Vísir - 25.07.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 25.07.1959, Blaðsíða 1
If. ái. Laugardaginn 25. júlí 1959. 159. tbl. Myndín er tekin á Dalvík 19. júlí og sýnir, er verið er að salta einn farminn. Ný aðferð við toflgæzlu á Osíóarhöfn gefur góða raun. Ger5ar eru „stikkprufur" á vistabátum. Frá fréttaritara Vísis. Osló í júlí. Tekin hefir verjð upp aukin barátta gegn smyglurum á bát- um hér á höfn höfuðstaðarins. Gerðar eru reglulega ,,stikk- prufur“ á bátum er flytja elds- neyti, mat og vatn til skipa, er liggja hér á höfninni. Hefir þessi herferð gefi'ð góða raun, betri en þegar venjulegt tolleftirlit var framkvæmt á hverjum þessara báta. Nú er sumum sleppt, en aðrir skoðað- ir þeim mun gaumgæfilegar. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá yfirmanni tollgæzlunnar í Osló. Smygl er víðar vandamál eri hér og m. a. berast þær fregnir frá Álasundi, að þar séu ekki nógu margir tollþjónar til taks til þess að hægt sé að halda uppi fullnægjandi eftiriiti. Hið nýja eftirlit í Oslóarhöfn hefir vakið nokkra athygli og vona menn, að hér sé á ferðinni upphaf að gagngerri herferð 'gegn smygli. Kerala-stjórn bannar fundahöld. Stjórnin í Kerala-ríki, Ind- landi, liefur bannað alla úti- fundi og kröfugöngur, fyrst um sinn um 10 daga skeið. Orsök þess er, að áframhald hefur verið á óeirðum í höfuð- borginni og fleiri bæjum í rík- inu. —. Lítil veiði í gær, en þó fékk Víðir II 600 tn. Var sú sild stór oa söltunarhæf. Er Vísir talaði síðast við Siglu íjörð í gær, var enn verið að landa. Sá afli hafði veiðzt í gærkvöldi og sumt jafnvel í fyrrakvöld, en veiði hafði að mestu Iegið niðri í gær. Flest voru skipin með hálf- lermi, og var síldin ósöltunar- hæf eins og verið hefur undan- farið. Þó hafði frétzt til Víðis 31. Hafði hann fengið síld um 18 mílur NNA af Siglufirði síðd. í gær. Var aflinn um 600 tunn- ur og sennilega söltunai'hæfur. Fieiri skip höfðu sent merin í bátana á þeim slóðum, en ekk- ert hafði frétzt um afla.e Bræla var á miðunum fyrri hluta dags í gær, en batnaði þegar leið fram eftir degi. Bræðsla er nú í fullum gangi á Siglufirði og ærin verkefni fyrir verksmiðjurnar næstu sól- arhringa. Á Skagaströnd stendur yfir bræeðsla á þeim rúmum 30.000 málum sem þar eru nú í þrón- um. Á Húnaflóa lá síldin dýpra í sjó og hafði hún fundizt á tæki. Engin veiði hefur verið á austursvæðinu. Sú skýrsla, sem hér fer á eft- ir nær til þeirra báta sem til- kynntir höfðu verið til síldar- leitearinnare á Siglufierði snemma í gær og voru að landa fram eftir kvöldi. Engin skýrsla lá fyrir um nýja báta er blaðið fór í prentun, enda aðeins frétzt með vissu til eins, Víðis II., eins og að framan getur. Sæborg BA 400 mál, Særún 250, Hringur 250, Helgi SF 450, Gjafar 400 tn., Haförn 400 tn., Marz 450 mál, Freyja 300, Hug- rún VE 120 tn., Vilborg 170 tn., Þorbjörn 150 mál, Sigurfari SF 300, Draupnir 650, Faxaborg 650, Björgviri 1000, Faxi VE 550, Þorleifur Rögnvaldss. 550, Fjalar 100, Hólmanes 400, Halk ion 500, Guðfinnur 500, Valþór 650, Bjarmi 450 Sigurvon 500, Einar Hálfdáns 900 tn., Gunn- ólfur 400, Örn Arnarson, 400 mál, Faxavík 420, Svanur KE 200 tn., Guðm. á Sveinseyri 700 tn., Stjarnan 1000 tn. og mál, Tálknfirðingur 700 tn., Sæfaxi NK 600 mál, Von VE 600 tn„ Grundfirðingur II 800 tn., Sig- urður SÍ 500 mál, Jökull 500, Keilir AK 550, Sjöstjarnan 400 mál, Akraborg 600 tn., Björn Jónsson 950 mál, Gylfi 200 tn. Sæfari SH 600 tn. Páll Pálsson 50 mál, Sæljón 850 mál, Ás- geir 350, Gissur hvíti 800, Hrafn Sveinbjarnar 200, Guðm. Þórðarson RE 1000, Bjarni Jó- hannesson 400, Jón Stefánsson 300, Hafrenningur 300, Suður- ey 500, Baldur 250, Ófeigur III 00, Stella 550, Sigurfari VE 160 Ver AK 500, Áskell 80 tn., Gull- ver 140 tn. Stefán Árnason 350 mál, Ásbjöm AK 400, Jón Trausti 1100, Smári 450, Sleipn- ir 250, Fagriklettur 150, Haf- björg VE 150, Heimir 200, Sjöfn VE 150, Vísir 150, Sigurfari SH 250, Þórkatla 250, Þorl. Rögn- valdsson 250, Tjaldur SH 150, Þráinn 250, Snæfell 400, Björg- vin 200 tn. Sæhrímnir 400 mál. Sum skipin lönduðu tvisvar. löndunarbið. Getur gjaldeyris- snauð þjóð hagað þessu svona? Framh. á 2. síðu. Howe jarl lýsir „vígbúnaiii“ Islands á fundi í lávarbadeildinni brezku. Telur íslendinga smíða herskip en kalla þau björgunarskip. Hafði haldið hinu sama fram á fiondi í Þýzkalandi. Þau tiðindi voru sögð í lávarðadeild brezka þingsins í gær, að íslendingar væru ekki alveg af baki dottnir, því að beir væru að koma sér upp herskipum með svonefndum „12 punda fall- byssum‘“, en létu í veðri vaka, að þar væri um björgunarskip að ræða, og væri brot á Genfarsáttmála um slík skip. Það var Howe jarl, sem skýrði þingheimi frá þessu í gær, að því er segir í skeyti til Vísis, en það var einmitt hann, sem var staddur á þingi slysa- varnafélaga í Þýzkalandi fyrir skemmstu og hafði þá sérstakar áhyggjur af vopnabúnaði ís- lenzku varðskipanna og fannst illt til þess að vita, að þau væru einnig notuð til björgunar- starfa. Jarlinum var bent á, hvern- ig íslenzku björgunar- og varð- skipin væru notuð, en hann hef ur bersýnilega ekki látið sér segjast, úr því að hann hefur fundið hvöt hjá sér til þess að skýra lávarðadeildinni frá hinu sanna. Má gera ráð fyrir, að jarl- inn hafi verið að heimta auk- inn flotastyrk til að vernda togara Breta á íslandsmið- um — hann hafi eiginlega verið að heimta einhvers konar „vígbúnaðarkapp- - hlaup“ við .íslendinga. Verður fróðlegt að fylgjast með frekari atburðum í sam- bandi við herhvöt þessa her- skáa jarls, meðal annars hvort fleiri herskip verða send hing- nú tíðkast. Það væri svo sem eftir öðrum kjánaskap brezkra yfirvalda í þessu máli. Þess má geta til skýringar, að þegar talað er um „12 punda fallbyssur“ er átt við, að kúlan vegi 12 pund. Enn fremur má geta þess, að íslenzka ríkis- stflórnin á nú í smíðum erlend- is varðskip, sem verður full- gert eftir áramótin, en það mun verða af svipaðri stærð og Þór og með einni byssu, 57 mm., sem er stærsta „fallstykki“ á að og með stærri fallbyssum en íslenzku skipi. Nixon opnaði í gær : Moskvu Bandarísku sýninguna. Las boðskap frá Eisenhower forseta. Nixson, varaforseti Banda- ríkjanna, opnaði síðdegis í gær Bandarísku sýninguna og flutti boðskap frá Eisenhower for- seta. í boðskapnum minntist Eis- enhower á bróðurhug þann, sem ríkt hafði milli Rússa og Bandaríkjamanna á styrjaldar- tímanum. Hann kvað Banda- ríkjamenn ekki óska neins nema vináttu og það væri aldrei of seint að vona það, að hægt sé að treysta friðinn heið- arlega og drengilega. Hann kvaðst vona, að hann setti eftir að koma aftur til Bandaríkjanna. Krúsév sagði um þetta, að sér væri það gleðiefni, ef Eisen- hower hefði tíma til þess og það myndi gagna friðinum. Krúsév og Nixon skoðuðu sýninguna áður en hún var opnuð og er sagt, að komið hafi til allsnarpra orðaskipta milli þeirra, t. d. þegar þeir voru að skoða fyrirmyndarhúsið á sýningunni, sakaði Krúsév Bandaríkjamenn um að hafa lagt sig í iíma með að gera Rússa orðlausa af undrun, en Nixon svaraði, og var eitthvað í svarinu, sem Krúsév tók sem hótun, og kvað þá Rússa vera Bandaríkiamönnum „sterkari". Framh, & 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.