Vísir - 13.07.1959, Blaðsíða 7
Mánudaginn 13. júlí 1959
VlSIH
Nú flykkjast þær til
Langasands.
Rafobað við fegurðardrottningu
Hanmerkur.
Fegurðardrottning Dan-
merkur 1959, ungfrú Lis Stol-
berg kom aðeins við í Reykja-
vík s.l. föstudagskvöld með
flugvél Lofílciða, á leið sinni
til New York. Á meðan hún
dvaldist hér í um klukkustund,
gafst tækifæri til að ræða við
hana nokkuð, jafnframt því að
henni var ekið um bæinn til að
sýna henni það helzta sér.
Óvenjulcgt
andlitsfall.
Kongens Nytorv, hverfi, sem
er vafalaust mörgum íslend-
ingum velkunnugt. Hún er ein-
birni.
„Hvað starfið þér, ungfrú?"
„Eg er íþróttakennari. Það
er að segja, eg er í íþrótta-
kennaraskóla, og á eftir eitt ár
til að útskrifast.“
„Þá takið þér eflaust til við
kennsluna. Verður það barna-
skólakennsla, eða á öðrum vett-
vangi?“
„Vafalaust við barnaskóla.”
Myndir í dönskum blöðum,
svo og aðrar fregnir, gáfu á-
stæðu til að álíta að hún hefði
ekki til að bera þá ,,klassísku“
fegurð, sem oft er álitin vera
nauðsynleg til að taka þátt í
fegurðarsamkeppni kvenna. —
Þetta virðist líka vera rétt.
Hún hefur dálítið óvenjulegt
„andlitsfall, sem maður hættir
þó aö taka eftir, strax og farið
er að tala við hana. Hún er á-
kaflega geðug stúlka í viðtali,
brosmild og hýr, lítið eitt ó-
framfærin, en ekki feimin.
Hárið er sterkgult, stuttklippt
og greitt á ská fram fyrir enni.
Hún er fallega vaxin og ber sig
vel. Hún var klædd snotrum
kjól úr grófu, svörtu efni, með
hvítum leggingum á ermum,
bar hvíta hanska, sem hún aldr
ei tók af sér, og hafði ljósan
klút um höfuðið.
Lis Stolberg er 18 ára gömul
og ólofuð að eigin sögn. Faðir
hennar er verzlunarstjóri í
Kaupmannahöfn, en þar er hún
fædd og uppalin, í Dronningens
Tværgade, sem er rétt hjá
Sótti sjálf
um þáíttöku.
„Viljið þér segja mér eití-
hvað urn fegurðarkeppnina í
Danmörku, og hvernig henni er
háttað. Hvernig stóð t. d. á þvi
að þér gerðust þátttakandi?“
„Eg sótti um það.“
„Nú, stúlkurnar sækja sjálfar
um að gerast þátttakendur i
Danmörku?“
„Já. Það er stórt fyrirtæki i
Kaupmannahöfn, sem fram-
leiðir og selur fegrunarlyf, og
það stendur fyrir þessari
keppni. Allir viðskiptavinir.
sem fullnægja skilyrðum um
þátttöku, geta fengið þar eyðu-
blað, sem þeir fylla út, og senda
síðan aftur.“
„Og þetta gerðuð þér?“
„Já. Svo fékk eg tilkynningu
um að eg hefði verið samþykkt
serri keppandi.“
„Hvaða skilyrði eru það, sem
þarf að fullnægja?“
„Aldurinn má ekki vera
hærri en 21 árs, og svo má
maður ekki vera giftur.“
Fegurðardrottning Danmerkur.
;
Lis Stolberg kveður.
„Mér skilst að keppnin sé
haldin á stað, sem heitir
Marienlyst.“
„Já. Marienlyst er stórt og
glæsilegt hótel í útjaðri Hels-1
ingör. Þar er dásamleg bað-
strönd og mikil ferðamannaað- 1
sókn.“
Missti kórónuna.
„Voru margir þátttakendur í
keppninni?“
„Eg held að þær hafi verið
um • fimmtíu í undanrás. Úr
þessum fimmtíu voru valdar
átján stúlkur, sem svo komu
fram í úrslitum.“
„Var ekki margt um mann-
inn, þegar keppnin stóð yfir.“
„Jú, áhorfendur skiptu þús-
undum.“
..Höfðuð þér gert yður vonir
um þessi úrslit?"
„Nei, það veit sá, sem allt
veit. Eg varð svo undrandi, að
ég vissi ekki hvað sneri upp
eða niður. Ég missti kórón-
una, því ég var svo skjálfhent."
og hvaða vonir gerið
þér yður í Ameríku?“
„.Engar, aðrar en þær að eg
veit að það verður dásamlegt
að vera þar. Ferðalagið sjálft,
og allt það undursamlega, sem
maður fær að sjá og heyra, upp-
fyllir allar þær vonir, sem eg
geri mér. Vera má að manni
bjóðist eitthvað gullið tæki-
færi, og þá er um að gera að
grípa það.“
„Þér vonist ef til vill eftir
því að komast að við kvik-
myndir???“
„Því ekki það. Það held eg
hafi gengið vel hjá Evu Nord-
lund, sem keppti fyrir Dan-
mörku í fyrra.“
„Já, hún er orðin stjarna
fyrir vestan.“
„Ef til vill ekki stjarna, en
henni gengur víst prýðilega."
„Hafið þér áhuga fýrir leik-
list?“
7
„Ekki sérlega, en eg er viss
um að sá áhugi kemur, ekki
sízt ef launin eru góð.“
„Þér hafið þá ekkert átt við
slíkt fram að þessu?“
„Ekki nema það, að eg var
reynd hjá UFA í Þýzkalandi
núna um daginn.“
„Var það ef til vill í sambandi
við fegurðarsamkeppnina?“
„Já. Það fylgir verðlaunun-
um. Sú stúlka, sem er valin
fegurðardrottning, er ávallt
send til Þýzkalands, og þar er
hún reynd hjá UFA.“
„Og hvernig haldið þér að
það hafi gengið?“
„Eg veit það ekki enn. Fæ
að vita það þegar eg kem heim
aftur.“ „
„Tefjið þér vestra?“
„Nei. Eg fer heim aftur strax
og keppninni þar er lokið', því
að þrem dögum síðar á eg að
fara til Tyrklands og taka þar
þátt í annarri fegurðarkeppni."
„Og það fylgir líka titlinum?“
„Já.“
Sigurður tók við
stjórninni.
Þetta samtal fór fram milli
matarbita á veitingastofu Loft-
leiða á flugvellinum. Sigurður
Magnússon fulltrúi félagsins
fór nú vinsamlegast fram á það
við okkur að við frestuðum
frekari samræðum í bili, því nú
ætlaðd hann að aka ungfrúnni
um bæinn og sýna henni helztu
staði, þennan~stutta tíma, sem
hún hafði aflögu. Við settumst
því inn í bíl Sigurðar og hann
tók við stjórninni. Nú var ekið
vestur í bæ, um miðbæinn,
höfnina, upp að Sjómanna-
heimili, framhjá Laugardals-
leikvanginum og aftur á flug-
völlinn. Sigurður talaði við-
stöðulaust allan tímann, benti
á allar helztu' byggingar og
sagði sögu höfuðstaðarins í
stuttu máli, og við hlustuðum
á með mestu andagt. Það verð
ég að segja, að þótt ég sé fædd-
ur og uppalinn í Reykjavík,
fræddist ég mikið í þessari ferð.,
og varð stórhrifinn af þessum
glæ^ilega bæ,sem hann lýsti
með svo mörgum og fögrum orð
um. Einn og einn brandari leynd
ist þar inn á milli, og víst er
það, að stúlkan hafði nóg að
hugsa á meðan.
Við komum aftur á flugvöll-
inn rétt áður en vélin lagði af
stað. Ungfrúnni var skýrt frá
því, að þegar hún kæmi til
Idlewild flugvallar, mundi Ein-
ar A. Jónsson taka þar á móti
henni, en hann fór með íslenzku
drottningunni þangað hóttina
áður. Þar verður Einar þeirra
leiðsögumaður í nokkra daga.
Ungfi'úin kvaðst vera dálítið
þreytt eftir ferðalagið hingað,
og hlakka til að geta lagt sig í
vélinni á leiðinni vestur. Far-
þegarnir voru nú að þyrpast að
vélinni, því að komið var að
brottför. Við notuðuð því síð-
ustu mínúturnar til að taka
mynd af henni þar sem hún
stóð í stiganum, síðan var hún
kvödd með virktum. Sigurður
læddi einum brandara út úr sér
í viðbót: „Ég óska yður alls hins
bezta, ungfrú — að sjálfsögðu
þó ekki á kostnað íslenzku
drottningarinnar.“
... og með bros á vör hvarf
hún okkur sýnum í sólarátt.
G. K.
v,.ju*.mPOK oumuNmo
zj&siukýdte,/7rikr, SíffU'V.5970
I
INNHEIMTA
LÖOFRÆ.QI'STÖKF
Ný amerísk
DELICSUSIPLI,
SÍTRÓNUR,
BANANAR.
Ávexiir auka hreystina.
KJÖRBÚÐIN
Laugarásvegi 1 . Sími 35570
mm
• ■ á
\á