Vísir - 02.07.1959, Síða 10
■u'
VÍSIR
Fimmtudaginn 2. júlí ;195ð'
t CECIL AT. ,,.
ST. ^AL^umtun
LAURENT: 7
y DON JÚANS
-k -K
58
skarplegur á svip og friður sýnum, augun leiftrandi, hárið að
byrja að grána. Árin höfðu sett sitt svip á hann, en gert hann
enn meira aðlaðandi. Nú nam hann staðar fyrir framan ungu
stúlkuna.
— Þér hafið í rauninni aldrei sagt mér hvernig stendur á því,
að þér leggið svo mikið kapp á, að bjarga þessum unga Frakka.
Dálítið hikandi sagði Pilar honum alla söguna og lauk henni
með þessum orðum:
— Eg elska hann sem væri hann bróðir rninn. Meðal allra
þessara fiskibáta sé eg aðeins eitt, seglskip, sem myndi geta siglt
til Cabrera.
— Þér eigið við tyrkneska skipið?
— Getið þér ekki skipað skipstjóranum, að sigla þangað.
— Þegar eg segi, að það sé tyrkneskt skip, liggur í hlutarins
eðli, að það er skip, sem eg hefi ekki nein umráð yfir. Ekki ætlist
þér til, að eg geri neitt sem getur haft óþægilegar stjórnmála-
legar afleiðingar, en annars hefði eg gjarnan viljað gera eitt-
hvað fyrir yður.
— Ert þú mjög önnum kafinn, viriur minn?
Fögur kona stóð allt í einu í dyrunum. Hún var glettin á svip.
Rannsakandi augu hennar hvíldu um stund á Pilar. Svo mælti
hún:
— Það væri ekki rétt, að stela mínútu hvað þá meira, af þeím
tíma sem þú verður að verja til að sinna málefnum keisarans.
Eg verð víst að aka ein til Biskupsturnsins.
Pilar horfði hugfangin í augu konunnar, sem ljómuðu sem
íagurbláir eðalsteinar, en augnahárin óvanalega löng og fögur.
Konan var klædd ljósum músselinskjól, sem var svo aðskorinn,
að hann duldi ekki hinn fagra líkamsvöxt. Og Pilar starði á hið
Ijósa og fagra hér hennar og fannst konan líkari griskri gyðju
en mennskri konu.
— Eg hefi verió að reyna að sannfæra þessa ungu stúlku um,
að eg sé ekki neinn flotaforingi, sagði Salanches og sneri sér að
konu sinni.
Svo yppti hann öxlum.
— Far þú ein, ef þú villt, góða mín, eg er orðinn því vanur.
Pilar féll illa, að samræða hjónanna skyldi hafa sveigst i þessa
átt og stamaði vandræðalega:
— Eg skal ekki tefja yður lengur, hershöfðingi. Þar sem þér
því miður getið ekkert gert verð eg að ráða fram úr þessu á eigin
spýtur, þótt áhættan sé mikil.
Hershöfðinginn hló og horfði háðslega á Pilar:
— Ætlið þér'að búa flota til farar til Cabrera?
— Nei, en eg hefi í huga, að" taka tilboði tyrkneska skipstjórans
um far. Og eg skal sjá urn, að hann komi mér á réttan ákvöröun-
arstað.
Andlitssvipur Karólínu tók allt í einu breytingum og nú horfði
hún ekki lengur fjandsamlegum augum á Pilar og greip óvænt
fram í:
— Er það ekki skipstjórinn, sem kom hingað um daginn,
Gaston? Það er víst nokkuð djarft af honum, að bjóða yður í
slíkt ferðalag, en þér gerið yður væntanlega ljóst hvað þér ei'úð
að gera. Það vona eg, að minnsta kosti.
— Það geri eg, sagði Pilar og hneigði sig sem fagurlegast, og
gekk þar næst út með eins miklum virðingarbrag og henni var
auðið.
Hvorki Gaston eða Kai-ólína reyndu að halda aftur af henni,
en er dyrnar lokast á eftir henni, sagði Karólína:
— Hvað hefurðu eiginlsga gert henni, Gaston?
— Hún var að því komin að breSta í grát.
— Ekki neitt. Þessi litla, spánska aðalsmær er að reyna að
komast yfir bát, til þess að geta bjargað undir-lautinant nokkrum
í her okkar, bernskuvin eða fósturbróður eða hvað hann nú er.
Hún heldur, að honum hafi tekist að ílýja frá Cabi-era-ey, og að
bátur hans hafi ekki komist leiðar sinnar vegna þess, að ekki
hefur verið neinn byr dögum saman. Jæja, nú tölum við ekki
frekara um það. Eigum við að fara og líta á turninn?
Karólina gekk út að glugganum og þrýsti enninu að rúðunni.
Hún leit yfir höfnina, i blikandi sólskini. Hvers vegna eru sumar
manneskjur allt af vansælar, hugsaði hún og andvarpaði, en
raunar væri Gaston ekkert hamingjusamari en hún. Hugur henn-
ar var ekki lengur bundinn við það, sem fyrir augun bar. Ham-
ingjan verður ekki mæld í klukkustundum eða mínútum, hugsaði
hún, aðeins í augnablikum. Hún hugsaði um bernsku sina lxeima
í höllinni i Bievre. Hún hugsaði um skemmtiförina, sem farin
var, er hún í fyrsta skipti kynntist Gaston, en þetta var í raun-
inni upphaf allra þeiri-a ævintýra, sem hún hafði lent í um ævina.
Hversu margar konur skyldu hafa lifað eins mörg ævintýri og
hún fyrir fertugs aldur? Hún minntist líka aðskilnaðar þeirra
hörmungakvöldið. Og hvernig allt heíði átt að geta lagast ef þau
giftu sig, og ætluðu að sækja til Englands litla soninn sinn, ástar-
barnið, sem þau höfðu ekki vogað að viðurkenna.
En hamingjan hafði ekki enst nema þar til daginn eftir brúð-
kaupið. Smámunir voru þess valdandi, að afbrýði hans var vakin.
Hún haíði gleymt vasaklút, og það orðið tilefni til, að hann hætti
eki fyrr en hann hafði haft upp úr henni hvaða fólki hún hafði
verið samvistum með allan timann, sem þau voru aöskilin. Og
hann spurði hana spjörunum úr um alla kai'lmenn, sem hún
hafði kynnst á þessum tíma — hvort sem þeir voru nú elsk-
hugar hennar eða ekki, agbrýðin var vakin, og hann tók hverri
tilraun hennar til skýringar með nöpru háðsglotti. Hún hafði
barist baráttu til þess að öðlast traust hans, en til þessa án
árangurs. Og tilgangslaust að tala um að fá heim soninn. Hann
var ekki trúaður á það lengur, að hann ætti hann. Rödd hans
vakti hana upp úr þessum hugleiðingum.
— Ertu kannske að hugsa um að fresta ökuferðinni?
— Nei, alls ekki, elskan mín, stamaði hún.
Hann horfði á hana með grunsemd í augum.
— Af hverju ertu svona undarleg á svipinn?
„■— Eg var að hugsa um dálítið.
— Og um hvað, ef eg má spyrja?
— Eg var að hugsa um þessa vesalings, ungu, spönsku stúlku.
— Láttu ekki svona, sagði Gaston, — eg sá svipinn á þér, er þú
horfðir á hana — þú fyrirlítur hana. Og þú heldur vitanlega, að
það sé eitthvað rnilli min og hennar.
— Alls ekki, vinur minn, mér er ekkert illa við hana, — geðj-
ast sannast að segja vel að henni. Eg veit ekki hvort þú ferð
á bak’við mig nú um þessar mnndir, en það er áreiðanlega ekki
með henni, ef svo er. Eg er kannske ekki eins heimsk og þú heldur.
Og eg veit meii'a uni þessi smá ástarævintýri þín en þú heldur.
Hún leit til hans hlæjandi —
— Ó, Gaston, sagði hún og rödd hennar bar hlýju vitni, — hvers
\egna gerirðu mér alltaf rangt til? Ef þú aðeins gætir gleymt, ef
þú aðeins vildir í-eyna að skilja mig — þá gætum við verið svo
hamingjusenx saman. i
Gaston hor ði á hana alhugunar augum.
— Það er ekki á mínu valdi, sagði hann næstum angurvær.
— Menn ráða ekki yfir tirinn-'ngum sínum og það er árangurs-
laust að reyna að grafa hio iiðnc.
Hann stóð nálægt herini, svo nálægt henni, að hann gat lagt
hendur sínar á herðar henni. Svo þrýsti hann henni að sér af
ástríðu og kyssti hinn hvíta háls hennar. En svo rétti hann úr
A
KVÖLDVðKUNNI
Lilo lenti á sjúkrahúsi eftii*
að hafa farið í bíltúr með
unnusta sínum. Næsta kvöld
kemur afi hennar í heimsókn
til hennar.
— Afi, h'vernig var það eig-
inlega fyrr á dögum, segir Lilo
og getur varla stamað þessu út,
svo reifuð er hún um höfuðið.
— Þú hefir vafalaust líka kysst
kæi'ustuna þína?
— Vitanlega hefi eg gert það„
bai’nið mitt. En eg hefi aldfei
heyrt það, að garðbekkux*
rambi til og frá og rekist jafn-
vel á tré ....
★
Það var í einu af þessum ný-
tízkuhúsum — grár steinkassi
var það og þar var „kennsla“ á
öllum hæðum.
Ungi maðui'inn hafði látið
innrita sig í „rock ’n roll“
námsskeið og þegar fyrsta
kennslustundin var búin
stundi hann:
„Eg hefði ekki trúað því að
„rock ’n roll væri svona erfitt.1*
„Rock ’n roll?“ sagði kenn-
ai'inn undrandi. „Þér hafið
Ifengið kennslustund í „jiu
1 jitsu!“
★
— Hvernig var það á vetrax'-
íþróttunum? er Ballmann
spurður.
— Skíðabrautin var ágæt en
maturinn .... segir Ballmann
áhyggjufullur. — Eg bjó þax'na
hjá bónda. Fyi'sta daginn komu
þrjár hænur inn í eldhúsið. Þá
var um tíma alltaf steikt hæna
á boðstólum. Þá var kálfi slátr-
að og í hálfa viku var alltaf
verið að fóðra mig á kálfa-
kjöti. Þá veiktist gömul amma,
sem var á heimilinu. Þá beið
eg ekki boðanna en fór á bui’t
í hasti.
★
Móðirin: (í þriðja sinn).
„Farðu nú og þvoðu þér urn
hendurnar, Jónsi minn.“
Jónsi: „Þær eru ekkert ó-
hreinar mamma. Það er bara
móða á þeim.“
Máimey
• •••
E. R. Rurroughs
P05 SOVE U\UVOWSj CSASC\,
PAVIP STEEL COULP \OT 0:. r
HIS SClOO\skL UAPET YvAV.
- TARZAW
I1- Jýýv'
3016
- ' '?
[ ' Af einhverri ástæðu gat
Davið Steel ekki komið
í
TWUS G'eANJTEP
CESPITE,TAKZAM
AMP WILLIAfAS
pramticallv
SEASCHE7 THE
SHOEE LINE-
skonnortunni sinni af stað.
Tarzan og Williams gafst
tími til að átta sig, og þeir
hófu nú iæðislega leit með-
fram ströndinni -— — og
fundu hjá heldur frumstæði'i
bi'yggju yfirgefinn bát inn-
fæddra manna!
Framh. af 3. síðu.
Stangarstökk: Málm. Carbe
4.07. kvík: Valbj. Þorl. 4.30.
Heiðar Geoi'gsson 3.95.
Langstökk: Málm. Strand-
bei’g 6.87. Palm ók. Rvík:
Vilhjálmur Einarsson ' 7.09.
Einar Fi'ímannsson 6.83.
Þi’ístökk: Málm. Strandberg
ók. Palm. ók. Rvík: Vilhjálmur
Einai'áson 15.25. Ingvar Þoi'-
valdsson tæpir 14 m.
Kúluvarp: Máhn. Wachen-
feldt 16.00. Jönsson 14.00.
Rvík: Jón Pétui'sson 14.48.
Gunnar Huseby 14.41.
Kringlukast: Málm. Jónssoni
45.00. Waciienfeldt 42.00. Rvík:
Friðrik Guðmundsson 50.30.
Þorsteinn Löve 50.28.
Spjótkast: Málm. Strandbei'g
63.00. Rvík: Björgvin Hólrn unx
58.00. Jóel Sigurðsson ók.
Sleggjukast: Málm. Rocken.
^Hassland yfir 50.00. Rvík:
'Þórður B. Sigurðsson um 50 m.
! Þ. Löve og Fr. Guðm. 47—48 m.
4X100 og 4X400: Málm,
Sænskir meistarai’.