Vísir - 25.07.1959, Blaðsíða 7

Vísir - 25.07.1959, Blaðsíða 7
Xaugardaginn 25. júlí 1959 TISIS MARY BURCHELL:' * I :í s T A R S A G A WWWJWW.VAWWWW — Þér þurfið ekki að svara fremur en þér viljið. En mér virt- ist yður vera meira en lítið órótt og þá getur oft verið léttir að því að tala við ókunnuga, sérstaklega við þá, sem þér tæplega sjáið nokkurn tíma aftur. — Það var fallega hugsað af yður. Linda stóð upp og færði sig nær henni. — Eg — ég var æst. En það var flónska af mér. Mér ■— mér fellur illa að rífast, en ég var rétt áoan að rífast við mann, sem er — mér mikils virði. — Við manninn yðar líklega? Gráu augun litu snöggt á giftingarhringinn á Lindu. — Já, sagði Linda. — Þér eruð nýgift, geri ég ráð.fyrir? Sú ókunnuga brosti ofur- lítið. Það var lífsreynsla í því brosi, en það var ekki óviðfeldið, en gerði andlitið þvert á móti fallegra. Linda sagði „já“ aftur, því að hún hafði ekki annað betra að segja. í sömu svifum kom húsmóðirin inn með kaffið. — Viljið þér gera svo vel að ná í annan bolla? sagði sú ókunn- uga. Hún sneri sér að Lindu. — Drekkið þér bolla af kaffi með mér meðan ég bíð. Það sprakk hjá mér og þeir eru að skipta um hjól fyrir mig. Mig langar til að tala við yður, og ég veit að þér hafið líka gott af því. Hún var svo hispurslaus að það hafði róandi áhrif á Lindu, og hún var henni þakklát fyrir boðið. Þær smádreyptu á kaffinu um stund, en svo tók sú ókunna til máls aftur: — Þér megið ekki taka yður þess konar of nærri. Maður rífst oft við þá, sem manni þykir vænt um. Það er órækur vottur um að manni þykir vænt um þá. Linda brosti. — Það var fallega gert af yður að hafa hugsun á að hughreysta mig. Hin yppti öxlum. — Því ekki það? Hún rétti fram höndina og iinda sá, að hún var með giftingarhring,— Hafið þér nokkurn tíma rifizt við manninn yðar? spurði hún í hugsunarleysi. Ofurlítil þögn. — Nei, svaraði hin kuldalega. — Ekki við mann- inn minn. Hann hefur aldrei verið mér svo mikils virði. — Ekki einu sinni í fyrstu? spurði Linda hissa. — O-nei. Það var ekki svoleiðis hjónaband. — Það var hræðilegt, sagði Linda. Og aftur varð henni hugsað til þess, hve skrítið það væri að sitja þarna og vera að tala úm einkamál — tvær konur, sem aldrei höfðu sézt fyrr og líklega mundu aldrei sjást aftur. Sú ókunna hló. — Eg sé, að þér munduð vera rómantísk að upplagi. Það er líkiega þess vegna, sem þér tókuð yður svona nærri, aðþér skylduð vera að rífast. Hugsið þér ekki meira um það. Það verður unaðslegt að sættast aftur. Linda brosti. — Þakka yður fyrir að þér sögðuð þetta. Mér verður huggun að því að hugsa til þess. — O-jæja .... Gráu augun horfðu fast á hana gegnum vind- lingareykinn. — Þér eruð fremur ung og óreynd. Þér megið ekki gera yður rellu út af smámunum, og — gieymið ekki að segja toað sem þér meinið. Það er eina leiðin til að hafa eitthvað upp úr lífinu. Og munið að hver einasta ákvörðun, sem þér takið, hefur tvær hliðar. Ef þér gerið yður of miklar áhyggjur af því lakara, fáið þér aldrei tækifæri til að njóta þess betra. Linda þagði. Þýðing síðustu orðanna olli henni svo mikilli um- hugsun, að hún tók varla eftir, þegar sú ókunna héit áfram: — Nú hugsa ég,.að billinn minn sé tiibúinn. Það er bezt að ég halöi áfram. Hún stóo upp, fleygði vindlingnum á á arininn og setti upp litia, smeilna hattinn. Hún var ung, hugsaði Linda með sér. En engum mundi detta í hug að kalla hana „kornurfga stú!ku“. — Verið þér sælar — og til hamingju. Hún brosti ennþá, en rétti ekki fram höndina. — Verið þér sælar, og hjartans þakkir fyrir, hve alúðleg þér voruð við mig, sagði Linda af heiium hug. Hún rétti ekki heldur1 frani höndina. Engin furða,þó hann yrði reiður og vonsvikinn. Linda leit á klukkuna og hrökk við, þegar hún sá, að hún var orðin nærri því tíu. Roger hafði veriö burtu- nærri tvo tíma. En hann hefði átt að vera kominn aftur fyrir löngu. Hann hafði hagzt ætla að aka „dálítinn spöl“. Hann gat ekki hafa ætlað sér að verða svona lengi í burtu. Einhver undarlegur beygur greip hana, en hún reyndi að æðrast ekki. Hann hafði tafizt — kann- ske hafði sprungið hjá honurn — eða hann hafði villzt — ástæð- urnar gátu verið svo margar. Þegar Linda gekk upp breiða stigann upp í herbergið sitt, var henni aðeins eitt í huga: Kemur Roger bráðum? Herbergið var stórt og vistlegt og eldur brann á arinum. Fyrst settist hún við eldinn. Svo fór hún að ganga um gólf. Loks settist hún við gluggann. Linda gleymdi tímanum. Hún gleymdi öllum ástæðunum, sem hann gat haft fyrir því að vera svona lengi i burtu. Hún hugsaði aðeins þetta eina: Hann er ekki kominn! Loks hnipraðí hún sig í kuðung við arininn, gagntekin af ang- ist. Hún vissi ekki hve lengi hún hafði setið svona, þegar hún heyrði loksins í bíl fyrir utan. Hún rýndi út í myrkrið en sá ekkert, heyrði aðeins þungt fóta- tak, og það lagðist í hana að eitthvað hræðilegt hefði skeð. Hún gat hvorki hreyft legg né lið, þó hún heyrði uppvægar raddir niðri í anddyrinu. Svo varð hljótt aftur. Loks kom húsmóðirin upp. Hún drap á dyrnar og kom inn. Örvænting og meðaumkvun skein úr breiðu andlitinu og er hún sá Lindu fór hún og gráta og sagði: — Veslings, veslings konan! Og þér, sem voruð nýgift, og varla nema barn ennþá! Þetta er hræðilegt. Þeir segja, að hann hafi dáið samstundis. En það er lu'æðilegt samt .... veslingurinn .... Þegar Linda hugsaði síðar til næturinnar, sem Roger dó, fannst henni það eins og martröð .... hún sá fólk koma og íara, eins og draumverur. Einhver læknir sagði henni, að hún yrði að reyna að sofna. Og undarlegast af öllu var að sjá Roger liggja þarna hreyfingarlausan og andvana. Þau fengu hana loksins til að hátta. Húsmóðirin hjálpaöi henni úr fötunum og talaði við hana og reyndi að hugga hana. Hvort hún vildi ekki láta senda eftir móður sinni? Ætti hún ekki að láta móður hennar vita, hvernig komið var? Jú, það var líklega réttast, hugsaði Linda með sér. En móðir hennar gat ekkert hjálpað. Hún gat ekki gefið henni Roger aftur, og hann var það eina, sem máli skipti. En hún varð að fa að vita, hvernig komið var. Svo var langt símskeyti sent. Og Linda steinsofnaði eftir að læknirinn hafði gefið henni sterkt svefnlyf. A KVÖLDVÖKUNNI Það eru víst margir af eldri kynslóðinni sem spyrja sjálfa sig hvað hafi orðið að Polu Negri, sem á dögum þöglu kvikmyndanna töfraði marga með fegurð sinni og ástríðu. " Ameríkublað segir frá því, að henni vegni mjög vel. Hún hefir sett fjármuni sína í eigna- miðlarafyrirtæki og það blómg- ast svo vel að hún getur helgað sig ást sinni á blómum. Það er sagt að hún hafi 14 garðyrkju- menn, því að hún á mjög stór- an garð. * Sophia Loren, sem sumum þykir falleg, öðrum Ijót, er nú um það bil að verða ein af film drottningunum í Ameríku. — Nýjustu fregnir af henni eru þær að stangaveiðifélag í Ame- ríku hafi gert hana að heiðurs- meðlim hjá sér. Hún var ung, hún var ást- fangin og hún var skáldlega hugsandi, en hafði ekki hugsað um það hvort elskhugi hennar hugsaði á sama veg og hún. Þau sátu saman í rökkrinu, hún alveg þétt upp við hann og sagði: „Heldur þú elskan mín að ást okkar endist okkur þegar við erum orðin gömul?“ „Það er eg alveg viss um,“ svaraði hann. >>Ó, segðu mér þá hvernig þú hugsar þér okkur þegar við verðum gömul.“ Hún vaknaði ekki fyrr en síðdegis daginn eftir. Þá var móðir »Já> elskan mín. Eg sé þig hennar í herberginu, og hún heyrði að hún var að tala við hús- (fyrir mér, þú ert orðin dálítið móðurina. — Nei, nei, það er misskilningur. Maðurinn hennar? (úigur, hirðir þig ekki almenni- Nei. Það var gamall vinur fjölskyldunnar. En þetta var auðvitaö |leSa °S srt dálítið fyrir að hafa hræðilegt áfall. Það var rétt af yður að gera orð eftir mér. Nei, |Þa® notalegt — og eg sjálfur góða, þetta er hringurinn hennar ömmu hennar. Þau voru áleiðis |er Þa °rðinn sköllóttur, fámáll að heimsækja frænku hans, sem dóttir mín þekkir mjög vel. Já, °S hætt við að verða argur í vitanlega var þetta skiljanlegur misskilningur, en alaer mis- skilningur. Linda var að velta fyrir sér, hvort húsmóðirin mundi taka þessa skýringu gilda. En að minnsta kosti hafði verið stungið upp í hana, því að hún fór út, en frú Garriton kom að rúminu til Lindu. — Jæjá, Linda? Hún sá að dóttir hennár lá með opin augun. •— Mér þykir þetta skelfing leiðinlegt, hvislaði Linda og kreisti saman varirnar. I lund.“ Reiðarslag. ■ LINDA stóð ein eftir við arininn. Henni fannst að þetta samtal við komuna eri vísbending til sín. Hún hafði sagt svo satt. þegar hún minntist á að hver áltvörðun hefði tvær hliðar. Hún gat ekki lifað hamingjusöm með Roger án þess að borga það dýýru verði. En var ekki hægt að borga ást hans of dýrt, Hverh- ig hafði hún getað hugsáð sér það? — Annað hvort væri nú. En það er þýðingarlaust að skamma þig núna. Frú Garriton settist á rúmstokkinn og tók i höndma á henni. — Hvernig gat þér dottið þstta í hug, Linda? Taktu af þér þessa hring-ómynd. Hvpð heldurðu að fólk haldi? — Það heldur að ég hafi verið gift Roger, sagði Linda hreirn • laust. Hún var komin að gráti. — Já, vitanlega. Og ég hef gert mitt bezta til að láta það halda annað. Að minnsta kosti hættir það að spyrja. Taktu af þér hringinn! Henni þýddi ekki að þyppast á móti. Kringurinn var lika orð- inn þýðingarlaus nuna. Hann hafði alltaf verið þýðingarlaus. En þegar Linda dró hann af fingrinum, fannst henni hjartað í sér æt-la að bresta. — Það er bezt að ég taki við houm, sagði móðir hennar. — Nei. — Jæja, þá það. Eg vil ógjarna gera þetta erfiðara en það er, þvi að ég veit, að þú hefur fengið taugalost, en þú mátt ekki and- æía mér, þegar ég reyni að bjarga mannorði þinu. Þú varst blátt áíram á ferðalagi með kunningja þínum, skilurðu það? — Já, sagði Linda og röddin var þokukennd. — Þú þarft liklega ekki að vera viðstödd likskoðunina. Undir eins og hún er afstaðin, er aðeins eitt f.vrir þig að gera, og það er, að koma heim með mér og gleyma c"'u saman. Linda þagði. Hún hafði snúið sér uncLm, en jafnvel írú Garri ton skildi, að hún var yfirkomin af harmi. — Nú máttu ekki fara að æðrast aftur, Linda. Reyndu aff hugsa Um hann, sem hvem annan kunningja, barnið mitt. Það lítur svo illa út ef þú heídur áfram að syrgja, alveg eins og þú værir ekkja. Þá verður ómögulegt að þagga niður misskilriiiig, en þú verður fyrst og fremst að láta þér annt um heiður þmn og mann- orð. Linda beit á vörina. Þetta var állt satt. Hún Kafði éngan rétt tii að syrgja'Roger. Þáð var affeins Myra, seiri Kún þekMi ekkért-j! Skipstjórinn tekur á móti nýjum léttadreng: — Jæja, drengur minn eg geri ráð fyrir að það sé gamla sagan með þig — sá heimskasti í fjölskyldunni sendur til sjós. Drengurinn: — Nei, nei, herra. Þetta er allt orðið beytt frá því að þér voruð ungur! ★ Roskinn maður studdi á bjölluna og hjúkrunarkonan flýtti sér inn til hans. — Þessi tebolli, hjúkrunar- kona .... — Eg er búinn að færa yður hann. — En það er svo ónýtt. — Þér báðuð um að það væri ónýtt. — Já, en ekki alveg ósjálf- bjarga. ¥ Piparmey var spurð hvers vegna hún hefði ekki gifzt. „Eg á hund, sem urrar, páfa- gauk, sem bölvar, ofn sem reyk ir og kött. sem er úti allar næt- ur. Hvers vegan ætti eg þá að giftast?“ ★ „Eg var að frétta, að það væ: i komið riýtt barn hjá ykkur,'' sagði kérinárinn við Villa. „Ekki held eg að það géii véfið nýtt,“ ságði ViMi. „Það grérijar svo mikið, að það Mýt- úr að hafa miklá æfingu.“ :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.