Vísir - 27.05.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 27.05.1959, Blaðsíða 10
10 VlSIB Miðvikudaginn 27. maí 195!> CECIL /}<n /Ir • L / • ST. LAURENT: J y UON JÚAJVS * -K 37 Hreppstjórinn flýtti sér niður tröppurnar eins fljótt og hann gat, en klerkurinn klappaði á öxl Juans og sagði: — Þér getið reitt yður á okkur, lautinant! Þér þurfið ekkert að óttast. — Við óttumst ykkur ekki! — Fyrst svo er, hafið þér og félagi yðar fráleitt neitt á móti því, að neyta miðdegisverðar á prestsetrinu. Það er hérna hin- um megin við hornið. __Vitanlega getur það verið gildra, sagði Gueneau við Juan, er hann hafði sagt honum frá boðinu, en við höfum ástæðu til að koma okkur vel við prestinn. Við þurfum að komast að raun um heiðarleik hans. Kannske er bezt, að eg verði hér kyrr hjá hermönnunum, og að þér farið með honum. Ef nokkur hætta er á ferðum skjótið þér neyðarskoti og við komum þegar í stað. Juan bað prestinn að hafa Gueneau afsakaðan — og ekkert grunsamlegt gerðist á leiðinni til prestssetursins. Þegar þeir komu þar inn í garðinn fyrir framan húsið var þar fyrir franskur hermaður. — Gueneau lautinant skipaði mér að vera á verði hér á tröpp- umnn, sagði hann. Juan glýtti sér að reyna að sannfæra klerkinn, um, að hann þyrfti ekkert að óttast. — Þetta er hann Lavaux, þjónninn minn, sagði hann svo sem til skýringár. Stundin undir borðum leið fljótt. Kjötið var meyrt og vínið bragðgott og svalandi. í lok máltíðar kom þerna inn með pípur og reyktóbak og hafði hún sjálf kveikt í þeim. Undir borðum var ■ ekki rætt um stjórnmál og stríð, heldur þurrkinn og uppskeruna og bragðmuninn á dilkakjöti í Kastiliu og Aragoniu. Það var farið að dimma og stjörnurnar að byrja að koma í Ijós og Juan var að hugsa um hvort eins fagurt væri til himins að líta í Frakklandi. Hvernig gæti hann yfirgefið þetta land, sem að visu var ekki föðurland hans, en hann var tengdur órjúfandi böndum við það eigi að síður. Og hrærðri'röddu sagði hann: — Hve Spánn er fagur! Hann lyfti höfði. Presturinn horfði undrandi á hann og þernan, sem var að skenkja kaffið, hætti í miðjum klíðum sem snöggvast. — Vitið þér ekki, að Spánn er guðs meistaraverk, sagði klerk- urinn, og bætti við í lágum róm: — Vei þeim, sem fremja níðings- verk gagnvart honum! Þernan rétti þeim kaffibollana. Hún var há vexti og sterkleg, drættirnir harðir og næstum karlmannlegir, en þó var andlitið fagurt. Þegar þau höfðu drukkið kaffið datt samtalið niður. Juan drakk úr bolla sínum til botns og bjóst til að fara og fór að þakka klerki. Hann gat ekki betur séð, en ótta brygði fyrir í augum beggja, klerks og þernu, er þau horfðust í augu sem snöggvast, er hann stóð upp. — Juan, en þér getið ekki farið nú, sagði hún. Þjónn yðar er ekki enn búinn að borða. Júan gekk út að glugganum og leit út og tottaði pípu sína. Þótt klukkan væri orðin ellefu var mannmargt á götunum. Á götuhornum voru hópar og voru menn að rabba saman. Juan ‘leist ekki á þetta og hugleiddi, að hyggilegast væri að komast burt sem fyrst. — Nú hefur þjónn minn vafalaust lokið máltíð sinni. Það er kominn tími til að fara að hátta. Við ætlum að leggja af stað snemma í fyrramálið. Klerkurinn hafði líka risið á fætur. — Sonur minn, að sjálfsögðu farið þér, þegar þér óskið þess, en það lítur ekki út fyrir, að þér séuð kunnur spönskum venjum. Juan horfði á hann spurnaraugum. — Eg mundi telja mér óvirðingu gerða með því, ef þér neituðuð að sofa undir húsþaki mínu. Menn sofa þar sem þeir hafa mat- •ast, segir máltækið. Juan skipti litum. Hann hafði aldrei heyrt þetta orðatiltæki. — Þér verðið að afsaka, klerkur góður, en liðsforingi hefur skyldum að gegn, sem eru öllum venjum æðri. Og nú kallar skyldan mig á fund yfirmanns míns. Hann hefur skipað mér að vera kominn kl. 11. Klerkurinn hló. — Ef það er ekki annað þá þurfið þér engar áhyggjur að hafa. Eg hefi nefnilega þegar tilkynnt Gueneau, að þér munuð gista hér í nótt. Ef þér efist þá spyrjið þjón yðar. Juan þagði. Honum hafði mistekist að smokra sér undan þeim hættum, sem hann taldi hér á vegi, en áður en hann gæti látið sér detta neitt nýtt í hug kom þernan? — Eg er búin að skipta um lök, sagði hún. Og ef lautinantinn nú vill taka á sig náðir, þá er allt tilbúið. Juan hugsaði sem svo, að nú væri teningunum kastað. Hann huggaði sig þó við það, að Gueneau vissi hvar hann væri. Og hann hafði skammbyssuna sína. Og hann varð rórri, er hann sá stóru hvíluna, uppbúna, með mjallarhvítum lökum. — Eg þakka gestristni yðar, faðir, sagði hann, en áður en eg geng til hvíldar verð eg að segja eitt eða tvö orð við þjón minn. Klerkur hnyklaði brúnir, en gaf þernunni merki um að sækja Lavauz. — Gleymdu nú ekki fyrirskipunum frá í dag. Hafðu augu og eyru opin. Hafðu skammbyssuna alltaf handbæra. Kallaðu til mín undir eins og eitthvað grunsamlegt gerist. Hermaðurinn fórnaði höndum geispandi. — Eg hefi verið á stjákli allan daginn, sagði hann, eg er áreiðanlega eins þreyttur og liðsforinginn, og þeir hafa búið upp rúm handa mér á neðri hæðinni. — Hvað hefurðu drukkið? spurði Juan, sem nú sá, að það var ekki þreytan ein, sem hafði annarleg áhrif á Lavaux. — O, það getur svo sem ekki heitið vín, sem þeir bjóða upp á hérna, en það er þó hægt að skola kverkarnar með því. Og enn geispaði hann. Juan sá að alveg vonlaust var, að hann mundi geta verið á verði og skipaði honum því að fara að hátta. Hann gat ekki sjálfur staðist freistinguna, að hátta ofan í hreint og mjúk rúmið, en þegar hann hafði lagt sig og var í þann veginn að festa blund heyrði hann mannamál. Talast var við í hvíslingum, en hann gat þó heyrt orð og orð á stangli. Juan reyndi að telja sjálfum sér trú um, að þetta væru bara nokkrir vinir hreppstjórans, sem komnir væru til að ræða við klerk atburð dagsins. Hann sofnaöi aftur, en vaknaði við, að Ijós var í herberginu og sá hann nú einnig hinn hvíta koll klerksins. Klerku nálgaðist rólega, en Juan þóttist sofa. Svo læddist hann út og lokaði dyr- unum á eftir sér. Þetta hefði getað verið draumur, en Juan sannfærðist brátt um, að svo væri ekki því að hann heyrði mannamál í næsta herbergi. — En þér tókuð ekki skammbyssuna frá honum, faðir, sagði einhver. Klerkur svaraði lágri röddu, hógværlega, en Juan gat ekki heyrt orðaskil. Hann var nú glaöVaknaður og gekk út að glugg- anum. Tunglskin var og lagði bleika birtuna inn í herbergið. — KVÖLDVÖKUNNI 'iíiVi&Z&Ji E- R. Burr« fiu> li’Jl'A'Jr.i F A) 4L M. 28ÍKT íin Æiis w Wllp'lulMlklu-l----. . DUtr. by Unltcd Feitiue SyndicaU, loc. THE LCMS TEEK WAS EXMAUSTISJS PORTHE ClTy-BKEC7 WILLIAMS, BUT STUBBQgMLyAHE REFU5EP TO KEST. borgarbúann, en hann vildi ekki leita sér hvíldar. „För- um hægt nú,“ sagði- Tarzan. í dögun kvöddu þeir Tarzan og.John hina svörtu ’ vini sína og lögðu af stað inn í mannætuland til að leita Láru Williams. Ferðin um frumskóginn reyndi mjög á ’SLDWLV NOWv' WAgMEC? THE AFE-MAM.'THE USAMBI LIVE JUST BEHIMC? THAT WILL/ • „Ugambimenn búa bak vi næstu leiti“. Pörupilturinn Kristófer kom heim úr skólanum með einkun, sem hefði getað komið tárun- um út á steini. — Kristófer, Kristófer, sagði faðir hans og hristi höfuð sitt. — Þú gerir mér skapraun æ ofan í æ. Hér stendur að þú fylgist ekki með kennslunni í tímunum, en bara talir og talir. — Agh, sagði Kristófer með viðbjóði. — Þú gætir þá látið vera að kenna mér það. — Við hvað áttu eiginlega, drengur? — Jú, ert þú ekki alltaf að segja, ef maður vilji vera góður stjórnmálamaður þá þurfi mað- ur að hafa kjaftavit — og eg er að þjálfa mig — eg ætla mér að verða ráðherra! ★ Þessi sögðu hefir J. Foster Dulles sagt frá: — Hanson gamli ók heyinu sínu á mark- aðinn og fékk fyrir það mjög gott verð. — Eg skal svei mér koma konunni minni á óvart, og fá mér eitthvað fínt að vera í. Og hann keypti sér fatn- að, nærföt, sokka, skó og slifsi og settist svo hlægjandi upp í vagn sinn. , — Svona spertu þig nú, gamli Rauður. — Hann kom svo að á og fannst þá að það myndi eiga vel við hin fínu nýju föt, að fá sér laug. Og það gerði hann, en þegar hann kom upp úr ánni hafði einhver þorparinn stolið hverri spjör, sem hann átti að hafa á kroppnum. Eitt augnablik stóð hann hnugginn og horfði fram fyrir sig. Svo stökk hann ákveðinn upp í ekilssætið, smellti með svipunni og sagði: — Svona hertu þig nú gamli Rauður! Við skulum flýta okk- |ur heim. Við komum mönnum [áreiðanlega á óvart, hvort sem er. ■¥• Vorið er komið og hann sagði vini sínum að hann væri trú- lofaður annarxú af tvíburum, sem líktust hvor annarri svo mikið að þær væru eins og tveir vatnsdropar. — En hvernig getur þú greint þær hvora frá annari — eg meina svona þegar þu vilt láta vel að henni? — Þær verða að sjá fyrir því, sagði hinn nýti'úlofaðd. —< Eg geri það ekki. — Fæi'ðu nokkurn tíma leik- hroll? — í hvert sinn sem eg sé egg eða tómat. Súdefa-Þjóftverjar hfttast í Vín. Uxn hvítasunnuna var lialdið mikið mót Súdeta-Þjóðverja í Vínarborg — eða um 300 þús. manna. Fólk þetta var neytt til að flytja úr héruðunum, sem Tékkóslóvakía fékk. Sam- • I þykktar voru ályktanir um kröfur Súdeta-Þjóðverja. Flest- ir komu frá Þýzkalandi og | Austurríki, og hópar frá Brazi- líu, Kanada og Noi'egi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.