Vísir - 02.07.1959, Blaðsíða 4
A
VISIR
Fimmtudaginn 2. júlí 195í>
Moskva, Peking,
Astraiía....
Senn verður hægt að Ijúka
\'ið mynd eina, sem varla mun
eiga sinn líka. í>að er æílunin,
að hún verði tekin í ýmsum
löndum svo sem í Rússlandi
(Moskva), Kína (Peking),
Astralíu o. s. frv.
í myndinni, sem á að heita
,.On the Beach“, leika Ava
Gardner, Gregory Peack,
Tony Perkins o. fl. þektkir
leikarar, svo sem hinn sextugi
Fred Astaire.
Miklu verður kostað til eins
og sjá má af leikaranöfnunum
og því hve víða þarf að fara til
þess að taka myndina.
Það er Stanley Kramer, sem
gerir myndina. Hún er tekin
eftir skáldsögu Nevils Shute.
Efni myndarinnar er sagan
af litlum hópi manna, sem lifir
af kjarnorkustyrjöld.
Fáheyrð ósvífní.
Curd Jiirgen virðist hafa lært
sitt af hverju af sumum stjörn-
unum, sem hann hefir ýmist
verið kvæntur eða á annan hátt
komizt í tæri við.
Nýlegá fann hann sig knúðan
til að gefa blaðmanni einum í
London áminningu. Blaðamað-
urinn hafði sagt frá því í blaði
sínu, að Curd hefði fengið 50
þúsund sterlingspund fyrir
)eik sinn í mynd einni. Þetta
fannst Curd hreinasta móðgun:
Eg fæ aldrei minna en 75 þús.
pund, sagði hann og gat ekki
nógsamlega undrast ósvífni
blaðamannsins.
Á fyrsta fjórðungi þessa
árs biðu 1488 menn bana í
umferðarslysum á vegum
Bretlands eða 168 færri en
á sama tíma 1958. Af þess-
um fjölda urðu 218 fyrir
bifhjólum, 44 færri en á
! sama tíma 1958.
Þær verða fteir! sköHéttar.
Gina Loilobrigida kemur fram
krúnurökuð.
Það hefir margsinnis verið
sagt frá myndinni, sem Gina
Lollobrigida á að leika í þar
sem hún verður að láta sér
lynda að koma kúnurökuð fram
fyrir áhorfendur.
Þetta er myndin ,,Jovanka“,
sem tekin verður af ítölsku fé-
Verðlaunuð í
3ja sinn.
Franska leikkonan Simone
Signoret er ákaflega vinsæl í
Englandi.
Nýlega var nýjasta kvikmyrrd
hennar, „Room at the Top“,
frumsýnd í London. Fyrir hana
fékk hún ensku Oscarverðlaun-
in, sem þar eru afhent af ensku
kvikmyndaakademiunni. Si-
mone vár reyndar ekki nær-
stödd við þetta tækifæri, þar
sem hún var á fyrirlestraferða-
lagi í ísrael með manni sínum,
Yvea Montand.
Þetta er í þriðja sinn, sem
Simone fær ensk verðlaun og
stendur hún þá jafnfætis
Marlon Brando, sem annars var
methafi í veðlaunamóttökum.
1952 fékk hún verðlaunin
„Casque d’Or“ (Fagra Maria)
og 1957 fyrir leik sinn í Norn-
unum.
Dagbók Önnu Frank
á kvikmynd.
Kvikmyndin um Dagbók
Onnu Frank var nýlega frum-
sýnd í New York.
Þar leikur Millie Perkins
Onnu. Hún var alveg óþekkt
leikkona, en hún er nú hafin
til skýjanna. „Hún er ný Eliza-
beth Taylor“, segja sumir.
Aðrir segja að hún sé ný
Audrey Hepburn. Við sjáum
til.
//
Grand Hotei" kemur á kvik-
mynd í annað sinn.
Michele Morgan leikur hið gamla
hlutverk Gretu Garbo.
Fyrir 27 árum kom mikil
mynd á markaðinn: Grand Ho-
tel, eftir skáldsögunni með
sama nafni eftir Vicki Baum.
Nú er enn verið að kvik-
mynda þessa sögu. Hún á að
heita „Fólk í hóteli“.
Það var Greta Garbo, sem
setti svip á gömlu myndina. En
þar léku líka aðrir miklir leik-
arar þeirra tíma, svo sem
Wallace Beery, sem nú er lát-
inn, John Barrymore, sem
ækki heldur er lengur í tölíi
hinna lifandi, Joan Crawford
Q, fl.
^ Snælduhurðin á Grand Hotel
snýst án afláts. Menn koma og
fara: Þarna kemur hin dáða
dansmey Grusinskaja (forðum
j Greta Garbo) nú Michéle Mor-
gan. Þá hinn fíni, flotti barón,
sem reyndar er hótelþjófur
j (John Barrymore) nú O. W.
Fischer. Loks iðnjöfurinn
(Berry) nú Gert Fröbe — og
sv.o allt starfsfólkið í hótelinu,
' þai' á meðal rauðhærða, flotta,
hættulega stúlkan og einkarit-
arinn (Joan Crawford), nú
Sonja Ziemann. Og ekki má
gleyma Lionel Barrymore, sem
lék Kringelein, bókhaldara hót-
elslns, sem tilbað þá rauð-
lagi í Júgóslavíu nú í sumar.
En þær verða fleiri, sem verða
krúnurakaðar af þessu tilefni.
Fyrir utan Ginu leika þar
Shirley Mac Laine og r.ýupp-
götvuð stjarna, sem mikils er
vænt af, Carla Gravina að
nafni.
Annars á Gina svo að fara
til Bandaríkjanna og leika þar
í mynd á móti Frank Sinatra.
Það vakti athygli, að hún fór
nýlega til Parísar og keypti
sér kjóla hjá Dior, en hingað
til hefir hún ekki talið sig
þufa að beygja sig fyrir tízk-
unni þar. Hún hefir jafnvel
forsmáð þá tízku. En það var
reyndar þegar þeir kröfðust
þess, að allar konur tækju þátt
í pokahlaupum. Nú eru tízku-
kóngar Parísar hinsvegar farn-
ir að koma auga á sköpulag
konunnar og þá er cðru máli að
gegna, segir Gina. Samt ætlar
hún ekki að láta þá segja sér
neitt um það, hvernig hún eigi
að klæðast, bætir hún við.
Lífið er
unaðslegt.
ítalinn Fellini, sem gerði
myndirnar La Strada og Ca-
biria, er nú að hafjast handa
um enn eina myndagerð, en hún
er um annað efni og á að heita
La Dolce vita, sem leggja mætti
út: Lífið er unaðslagt, og gerist
í Róm og segir frá hinum björtu
hliðum himiar eilífu borgar.
Að vísu mun gæta nokkurrar
kaldhæðni í lýsingum hans á
allir sælunni á þessum slóðum.
I myndinni leikur vinsæll ít-
alskur leikari, Marcello Mat-
roinni. Er hann á ráfi um hin
„fínu“ hverfi Rómar á hnot-
skóg eftir hneykslum og ævin-
týrum. Hann hittir einn og ann-
an á þessum ferðum sínum og
ekki þá sízt urigar Evudætur og
þar sem hann er léttlyndur
blossar ástareldurinn fljótt
upp, en hefir á litlu að nær-
ast þegar til kastanna kemur
og deyr jafnóðum út. Ein
hinna ungu ástmeyja er leikin
af Anitu Ekberg og þar eru
líka Anouk Aimée og Yvonne
Fourneaux. Meðal kailmann-
anna í myndinni fáum við að
sjá Lex Barker.
■jc Þegar samþykkt var á fundi
Alþjóða verkamálaráðstefn-
unnar (ILO) í Genf að
meina ungverskum fulltrú-
um að sitja ráðstefnuna,
gengu fulltrúar Sovétríkj-
anna af fundi í mótmæla
skyni.
hærðu. Hans Rúhmann leikur
nú Kringelein.
Myndin verður tekin í Ber-
lín og verður einhver dýrasta
mynd, sem Þjóðverjar hafa
tekið.
Séra Duval er kunnasti vísnasöngvari -Frakklands. Pantanir urrt
hljómleika haja borizt 35 ár fram í tímann.
Við áttum bágt með að trúa
því þegar við lásum það, svo
við lásum það tvisvar og urðum
að trúa.
Það hljóðari semsé þannig:
Kunnasti vísnasöngvari Frakk-
lands er prestur, meira að
segja kaþólskur prestur. Hanr.
söng fyrir þrettán þús. manns
á einum og sömu hljómleikun-
um í London. Hann syngur
þjóðlög og jafnframt sálma,
sem eru sambland af amerísk-
um negrasálmum og rokkmús-
ík.
Allar tekjur af hljómleikum
þeim, er Aime Duval heldur, en
það er nafn hans, renna til
kirkjunnar. Daglega berast
honum tugir óska um að koma
fram hingað og þangað í Ev-
rópu. Til að uppfylla allar ósk-
irnar, er borizt hafa fram til
dagsins í dag, þyrfti hann að
syngja óslitið í þrjátíu og -fimm
ár í viðbót og þá væru senni-
lega komnar óskir sem duga
mundu í tvær aldir! Slíkar eru
vinsældir þessa íranska prests,
sem tekið hefur gítarinn og,
visnassönginn í þjónustu kirkj-
unnar.
Séra Duval hefur aðeins
sungið inn á þrjár hljómplötur.
Fyrsta platan var gefin út af
litlu, svo til óþekktu plötufyrir-
tæki, en kom fótunum undir
það, því platan hefur selzt í
meira en hálfri milljón eintaka.
Fróðlegt og skemmtilegt
mundi vera, ef Ríkisútvarpið
gæti náð í þessar plötur og
leyft okkur að heyra i þessum
sérstæða Frakka.
Hiín skiiaii honum hringnum.
Zsa Zsa hætti við að giftast.
Og það var eriginn smávegis
hringur, 45 karata demanst-
^hringur var það. Sá, sem gaf
hann var Hal Haynes og sú,
sem átti að bera hann, var Zsa
Zsa — Zsa Zsa Gabor.
Þau ætluðu að ganga í það
heilaga. En svo skeði það:
— Ekki af þvi að eg hafi
nokkuð á móti Hal, segir Zsa
Zsa. Það er bara þetta, að eg
álít, að kona eigi að vera ægi-
FerÓamannastraumur
vestur frá Evrópu
Það er ekki aðcins ferða-
mannastraumur austur um At-
lantsliaf heldur einnig vestur
yfir það.
| Á síðasta ári komu um 190
þús Evrópumenn til Bandaríkj-
anna til að skoða landið eða
annarra erindá og eyddu þeir
um 86 milljónum dollara þar.
Árið 1957 voru evrópskir ferða-
menn þar 208 þús. og eyddu
þeir heldur meira en árið eftir.
Alls komu næstum 500.000
ferðamenn til Bandarikjanna á
sl. ári og eýddu um 256 millj.
dollara.
Singapore.
Nýja stjórnin í Singapore
hefir bannað alla glymskratta-
músik.
Er .það tekjulind margra í
Singapore sem víðar í stórborg-
um, að láta mönnum slika
skemmtun í té. Skildingi er
stungið í rifu og jazz-músikin
glymur, en bannið er til komið
henni til útrýmingar.
Og nú hafa glymskratta-
eigendur gert stjórninni tilboð:
Að leika aðeins klassisk lög ef
hún létti af banninu.
lega ástfangin af manni, ef húni
á að giftast honum, og það er
eg ekki. Eg býst ekki við að>
þetta hefði orðið hamingju-
samt hjónaband.
Og Zsa Zsa ætti að vita hvað
hún syngur, því að hún er bú-
in að vera gift nokkrum sinn-
um. Fyrst var það tyrkneskur
stjórnmálamaður. Það var um
það leyti, sem hún varð ung-
versk fegurðardottning. Þá
var hún 15 ára. Því næst var
það Conrad Hilton, þessi, sem
á öll hótelin. Sá þriðji var Ge-
orge Sanders kvikmyndaleik-
ari, Annars er þetta í ættinni.
Móðir hennar hefir reynt þrjú
hjónabönd svo vitað sé og
systur hennar, Magda og Eva,
hafa verið giftar nokkrum
sinnum hvor, eða önnur fjór-
um sinnum og hin þrisvar og
ekki er öll nótt úti enn.
Kemlngway heflr
séð kvtkmyndina
200 sinnum.
Ernest Hemingway liefip
sjaldan haft ástæðu til að vera
sérlega ánægður nieð þær kvik-
myndir, sem Hollywood hefir
gert eftir bókum lians, og þarf
ekki annað en að niinnast
myndarinnar „Vopnin kvödd“.
En nú segir hinn kunni kvilc-
myndamaður Robert Siodmak
í grein í tímaritinu „Films and
Filming", að kvikmynd sú, er
hann hafi, gert eftir sögu Hem-
ingways „Morðingjarnir“, hafi
vakið hrifningu hins mikla
skálds. Hemingway er svo hrif-
inn af þessari „Morðingja“«
kvikmynd, að hann er búinn afj
sjá hana oftar en 200 sinnum. j
t