Vísir - 06.07.1959, Síða 6
6
flSlK
Mánudaginn 6. júlí 1959
WÍSXR.
DAGBLAÐ
Útgefandl: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F.
Tlnir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaBííður.
Rltstjórl og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti S.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00,.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fiinm línur)
VÍBÍr kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuöi,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsnrentsmiðian h.f.
Rúmur helmingur mann-
kyns býr í 4 löndum.
Ibúar þessara landa eru alls
1400 milljónir.
Bágar horíur á síidveiðum.
Engum þarf að segja, að síldin
hefir reynzt hinn mesti
kenjafiskur hér við land.
Það er nú liðinn hálfur
mannsaldur, síðan hér kom
gott síldveiðisumar, síðan
síldarhallærið gekk í garð,
en það hefir þó ekki dregið
úr löngun manna eða vilja
, til að reyna einu sinni enn,
; gera enn eina tilraun til að
veiða síld, svo að um mun-
ar, fyrir Norðuriandi. Og
það er ekki einungis, að afl-
inn hefir jafnan verið miklu
minni en áður tíðkaðist und-
, anfarin 15 ár — sum árin
! eiginlega alls enginn —
heldur dreifðist hann að auki
á miklu fleiri skip en áður,
svo að meðalafli á nót hefir
minnkað enn meira en heild-
arafiinn kann að gefa til
kynna við fyrstu athugun.
Flestir þeirra útgerðarmanna
eða félaga, sem hafa gert út
á síld síðustu fimmtán árin,
hafa orðið fyrir meira eða
minna tapi. Sum skip hafa
; skilað hagnaði ár eftir ár, en
þau hafa verið mjög fá.
Önnur hafa skilað nokkrum
hagnaði sum þessarra hall-
ærisára, en þau munu vera
langflest, sem rekin hafa
verið með tapi, jafnvel miklu
tapi, á hverju sumri, svo að
venjulegum mönnum finnst
það næstum ótrúlegt, hvað
sumir útgerðarmenn hafa
verið þolinmóðir við að
senda skip sín á síld.
Það væri vissulega fróðlegt, ef
áthugað væri með nokkurri
nákvæmni, hversu miklu
íslendingar eru búnir að
eyða í að reyna að veiða síld
fyrir norðan land hvert sum-
arið á fætur öðru að undan-
förnu. Varla fer hjá því, að
það sé geysileg fjárhæð, sem
búið er að fleygja bókstaf-
lega í sjóinn með þessu móti.
Happdrættið fyrir norðan
seiðir menn jafnan á hverju
væri, því að hagnaðurinn er
svo fljótur að koma, ef um
einhvern afla er að ræða.
Ef menn vissu fyrirfram, að
hagnaðarvonin væri ekki
meiri en hún hefði reynzt
áður, er ekki ósennilegt, að
einhver, hefði hætt við að
senda skip sitt norður. Það
mun hinsvegar einnig reka á
eftir mönnum, að verkefni
eru eiginlega engin fyrir
vélbátaflotann að sumarlagi
hér við land, eins og afla-
brögðum er háttað. Hans
aðalstarfstími er um vetrar-
mánuðina og' svo aftur við
reknetaveiðar á haustin, en
miðhluta ársins verður að
leggja bátunum, ef ekki er
talið tiltækilegt af einhverj-
um ástæðum að senda þau
norður á síldarmiðin.
Væri nú ekki ráð, að við verð-
um einhverju af því fé, sem
færi ella í sildarhappdrættið
nyðra á næsta sumri, til að
leggja í annað happdrætti?
Við ættum að athuga, hvort
það er gersamlega útilokað
að halda út leiðangri vélbáta
á Grænlandsmið. Aðrar þjóð
ir gera þetta ár eftir ár, svo
að einhver hlýtur ábatinn að
vera, en ef til vill er aðstöðu-
munur mikill, þótt aðrir eigi
lengra að sækja. Hvernig
væri að athuga þetta? Það
virðist nokkurn veginn
sama, hvort peningunum er
„fleygt í sjóinn“ fyrir vest-
an Grænland eða austan.
Ráðhúsmálið þokast áfram.
Á föstudaginn var efnt til fund-
ar í ráðhúsnefnd bæjarins,
og þar voru lagðar fram
teikningar þær af væntan-
legu ráðhúsi Reykjavíkur,
sem unnið hefir verið að
undanfarið. Er þá málið
komið á nýtt stig og má
segja, að nú fari sú stund að
nálgast hröðum skrefum, er
hafizt verður handa um að
reisa sjálfa bygginguna.
Ráðhúsið hefir oft verið til um-
ræðu á undanförnum árum,
bæði hjá bæjarvöldunum og
almenningi. Talar almenn-
ingur um það, að ekki gangi
nógu vel að hrinda því í
framkvæmd, en menn verða
að athuga það, að ekki má
kasta höndunum til þessa
verks. Það heyrðist víst
ramakvein, ef rokið hefði
verið til undirbúningslítið
eða nær undrbúningslaust,
því að árangurinn hefði vart
orðið veruleg bæjarprýði.
Hér á að rísa bygging, sem
á um langan aldur að vera
einkenni bæjarins, tákn um
smeltkvísi bæjarbúa og stór.
hug.
Menn hafa svo sem heyrt það,
að komið hafi verið upp ráð-
húsi í Hafnarfirði, en sú
bygging er ekki slík bæjar-
prýði, að ástæða sé til að
státa mjög af henni. Reyk-
víkingar vilja gera betur, og
þeir gera sér þá væntanlega
einnig ljóst, að í þessu efni
er flas ekki til farnaðar.
Rúmur helmingur af íbúum
jarðarinnar býr í aðeins fjór-
um löndum. í Kína, Indlandi,
Sovétríkjunum og Bandaríkj-
unum búa nú 1400 milljónir
manna. Þessar upplýsingar eru
í skýrslu, sem Sameinuðu þjóð-
irnar hafa nýverið birt. í henni
segir að samanlögð íbúatala
heimsins sé 2800 milljónir.
Skýrsluna er að finna í
„Demographic Yearbook“ fyrir
árið 1958. Hún tekur til 270
landssvæða, þeirra á meðal
allrá sjálfstæðra ríkja og svo
landsvæða sem ekki hafa sjálfs
stjórn. í umræddum fjórum
löndum eru íbúatölurnar eins
og hér segir: Kína 640 milljón-
ir, Indland 400 milljónir, Sov-
étríkin rúmar 200 milljónir og
Bandaríkin rúmar 170 milljón-
ir. Þar næst koma lönd með
yfir 50 milljónir íbúa í þessari
röð: Japan, Indónesía, Pakistan
Brasilía, Bretland og Vestur-
Þýzkaland.
„Demographic Yearbook" er
550 blaðsíður og er samin af
hagstofu Sameinuðu þjóðanna.
Frá þeim löndum, þar sem
kleift hefur verið að afla heim-
ilda um þessi efni, flytur bókin
upplýsingar um stærð land-
anna, íbúatöluna, fæðingar- og
dauðsfalla-skýrslur og skýrslur
um hjónabönd og hjónaskilnaði
85 á mínútu.
Þegar litið er á heiminn í
heild kemur í ljós að fólksfjölg
unin hefur verið nokkurn veg-
inn stöðug síðustu sex árin, þ.
e. a. s. 1,6 af hundraði eða 45
i
millj. árlega. Með öðrum orðum
fjölgar íbúum jarðarinnar ár-
. lega um jafnmarga og byggja I
land eins og Frakkland. 45 j
miiljónir á ári svara til 5000 á
tímann eða 85 á mínútu.
Rúmur helmingur af íbúum
jarðarinnar býr nú í Asíu, og
búizt er við því, að árið 2000
muni um 60 hundraðshlutar af
j íbúum heimsins eiga heima í
! Asíu. í Evrópu eru nú aðeins 14
hundraðshlutar mannkynsins í
Evrópu, Verði þróunin fram-
j vegis svipuð því sem hún hefur
verið, verður þessi hundraðs-
hluti kominn niður í 10 um
næstu aldamót.
Sé sleppt „borgríkjum“ eins
og Monaco og Hongkong, þar
sem þéttbýlið er milli 2000 og
13.000 á ferkílómetra, þá er
þéttbýlið mest á eyjum eins og
Möltu, Bermuda og Ermar-
sundseyjunum, þar sem þétt-
býlið er rúmar 500 íbúar á fer-
kílómetra. Þar næst koma Hol-
land, Mauritius, Belgía, For-
mósa og Puerto Rico, sem hver
um sig hafa yfir 250 íbúa á fer-
kílómetra.
Á hinum enda stigans eru
landsvæði eins og Spænska Sa-
hara, Grænland, Alaska og
Ástralía, þar sem að jafnaði
býr einn maður á hvern fer-
kílómetra. Sé reiknað í álfum
er Evrópa þéttbýlust. Þar eru
84 íbúar á hvern ferkílómetra.
Að vestan:
Sigrar Sjálfstæðimanna.
Grassprelfa yfirleift góð. —
Þorskafli í betra lagi.
ísafirði 30. júní.
Sigrar vestfirzkra sjálfstæð-
ismanna í nýafstöðnum kosn-
ingum vekja verðskuldaða at-
hygli.
Engir hafa staðið fastara ‘í
flokki, og gerningarveður Fram
sóknar um kjördæmabreyting-
una hafa hvergi haft jafnlítil
áhrif og hér vestra. Hvort
tveggja er vestfirzkum Sjálf-
stæðismönnum sæmdarauki,
sem lengi mun minnzt.
Sláttur er almennt hafinn.
Flestir byrjuðu laugardaginn
20. júní. Einstaka um miðjan
júní. Tún meiga heita fullsleg-
in á nokkrum bæjum. Gras-
spretta er víðast ágæt, þar sem
tún eru í góðri rækt. Nýrækt
hefur sjaldan verið svo vel
sprottin sem • nú. Almennt
munu tún verða tvíslegin, ef
ekki kemur alvarlegur hnekk-
ir. Horfur um afkomu bænda
hér eru því almennt hinar.
beztu.
- : I
Þorskafli almennt góður.
Erfitt tíðarfar hefur að vísu
dregið mikið úr handfæraveið-
um, einkum við ísafjarðardjúp.
Frá syðri Vestfjörðum, einkum
Patreksfirði, hefur tíð verið
hagstæðari. Hæstu handfæra-
bátar hér á ísafirði hafa aflað
um 40 lestir í júní. Áhöfn 3—5
menn. Má telja það góðan afla,
þótt engin uppgrip séu. Enn er
bezti handfæratíminn framund
an og má vænta vaxandi afla.
Togarar, sem stunda veiðar á
heimamiðum, hafa fengið góð-
an afla undanfarið, einkum í
Víkurál og á Strandagrunni.
Arn.
Ný söngkona
í Lido.
Veitingaliúsið Lido við
Miklubraut hefir fengið nýja
söngkonu, sem mun skemmta
gestum í júlímánuði.
Heitir söngkona þessi Jackie
Lynn og hefir hún sungið víða
um lönd, en auk eþss hefir hún
sýnt dans. Hún kom fyrst fram
í Lido á fimmtudaginn, og var
henni óspart klappað lof í lófa
fyrir söng sinn. Hún hefir
þægilega rödd og mjög viðkunn
anlega framkomu, og er ekki
að efa, að hún verður vinsæl
hjá gestum i Lido á næstu vik-
um.
Hreindýrin.
Öllum landsmönnum er kunn
ugt eða ætti að vera kunnugt
um hinn mikla áhuga Helga
Valtýssonar rithöfundar og
kennara fyrir framtíð hrein-
dýrastofnsins. Lesendum Vísis
fyrr og síðar ætti að vera vel
um þennan áhuga kunnugt, svo
oft hefur Helgi Valtýsson skrif-
að um hreindýrin fyrir þetta
blað, stundum að beiðni þess,
stundum að eigin hvötum, en
alltaf fúslega og af brennandi
áhuga.
I
Lætur enn
til sín lieyra.
j Helgi Valtýsson er nú orðinn
aldraður maður — en síungur í
anda — og hefur enn látið heyr-
ast rödd sína um hreindýrin. Og
það er allra hluta vegna mak-
j legt, að Vísir bendi lesendum
| sínum og raunar öllum lands-
mönnum á það, sem Helgi hef-
ur nú að segja, í eins konar
j ,,loka-ávarpi“ til „landa sinna“
Múlsýslunga, en hvatningar-
greinin fjallar um hreindýrin,
„örlög öræfahjarðarinnar
miklu“ — og hún á vissulega
erindi til fleiri en Múlsýslunga.
„Barnalærdómurinn“.
Helgi kveðst hafa prédikað
um allmarga áratugi fyrir „lönd
um ,sínum“ eystra og öðrum
I landsmönnum „um auðæfi ör-
æfanna austfirzku, varðveizlu
: þeirra og hagnýtingu. Og nú
1 hætti ég þessu rausi (Bergmál
l.vonar, að enn verði þar fram-
,hald á). Þar er engu við að
bæta, sem ekki er margsagt áð-
ur (Góð vísa er aldrei of oft
kveðin. Bm.). En þið, landar
mínir, hafið reynzt harla tor-
næmir. Og það svíður sárt. Að
[lokum vil ég þó taka saman í
stuttar setningar „barnalær-
dóm“ þann, sem ykkur var
ætlað að læra á einni kvöld-
vöku.
í stuttu máli.
Og hér er þá barnalærdómur-
inn, í stuttu máli:
1. Öræfahjörðin mikla og
hraðfjölgandi skiptir nú þús-
undum og er ótvíræð eign Múla
sýslna, þótt frumstofninn kæmi
með „Norðurlandsskipi“ (var
landsettur á Vopnafirði 1787).
2. Þessi litli stofn reyndist
ódrepartdi (var 35 dýr), svo að
ekki hefur tekizt „að tortíma
honum til fulls á 150 árum, þrátt
fyrir fullan vilja og rækilega
aðstoð harðæra og fellivetra."
3. 20 ára reynsla hefur nú
sýnt óvenju mikinn þroska
hjarðarinnar og nær eindæma
.fjölgunarhæfileika.
4. Reynslan sýnir, að hrað-
fjölgun hjarðarinnar verður
ekki haldið í skefjum með mis-
ráðnum leyfum s^jórnarvalda,
enda með þeim geysi miklum
verðmætum varpað á glæ.
5. Eina leiðin til varðveizlu
öræfahjarðarinnar er sameigin-
leg hjarðmennska (reynsla í
Grænlandi og Alaska) og eina
ráðið til dreifingar hjarðarinn-
ar til annarra landshluta.
6. Stofnhjörð sennilega hæfi-
leg 2000 dýr.
7. Árlegur arður slíkrar stofn-
hjarðar með nútíma verðlagi
myndi óefað nema fullri millj.
kr. og fara vaxandi (góður
markaður erl. fyrir hreindýra-
kjöt).
8. Vetrarhagar yrði í S.M.,
þegar um svo stóra hjörð er að
ræða, en sumarhagar á Vestur-
öræfunum.
9. Á svo víðlendum hrein-
dýraslóðum mætti sennilega
fjölga stofnhjörðinni upp í 3000
i dýr.