Vísir - 15.05.1959, Blaðsíða 1
45. ár.
Föstudaginn 15. maí 1959
106. tbl.
Svartur sjór af síld
norílur í
ÍKöfrungur sprengdi
nóíiitu í stóru kustL
Nú er svartur sjór af síld við norður í Kolluál og fengu frá
Snæfellsnes. Höfrungur frá j 80 til 150 tunnur í lögn. Síldin
Akranesi fékk þar nótarfylli í sem veiðzt hefur er falleg, jöfn
einu kasti, en það var sýnd: að stærð og það stór að hún á-
veiði cn ekki gefin, því nótin j netjast ekki í nótinni.
sprakk og báturinn fór inn til
Ólafsvíkur til að fá gert við nót-
ina. •
Réðu þeir Höfrungsmenn
ekki við neitt, fengu. net eða
tóg í skrúfuna, en þarna var
am óhemju mikla síld að ræða.
Höfrungur er annar Akranes-
'báturinn sem veiðir nú í hring-
nót.
Bjarni Jóhannsson var í
Grindavíkursjó í nótt en fékk
ekki nerna 15 til 20 tunhur.
Einn reknetabátur var þar og
fékk um 50 tunnur. Hinir fjór-
ir, sem eru á reknetum voru
Tillögur vesfurvelda lagðar fram.
Iþróttir og sýningar
á Akureyri.
Hyggja á samkeppni
á flugfeiðum.
Fregnir frá Moskvu herma,
að brezku farþegunum í Vis-
count-flugvélinni, sem í gær
flaug fyrsta áætlunarflugið
milli London og Moskvu, hafi
fundizt mikið til um hinar rúss-
nesku flugvélar, sem þeir sáu
á flugvellinum í Moskvu.
Voru þær af öllum gerðum og
stærðum. Þeim var sagt, að
Rússar væru undir það búnir
að hefja samkeppni á flugleið-
um heims, m. a. til Bandaríkj-
anna, undir eins og Bandaríkja-
stjórn leyfði.
Forstjóri Aeroflot sýndi
Douglas lávarði, forseta BEA
og fimm þingmönnum, hinar
ýmsu flugvélar, sem á flugvell-
inum voru.
Með kápuna á
báðum öxluan.
aks, flutti útvarpsræðu í gær,
og boðaði hlutleysi íraks.
Hann kvað frak vinveitt
kommúnistiskum ríkjum, en
einnig vestrænum ríkjum, sem
vildu gott samstarf við írak. —
Hann ráðlagði nágrannaríkjun-
um, Tyrklandi og íran, að taka
einnig upp hlutleysisstefnu.
--•---
S.l. Iaugardag voru gefin
saman í hjónaband brezka
leikkona Elizabetli Taylor og
Eddie Fisher. Hún tók ný-
lega Gyðingatrú, sem er trú
manns hennar, og samtímis
tók hún sér nafnið Elisheba
Rahel.
Þrír af þorskanetabátunum
fengu góðan afla í gær. Fengu
þeir frá 11 til 20 lestir. Sigur-
von var með mestan afla. Nú er
aðeins einn bátur eftir á þorska
netum
síðasti
Frá fréttaritara Vísis. -
Akureyri í gær. Tillögur Vesturveldanna, sem
Miklar íþróttasýningar og j Herter gcrði grein fyrir á Gen
kappleikir standa fyrir dyrum j farráðstefnunni í gær, en þær
á Akureyri um hvítasunnuna. ■ miða að Iausn vandamálanna
Er ákveðið að Knattspyrnu- j stig af stigi sæta þegar mikilli
félág Akureyrar bjóði hingað gagnrýni Rússa, þótt Gromiko
íþróttaflokkum, bæði frá Ár- j hafi ekki gert þær að umtals-
manni og íþróttafélagi. Reykja- efni, og þær sæta einnig gagn-
I London eru þær taldar eiga betri
örlög skilið en þær munu fá.
Fálega tekið af Rússum og
í Þýzkalandi.
víkur. Frá Ármanni koma
körfu- og handknattleiksflokk-
ar og munu þeir keppa við
fjögur lið Akureyringa. Frá í.
og er þetta sennilega R. koma hinsvegar fimleika-
dagurinn. Báturinn er flokkar karla og kvenna og
aflaskipið Sigrún, sem vantár mun karlaflokkurinn m. a. sýna
ekki nema nokkrar lestir til að áhaldaleikfimi á tvíslá og svif-
hafa aflað 1000 lestir á vertíð-Jrá, en langt er síðan slíkar æf-
inni oger ætlunin að ná mark- ingar hafa verið sýndar á Ak-
inu í dag og hætta svo. I ureýri.
Aðeins 2 menn fengust
í uppskipunarvinnu.
Lm skeið lá annar hver Hús-
víkingur í inflúensu.
Frá fréttaritara Vísis. —
Húsavík í morgun.
Inflúenzan er heldur í rénun
á Húsavik, en hún hefur und-
anfarið lagt ibúana unnvörpum
í rúmið og a. m. k. helmingur
íbúanna var rúmliggjandi sam-
tímis.
Á meðan veikin var sem
svæsnust varð að loka ýmsum
fyrirtækjum í kaupstaðnum í
einn eða fleiri daga og eins varð
að takmarka símaþjónustuna á
staðnum vegna veikinda síma-
stúlkna.
Sem dæmi um það hversu al-
varlegt ástandið var í þessum
1400 manna bæ, má geta þess,
að þegar m.s. Helgafell kom
, hingað í byrjun þessarar viku
Jtil þess að landa áburði, fengust
ekki nema aðeins tveir menn í
öllum bænum til uppskipunar-
starfa. Urðu skipverjar þá sjálf-
ir að vinna að uppskipuninni.
Mikil hitasótt fylgir inflú-
enzunni og hefur ýmsum, sem
farið hafa of snemma á fætur,
slegið niður aftur. Enginn hef-
ur samt látizt af völdum henn-
ar enn sem komið er.
Veðráttan hefur mjög breytzt
til batnaðar og hefur verið af-
bragðsveður og hlýindi undan-
farið. Snjó hefur tekið af lág-
lendi, a. m. k. að langmestu
leyti og jörð tekin að grænka.
rýni í Vestur-Þýzkalandi og
enn meiri í Austur-Þýzkalandi,
en í Bretlandi er þeim yfirleitt
vel tekið þótt menn geri sér
engar vonir um, að á þær verði
fallist.
Herter kvað Vesturveldin
með þessum tillögum hafa kom-
ið mjög fram til móts við Rússa
og væri hér um miklar tilslak-
anir að ræða miðað við fyrri til-
lögur.
í fjórum áföngmn.
Bretland, Bandaríkin og
Frakkland standa að tillögun-
um. Þær eru í fjórum áföngum,
og er þar mælt með sameiningu
Berlínar fyrst, og þar næst alls
Þýzkalands. Sameining Be’rlín-
ar yrði fyrsti áfanginn með
tryggingu stórveldanna. Þá er
gert ráð fyrir ráði Vestur- og
Austur-Þjóðverja til undirbún-
ings kosningum í öllu íandinu
Myndin sýnir Dag Hammar-
skjöld, framkvæmdastjóra
SÞ. (örin), bjóða utanríkis-
ráðherra stórveldanna vel-
komna til Genfar. Umliverfis
borðið eru þessir hópar —
1) ritarar Sameinuðu þjóð-
anna, 2) fulltrúar Vestur-
Þýzkalands, 3) sendinefnd
Bandaríkjanna, 4) sendi-
nefnd Frakka, 5) sendinefnd
Breta, 6) sendinefnd Sovét-
ríkjanna, 7) fulltrúar Aust-
ur-Þýzkalands.
og skulu þær vera algerlega
frjálsar, en síðan kæmi til þing
fyrir allt Þýzkaland, gengið frá
stjórnarskrá og friðarsamning-
ar gerðir við frjálst, sameinað
Þýzkaland.
Samtímis er svo gert ráð fyr-
ir ráðstöfunum til tryggingar
friði og öryggi. Sameining
Þýzkalands og öryggismálanna
sé óaðskiljanleg, þá er gert ráð
Framh. á 12. síðu.
AtvmniGlausir
um 3,8 millj.
Gert er ráð fyrir, að atvinnu-
leysi liafi minnkað verulega
undanfarnar vikur í Bandaríkj-
unum.
Það er venja, að atvinna fari
vaxandi með vorinu, en þá
bætast einnig tugþúsundir í
hóp starfandi fólks — skóla-
fólk, sem lokið hefir námi. Nú
er gert ráð fyrir, að atvinnu-
leysingjar hafi verið 3,8 mill-
jónir eða færri í apríllok. Á
sama tíma í fyrra voru þeir 5,1
milljón og vorið 1957 2,1 millj.
Hann ók til
frelsisins.
í sl. viku tókst ungum A.-
Þjóðværja að sleppa til Vestur-
Berlínar með alla Iausafjár-
muni sína.
Maður þessi var vörubif-
reiðarstjóri, ók 25 lesta vöru-
bifreið, og hafði hann sett allar
hreyfanlegar eigur sínar á pall
bifreiðarinnar, en að því búnu
ók hann á fullri ferð gegnum
girðingu á götu einni og var
þar með sloppinn af svæði
komrnúnista.
Sex idrepmr í
Alsír.
Sex farþegar létu lífið og 7
sœrðust alvarlega, þegar járv-
brautarlest í Algier var sprengd
x loft upp fyrir skömmu.
Það voru uppreistarmenn.
sem stóðu fyrir illverknaði þess-
um. Höfðu þeir komið sprengju
fyrir á járnbrautarteinunum 30
km. fyrir utan Blida. Þrír, sem
létust, voru úr franska hernum.
Sprengingin var mjög öflug.
Myndaðist tveggja metra djúp-
ur gígur þar sem sprengjan
sprakk og margir vagnar eyði-
lögðust.