Vísir - 27.05.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 27.05.1959, Blaðsíða 12
KkLeri bloð er ódýrara í áskriíl en Vísir. Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur LotlB haart færa yður fréttir ®g orniað EKIGH /flSI qaPCJHRBI Vísis eftir 10. hvers mónaðar, fá hlaðlð t««uaretxu heim — *n fyrírHaf uui al wf ■ (BS TRf ókeypis til mánaðamóta. yðar hólfu. xsBtw |L|L rSfSÖ rilJL JUmmw Sími 1-16-60. Sími 1-16-60. \8r OB 1 My OB Onv Miðvikudaginn 27. maí 1959 Sockarno, forseti Indónesíu, var nýlega í heimsókn í Danmörku «g giaddi þá danska með bví að bregða sér á bak dönskum reíðskjóta — reiðhjóli. Myndin er tekin rétt fyrir uían Kaup- mannahöfn er greinilegt, að Soekarno hefur gaman af lijóla- ferðinni. Þeir geríu þrjár byltmgartH- raunir á einu ári. En stjórnin í Bolivíu hefur bæit þær allar niður. Stjórnin i Boiivíu lætur nú fram fara niiklar yfirheyrslur yfir herforingjum til að kanna fryggð þeirra við sig. Er þetta gert vegna uppreist- ár þeirrar, sem gerð var í La Paz og á fleiri stöðum í Bolivíu fyrir fáeinum dögum, þegar andstæðingar stjórnarinnar reyndu að taka höfuðborgina Samið um viðskipti við Svía. Viðskiptasamningur milli ís- lands og Svíþjóðar, er féll úr gildi hinn 31. marz s.l., hefur verið framlengdur óbreyttur til 31. marz 1960. Bókun um framlenginguna var undirrituð í Stokkhólmi hinn 21. þ. m. af Magnúsi V. Magnússyni, ammbassador, og Östen Undén, utanríkisráðh. Svíþjóðar. Lögreglan hejur, sem stend- ur, til meðferðar mál drengs, sem hefur haft skotfœri undir höndum. í fyrrakvöld tilkynnti maður hér í bænum lögreglunni, að hann hefði séð úr glugga dreng koma inn í húsaport á Njálsgötu 49 og skilja þar eftir pakka, en- að því búnu hljóp drengur- herskildi en urðu að lúta í lægra haldi eftir skamma við- ureign. Forseti Bolivíu heitir Hernan Silez Zuazo og er hann. mið- flokkamaður, en það voru „sós- íal-falangistar“, sem eru langt til hægri, sem uppreistina gerðu. Brezk blöð í morgun telja vel farið, að Leopoid fyrrv. Belgíu- konungur hefur boðist til að flytja úr Laeken-höIL Með því væri stigið mikil- vægt skref, segja þau, til þess að hjaðnað gætu deilurnar, sem risnar eru milli konungsfjöl- skyldunnar og ríkisstjórnar- innar. inn burtu. Þetta vakti athygli mannsins, svo að hann fór út og skoðaði pakkann. Kom þá í ljós, að í honum voru hagla- skothylki. í sambandi við þetta var upplýst, að lögreglan hafði s.l. laugardag haft afskipti af dreng, sem var með samskonar skot- hylki í fórum sínum, ísl. fföbfeikarar í tónfeikaför. Um helgina fóru vestur um haf fiðluleikarnir Björn Ólafs- son og Jón Sen til að taka þátt í strengjakvartetti, sem mun ferðast um Norður-Ameríku þvera og endilanga. Margir munu minnast þess, að hingað komu í fyrra tveir strengjaleikarar úr sinfóníu- hljómsveitinni í Boston, þeir George Humphrey (viola) og Karl Zeis (selló), og mynduðu hér kvartett ásamt með þeim Birni Ólafssyni, sem lék 1. fiðlu og Jóni Sen, sem lék á 2. fiðlu. Héldu þeir fjórmenningarnir tónleika hér við mikinn fögn- uð. Áður, eða fyrir þrem árum komu hingað um 11 leikarar úr þessari sömu hljómsveit og ferðuðust um landið samtímis hinum fræga bandaríska org- elleikara E. Power Briggs og héldu hljómleika. Hafa tekizt skemmtileg kynni og vinátta milli íslenzkra tónlistarmanna og hinna ame- rísku starfsbræðra þeirra, sem starfa í einni af beztu hljóm- sveitum heims, en stjórnandi hennar er Charles Munch. Einn ávöxtur þeirra kynna er, að þeir Humphrey og Zeis hafa endurgoldið samvinnuna við Björn og Jón með því að fá þá með sér í tónleikaför um Bandaríkin og e. t. v. Kanada líka. Er ekki að efa, að þetta verður nokkur frægðarför og mikil auglýsing fyrir ísland. Þetta er þriðja uppreistin, sem sami flokkur hefur gert á tæpu ári, því að hann reyndi að grípa völdin í maí í fyrra, og síðan aftur í okt. síðastliðnum. Daily Herald segir, að hér sé í rauninni um nýtt valda- afsal Leopolds að ræða. í öðrum blöðum kemur fram, að enn sé belgiska þjóðin tví- skipt um þau mál, sem ættu að sameina hana, en þetta skref gæti haft góð áhrif og eitt bend- ir á, að Leopold kunni nú loks að hafa áttað sig á, að hann hafi ekki komið fram eins og landi hans og fjölskyldu er fyr- ir beztu. Ágreiningurinn blossaði upp vegna kröfu jafnaðarmanna um, að Albert prins og konuefni hans, verði gefin saman einn- ig í borgaralegt hjónband, að belgiskum lögum, en páfi gefur þau saman 1. júlí n.k. Segja þeir, að konungsættin hafi ekki ráðgast um neinn undirbúning við ríkisstjórnina og hóta að krefjast umræðu um málið á þingi. Svo mjög hefur hitnað í kolunum í Belgíu, aðsumirhafa óttast borgarastyrjöld — en væntanlega dregur úr þeim ótta vegna skrefs Leopolds. Hvar komast drengir yfir skotfæri? Lagreglan hefír tvívegis á fáum dögum athugaö slík mál. Tilboð Leopolds um að fiytfa úr Laeken-höll Ivsí scni „nýju valda-aísali** Franska stjórnin óttast yfirvofandi kaupkröfur. Útflutningsframleiðslan í hættu. Yfirvofandi launahrækkanir eru frönsku stjórninni eitt mesta áhyggjuefni um þessar mundir og farið getur svo að nái þær fram að ganga fari við- reisnarstefna stjórnarinnar í efnahagsmálum út um þúfur. þúfur. Laun hafa hækkað um 2 af hundraði á fyrstu þremum mán uðum þessa árs og er það svip- að og áður hefur verið, en launahækkanir hafa numið um 8 af hundraði á ári. Með þess- ari launahækkun mun reynast erfitt að halda verðlagi stöð- ugu, en það er nauðsynlegt út- flutningsins vegna. Laun í ýmsum starfsgreinum sem höfðu dregizt aftur úr hvað kaup snertir voru hækkuð í s.l. mánuði. Mikil hætta er talin að fleiri stéttir reyni að fá kaup sitt hækkað en þá er launaskriðan komin af stað segja hagfræðingar. Nýafstaðnar sveitastjórnar- kosningar sýna að það er tals- verð og vaxandi óánægja með stefnu stjórnarinnar í efna- hagsmálum. Ýmsir stjórnmála- menn innan ráðandi flokka eru á báðum áttum hvort stjórnin eigi ekki að slaka til á ákvörð- unum sínum í efnahagsmálum til að þóknast kjósendum. Góð síldveiði Akranesbáta. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi í morgun. Ágæt sílveiði varð hjá Akra- nesbátum í nótt. Munu þeir hafa fengið frá 80 tunnum og allt upp í 150 tunnur á bát. Hjá trillubátun- um var heldur minni veiði í gær heldur en undanfarið, sem orsakaðist vegna óhagstæðs veð urs, suðvestan nepju og undir- öldu, en þá er fiskurinn ókyrr og erfiðara að athafna sig við veiðarnar. Stóru bátarnir — að undan- skildum þeim fimm, sem stunda reknetaveiðar —■ eru sem óðast að búa sig undir sumarsíldveiðina fyrir. Norður- landi. Margir þeirra eru um þessar mundir í hreinsun. Brezk-sovézkir viðskipta- samnmgar undirritaðir. Samið er til 5 ára um nokkuð aukin viðskipti. Brezk-sovézkir viðskipta- samningar hafa verið undirrit- aðir í Moskvu. Þeir eru til 5 ára, en fyrri samningar voru til þriggja ára. Gert er ráð fyrir allmikilli viðskiptaaukningu. Rússar munu auka kaup sín á brezk- um vörum og afurðum um Vs á fyrsta ári og Bretar sín kaup í Sovétríkjunum úr 57 í 80 millj. stpd. á þessu ári. Rússn. bifreiðar, ljósmynda- vélar, leikföng o. fl. — auk korns og timburs — koma nú á brezkan markað, og brezkar bifreiðar, fataefni, skófatnaðuiv vélar o. fl. á rússneskan. Rúss- ar vilja og panta vélar og út- búnað í heilar verksmiðjur og mun það koma sér vel fyrir mörg brezk fyrirtæki. Gert er ráð fyrir auknum viðskiptum í framtíðinni. — Samningarnir hafa ekki enn verið birtir í heild. Og ekki hefir enn verið sagt neitt um, hvort Rússar fá lán hjá Bretum til vörukaupa — eða hvort Rússar vilja greiða með gulli eins og Bretar vildu, eftir fyrri fregnum að dæma. Skozka kérkjuráðið motntælir ofsóknum í Njassalandi. Gagnrýnin kemur sér illa fyrir brezk stjórnarvöld. Kirkjuráðið skozka hefir £ á- lyktun gagnrýnt stjórnarvöld Njassalands og Bretlands vegna afstöðu þeirra og fram- komu í garð innborinna manna í Njassalandi. Kirkjuráð hefir betri skilyrði en flestar stofnanir aðrar til að ræða þessi mál, vegna kynna sirma af þeim, en á veg- um þess hefir lengi verið stund- 1 að mikið og víðtækt trúboð meðal innborinna Afríku- manna. Mikið er um ályktun- ina rætt í brezkum blöðum, og telur Times óheppilegt að húiv skuli kom fram á þessum tíma, er höfuðskilyrði sé, að koma á lögum og reglu í landinu, og afskipti kirkjuráðsins af stjórn- málum komi sér illa fyrir urn- rædd stjórnarvöld. Hið merka blað The Scots- man styður hinsvegar einhuga skozka kirkjuráðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.