Vísir - 07.07.1959, Side 4

Vísir - 07.07.1959, Side 4
VtSIfi Þriðjudaginn 7. júlí 195S irísm DAGBLáB Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSíB, H.F. Wialr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaOsíður. Hitstjóri og ábyrgðarmaöur: Hersteinn í'álssor. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8.00—18,00 Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. 'Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00 Sími: (11660 (firnm línur) Víair kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. félagsnrentsmiðían h.f „Of dýru verii keypt". Úrslitanna í þingkosningunum hér var be&ið með nokkurri eftirvæntingu víðar en hér á landi. Af ýmsum ástæðum 1 hefir fsland þokazt svo nærri öðrum þjóðum á umliðnum áratugum, að þau hafa ó- hjákvæmilega fengið mik- inn áhuga fyrir landi og þjóð. Útlendingum stendur ekki framar alveg á sama um það, sem gerist hér á landi, og vegna samstarfs íslendinga við lýðræðis- þjóðirnar beggja vegna At- lantshafsins er fylgzt með því af talsverðum áhuga og j athygli, hvernig straumar liggja í þjóðmálum hér. Margar þjóðir telja það snerta mjög öryggi sitt, hvaða af- stöðu íslendingar taka til ýmissa mála. Þessar þjóðir láta sér ekki alveg á sama standa, hver er til dæmis af- staða íslendinga í varnamál- um og samvinnu við At- lantsbandalagið. Bezta dæmi þessa var það, sem Molotov, utanríkisráðherra sovézkra kommúnista, sagði undir vorið 1956, ■ þegar honum hafði borizt fregn um þá á- lyktun Alþingis, að varriar- liðið bandaríska skjddi sent heim vegna góðra friðar- horfa í heiminum. Hann kvað þá ályktun ekki koma sér á óvart, því að þeir þarna í Moskvu ættu svo góða vini hér á íslandi. Hann hefði fremur átt að segja, að þeir hefðu hér ötula erindreka. Hvað kommúnista snertir hef- ir þjóðmálabaráttan fyrst og fremst snúizt um fylgi Ís-J lendinga við Atlantshafs- bandalagið. Þeir hafa ekki talið neitt ómak of mikið, efi verða mætti til að draga úr* fylgi almennings hér við varnir vestræns lýðræðis. Hinsvegar hafa húsbændur kommúnista verið þeim næsta óþarfir, því að með allskonar ráðstöfunum sín- um, svo sem í Ungverjalandi og víðar, hafa þeir opnað augu manna fyrir eðli kom- múnismans og raunveruleg- um tilgangi kommúnista hér sem annars staðar. Kommúnistar hafa raunar einnig átt sér jafn ólíklega bandamenn og andstæðinga. Það, sem kommúnistar í Kreml hafa rifið niður fyrir þeim meðal íslendinga hafa vitgrannir brezkir stjórn- málamenn reynt að bæta þeim upp með heimskulegu og fyrirlitlegu herhlaupi við íslandsstrendur. Ekkert, sem gerzt hefir á undanförnum árum, hefir verið eins vel fallið til að auka fylgi kom- múnista og vernd sú,' sem brezk herskip hafa verið látin veita veiðiþjófum við strendur íslands. Heimskúlegar tiitektir brezkra stjórnmálamanna hafa verið kommúnistum nokkur hjálp, en þó ekki nóg. En það er fróðlegt að kynnast því á- liti, sem menn úti um heim hafa á framferði Breta. Það kemur m. a. fram í forustu- grein í New York Times, sem lét Breta vita fyrir fá- einum dögum, að þau fáu tonn af fiski, sem hér væru veidd undir herskipavernd, væru of dýru verði keypt, ! ef þau leiddu til þess, að ís- i land yfirgæfi NATO. Sú hætta er vitanlega enn fyr- ir hendi, ef Bretar vitkast ekki, og ættu þeir að hugsa hiálið enn einu sinni — sjálfs sín vegna. Fatfaðír stofna landssamband — Ýmsar ályktanir gerðar varðandi bætt skilyrði og hjálp við fatlaða. Stofnþing Sjálfsbjargar — landssambands fatlaðra ;— var haldið nýlega í Keykjavík. Þingið sótti 21 fulltrúi frá 5 félagsdeildum í Reykjavík, á Akureyri, Siglufirði og Árnes- sýslu. Samþykkt var einróma að stofna samband félaga fatlaðra manna og heitir það Sjálfsbjörg — Landssamband fatlaðra. í framkvæmdanefnd — stjórn sambandsins — voru kosin: Emil Andersen, Akur- eyri, forseti, Ólöf Ríharðsd., Reykjavík, ritari og Zophonías Benediktss., Reykjavík, gjald- keri. Varaforseti var kosinn Theodor Jónsson og aðrir í sambandsstjórn Trausti Sigur- laugsson, ísafirði, Björn Stef- ánsson, Siglufirði, Sveinn Þor- steinsson, Akureyri, Valgerður Hauksdóttir, Hveragerði, og Helgi Eggertsson, Reykjavík. Stofnþingið gerði allmargar ályktanir og fara nokkrar þeirra hér á eftir. Félags- og vinnuheimili. 1. Stofnþing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, haldið í Reykjavík 4.—6. júní 1959, ályktar að eitt þýðingarmesta verkefni Sjálfsbjargarfélag- anna sé að koma sem fyrlt upp félags- og vinnuheimilum fyr- ir samstarfsemi þar sem menn geta unnið ýmiskonar handa- vinnu félagi sínu til stuðnings og síðar til að afla sjálfum sér nokkurra tekna. 2. Þá telur þingið rétt af fé- lögunum að leita aðstoðar hlut- aðeigandi bæjarfélaga til að koma á fót og reka félags- og vinnuheimilin. Má á það henda, að Sjálfsbjöfg á Siglufirði hef- ur þegar á þessu ári verið veittur styrkur á fjárhagsáætl- un kaupstaðarins. Ályktun um tryggingamál. „Stofnþing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, hald- ið í Reykjavík 4.—6. júní 1959 beinir þeirri áskorun til hins háa Alþingis: 1) að örorkulífeyrir verði greiddur án tillits til tekna, 2) að örorkulífeyrir verði hækkaður um minnst 30%. 3) að sjúkrabætur verði greiddar jafnt húsmæðrum sem eiginmönnum, 4) að hjón, sem bæði eru ör- orkulífeyrisþegar fái greiddan tvöfaldan einstaklingslífeyri. Álit farartækjanefndar. „Stofnþing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaða-a, hald- ið í Reykjavík 4.—6. júní 1959 skorar á hið háa Alþingi: a) að breyta heimildargrein þeirri í lögum nr. 27, 29. maí 1957 um tollskrá o. fl., þannig að eftirgjöf aðflutningsgjalds af farartækjum til örykja verði aukin í samræmi við þær hækkanir, sem orðið hafa á bif- reiðum og mótorþríhjólum, b) að eftirgjöfin af aðflutn- ingsgjöldum verði afskrifuð á 5 árum, c) að fellt verði niður af bifreiðum örykja hið nýálagða 160% leyfisgjald. d) að fella niður þungaskatt af bifreiðum öryrkja. e) að öryrkjar fái að leggja farartækjum sínum án tillits til umferðarlaga, ef þörf krefur sökum fötlunar, enda séu farar. tækin merkt, f) að hækka um helming tölu þeirra bifreiða sem árlega er úthlutað til öryrkja. g) að fulltrúi frá Sjálfsbjörg, landsamþandi fatlaðra verði skipaður í nefnd þá er úthlutar farartækjum með tolleftir- gjöf.“ Með Farfuglum í sumar- leyfinu. Þeir efna til tveggja feria í júlí. Hvað um friðhelgina? Það hefir löngum þótt við« brenna, að allskonar lýður^ sækir austur á Þingvöll um ; helgar, þegar veður er skap- legt, tjaldar þar og skemmt- ir sér síðan með næsta litlum menningarbrag. Hafa þarna bæð'i verið íslenzkir ungling- ar og varnarliðsmenn, og svo sögðu þeir frá, sem fóru um staðinn á laugardags- kvöld, að þar hefði verið mikill sægur hermanna, auk íslenzkra unglinga, bæði pilta og stúlkna og var sýni- ~ legt, að Bakkús mundi verða í ferð með mörgum um helg_ ina. Ærin ástæða virðist til þess, að , yfirvöld staðárins geri við- eigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að Þing- vellir verði drykkju- og saurlifnaðarbæli, hvort sem er um helgar eða aðra tíma. fslenzkur æskulýður ætti að sjá sóma sinn í að auðsýna þessum hélga reit tilhlýði- lega virðingu, því að nægir eru staðirnir í þessu landi, þar sem hægt er að hegða sér eins og margir gera þar eystra. Yfirmenn varnarliðs- ins ættu einnig að benda mönnum sínum á, að íslend- ingum er ekki sama, hvern- ig gengið er um Þingvelli, og að í augum margra er léleg umgengni af hálfu útlend- inga hálfu verri en sams- Eins og uiulanfarin ár haf-a Farfuglar sumarleyfisferðir á áætlun sinni og verða þær tvær í ár, sem hefjast báðar í júlí- mánuði. Ennþá er hægt að til- kynna þátttöku, en óðum líður að því, að þær séu fullskipaðar. Fyrst er að nefna Þórsmerk- urferð, dagana 11.—19. júlí Þeirri ferð verður hagað eins og undanfarin -ár, dvalið í tjöldum í Sleppugili .og farnar þaðan gönguferðir um Mörk- ina. Kostnaðarverð er áætlað 700 kr., og leggur félagið til tjöld, hitunaráhöld og fæði. Þátttaka tilkynnist miðviku. dagskvöldið 8. júlí. Seinni ferðin er 16 daga ó- byggðaferð, 25. júlí til 19. ágúst. Á fyrsta degi er ráðgert að halda að Veiðivötnum og dvelja þar næsta dag. Síðan verður ekið í Tungnaárbotna-og dvalið þar einn dag og gengið á konar framferði af hálfu landsmanna sjálfra — tilvalið áróðursefnL Turignaárjökul og Kerlingar. Á 5. degi á að aka um Tungnaárfjöll að suðurodda Langasjávar og tjalda hjá Sveinstindi. Við Langasjó verður dvalið í 2 daga og geng- ið á Sveinstind og um Fögru- fjöll inn að útfalli. Þetta nmn vera í fyrsta skipti, sem ferðafólki er gefinn kostur á þátttöku í ferð á þess- ar slóðir. Á 8. degi verður ekið um Faxasund niður á Fjallabaks- veg hjá Skuggafjöllum og aust- ur í EÍdgjá. Þar verður dvalið um kyrrt í 2 daga, Gjáin skoð- uð og gengið á Gjátind. Á 11.' degi vei'ður' ekið úr Eldgjá niður að Búiandi í Skaptártungu og þaðari þjóð- veginn að Kii'kjubæjarklaustri og tjaldað þar. Næsta dag verð- ur haldið austur í Núpsstaða- skóg og tjaldað þar, en daginn eftir vei'ður gengið að Græna- lóni og á Súlutinda. Úr Núpsstaðaskógi er ráðgert aka á 2 dögum til Reykja- víkur. — Enn' er einum degi „K. S.“ hefir skrifað Berg- máli eftirfarandi pistil um járnarusl í vesturbænum. Hann segir svo: „Þegar Svíakonungur kom hingað til lands, stóð til að honum yrði sýnt Fiskiðjuver ríkisins við Grandagarð. Hafn- arstjórn tók rögg á sig og lét þrífa það&n ógrynni af drasli, járni, fúaspýtum, botnlausum og mosagrónum bátum og fleira þess háttar. Heimsókn á ári liverju! En við þyrftum helzt að panta þjóðhöfðingja á hverju ári. — Einmitt á þessum stað, við enda Mýrargötu, hefir ver- ið safnað stærri haug af rusla- járni, en sézt hefir áður hér í bæ. Upphaflega safnaði maður, sem þarna býr, þessu járni í port, og hlóð því í háa stafla allt í kringum bústað sinn inni í portinu, en fyrir all-löngu er haugurinn búinn að sprengja af sér öll bönd, og þessi óþverri blasir við sjónum allra þeirra, sem ganga vilja vestur að sjó til þess að sjá vorkvöldin í vesturbænum. Þarna eru m. a. gamlir bílar,' sem sjálfir eru löngu orðnir brotajárn, hlaðnir rusli og hálfsokknir í jörð. Gerið nú lireint! Hér með er skorað á við- komandi yfirvöld að láta hreinsa allan þenna ósóma úr höfuðborginni. Öskuhaugaimir eru horfnir og eftir þeim mun enginn sjá, og er þess vænst, að einstökum mönnum haldist ekki uopi að stofna slíka hauga að nýju. Þá væri einrtig vel, ef stjórn Fegrunarfélags Reykja- víkur vildi líta á þenna stað.“ Bréf um Þingvallaveg. Þá hefir „bílstjóri“ sent eft- irfarandi bréf um le.iðina til Þingvalla: „Þeir vbílstjórar, sem óku -Þingvallaveginn um síðustu 'helgi, hafa varla verið yfir sig hrifnir af ráðstöfunum vega- gerðar ríkisins. Við því er ekki að búast, að vegamálastjóri og verkfræðingar geti fylgzt með daglegum framkvæmdum, en þeir mættu gjarnan athuga ofaníburðinn, sem nú hefir ver- ið settur á Þingvallaveginn. í mikilli umferð, þegar oft þarf að fara út á vegarbrún, er veg- urinn bæði seinfarinn og hættu legur.“ Saarbúar „komnir heim“ Frá miðnætti síðastliðnum er Saarhérað algerlega sameinað Vestur-Þýzkalandi, efnahags- lega og stjórnmálalega. Toll- múrar eru úr sögunni og þýzka markið gjaldmiðill í Saar. Frakkar fengu yfirráð yfir Saar eftir styrjöldina, en 1956 samþykktu Saabúar sameining- una með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða. Stjórnmálalega hefur Saar verið sameinað V.Þ. í 3 misseri. ■ Hinni algeru sameiningu ér fagnað mjög í Saar og Vestur- Þýzkalandi. óráðstafað og verðuf það gert þar. sem henta þykir eftir að komið er að Langasjó. Kostnaðarverð fararinnar er áaetlað 2400 kr. og er fæði inni* falið í verðinu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.