Vísir - 08.07.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 08.07.1959, Blaðsíða 4
Vl SIR Miðvikudaginn 8. júlí 1959 Fjórðungsmót hestamanna í Skagafirði um helgina. Þangað sækja hestasnenn úr öllum landsfjórBungum. Fjórðungsmót hestamannafé- laga vérður að þessu sinni háð á Sauðárkróki dagana 11. og 12. júlí n.k., og standa að því hestamannafélögin norðan- lands. Samkvæmt búfjárræktarlög- um þeim, sem samþykkt voru á Alþingi 1957, er gert ráð fyr- ir slíkum fjórðungsmótum ár- lega að undanteknu því ári, sem landsmót er háð. Er hér um að ræða sameiningu á mót- um hestamannafélaganna og hreppasýningum búnaðarfélag- íaganna, er áður voru háðar. Mótið hefst sem fyrr segir á Sauðárkróki laugardaginn 11. þ. m. og stendur yfir í 2 daga, laugardag og sunnudag. Fyrri daginn ber að mæta með sýningarhross kl. 9 f. h. og fara þá fram skoðanir og dómnefndir starfa, en kl. 6 e. h. hefst sjálf dagskráin með undanrás í kappreiðum. Að því búnu verður tekin upp sú nýj- ung, að söluhross verða sýnd, þeim lýst og verð tilkynnt. — Sýnd verður kvikmynd frá landsmótinu s.l. sumar og loks dansað. Síðari daginn, sunnudaginn 12. júlí, hefst dagskráin kl. 10 f. h. með því að hestamenn ríða fylktu liði inn á sýningarsvæð- 58, en sr. Gunnar Gíslason í Saurbæ flytur bæn kl. 10%. Kl. 10,45 flytur formaður Landssámbands hestamanna- félaga, Steinþór Gestsson, ræðu. Kl. 11 byrja sýningar á góðhestum og kynbótahrossum og dómum lýst. Kl. 5% fara svo fram kappreiðar. Meðal kappreiðahesta má bú- ast við Garp, er varð jafn Gný- fara á landsmótinu. Mætir hann nú norðlenzku görpunum Blesa Sigfúsar Guðmundssonar, Sauðárkróki, og Gul, sem stokk ið hefur á mettíma á Akureyri. Formaður Búnaðarfélags Is- lands, Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, flytur ræðu kl. 1.30 e. h. Sunnlenzkir hestamenn eru þegar lagðir af stað í flokkum til mótsins á hestum sínurn og hafa farið fjallabaksleiðir. Má búast við fjölmenni á mótinu og fjölda hesta, ekki sízt úr hinum fornfrægu hestamamia- héruðum norðanlands, Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslum. Sorfið að stjórn- inni á Ceylon. Á þingi Ceylon hefur verið samþykkt tillaga, sem raun- verulega felur í sér vantraust á stjórn Bandaranika. í henni er harmað, að í ræðu landstjórans (um stefnu stjórn- rainnar) hafi ekkert verið minnzt á ráðstafanir til þess að draga úr atvinnuleysi, lækka verðlag og uppræta svikabrask. Talsmaður stjórnarandstöð- unnar sagði í ræðu, að Banda- ranika ætti að biðjast lausnar fyrir sig og stjórn sína. Hún hefði ekki' meiri hluta þings að baki sér og hvorki siðferðilegan né stjórnarskrárlegan rétt til þess að vera áfram við völd. Frá fundi fiskifræðinga: í jiíní fannst minna af síld en árin 1954-'58. Óvenju sterkir hafstraumar. — Litið átumagn við Island. Vísi barst í gær skýrsla sú, sem hér fer á eftir frá fiski deild Atvinnudeildar háskólans um fund fiskifræðinga haldinn í Þórshöfn í Færeyjum 29./6— 1./7 1959. Norrænir og sovézkir fiski- fræðingar mættust til fundar í Þórshöfn í Færeyjum dagana 29. júní—1. júlí þ. á. að lokn- um rannsóknum á öllu haf- svæðinu frá Bjarnareyju suð- ur til Færeyja og vestur til ís- randarinnar norðan íslands og hafsvæðisins vestan íslands. Áður hefur verið skýrt frá svæðaskiptingu milli þjóða. Af íslands hálfu tóku þátt í þessum fundi Dr. Hermann Ein- arsson og Ingvar Hallgrímsson magister. Helstu þátttakendur hinna þjóðanna voru: frá Dan- Jillan O. Brunett frá Grand Rapids í Bandaríkjunum varð ineistaraskytta í kvennaflokki, með léttum byssum. — Allt bendir til þess að liún verði einhver snjallasta kvenskytta, sem uppi hefur verið, ef trúa má því, sem þjálfarar hennar segja. Hún hefur tekið þátt í keppni í aðeins tvö ár, en hefur samt unnið nær 200 verðlaun, og hefur aldrei tekið þátt í keppni, án þess að vinna til verðlauna. Jillann er frönsk að uppruna, en kennarar hennar eru kanadískur og kínverskur. Jillann er góðu? nemandi í gagnfræðaskólanum, og vonast til að verða jarðfræðingur að loknu námu. Hún hefur einnig jaajög gaman af að standa á vatnsskíðum, skautum og útreiða- íúrum, enda er hún afbragðsgóð í öllum þessu íþróttum. mörku forstjóri dönsku haf- rannsóknanna, Dr. Erik Bert- elsen, magister Fred Hermann, leiðangursstjóri á „Dönu“, og magister Vagn Hansen; frá Færeyjum Jákup Joensen, magister; frá Noregi: Finn De- vold, leiðangursstjóri á „Johan Hjort“, magister Grim Berge og Myland, sjófræðingur; frá Sovétríkjunum: Dr. Judanov, leiðangsstjóri á „Professor Mesasjev“, Dr. A. Alexjev og Dr. E. Pavshties. Á fundum þriggja nefnda, sem settar voru í upphafi móts- ins, voru hinar víðtæku athug- anir rannsóknaskipanna sam- ræmdar og kort gerð um hita- dreifingu á öllu hafsvæðinu, síldardreifingu og átumagn. Var ýtarlega rætt um frekari samræmingu á athugunum rannsóknarskipanna og mikils- verðar ályktanir gerðar í því efni. Um magn og dreifingu síld- ar í júnímánuði 1959, er þess helzt að géta, að rannsókna- skipin fundu yfirleitt minna síldarmagn heldur en árin 1954—58, sérstaklega í nyrðri hluta Norðurhafsins milli Norð- ur-Noregs og Jan Mayen og milli Jan Mayen og íslands. Langmestur hluti síldarstofns- ins fannst á mörkum Austur- íslands-straumsins, sérlega á suður- og vesturmörkum hans. Yfirleitt má segja, að haf- straumar þafi verið sterkari í ár en nokkurt annað ár síðan 1954. Hlýir straumar við vest- ur- og norðurströnd íslands og við vesturströnd Noregs voru allmiklu hlýrri en venjulegt er. Hins vegar var sjórinn í Aust- ur-íslands-straumnum talsvert kaldari en venja er til. Sem dæmi má geta þess, að hitinn í efstu 50 metrunum var um 1 gráðu lægri en venjulega á svæðinu milli Langaness og Jan Mayen. Eins var meiri ís austan við Jan Mayen en sézt hefur síðan 1954. Um átumagn er það helzt til frásagnar, að við ísland var yflrleitt litið átumagn, sérstak- 4000 laxar á ári. Skýrsfur m veiöi á vegum Stangaveiðifélagsins sýna að Eliiðaárnar eru enn með bestu veíöiám á íslandi. í nýútkomnu afmælisblaði Veiðimannsins er býsna fróðleg grein mn veiði í ám félagsins undanfarin ár. Er þar gerður samanburður á hinum ýmsu ám, og veiði í þeim. Mun ýmsum þykja þess- ar upplýsingar fróðlegar, og mun hér því birtur útdráttur úr því. Elliðaár árið 1939 veiddust 1033 laxar — 828 — 1940 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 898 1116 1599 1022 729 922 1643 1759 1167 960 796 1511 918 1257 1755 929 1091 948 22881 laxar Samtals hafa stangaveiði- menn því veidd í Elliðaánum þessi 20 ár 22881 lax, eða að meðaltali 1144 á ári, en það eru 12—13 laxar til jafnaðar á veiðidag. Laxá í Kjós. Fyrsta árið 1946, veiddust fæstir laxar, eða 166. Flestir voru þeir árið 1955, eða 1199. Samtals hafa veiðst þar 9367 laxar á árunum 1946 til 1958 á vegum félagsins. Við þessa tölu er það að athuga að fyrstu tvö árin er ekki meðtalinn fjöldi þeirra laxa, sem veiddust í ánni á vegum Eggerts Kristjánsson- ar og Egils yilhjálmssonar. — Meðalveiðin hin 11 árin verða þá liðlega 800 laxar á ári, eða- 8—9 á dag til jafnaðar. Bugða. Fæstir laxar veiddust 1953 eða 41 lax. Flestir voru þeir lega í hafinu fyrir suðvestan land, en helzta átusvæðið við ísland var djúpt út af norð- austurströndinni. Á hafsvæð- inu milli Færeyja og íslands var einnig frekar lítið um átu. Við Noregsstrendur fannst töluverð áta og sömuleiðis sunn an Jan Mayen. Við ísland var hámark plöntugróðursins út af Kögri og á Strandagrunni. Sömuleiðis fannst mikið plöntu- magn á jöðrum Austur-íslands- straumsins. Ákveðið var, að á fundi Al- þjóða hafrannsóknaráðsins næsta haust, verði áframhald- andi samstarf rætt og þá verði ákvarðanir teknar um svæða- skiptingu og fundarstað, ef unnt reýnist að tryggja nægi- legan skipakost til þeirra rann- sókna, sem fundurinn áleit nauðsynlegar. 337 árið 1955, og samtals 1254 á 10 árum. Meðalveiði 125 áí. ári, eða rúml. 1% á veiðidag*. Þar er aðeins ein stöng leyfð. Norðurá. 468 hafa veiðst minnst á ári?. og var það 1949, en flestir 1134- árið 1951. Samtals 9074 á 1.3- árum, eða 698 á ári. 1-—8 á veiðidag. Laxá í Leirársveit. Samtals 2922 á 7 árum, eðai' 417 til jafnaðar á ári. 4—5 á. veiðidag. Miðfjarðará. 1952-—58 veiddust samtals 6047 laxar, 864 á ári til jafn- aðar og rúml. 9 á dag. j Meðalfellsvatn. 1947—59 veiddust þar sam- tals 512 laxar, og 25146 skráðir, • silungar. Leikur sterkur grunur á að þar séu ekki öll kurl kom- in til grafar, því menn nennii. ekki að leggja á sig það erfiði; að skrá veiði sína, sérstaklega silungsveiði. Á síðasta ári voruJ þar skráðir 2004 silungar veidd- ir, og 9 laxar. 500 kr. v. hjá SÍBS. Eftirfarandi núrher hlutif 500 króna vinning hvert > 7. flokki happdrættis SÍBS, eí dregið var í fyrradag: 446 622 838 1040 1066; 1151 1152 2676 2946 3109' 3120 3328 3470 3881 3894 4026 4134 5109 5324 5344 5463 5614 5938 6542 6589: 7180 7330 7512 7550 7620' 7706 8562 8644 8821 8949 9048 9096 9446 9944 10015 10891 10892 10906 11045 11306 11387 11749 11767 11910 12078 12213 12517 12785 12880 13166 13548 13673 13744 13748 13931 13967 14041 14856 15114 15188 15663 15837 16132 16188 16300 16324 16955 17163 17232 17340 17550 17799 17810 18085 18969 19295 19539 20520 20705 20718 20877 21027 21580 21934 22072- 22076 22489 22538 24040 24042 24390 24818 24906 25530 26262 26459 26633 26948 27028 27072 27146 27713 28184 28210 28574 29334 29415 29806 29837 29996 30034 30179 30296 30399 30435 30897 31360 31426 31579 31635 31752 32069 32147 32165 32787 32835 33076 33136 33794 33807 33953 33965 34032 34050 34214 34453 34524 34895 35060 35417' 35665 35711 36032 36189 37002 37023 37097 37174 37203 37379 37443 37470 38165 38815 38904 39146 39261 39371 39520 39689 39916 40089 40221 40230 40314 40364 41217 41454 41535 41799 42168 42201 42495 42645 42956 43153 43762 43979 44077 44122 44258 44428 44541 44595 44625 45008 45083 45128 45352 46,193 46411 46496 46842 47058 47696 47990 48007,48351 48503 48738 Frh. á bls. 10. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.