Vísir - 09.07.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 09.07.1959, Blaðsíða 4
VlSlK Fimmtudaginn 9. júlí 195D irism j'T ' * DÁGELAB Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. yislr kemur út 300 daga 6 ári, ýmist 8 sða 12 blaOsíöur. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálssor Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti á. Bitstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00 Aðrar skrifstofur frá kl 0,00—18,00 Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 0,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuöí, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðian h.f Sýningar, sem gleymdust. í fyrradag var útbýtt til út- varps og blaða tilkynningu um aðalfund Sambandsins, sem hófst að Bifröst í Borg- arfirði þá um daginn. Var þar að sjálfsögðu drepið á , ýmis atriði varðandi starf fyrirtækisins, en þó var það næsta lítið, þegar tekið er tillit til þess, að þarna er um stærsta fyrirtæki á. land- inu að ræða og það meðal . annars sagt eign 30.000 manna. Fundafregnirnar eru nefnilega einu tilkynning- arnar, sem eigendurnir fá um starfsemi þessa fyrir- tækis síns. I gær barst svo tilkynning um það, hvernig málin stæðu, að því er snerti vafasöm við- skipti Olíufélagsins og Hins íslenka steinolíuhlutafélags. Einn af forstjórum SÍS flutti ræðu og samkvæmt út- drætti, sem sendur var blöð- um og útvarpi, hefir svo sem ekkert komið fyrir hjá þeim, sem fer í, bága við lög. Að.sögn forstjórans hafa SÍS og þessi dótturfélög þess hreinan og skyggðan skjöld. I sambandi við slíkar fullyrð- ingar hljóta menn að spyrja spurninga eins og þessarrar: Hvers vegna tilkynnti SÍS almenningi þetta ekki fyrr? Var það ef til vill af ótta, að hægt væri að svara þessum fullyrðingum of auðveld- lega? Af hverju voru for- stjóraskipti látin gerast svona skyndilega? Hvers vegna var þessi SÍS-þvottur ekki framkvæmur fyrir kosningar? Það hefði víst mátt fá fáein atkvæði út á hann. Fleira þarf ekki að segja að sinni. Síðasta_ orðið verður ekki sagt af forstjórum SÍS í þessu máli, og þeim verður ekki trúað eftir fyrri göngu Olíufélagsins — að óreyndu. Þeir, sem hafa hreina sam- ■ viku bíða rólegir dómsins. Hinir reyna að móta al- menningsálitið, snúa þvi sér 1 vil fyrir fram. Syníshorn á Indlandi. Á síðasta ári gerðist það í fylk- inu Kerala á Indlandi, að kommúnistar náðu þár meiri hluta í frjálsum kosningum. Almenningur er þar fá- kunnandi og gekkst upp við gyllingar kommúnistafor- ingjanna, sem hétu auði og allsnægtum, ef þeir fengju • völdin. Fyrir nokkrum vik- um dundu svo ósköpin yfir þar eystra. Kommúnistar beittu svo völd- um sínum, að almenningur hefir fengið sig fullsaddan á því sýnishorni af sæluríkinu, sem þar hefir Verið brugðið upp. Almúginn hefir risið til varnar réttindum sínum og komið hefir til blóðugra ó- eirða, en þúsundir manna hafa verið hnepptar í varð- hald af lögreglu stjórnarinn- ar. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, hefír jafnan reynt að sneiða hjá væringum við kommúnista, en jafnvel honum ér nóg boðlð eftir að hann hefir heimsótt Kerala. Honum hefir fundizt kom- múnistar ganga svo langt í kúgunaraðgerðum sínum og ofbeldi, að hann hefir kom- izt svo að orði, að ef til vill verði ekki hægt að sitja auðum höndum, stjórnin í Delhi kunni ef til vill að neyðast til að skerastú leik- inn til að hindra frekara of- beldi kommúnista. Það væri sannarlega meðmæli með stjórnarhattum þeirra. Yfir 95 þús. manns fóru í Þjóðleikhúsið á leikárinu. Flestir sáu „Rakarann", hátt á 18. þús. Tíunda leikári Þjóðleikhúss- ins lauk síðastliðinn sunnudag, 5. júlí, með sýningu leikflokks frá Det Norske Teatret í Oslo á leikritinu „Kristin Lavrands- datter“. Sýningar á leikárinu urðu alls 214, þar af 193 í Reykjavík og 21 utan Reykja- víkur. Á leikárinu voru sýnd 16 sjónleikir, þar af 1 gestaleikur. Leikrit voru 14, söngleikir 2. Leikflokkur frá Det Norske Teatret í Oslo sýndi norskt leikrit. Flestar sýningar voru á óperunni „Rakaranum í Sev- illa“ eða alls 31. Sýningargestir 17.685. Hér fer á eftir skrá yfir sýn- ingar og tölu leikhúsgesta á leikárinu: 1. „Horft af brúnni“ eftir Arthur Miller. Leikstjóri: Lár- us Pálsson. Sýningar 6 úti á landi, 2 í Reykjavík. Sýningar- gestir 1722 úti á landi, 824 í Réykjavík. — Tekið upp aftur frá fyrra ári. 2. „Haust“ eftir Kristján Al- bertsson. Leikstjóri: Einar Pálsson 7. sýningar. Sýningar- gestir 1893. 3. „Faðirinn“ eftir August Strindberg. Leikstjóri: Lárus Pálsson. 5 sýningar í Reykja- vík, 11 úti á landi. Sýningar- gestir í Reykjavík 1455, 1792 úti á landi. — Tekið upp aftur frá fyrra ári. 4. „Horfðu reiður um öxl“ eftir John Osborne. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson. Sýningar 23 í Reykjavík, 4 utan Reykja- víkur. Sýningargestir 9597 í Reykjavík, 966 utan Reykja- víkur. 5. „Sá hlær bezt“ eftir Howard Teichmann og George Kaufman. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. Sýningar 15. Sýning- argestir 6388. 6. „Dagbók Önnu Frank“ eftir Frances Goodrich og Al- bert Hackett. Leikstjóri: Bald- vin Halldórsson. 9 sýningar. Sýningargestir 4071. — Tekið upp aftur frá fyrra ári. 7. „Rakarinn í Sevilla“, ó- pera eftir G. Rossini. Leik- stjóri: Thyge Thygesen. Hljóm sveitarstjóri: Róbert A. Ottós- son. 31. sýning. Sýningargestir 17.685. 8. „Dómarinn“ eftir Vilhelm Moberg. Leikstjóri: Lárus Páls- son. 9 sýningar. Sýningargestir 2232. 9. „Á yztu nöf“ eftir.Thorn- ton Wilder. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. 16 sýningar. Sýn- ingargestir 6915. 10. „Undraglerin“, leikrit fyrir börn, eftir Óskar Kjart- ansson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. 22 sýningar. Sýning- argestir 12902. 11. —12. „Fjárhættuspilarar“ eftir Nikolaj Gogol og „Kvöld- verður kardinálanna“ eftir Julio Dantas. Leikstjóri: Lárus Pálsson. 4 sýningar. Sýningar- gestir 816. 13. „Húmar hægt að kveldi“ eftir Eugene O’Neill. Leik- stjóri: Einar Pálsson. 11 sýn- ingar. Sýningargestir 3151. 14. „Tengasonur óskast“ eft- ir William Douglas Home. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. 11 sýningar. Sýningargestir 5526. 15. „Betlistúdentinn“, óper_ i etta eftir Karl Millöcker. Leik- stjóri: Prófessor Adolf Rott. Hljómsveitarstjóri: Hans Anto- litsch. 24 sýningar. Sýningar- gestir 15.073. 16. „Kristin Lavransdatter“, leikrit eftir Tormod Skagestad, gert eftir samnefndri sögu Sig'- rid Undset. Gestaleikur frá Det Norske Teatret í Oslo. Leik- stjóri: Tormod Skagestad. 4 sýningar. Sýningargestir 2365. Sýningar á leikárinu alls 214. Sýningargestir í Reykja- vik 90893. Sýningargestir úti á landi 4480. Samtals 95.373. LandheSgismálið ofar öðrum málum. • Við eigum víða góða vini. Norðmenn sigraiir. Fleiri hafa áhuga á knattspyrnu en þeir, sem sækja íþrótta- völlinn að staðaldri, og varla hefir það farið fram- hjá nokkrum manni, að ís- lenzku piltarnir létu ekki Norðmenn sækja gull í greipar sér að þessu sinni. Það var eins og almenningur rétti úr sér í fyrrakvöld og gær, þegar allir höfðu frétt um sigurinn á Norðmönnum, því að svo langt var liðið, síðan íslendingar áttu sigri . að fagna í landsleik í knatt- | spyrnu. Þótt margir hafi löngum verið vondaufir um, að við yrð- um nokkru sinni hlutgengir á þessum vettvangi, kemur þó við og við í 1-jós, að við eigum efnivið í sæmilegt lið. Hinsvegar er þjálfuninni mjög ábótavant, -að því er kunnugir segja, og einkum lítið um samþjálfun hjá landsliði. Ef það starfar af kappi, þegar þörf er, ættum við vonandi að geta orðið út- lendingum skeinuhættari, er fram líða stuhdir. - Landhelgismálið á þá sér- stöðu, að því sé skipað ofar öðrum málum og utan við flokkadeilur. Við kosningarnar var þetta lífshagsmunamál dregið ó- þyrmilega inn í flokkadeilurn'- ar. Höfðu Framsókn og 'komm- únistar þar forustuna. Slíkt verður að hætta hjá þeim öll- um, sem er málið alvörumál. Það er að níðast á sjálfum sér og öðrum að blanda landhelg- ismálinu í baneitraða flokka- pólitík. Nú er talað um að Alþingi geri sameiginlega ályktun um -landhelgismálið, er það kemur næst saman, væntanlega 20. þ. m. Ekki skal því mótmælt, að slík ályktun verði gerð, ef henni fylgir heill hugur. En jafnframt þarf að fylgjast meiri vinna fýrir okkar málstað, inn á Við ög" út;á við. í landhelgis- málinu 'eigum við marga vini og meðhaldsmenn. erlendis. Það hefir þegar komið í ljós. En fleiri þarf- að finna og vinna. Inn á við verður einnig að vera vel á verði. Það á ekki að sýna Bretum neina linkind. Við hljótum að svara þeim í sama mæli og þeir mæla okkur ís- lendingum. Það er grundvallaratriði í landhelgismálinu, að hamra sí- fellt á því ofstopa- og æsinga- laust. Það er þegar komið fram, að frá Bretum getum við ekki vænt neinnar sanngirni. Þeirra aðferð er hnefinn og herskipa- stóll Hennar Hátignar. En það eru fleiri í veröldinni en Bretar og íslendingar. Þeir geta einnig haft sitt að segja um kúgun þá, sem Bretar béita. Þótt Bretar þykist vera stórir og öflugir, og eru það vissulega móts við okkur íslendinga, er þeim það óhæfa, að halda uppi kúgun og ofbeldi til langframa. Hinn siðmenntaði heimur mun Hér fer á eftir pistill frá ,,Borgara“: „Eins og menn muna, var talsvert rætt á tímabili um er- lend nöfn á gistihúsum og veit- ingastöðum um tíma, eða um það leyti, sem „City Hotel“ og „Lido“ komu til sögunnar, en svo duttu þessar umræður nið- ur, þar til aftur var farið að ræða um þetta í útvarpsþætti nýlega. Eg held, að það sé þarft að halda þessu máli vakandi, því að það virðist engin þörf á því, að vera að velja slíkum stöðum erlend nöfn, og eg held, að það sé á misskilningi byggt hjá þeim, sem valið hafa þessi erlendu heiti og önnur, að þau hafi nokkurt auglýsingagildi. Eg er alveg sammála þeim, sem halda því fram, að svona nöfn hæni ferðamenn að þeim frek- ara en íslenzk nöfn myndu gera, en úr mörgum fallegum og munntömum heitum er vissulega að velja. Hefir áður verið bent á nokkur í þessum dálki. — Er nú eftir að vita, hvort viðræðuþáttur sá í út- varpinu, sem hér var minnzt á, kemur skriði á umæður um þetta af nýju. Verzlanir einnig. Það má þá líka ræða um er- lendu nöfnin á verzlunum eða sölubúðum. Hví ekki að velja þeim íslenzk nöfn líka? Það mun hafa verið um og upp úr aldamótum, þegar Reykjavik fór að byrja að vaxa örara,.sem allmjög fór að bera á þessu, vafalaust af því, að það sem var útlent þótti fínt —• og vissu- lega eimir eftir af þessum hugs- jUnarhætti enn. Það, sem er þjóðlegt og gott, þarf enginn að skammast sín fyrir, og eitt af því eru stutt og falleg nöfn á staði slíka sem þá, er hér hef- ir verið minnst á, gistihús, mat- stofur, verzlanir o. fl. Borgari“. Vætið oft göturnar. „Að undanförnu hefir verið borinn mjög fínn ofaníburður ofan í götur sumra úthverfa. Þörf er að minna á, að núna í úrkomuleysinu þarf að. valta þessar götur og vökva, því að annars fýkur þessi salli inn yfir bletti og garða og inn í hús um opna glugga eða óþétta. Það þarf ekki að blása mikið til þess að mikið af þessum ofaníburði þyrlist upp og verði til tjóns og ama. Ef ekki er annar betri of- aníburður fyrir hendi þarf að þjappa honum saman — nota til þess valta, en ekki bíða eftir að vegirnir troðist af bílum og fótgangandi mönnum. — Ut- hverfisbúi“. ___ - Ný frímerki. Fimmtudagimi 3. sept. 1959 mun póst- og símamálastjórnin gefa út tvö ný flugfrímerki í tilefni af 40 ára afmæli flugs- ins á Islandi. Verður jafnframt notaður sérstakur útgáfudagsstimpill í Reykjávík af þessu tilefni. Merkin eru prentuð af Tho- mas de la -Rue & Co., Ltd. Lon- don. Póst- og símamálastjórnin, 7. júlí 1959. dæma slíkt atferli að verðleik- um. ísafirði, 4. júlí. Arn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.