Vísir - 06.07.1959, Blaðsíða 3
Mánudaginn 6. júlí 1959
V ISIR
„Það var helzt hérna í gamla
daga, að við lentum í ýmsu
.... Við vorum þá svo fáir,
lögregluþjónarnir, 13 manns í
allt, og margir þeirra orðnir
háaldraðir menn, og svo óð hér
allt uppi af útlendum sjóurum,
sem drukku sig auga-fulla bæði
á Öldunni og Fjallkonunni, og
stofnuðu til blóðugra slags-
mála, sem við urðum að stöðva
á einhvern hátt.“
„Þið hafið þá ekki verið
margir á vaktinni, ef þið hafið
verið tíu alls?“
„Nei. Við vorum venjulega
"tveir saman á verði í austur-
bænum og allt niður í miðbæ.
Þá var bæði Aldan og Fjallkon.
an í okkar umdæmi, og við
lentum oft í ryskingum og
blóðugum bardögum á þeim
stöðum.“
„Var ykkur ekki illa við
þ)essa staði?“
„Það er víst alveg óhætt að
segja það. Ef við vorum kall-
aðir þangað, fórum við venju-
lega upp á líf og dauða, eða allt
að því. Við gátum alltaf reikn-
að með því að á okkur réðist
hópur grenjandi, bandvitlausra
slagsmálahunda, og þá átti
maður sannarlega líf sitt að
verja.“
Segðu mér
sögu af því.“
■ „Við skulum nú sjá....Já,
£að var til dæmis einu sinni, að
við vorum kallaðir að Öldunni
í Traðarkotssundi. Þar voru
gömul hjón, sem gerðu hreint.
í þetta sinn voru þarna staddir
7 erlendir sjómenn, Danir og
Svíar, voru orðhir ölvaðir og
höfðu ráðist á gömlu hjónin.
Eg man ekki nú orðið hvaða
tilefni var að þessari óþokka-
legu árás, en uín það leyti, sem
við komíim þarna að, höfðu
þeir knúð hjónin í götuna.
Náði þeim
í Bankastræti.
Þegar þeir sáu okkur koma
þama að, tóku þeir á rás niður
Eaugaveginn, og eg á eftir. Sá,
sem með mér var, gat ekki
hlaupið eins hratt, því hann
var orðinn fullorðinn, svo eg
rak flóttann einn.
Neðarlega í Bankastræti náði
eg í kauðana, og okkur lenti
saman. Þrír þeirra fóru í mig,
en fjórir héldu hlaupunum á-
fram. Eg lét þá hafa kylfuna
miskunnarlaust, og þeir lágu
allir fljótlega. Eg hélt síðan á-
fram á eftir þessum fjórum,
en þeir mættu mér með grjót-
kasti í Lækjargötunni. Hentu
stærðar-hnullur.gum í mig, sem
hittu mig margir. Einn þeirra,
hnefastór steinn, lenti beint" á
enninu, og eg var næstum því
rokinn um koll. Það var heljar-
mikið högg .... sjáðu bara, eg
er ennþá með ör eftir þennan
stein .... enda hef eg aldrei
náð mér fyllilega síðan. Alltaf
verið slæmur í höfðinu.
Þeir leituðu
læknis.
Nú, eg hélt áfram eftirför-
inni, en nú höfðu þessir þrír,
sem lágu í Bankastrætinu, ris-
ið upp aftur, og komu á eftir
mér. Þeir réðust aftur að mér,
og eg hafði nóg með þá að gera
í bili, en skildi samt þarna við
þá alla í götunni. Hinir fjórir
voru þá horfnir, og eg lét þá
eiga sig, því bæði var það að
RABBAO VIÐ
SÆMUND GÍSLASQN
LÖGREGLUÞJDN
☆
imiiium
einum
eg var illa á mig kominn, og
niðamyrkur var allsstaðar
nema í miðbænum. Eitthvað
lenti eg samt í þessum fjór-
um, en líklega hefur það ekki
verið neitt alvarlegt, því eg
man ekki vel hvernig það fór.
Eg var allur orðinn alblóð-
ugur að framan og líklega ekki
sjón að sjá mig. Fór þá á stöð-
ina og lagaði mig til eftir því,
sem hægt var í fljótu bragði,
en síðan var gengið að því að
skrifa skýrslu um þennan at-
'burð.
Síðar um morguninn, þegar
eg var á heimleið af vaktinni,
mætti eg aftur þessum sömu
þrem peyjum. Þá var af þeim
mestur móðurinn, og þegar eg
spurði þá hvað þeir væru nú
að bedrífa, sögðust þeir vera
að leita að lækr.i, til að gera að
sárum sínum og hinna fjög-
urra. Eg kvað þá gera bezt í
því að verða mér samferða nið-
ur á stöð, sem þeir gerðu
möglunarlaust. Þar var ‘feng-
inn læknir til að gera að sárum
þeirra, en þau voru mörg slæm.
Nokkrir tannlausir með öllu
eftir nóttina, mislit augu, opn-
ir skallar o. fl.
Þeir sluppu þó
um síðir.
Nú skeðu þau undur, að þeir
gerðu háar skaðabótakröfur
vegna sára sinna, en þeir voru
að sjálfsögðu ákærðir vegna á-
rásar á gömlu hjónin, vegna
mótspyrnu við handtöku, ó-
spekta á almannafæri, og eg
veit ekki hvað- Þetta endaði
svo allt með því, eftir því sem
eg bezt veit, að þeim var sleppt
gegn því að þeir féllu frá öll-
um sínum kröfum.“
„Og hverskonar menn voru
þetta eiginlega?“
„Mig minnir að þetta hafi
verið allt að þvi heil skipshöfn,
að undanteknum skipstjóra og
fyrsta stýrimanni. Skútan
þeirra lá hérna við Verka-
mannaskýlið gamla í krikanum
hjá kolakrananum.“
„Hvað varstu gamall, Sæ-
mundur, þegar þetta skeði?“
„Við skulum nú sjá ....
líklega hefi eg verið aðeins lið-
lega þrítugur. Upp á mitt bezta,
eins og maður segir. Þetta var
held eg,' á fýrsta eða öðru ári
eftir að eg byrjaði í lögregl-
unni.“
,,Þú hefir þá verið um þrí-
tugt, þegar þú byrjáðir þar.
Hvað Starfáðir þú áðúr en
þángað kom?“
„O — svona við ýmislegt
smávegis. Var ú sjónum, og svo
fékkst eg líka dálítið við söng.“
Hann söng
í landlegum.
„Söng?“
„Já. Eg var í tímum hjá Sig-
fúsi Einarssyni og Herdísi
Matthíasdóttur. Svo var eg í
síld á sumrin, og söng í land-
legum. Það var prýðilegt. Bæði
var að eg vandist af feimni, og
svo hafði eg oft gott upp úr
því. Hafði stundum meira upp
úr söngnum, heldur en á síld-
inni. Einu sinr.i tepptist eg á
ísafirði vegna íss. Þá hélt eg
söngskemmtun þar og tókst
vel. Nokkru síðar ætlaði eg að
syngja aftur, en fékk þá ekki
leyfi hjá bæjarstjóra til þess.
Þetta fréttu ísfirðingar, og
söfnuðust saman af sjálfsdáð-
um og heimtuðu söng, sem þeir
fengu síðan fyiir luktum dyr-
um, vonandi engum til ama en
flestum til ánægju.
1 Það var nú í þá daga ....
„Já, að mestu leyti. Eitthvað
var ég í karlákór, en hætti því
svo.“
Hann xnátti
ekki hætta!
„Fórstu aldrei utan?“
„Ekki í þeim erindum að
læra söng. Nei.......Fór samt
einu sinni til Noregs. Það var
á végum lögreglunnar. Fór
þangað til að kynna mér starfs-
háttu þar. Þar var mér tekið
með kostum og kynjum, þeir
báru mig á höndum sér og vildu
allt fyrir mig gerá. Þá var eg
upp á mitt bezta. Veizluhöld
svo til á hverju kvöldi. Ein-
hverju sinni var eg í Bergen
og yfirmenn lögreglunnar buðu
mér á veitingahús um kvöldið.
Þar voru nokkur hundruð
manna samankomnir í veit-
ingasölunum. Jú, þar var glatt
á hjalla, drukkinn norskur
mjöður, sungið og glensast. Þá
var það að gestgjafar mínir
báðu mig að syngja íslenzkan
ættjarðarsöng. Eg taldi mig
ekki getað skorast undan því,
stóð upp og tók að syngja.
^Þarna var fyrirtaks píanóleik-
ari, sem lék undir söngnum,
|og fórst það einstaklega vel.
|Nú, það er ekki meira frá því
að segja, nema fólkið ætlaði
jallt vitlaust að verða. Eg mátti
j ekki hætta að syngja, og kyrj-
| aði þarna hvert lagið á fætur
öðru, og allt ætlaði um koll að
keyra í fagnaðarlátum. Jú, víst
var það gaman........
Þegar eg var á Akureyri,
skrifuðu þeir Steingrímur
Matthíasson og síra Geir Sæ-
mundsson vígslubiskup bréf til^
kapelmeistarans við Konung-
lega leikhúsið í Kaupinhöfn, [
og fóru fram. á að hann tæki |
mig að sér til að' læra söng. j
Hann skrifaði aftur og kvað sig
fúsan til þess, en .... æ . . • ■
einhvern veginn varð nú aldrei
úr þessu.“
„Hættir þú svo alveg að
syngja?“
í
Nefbotnaði.
Eftir þetta huðu þeir mér að
kosta mig til náms á söngskóla
í Oslo. Líklega hafa þeir álitið
að mér veitti ekkert af að læra
betur, en hvað um það, þá var
eg sá asni að taka ekki boðinu.
Mér fannst eg vera bundinn
þeim hérna heima og afþakkaði
því.“
„. ... og fórst aftur að lög-
reglast hérna heima. Annars
voruð þið víst kallaðir „Pólití“
á þeim tíma.“
„Já. Pólití vorum við kallað-
ir. Það var oft róstusamt þá.
Einu sinni var eg að koma
vestan úr bæ. Var að fylgja
lítilli telpu heim til sín af því
hún þorði ekki í myrkinu.
Þegar eg kom á móts við Foss-
berg, réðist skyndilega á mig
maður, sem hafði staðið í fel-
um bak við ijósastaur. Hann
rak mér geysimikið högg á
nefið, svo það mölbrotnaði.
Sjáðu bara. .. . Hefi aldrei beð-
ið þess bætur.Nú,eg hrökklaðist
til baka, og hef líklega dottið
við höggið, en jafnaði mig
strax og tók á rás á eftir mann-
inum. Hann hljóp allt hvað af
tók, en eg brá fyrir hann fæt-
inum, og við kútveltumst í
götunni. Eg lenti ofan á, og
gat komið á hann handjárnum.
Nú er þetta góður og gegn
borgari þessa bæjar. Ekki
meira um það.“
Minning úr
Suðurgötunni.
„Hvað kom til að mann-
garmurinn réðist svona á þig
alsendis óforvarendis?“
„Jú, líklega vár það vegna
þess að honum var illa við mig
síðan í Suðurgötunni."
„Suðurgötunni?“
„Já. Ólafs Friðrikssonar-
málið. Þú manst eftir því?“
„Man ekki, cn hefi lesið úm
það. Eg er ekki nógu gamall
til að muna það. Það spannst
út af dreng, sem Ólafur ætlaði
að taka að sér, en var með
augnveiki, og iékk ekki land-
vistarleyfi fyrir hann. Var það
ekki þannig?“
„Jú. Svo skiptust menn í tvo
hópa. Sumir fylgdu Ólafi og
drengnum að málum, og ætluðu
að halda drengnum, hvað sem
tautaði, en aðrir fylgdu lögum
og reglum og vildu aðstoða við
að senda drenginn út aftur.
Svo geymdi Ólafur drenginn
hjá sér í Suðurgötu 14. Við
vorum svo sendir til'að sækja
drenginn. Eg fór upp, braut
upp til að ná drengnum, og fór
með hann út. Þegar eg var
kominn með hann út á tröppur,
réðist hinn hópurinn að mér
með kylfum og grjóti. Eg hélt
báðum höndum í handriðið á
tröppunum, og kylfurnar riðu
á handleggjunum. Þar brotn-
uðu báðir handleggir. Sjáðu
.... örin eru hér ennþá......“
„Brotnuðu báðir handlegg-
ír
Oft hörð átök
forðum.
„Já. Að vísu ekki alveg yfir,
en flísaðist úr ]. eim, og pípurn-
ar sprungu. Eg tók ekkert eftir
þessu í fyrstu, því eg var svo
dofinn, en svo iór það að segja
til sín.“
„Þú hefur brákast víða um
kroppinn um æfina.“
„Já, enda voiu oft hörð átök
í gamla daga hérna í bænum.“
„Þú ert nýlega hættur að
starfa sem lögregluþjónn?“
„Eg hætti núna um áramótin
síðustu. Þá var eg búinn að
vera í 38 ár í götulögreglunni.“
„Já, þú hefir víða sést í bæn-
um, og fáir munu þeir Reyk-
víkingarnir, sem komnir eru
til ára sinna, að þeir. kannist
ekki við þig í rúninginum.“
,,Það er ekki ósennilegt ....
en það er bölvað að vera svona
Frh. á bls. 9. ;