Vísir - 27.05.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 27.05.1959, Blaðsíða 7
Mðvikudaginn 27. maí 1959 VfSIR f Hungrið blasir við; Uggvænleg framtíð á Ind- andi vegna matarskorts. Þrefalda verður framleiðsluna á næstu 7 árum, ef girða á fyrir vandræði. Framtíðarhofur eru ískyggi legar á Indlandi, nema korn- rækt verði aukin stórkostlega. Sérfræðingar telja, að Ind- verjar verði að auka kornfram- leiðslu sína um 57% á næstu 7 árum, eigi hungursneyð að verða afstýrt. — Það er sér- fræðinganefnd frá Fordstofn- uninni, sem komizt hefir að þessari niðurstöðu. Á þessu ári er talið, að mat- vælaframleiðslan á Indlandi nemi 70 millj. lesta, en þetta, ásamt innflutning á hrísgrjón- um og hveiti, nægir vart handa þeim 400 millj. manna, sem landið byggja. En á næstu 7 árum mun íbúatala landsins aukast um hvorki meira né minna en 80 millj., ef hún heldur á- fram að vaxa eins og að und- anförnu. Indverska matvæla. og land- ■búnaðarráðuneytið hefir nýbirt skýrslu nefndar sérfræðinga Fordstofnunarinnar, en far_ maður hennar er dr. Sherman E. Johnson, úr landbúnaðar- ráðuneyti Banadríkjanna. — Nefndin segir, að þrefalda verði núverandi aukningu matvæla- framleiðslu, sem nemur 2.3% á ári. Framleiðsluaukningin er svo hæg, að 1966 mun vanta 28 millj. lesta til að fullnægja þörfinni. Þann vanda er hvorki hægt að leysa með skömmtun né innflutningi, segir nefndin. Nefndin reyndi að sneiða hjá stjórnmálalegum vandamálum, en sagði þó: Ef ekki er hægt að fullnægja kröfum um fæði og klæði er hætt við, að menn verði að fórna ýmsu fleira, sem þeim er dýrmætt. F ramleiðsluþr óunin er ekki komin á hátt stig á Ind- landi. Öðru nær. Japanskir bændur framleiða þrefalt meira en indverskir. Ekki er hægt að kenna um loftslagi eða jarð- vegi Indlands, heldur eru úr- eltar vinnuaðferðir og trúar- kreddur orsakirnar fremur öðru, en framleiðsluna má stór- auka með áveitum. Ennfremur þarf að gera ráðstafanir til stöð ugra verðlags, losa smábændur úr greipum kaldrifjaðra lán- veitenda. Og loks eru það kýrn- ar, sem á Indlandi eru taldar helgar skepnur, og má því ekki slátra þeim. Af þeim er aragrúi og þessar gagnslausu skepnur fá að vaða yfir ágæt beitilönd. — Talað er um að breyta skattalögum, svo að það verði mönnum erfitt að ala gagnslaus ar skepnur, en þetta er erfitt mál úrlausnar, eins og öll mál, sem varða trú manna. Kristileg æskulýðsmót viða um landið. Sumarbúðir að Löngumýri. an akstur „undir áhrifum" og iyrir að nema ekki staðar eftir að slys hefur orðið, heldur en fyrir öll afbrot og ofbeldisverkn- aði fullorðinna. Tölurnar sýna því raunverulega, segir blaðið, að það eru fleiri hættulegir af- brotamenn, sem sitja undir stýri í bil, heldur en þeir, sem laum- ast eftir húsasundum eða halda sig í nánd við götuhorn. Og þó baka ofbrot framin af mönnum, sem aka bílum, alls ekki sama álitshnekki og hin „venjulegu“ afbrot, sem eru færri að tölunni. Hvers vegna? Hvers vegna er viðhorf manna þetta. Barbara Wootton kennir Vim „miðstétta-siðferðiskennd- inni“. Þar sem það séu aðallega mið- eða millistéttirnar, sem eiga bila og aka, tregðist menn við, að lita á þessar skuggahliðar sem afbrot. Það er þó ekki hægt að ganga of langt í bollalegging- Um og ályktunum um þetta. Það verður að gera greinarmun á af- brotum frömdum að yfirlögðu ráði og afbrotum bílakandi manna, sem óviljandi verða brot- legir. Ein athyglisverð hliðstæða. En það er ein sériega athyglis- verð hliðstæða, segir blaðið að lokum. Margir hryllilegustu glæpir eru fi’amdir af mönnum, er neyta áfengis og bera kutann , í erminni. Nærtækt dæmi um slikt er, að lögregluþjónn var, drepinn. Að neyta áfengis og aka ; bil getur haft eins örlagaríkar afleiðingar. Ef sama siðferðissjónarmið ríkti varðandi slys, sem eru af- leiðing þess að ölvaðir menn aka bílum, og alvöruatburði af völd- um drykkjuskapar almennt, mundi þeim fækka að miklum, mun.“ Sumarbúðir fyrir unglinga munu starfa að Löngumýri í Skagafirði í sumar eins og í fyrra, en auk þess mun Æsku- lýðsnefnd Þjóðkirkjunnar efna f til tveggja daga æskulýðsmóta á ýmsum stöðum á landinu. | Sumarbúðunum að Löngu- ; mýri mun veita forstöðu sr. i Bragi Friðriksson og Katrín kona hans. Verða þar haldin 4 námskeið, og hefst hið fyrsta 1. júní, og verður dvalar- kostnaður 450 krónur fyrir hvert. Ver'ður börnunum gef- inn kostur á kennslu í föndri, íþróttum og ferðum um Skaga- fjörð. Upplýsingar eru gefnar að Lindargötu 50, kl. 2—4 dag- lega. Sími 15937. Unglingamótin, sem Æsku- lýðsnefndin efnir til, verða öll undir umsjá presta, og kjarninn í starfi þeirra verður Faðir vorið og bænin. Prestarnir munu flytja guðsþjónustur, en börnin þess utan fara í leiki og íþróttir, horfa á kvikmyndir og syngja söngva. Mótin verða á þessum stöðum um heigina 6.—- 7. júní: í Vatnaskógi, sr. Magnús Runólfsson stjórnar. í Reyk- holti sr. Einar Guðnason stjórn- !ar. Reykjaskóla í Hrútafirði, sr. Ingvi Þ. Árnason. Löngu- mýri, sr. Gunnar Gíslason. Á Eiðum, sr. Erlendur Sigmunds- son. í Skógaskóla, sr. Sigurður Einarsson. Laugavatni, sr. Ing' ólfur Ástmarsson. Núpi í Dýra. firði, sr. Jón ísfeld og um helg- ina 13.—14. júní á Laugum, sr. Pétur Sigurgeirsson. Þátttaka í mótum þessum mun kosta 100 krónur á barn, og skal til- kynna um þátttöku næstu daga, eða hringja í skrifstofu Æsku- lýðsráðs, Lindargötu 50. Hvatarfundur i kvöld, Sjálfstæðiskvennafélagið HVÖT heldur fund í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld og hefst hann kl. 8,30 stundvíslega. Á fundinum flytur Ragnhild- ur Helgadóttir alþingismaður ræðu, en síðan verða almennar umræður um Alþingiskosning- arnar, sem fram eiga að fara 28. næsta mánaðar. — Að um- ræðum loknum verða nokkur skemmtiatriði. Sjálfstæðiskonur e: u ein- dregið hvattar til þess að sækja fundinn, og þær, sem ekki eru komnar í það, að ganga nú í það. Félagskonum er heimilt að taka með sér gesti moðan hús- rúm leyfir. Kommúnistar kyrr- settir í Súdan. Fregn frá Khartoun hermir, að handteknir hafi verið 24 kommúnistaforsprakkar í Sud- an. — Tilkynnt er, að þeir „verði kyrrsettir, þar til alger kyrrð sé komin á í landinu“. Starfsemi Kommúnistaflokks- ins í Sudan er bönnuð, en „ókyrrðin" stafar af leynistarf- semi flokksmanna. Meðal hinna handteknu eru læknar, lög- fræðingar og ýmissa annarra! stétta menn. Landhelgin og Bretar. ; Bretar verða beizkju að mæta, I björg þeir okkur ræna frá. Islandsvættir eiga að gæta okkar þegar reynir á. Öflug trú mun starf vort styrkja, stöðva gjörðir ræningjans. Kveðjum nú til verndarvirkja vættir allar þetta lands. Hræðumst ekki hrokaveldin, hreystin aldrei fellir tár. Þegar vættir opna eldinn ekki þarf að binda um sár. Bráðnar stál í bláum loga, brotnar niður járn og tré. Enginn má sér aftur voga inn í landsins heilög vé. H. B. Að vonum er yfirgangur og fólskuverk Breta, það sem hæst ber í hugum hugsandi manna. Bretar hafa viðurkennt 12 sjó- mílna landhelgi með samning- um við Færeyinga, sem veitir Bretum einum ýms forréttindi. Þessi viðurkenning leiðir af sér, að Bretar fara með ófrið og rangsleitni á hendur íslending- um vegna þess eins, að þeir hafa ekki viljað láta kúgast til þess að veita Bretum forrétt- indi til fiskveiða hér við land, á sama eða svipaðan hátt og Bretar hafa fengið við Færeyj- ar. Það virðist því bein skylda Nato að grípa hér í taumana, því ekkert bandálagsríki getur farið með ófrið á hendur öðru bandalagsríki án þess leitað sé milligöngu og sátta. Er það mjög merkilegt út af fyrir sig, | að Nato skuli ekki þegar í upp- hafi fiskveiðideilunnar hafa sent hingað sérstaka fulltrúa, til þess að kynna sér málið af , eigin raun. Úr þessu mætti bæta enn, og sjálfsagt að gera , það. i Síðasta hótun Breta er sú, að merkja 4 sjómilna landhelgi ísland, eins og þeim sýnist. i Verði sú hótun framkvæmd er ' rikistilvera íslands þurrkuð út, j og þar með boðið heim, að land ið verði hérnumið eða vald- i tekið af hverjum, sem kann að ágirnast það. Bretar geta ef- laust framkvæmt þetta í bili. Þeir hafa vopnin og valdið. En væri ekki réttara hjá Bretum | að hugsa þennan leik betur. Þeir sitja áreiðanlega ekki lengi að auðlindum íslands. Fleiri ^ hrafnar munu sækja í það ger, ( og sumir voldugri en Bretar. Með slíkum leik eru þeir að Vesfmannaeyja? — Framh. af 1. síðu. , förnu. Það er líka oft þannig að þótt þokunni hafi létt stund úr degi hafa flugvélar ekki verið til taks í Reykjavík til að notfæra sér þau fáu tækifæri sem gefast. Nokkur fjárveiting mun hafa verið samþykkt á Alþingi í vetur til Vestmannaeyjaflug. vallar, en örðugleikar munu æinlega verða á flugi hingað á meðan aðeins er um eina flug- braut að ræ'úa. Þó myndi það verða til verulegra úrbóta, ef flugbrautin yrði raflýst, því oft er hægt að lenda á vellinum seint á kvöldin eða jafnvel nóttu til, þótt völlurinn sé lok- aður á daginn sökum hvass- viðris. Skólahaidi er að Ijúka þessa dagana. Búið er að slíta gagn- fræðaskólanum, en þar voru 232 við nám í vetu. Landspróf standa enn yfir og gangast 5 nemendur undir það. Barna- skólanum hefur ekki verið slit- ið ennþá. Times í Lonilon segir samn- inganefnd frá Jemen komna til Aden. Reynt verður að ná sam- komulagi um landamæri Jem- ens og Adens, og hefir Jemen þar með að líkindum fallið frá. a. m. k. um sinn, kröfum sínum um tilkall til alls Aden. BÍLL til leigu. Sími 11378 í lengri og skemmri tíma, (753 GUFU3AÐST0FAN Kvisthaga 29. Sími 18976 er opin í dag fyrir karlmenn 2—8. Fyrir konur 8—10. — HÚSEIGENDARÉLAG Reykjavíkur, Austurstræti 14. Sími 15659. Opið 1—7 og Laugardaga 1—3. (1114 RAUÐ barnaúlpa skilin eftir í bíl á mánudagsmorg- unn. Sími 22855. GULLÚR tapa'Ast. Finn- andi vinsamlegast hringi í síma 11799. STOR lyklakippa hefur tapazt. Finnandi skili henni til afgr. blaðsins, gegn fund- ■ arlaunum. (921 BIFREJÐAKENNSLA — Aðstoð við Kalkofnsveg. Sími 15812 — og Laugaveg 92. 10650. (53 ð K. R. Sunddeild. — Munið æfinguna í kvöld kl. 8.30 í Sundlaugunum. — Stjórnin, E.Ó.P.-mótið. Laugardag'inn 30. mai kl. 3 verða aukakeppni í stang- arstökki og 200 m. grinda- hlaupi. Sunnudaginn 31. maí kl. 2.30 verður keppt í eftirtöld- um greinum: 100 m. hl. — 400 m. hl. — 800 m. hl. — 3000 m. hl. — sleggjukasti — kringlukasti — langstökki —- hástökki — kúluvarpi (hefst kl. 2) —• 100 m. hl. unglinga — 600 m. hl. drengja. Þátttaka tilkynnist Sig. Björnssyni í síma 10798. — Knattspyrnudómarar. Almennur félagsfundur í Brei'ð'firðingabúð (uppi) í kvöld kl. 8.30. — Umræðu- efni: Nýju knattspyrnulögin. Öryggismál knattspyrnu- dómara. Áríðandi að sem flestir . cn-íA'-nin. gera öðrum greiða, en siálfum sér smán, er seint mun fyrnast. Það eru Bretar einir, sem bera ábyrgð á því hvernig kom’- ið er, óg þeim afleiðingum sem verða kunna. Þeir hafa viljað beita fslendinga örg'ustu nv- lendukúgun með opnum ófriði. Árn. MUNIÐ að sveinameist- aramót F.Í.R.R. fer fram í kvöld kl. 8,15. Starfsmenn og keppendur mæti um kl. 7.45. — Ármann. pj 1» » r i* a r «i i íj a í> a ii !* I ý a i l ÍSM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.