingarsjóðs Myndlistasafns Islands. 2. að tryggja nú þegar með lögum árlega fjárveitingu og á- kveða að hafa þá upphæð mið- að við verðgildi eigi lægri en upphæð þá sem Kjarval lagði til stofnunar byggingarsjóðs myndlistarsafnsins. Minnumst þess að íslenzk myndlist' myndlistarmenn og nemar svo og öll íslenzka þjóð- in mun njóta fordæmis Kjarv- als og musteris íslenzkrar mynd listar. Og að þáttur og ákvörð- un Kjarvals, Ásgríms og ann- arra íslenzkra listamanna mun uppi svo lengi sem íslenzk menning og þjóð.“ SSl riergmál Ítaíía" kemur út eftír nokkra daga. fet’ feá' í sttStargwEigajt cfátr veírár- sSvöl Itér. llöfititdtirliiii, líggerí Stefánssou, Nú í vikunni kemur út á veg um Menningarsjóðs ný bók eftir Eggert Stefánsson. Hún lieitir „Bergmál Ítalíu“, og hefur höf- undur unnið að henni frá því laust eftir áramót, en fcr áleið- is til Ítalíu um leið og bókin kemur út. Þetta er sjöunda bókin, sem út kemur frá hendi Eggerts, en Helgafell gaf úf fyrstu bók hans 1943. Það var „Fata Morgana". Höfundi þótti sú útgáfa svo falleg, að hún varð eiginlega fyrirmynd að formi allra bóka hans síðan, en veigamest þeirra er „Lífið og ég‘, sem komin er út í 4 bindum. Höfundi segist sjálfum svo frá um hina nýju bók: Auk þessa vottaði fundurinn sérstaklega, listamanninum, Jóh. S. Kjarval, þakklæti og virðingu fyrir fordæmi hans. • Um Ítalíu hafa verið skrifað- ar bækur á öllum tungumálum og í flestum löndum jarðar- innar. Merkustu rithöfundar Evr- ópu, og svo aðrir listamenn, hafa lofsungið hana í ritum og ræðum, litum og tónum, og sýn- ist ví engu ar við hægt að bæta. Að þessi bók á íslenzku bætist við er því eins og að lítill dropi falli í hafið. En að einu leyti hefur hún sérstöðu, því hún er fyrsta bókin skrifuð af íslend- ingi, sem er búsettur þar. Frá 1919, eða í 40 ár, er ég kom fyrst til Ítalíu, hef ég skrif- að dagbækur, og eru sumar greinar bókarinnar- byggðar á þeim. Þær eru því opinskáar, og sterkra áhrifa gætir þar frá voldugri, afar gamalli menn- ingu ,einkanlega þegar litast er um í heimi listarinnar. Það er því von, að íslendingurinn, sem einangraður hefur verið í marg-. ar aldir fái ofbirtu 1 augun. Ég sé hana í dagbókarblöðum? „Svo rik er Ítalía af listumr. mann sundlar — maður ofmett- ! ast — svimar — tærist, a£ þessum unaðsfyllingum allrá sansa. Einnig landið, sem held- ur mér hrifnum o ghamingju- þrungnum af sælu — yfir að vera kominn þangað, sem mað- urinn hefur ekki fleiri óskir“; ! og áfram: „Það er eins og listin sé svo mögnuð í sköpunarkrafti sínum, að allt virðist sjálfsagti og létt, og þessi léttleiki er vott- ur snilldarinnar í öllum lista- verkunum, sem stráð er um alla Ítalíu. Frá höll til hallar, — frá kirkju til kirkju — alltaf eitt- hvað undravert.' Nýr stíll, ný dularfull hugsun, útfærð a£ snilld í tré, stein, járn og mar- mara. Frá hvelfingu til hvelf- ingar, frá súlu til súlu, frá myndastyttu til málverks —• alltaf fylgir manni þessi leiðslá hugnæmrar seiðingar snilldar- innar. — Maður fyllist, töfrasti af hinni yfir-jarðnesku ást til þess, sem er fagurt.“ Það hefur verið hamingjá mín, að leiðsögumaður minn x Ítalíu hefur haldið öllum skugg- um frá, og því hef ég getað ein- blínt á hið fagra, bjarta og göf- uga ,sem kynngi hins ítalska. anda hefur skapað, og tileinka ég honum þessa bók. Sumt í þessari bók hefur les- andinn ef til vill heyrt mig flytja í útvarpi, eða lesið í Vísi. Hér kemur það svo endurbætt, surnt breytt. Ég er þakklátur Menningar- sjóði fyrir að hafa gefið bókina út, og vidjað vanda hana eins og hægt er. Mun það áreiðan- lega treysta menningartengsl þau, sem þegar hefur verið stofnað til með Ítalíu og íslandi, og á áreiðanlega eftir að aukast, og þegar hafa borið svo heilla- vænlegan ávöxt í tónlist, mynd- höggvaralist og málaralist, þeii'ra er listnám hófu á Ítalíu á fyrri hluta aldarinnar. — • —- Hlanstu eftir þessu Bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway fékk Nobels vcrðlaunin 1954 fyrir ,,mið þróttmikla vald, sem hefur skapað nýja stefnu í bókmcnnt- um nútímans, eins og nýlega kom fram í „Gamli maðurinn og hafið“. Heming- way er áhugasamur veiðimaður, og sést hér á siglingu undan Kúbuströndum, þar sem verðlaunabók hans er látin gerast og þar sem kvikmyndin, sem nýlega var tekin eftir sögunni, var tek- in. Hann er höfundur margra bóka, er þýddar hafa verið á ýms tungumál. Hinar ævintýrlegu sögur Hemingways hafa einnig náð mikilli útbreiðslu, þar scm níu beirra hafa verið kvikmyndað- ar í Hollywood. Fimm hundruð ára afmæli sigurgöngu mærinnar frá Orleans í borgina Reims, var haldið í júlí 1929 með mikilli við- höfn. Það er ekki aðeins að Jóhanna sc þjóðarhetja frakka, lieldur hefur saga hcnnar haft örvandi áhrif á listaménn og söguritara alla tíð síðan, og um hana hafa verið búin til mörg leikrit, sem í hafa leikið frægar leikkonur margra alda. Árið 1919 tók Pius páfi X. hana í dýrðlingatölu, og 1920 lét Benedikt XV. framkvæma svipaða athöfn með mikilli viðhöfn í Róma. Þann 28. mai 1946 sór Manuel Roxas embættiseið sinn, sem forseti Filippseyja, en til þess hafði hann verið kjörin í apríl sama ár. Hann gegndi embætti, sem síðasti forseti Sambands- lýðveldisins og fyrsti forseti íýðveldis- ins. Hér sést hann við athöfn ásamt konu sinni frú Trinidad Roxas, en á bak við hann Elpido Quirina, sem tók: þá við varaforsetaembætíi. Roxas var fulltrúi lands síns sem forscti Sam- bandslýðveldisins, við athöfn þá, sem fram fór 4. júlí 1946, er bjóð hans gerð- ist sjálfstætt lýðveldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.