Vísir - 04.05.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 04.05.1959, Blaðsíða 10
VISIR Mánudaginn 4. maí 1959 CECIL ST. •LAURENT: soni/ IK * ÐON JÚANS 20 þá ekki jafn eðlilegt, að eg skyldi bjarga þér, þegar þú varst í hættu. —• Af því að þér þykir vænt um mig — það hafði mér ekki flogið í hug. Nei, þú fórst ekki að veita mér athygli fyrr en-- — Fyrr en hvað? — Fyrr en eg hafði bundið þig og rifið lín þitt. —• Hvaða vitleysa, var það svo sem nokkuð? Það var skuggsýnna en svo, að þau gætu virt hvort annaö fyrir sér. Juan var hálfgert í leiðslu, dálítið sljór — og hugsaði um, að framkoma Teresu minnti hann dálítið á framkomu Conchitu, hjá báðum lá eitthvað meira á bak við orðin, sem hann skildi ekki. Báðar komu fram við hann, eins og hann væri fjandmaður þeirra, og samtímis eins og hann væri þeim kærari en allt annað í heiminum. En hann fann til uppörvunar þrátt fyrir allt af orð- um hennar og um leið og hann strauk hendi um líkama hennar beygði hann sig yfir hana, svo munnur hans nálgaðist munn hennar, en áræddi það ekki og snerti erynaflipa hennar með vörum sínum, og þá kipptist hún til lítið eitt og þá varð hann djarfari og varir hans snertu varir hennar, en það vantaði allan yl, alla ástríðu í kossinli, allt var svo fálmkennt, að hún varð fyrir vonbrigðum, og andvarpaði, og sneri frá honum andlitinu. handlegg hans og önnur hönd hans snerti mjúkt línið, en hina hafði hann lagt um mitti hennar. — Eg tel upp að tíu, hugsaði hann, og svo kyssi eg hana beint á, munninn. Og svo taldi hann upp.aö níu, og var gramur sjálfum sér, að þá brast hann kjark, og í vandræðafeimni sinni sagði hann: — Það er dálítið, 'sem mig langar til að spyrja þig um Teresa, sagði hann að lokum. — Og hvað er það? — Þegar þú hafðir skorið á taugina og bjargað mér, baðstu mig, að stara ekki á þig. Hvers vegna? Hún þagði andartak og svaraði svo: — Jú, því að — þarna um kvöldiö — þegar þú haföir bundið . mig, starðirðu allt of lengi. — Eg botna ekkert í þér, sagði hann feimur og hálfstamandi, íyrst vildirðu láta handtaka mig og hegna mér, en í kvöid bjarg- aðirðu mér. — O, vertu ekki að brjóta heilann um þetta, kannske var sama tækifærið í bæði skiptin. Þegar hann svaraði engu, sagði hún og kenndi gremju í rödd- inni: — Hvaö piltar geta verið heimskir, þar sem mér nú þykir vænt t;m þig, vildi eg hindra þig í að fara þarna um kvöldið og var — Eg gerði þetta víst klaufalega? — Nei, Juan, af hverju spurðu svona? — Þu andvarpaðir. Hún horfði á hann með tindrandi augum. Eg vildi, að þú kysstir mig á allt annan hátt, hvíslaði hún. — Jæja hugsaði Juan, auðmýktur, það eru víst einhverjar að- ferðir, sem hún kann, en eg ekki — og hvernig hafði hún lært þær? — Hvað þú hlýtur að vera reynd, sagði hann beisklega. — Ekkert sérstaklega, en sérðu — ' — Hvað áttu við? Hún var hljóð nokkrar sekúndur, svo sagði hún: — Sjáðu til, siðan skæruliðar komu hefur það komið fyrir, að þeir hafa kysst mig, gegn vilja mínum, og þá fór mér að skiljast sitt af hverju, máttu vita. — Já, einmitt það, sagði Juan argur, og þú gætir þá kannske sýnt hvernig þeir fóru að, í stað þess að liggja þarna stynjandi. Hún lyfti höfði sínu og hann fann mjúklega snertingu vara hennar og það fór um hann hlýr straumur unaðar, en nú — er þessi kennsla var hafin, eimdi enn eftir af beiskjunni yfir því hve íalmandi og fákunnandi hann hafði verið, og yfir að hann hafði valdið meynni vonbrigðum, en hún virtist ekki ætla að erfa það, því að hún hreyfði sig mjúklega að honum, en við þaö óx hug- rekki hans, og hann faðmaði hana að sér karlmannlega og af ástríðu, en hún lét sér það vel líka, og nú kyssti hann hana eins og hún hafði óskað sér. En í þessum svifum, er hófdynur barst að eyrurn, ómaði það sem undirspil einhvers unaðssöngs, er fékk snöggan endi, er hurð- inni var upp hrundið, en hann stóð upp, án þess að sleppa tök- um á stúlkunni. Einhver stóð í gættinni. — Hér er dimmt sem í dauðs manns gröf, var sagt hranalega. Og allt tómt — ekki einu sinni eldhol, svo að hægt sé að kveikja upp, orna sér og velgja vín. Maðurinn nálgaðist. Hann var klæddur sem spænskur aðals- maður, og hafði sveipað að sér feldi sínum. Hann var með barðastóran hatt á höfði, og í reiðstígvélum, niðurbrettum að ofan. Hann skálmaði um stofuna og er hann steig ofan á fót Teresu rak hún upp veikt óp. — Hvað var þetta? urraði hann. — Hver eruð þið? Er þetta stofan ykkar? Annar maður birtist í dyragættmni. — Við hvern ertu að tala, Carlos? — Það veit eg ekki enn, markgreifi, svaraði hinn, og mælti nú í virðingartón, og stakk sverðsoddi sínum undir hiröiskápuna, sem þau Juan og Teresa skýldu sér með. — Nei, hver skyldi trúa! Piítur og stúlka! Við höfum víst truflað mjög rómantískt ævintýri. Enn komu þrír inn, allir liðsforingjar. Einn þeirra bar ljósker og var það Villa-Campo. Þá flýtti Juan sér aö taka til máls: — Herra markgreifi, sagði hann og reyndi að mæla öruggum rómi, — þið voruð sannarlega ekki að trufla neitt ævintýri. Stúlk- an hérna er leiðsögumaður minn. Þegar orrustan geisaði í gær tókst mér að flýja undan hermönnum Thiebaults hershöfðingja og er nú á heimleið til fjölskyldu minnar. — Heilagi Antonius, sagði Villa-Campo, er það ekki pilturinn — d'Árranda, og eg sem hafði haldið, að þú værir steindauður. Hvernig stendur á því, að sá helvíski Thiebault valdi leiðina eftir fljótsfarveginum, í stað þess að fara vanalega leið? Veiztu hver afleiðingin varð —• að eg missti helming liðs míns? — Eg ber enga sök á því, sagði Juan, og reyndi að hagræða betur klæðum sínum. — Eg rak erindi yðar eins og mér var falið, en gat ekki komið í veg fyrir, að Thiebault veldi hina leiðina. Markgireifinn svaraði engu, en fór að ganga um gólf fram og aftur. — Og nú var tilgangurinn að hverfa aftur í skaut fjölskyldu yðar, sagði hann og sneri sér heiftarlegur á svip að unglingunum. — Unga hetjan okkar er kannske orðin fullsödd ævintýra. Hefi eg ekki alltaf sagt, að nota beri vöndinn til herzlu, þar til menn þola högg fjandmannanna--------- — Eg óttaðist ekki högg þeirra," sagði Juan, en honum sárnaði orð Villa-Cempo. Það var nú svo, að þessi stúlka bjargaði lífi mínu, eftir að skæruliðar höfðu tekið mig höndum og dæmt mig til lífláts, af bví að eg var klæddur frönskum einkennisbúningi. Og fyrir það ætlaði eg að koma henni í umsjá móður minnar. Markgreifinn varð hugsi og helt svo áfram: — Eg beið ósigur, það er satt, cj margir er veittu mér lið hafa. þess vegna snúið við mér baki. E. IL Burrouöis L 2878 Tarzan gekk um skóginn í leit að bráð. Þá barzt hon- um til eyrna, sársaukaöskur dýrs. Aapamaðurinn varð forvitinn og gekk á hljóðið og brátt kom hann þar sem risavaxið Ijón lá klemmt undir stóru tré sem hafði fallið ofan á það. A kvöld vökiiiiiii Engin þörf á þeim. — O’Grady: — I-Ivers vegna viltu selja náttskyrtuna þína? Pat: — Já, eg vil selja hana. Að hvaða gagni kemur hún mér núna, þegar eg hefi feng- ■ ið nýja stöðu sem næturvörður og sef á daginn? ★ Hlutur ekkjunnar. —• Ame" ríska stjórnin hefir fengið nýj- an ráðunaut og það er frú i Natalie ekkja Trotskys. Frú Trotsky hefir búið í 20 ár í Mexico en hefir nú fengið vega. bréf til Bandaríkjanna. Ætlun- ; in er sú að ekkja forsprakkans j í uppreistinni segi frá öllu, sem hún veit um heimskommún- ismann og þá menn, sem voru á oddinum á uppreistarárunum. Og margir af þeim eru enn lif- andi og hafa hlutverki að gegna. ★ Kona bauðst til að sjá um átta ára gamla dóttur nágranna konunnar. Hún kom nógu snemma til að útbúa morgun- verðinn og setti á borðið stóran skammt af „bacon“ og eggi handa telpunni. — Mamma hefur alltaf heit- ar bollur til morgunverðar, sagði sú 8 ára gamla. Konunni var mikið um að gera að þóknast telpunni, flýtti sér fram í eldhúsið og útbjó í snatri nokkrar heitar bollur, sem hún setti fyrir telpuna. — Nei, þakka fyrir, sagði telpan. — Mér skildist að hún mamma þín hefði alltaf heitar bollur til morgunverðar, sagði konan og var undrandi. — Hún gerir það, sagði telp- an. — En eg borða þær ekki. Heraid Ts'fbune býdur tii sasukeppnf. Dagblaðið New York Herald Tribune býður, eins og nokkur undanfarin ár, íslenzkum fram- .haldsskólanemendum til þátt- jtöku í alþjóðlegri ritgerðar- samkeppni meðal unglinga. jHöfundur þeirrar ritgerðar, er Idæmd verður bezt í hverju þátttökulandi, fær að verðlaun- urn ferð til Bandaríkjanna og þiggja mánaða dvöl þar (janú- ar—-marz 1960) sér að kostn- aðarlausu. Ritgerðarefni á íslandi er að þessu sinni: „Að hvaða leyti eru vandamál æskufólks nú á tímum frábrugðin þeim vanda- málum, sem eldri kynslóðin átti við að glíma?“ Lengd rit- gerðarinnar á að vera 5—6 vél- ritaðar síður. . Þátttaka í samkeppninni ex’ heimil öllum framhaldsskóla- nemendum, sem verða 16 ára fyrir 1. janúar 1960, en ekki 19 ára fyrir 30. júní það ár, eru íslenzkir ríkisborgarar og fæddir lxér á landi og hafa góða kunnáttu í ensku. Ritgerðirnar, sem eiga að vera á ensku, skulu hafa boiúzt menntamá’aráðuneytinu fyrir 15. október nk. Menntamálaráðuneytið, 28. apríl 1959. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.