Vísir - 11.05.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 11.05.1959, Blaðsíða 1
49. ár. Mánudaginn 11. maí 1959 102. tbl. IL síður Óiafur Thors í kjöri í Gullbr.- og Kjósarsýslu. Hefur verið þiragmaður kjör- dæmisins i 33 ár. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í GuIIbringu — og Kjós- arsýlu ákvað fyrir nokkru að skora á Ólaf Thors að gefa kost á sér til framboðs þar í kjör- dæminu, og hefur hann orðið við áskoruninni, svo að fram- boð er ákveðið. Nú er liðinn nær þriðjungur aldar, síðar Ólafur var fyrs't kjörinn á þing í Gullbringu- og Kjósarsýslu, því að hann hefur verið þingmaður kjördæmisins óslitið frá 1926. Hefur hann æv- inlega átt öruggu fylgi að fagna þar og við síðustu kosningar varm hann mesta kosningasigur sinn og fékk hærri atkvæða- tölu en nokkrum manni hefur verið greidd í einstaklingskjör- dæmi. Ólafur Thors myndaði stjórn í fyrsta sinn 1942, og kom hún fram þeim breytingum á kjör- dæmaskipuninni, sem orðið var eins nauðsynleg þá og sú, sem nú er á döfunni um þessar mundir. Ólafur myndaði svo stjórn á ný 1944, nýsköpunar- stjórnina, sem undirbjó og hratt í framkvæmd endurnýj- un atvinnutækjanna og stór- kostlegri sókn á sviði atvinnu- málanna. Þriðja sinni myndaði Ólafur minnihlutastjórn 1949, og und- irbjó hún tillögur til úrbóta í efnahagsmálunum, en árang- ur þeirra varð jafnvægi, sem varð undirstaða á næstu árum. Loks myndaði Ólafur stjórn í fjórða sinn árið 1953, en helzta afrek hennar var undirbúning- ur rafvæðingarinnar, sem enn er unnið við. Munu kjósendur Gullbringu- og kjósarsýslu ekki starfa af minni áhuga fyrir kjöri Ólafs nú en undanfarið, og stendur fylgi hans vafalaust traustara en nokkru sinni fyrr. Kona bjargar syni sínum frá drukknun. Umferðarslys í Sörlaskjóli í gærkvöldi. Síðdegis á föstudag eða klukkan nær hálf sjö hafði fimm ára gamall drengur fallið í sjóinn gegnt Sjávarborg við Skúlagötu. Móðir drengsins var nær- stödd og sá hvað skeð hafði. Varpaði hún sér umsvifalaust í sjóinn eftir syni sínum, náði honum og fékk bjargað til lands. Drengurinn var þá með mikla kuldakrampa og var hann fluttur í skyndi í Slysa- varðstofuna þar sem honum var hjúkrað. í gærkveldi varð umferðar- slys í Sörlaskjóli. Atta ára gömul telpa Erla Þ. Ólafsdóttir að nafni, og til heimilis í Sörlaskjóli 34 varð Montgomery marskálkur tók sig allt í einu upp fyrir skemmstu og skrapp til Moskvu, eins og menn rekur minni til. Ræddi hann m. a. við Krúsév, og er myndin tckin við það tækifæri. Hjá Krúsév situr Sokolovsky marskálkur, en honum réð Montgomery til að læra ensku. Það átti _______________________ víst að endast honum til sáluhjálþar. Geislamegn: Vatniö er ó- drekkandi. Frá fréttaritara Vísis. Kaupm.höfn • fyrradag. Engir Danir hafa fundið það eins vel og íbúar Salt- hólmans — sem er rétt hjá Kaupmannahöfn — ?.ð geisla magn i rigningarvatni hefur aukizt upp á síðkastið. Salt- hólmabúar verða að drekka rigningarvatn, en það er nú svo megnað geislaefnum, að bannað hefur verið að neyta þess, og er vatn flutt til eyj- arinnar úr vatnsveitukerfi Kaupmannahafnar. Rúmar SO þiís. lestir af fiski á land í Eyjum. Benóný varð affakongur 6. sinn í röð. Hafnfir&lngar sigruðu Keflvíkfnga Efnt var til bæjakeppni í sundi milli Hafnarfjarðar og Keflvíkinga í fyrradag. Keppt var alls í átta greinum og voru keppendur mjög jafnir, svo að munur varð lítill á stigatölu bæjanna. Hafnar- f jörður sigraði ipeð 47 istigum Svifflugmet á Bretlandi. Um síðustu heigi var efnt til fyrir bifreið og meiddist all- mikið. Hlaut hún djúþan skurð á höfði og mæddi mjög blóð- rás. Einnfremur hruflaðist hún á hné. Telpan var flutt í Slysa- varðstofuna og var látin liggjamikils svifflugmóts í Bretlandi. þar í nótt til athugunar. Eitt helzta afrekið á mótinu Annað umferðarslys varð ávar það, að brezkur svifflug- mótum Sogavegar og Breið-maður setti nýtt met í lending- holtsvegar á föstudagskvöldið. arflugi frá ákveðnum stað og Þar varð sex ára drengur fyrirtil hans aftur. Flaug hann 210 bíl og truflaðist á andliti ogkm. en fyrra metið hafði verið hendi. tæplega 180 km. Einni mestu vertíð í sögu Vestmannaeyja er nú Iokið. Aflamagnið hefur aldrei verið meira, rúmar 50 þúsund lestir eða 3500 lestum meira en í fyrra. Lifrarmagnið er 3890 lestir, eða tæpum 500 lestum meira en í fyrra. Benóný Friðriksson varð afla kóngurinn 6. árið í röð. Aflaði á bát sinn, Gullborgu, um 1200 lestir og náði, þrátt fyrir gífurlegan afla ekki hinu gamla meti sínu sem er um 1300 lest- ir. Stígandi er annar aflahæsti báturinn með 1100 lestir. Þar næst koma Kristbjörg, Ófeigur og Sigurður Pétur. Engin slys hafa orðið við sjó- sókn í vetur frá Vestmanna- eyjum, þrátt fyrir harða og kappsama sjósókn eins og að ffýjuJtu rík 'Ji'ókiHfl TletiA: Islendingar stela! Brezkir útgerðarmenn eru nú orðnir óðir af bræði. Fishing News, málgagn helgi, og hafa skriffínnar blaðs- brezkra togaraeigenda, sem ins aldrei verið eins óðir og að þeir hafa ausið í tugþúsundum þessu sinni. Er munnsöfnuður punda til að geta ef til vill þeirra að hann minnir á ekkert klekkt á íslcndingum, lætur eins og naut í flagi á föstudag- inn. í ritstjórnargrein blaðsins er einungis rætt mn íslendinga og síðustu atburði í íslenzkri land- nema pörupilta, sem vita upp á sig skömmina. Grein þessi er svo löng, að ekki eru tök á að birta hana í heild, en hins vegar er sjálf- sagt að birta virðulegustu kafl- ana, svo að menn megi sjá, hvernig brezkum togaraeigend- um er innan brjósts: ...ísland liefur hrundið deilunni af stað og getur fljót- lega bætt þar úr, ef það hefur löngun til þess. Hvað vakir eig- inlega fyrir íslandi? Það er að reyna að stela frá öllum öðrum V Frh. á 12. s. > vanda. Sterkir og vandaðir bát- ar, vel búnir að öllu leyti eru ástæðan fyrir því að mannslíf hafa ekki glatast við hið áhættu sama og erfiða starf. Einn bátur sökk við Eyjar, en áhöfn hans var fyjargað. Annar fór á land en var náð út. Hátíðahöld á lokadaginn voru ekki önnur en dansleikur í sam- komuhúsinu og var þar þröng á þingi, því að á þriðja hundr- að manns, er leituðu inngangs, komust ekki inn og þó var jafn þétt raðað inni og síld í tunnu. Vb. Sígríður sökk eftir árekstur. Það óhapp varð skammt frá Olafsvík á uppstigningardag, að vb. Sigríður úr Reykjavík sökk eftir árekstur. Sigríður hefir verið á færa- fiski fyrir vestan og lá kyrr, þegar vb. Mumma bar að til að skila manni, sem fenginn.hafði verið að láni í róður. Sigldi Mummi svo hratt að Sigríði, að gat kom á byrðinginn og varð ekki við neitt ráðið. Var ekki unnt að koma vél bátsins í gang og sökk hann á skömmum tíma, en Mummi bjargaði skip- verjum. Vb. Sigríður var 12 lestir. Blaðið Scotsman segir heim- sókn Churchills vestra mik- ilvægari cn flestir ætli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.