Vísir - 09.07.1959, Blaðsíða 5

Vísir - 09.07.1959, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 9. júlí 1959 VlSIt Guðrún Á. Símonar fær lof fyrir söng í NewYork. Hefur sungið víða í Bandarikjunum viÖ góðan orðstír. ITALSKA SKYRTUPEYSAN Guðrún Á. Símonar óperu- söngkona hefir frá því í októ- bermánuði sl. dvalizt í Banda- ríkjunum og Kanada og haldið þar hljómleika. Ennfremur hef- ir hún komið fram í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefir lilotið mikið lof fyrir söng sinn og túlkun á viðfangsefnum. í tímaritinu Musical Courier í New York er t. d. birt samtal við hana eftir Lillian Kraff, þekkta söngkonu. Segir þar m. a.: _,,Guðrún A. Símonar, sópr- ansöngkona, hefir blæbrigða- og hljómmikla rödd með hin- um sjaldgæfa hreim og eðlis- eigind hins sanna lirico-spinto sóprans. Auk þess hefir hún Ijúfa framkomu. Ungfrú Simonar hóf söng sinn með ljóðaflokki eftir Dvo- rák, sem hún söng af innlifun og stilþokka. í næsta ljóða- flokki eftir Falla kom í Ijó.s yndislegt pianissimo í lögunum „Nana“ og „Cancion", sem hún söng af hlýju og innileik. En meðal þess, sem mesta athygli vakti, voru sex lög frá íslandi.“ Og um hina sömu hljómleika Guðrúnar i Town Hall farast George Christy í National Her- ald oi'ð á þessa leið: ,.Á miðvikudagskvöld veitt- ist mér sú mikla ánægja að upp götva ,,stjöi'nu“ á konsert í Town Hall. Guðrún Símonar, fremsta óperusöngkona íslands, er að öllu leyti stjarna á sama hátt og Pocelle og Patti. Þetta var glæsileg samkoma. Og þess er vert að geta, að frammistaða ungfrú Símonar var minnis- stæð. Það gefur að skilja, að hún söng einnig þjóðlög frá ættlandi sínu, íslandi. (Þau bera einföld Tvær hetgarferðlr Páis Arasonar. Á vegum Ferðaskrifstofu Fáls Arasonar verður efnt til ferða bæði í Þórsmörk og Land- mannalaugar um næstu helgi. — Lagt verðúr af stað í báðar f erðirnar kL 2 e., h. á. laugar- daginn og komið til baka á sunnudagskvöld. Sarna dag efnir Páll til lang- ferða, þ. e. 8 daga ferðar t’il Véstfjarða og fimm daga ferð-í- a_r norður og austur- um land til Hornafjai’ðar. Þaðan verður flógið til Reykjavíkur. Næstkomandi miðvikudag efnir fei'ðaski'ifstofa Páls til ferðar inn á Þórsmörk og úr því hvern miðvikudag a. m. k. út þenna niánuð. Verður lagt af stað kl. 9 árdegis í þær ferðir og verður staðið við í 3 klst á Möi'kinni, en úr því haldið aft- ur til Reykjavíkur, Til þessarar Þórsmerkurferða um miðja viku efnir skrifstofa Páls í því skyni, að fólk geti komizt til . baka úr Mörkinni eftjr hálfa viku, ef það kærir sig ekki um, sökum veðui’s eða af öðrum ástæðum,; að vera lengur innfrá. Tjöld'-verða látin í té þeim, er.þess óska. en skáldleg heiti — ,,Kom eg upp í Kvíslarskarð“, „Fífil- brekka, gróin grund“ og „Sortn ar þú ský“). Þessi lög söng hún á hinu víða söngsviði í Town Hall, eins og sá sem valdið hefir. Ekki tókst henni síður upp við hinar erfiðu aríur úr ,,Ma- non“ eftir Puccini og „Valdi örlaganna“ eftir Verdi. Lófa- klappið var ofsalegt og hún var þrábeðin um aukalög. ----9---- OÍÉuntáiið á fundi StS Á aðalfundi SÍS, sem haldinii var í Bifröst í Borgarfirði, ræddi Helgi Þorsteinsson framkv.stj. innflutningsdeildar SIS um rannsóknina á íekstri H.Í.S. og olíufélagsins h.f. á Keflavíkurflugvelli, vegna meintra brofa gegn lögum um tollheimtu, tolleftirlit, skipan innflutnigsmála, gjaldeyris- mála, fjárf.estingarmála o. fl. Segir'm. a. í fréttatilkynn- ingu SÍS af fundinum. áð Helgi hafi sagt, að stjórn félaganna og framkvæmdastjórum þeirra hafi verið tilkynnt, og þeir einskis spurðir um ranns.ókn,- ina, sem hófst meðyfirheyrslum nokkurra • starfsmanna olíufé- laganna ■ í -sakadómi Keflavík- urflugvallar 17. 'des. 1958, fyi-r en 12. til 16. mai 1959, er fram- kvæmdastjórar félaganna, þeir Haukur Hvannberg og Vil- hjálmur - Jónsson voru yfir- heyrðir. Sagði Helgi, að helzta kæru- atriði sé, að H.Í.S. hafi selt innlendum aðilum af olíu- birgðum á Keflavíkurflugvelli, er tilheyrðu' varnarliðinu og ennfremur að H.Í.S. hafi selt einn kassa af frostlegi; sem hefði verið ætlaður til nota varnarliðsins og ekki verið greiddur tollur af honum. — „Vitanlegá voru þessar vörur tollafgreiddar, en að því ei' varðar frostlagarkássann má verá, að. um mistök starfs- manna hafi verið ;að ræða,“ Helgi. . : „SMART KESTON Jcnas Jcnasson þulur segir: Smart Kestcn peysan er fyrir karlmenn á öllum aldri, enda mjcg falleg og þægileg. HeildsölubirgStr : UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Grettisgötu 3. — Sími 10483.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.