Vísir - 25.07.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 25.07.1959, Blaðsíða 8
Bkkszt kU8 u édýrara ( áskrift en Vislr. BéttV k»i tmrm yðor fréttlr *r amuið hstrarcfaJ kda — án fyrirhafnar aí ySar hálfn. Simi 1-16-8«. VtSI& Munið, a8 þeir, um gerast áskrifeadvr Tísia eftir 10. hvert mánaðar, fá blalW ákeypii til mánaðamóta. Síml 1-16-6«. Laugardaginn 25. júlí 1959, Að vestan: Minnkðndi æðarvarp í Breiðafjarðareyjum. Árgæzkan til sjávar og sveita. ísafirði 23. júlí 1959. ! Minnkandi æðarvarp hefur Verið á Breiðafjarðareyjum umdanfarin ár. Þrátt fyrir ágæta tíð í vor er aeðarvarp á mörgum eyjum með minnsta móti. Flestir íkenna minknum um að varpið jninnkar stöðugt. Víst er að svartbakur veldur einnig mikl- xini usla á varplöndunum. Ýms- ir ætla að æðarfugl í Breiða- iirði sér ekki jafnmargur og jxúki]], sem áður var. Ætla sum ir að æðarfuglinn leiti nú meira 5 varpstöðvar í Vestfjörðum og á Ströndum, og sé batnandi .veðrátta bezta orsök þess. Æð- ardúnn er nú svo mikilsverð Jilunnindi hverjum varpbónda, eð rétt væri að þeir mynduðu samtök um að sérfróðir menn athuguðu æðarvarp, t. d. í Breiðafjarðareyjum, helzt þrjú ■vor samfleytt. Yrði svo í sam- einingu unnið að því að auka og bæta æðarvarpið. Eyríkast- «r maður í Breiðafirði er nú f-agður Hjálmtýr Pétursson kaupmaður í „Nonna“ í Rvík. Hann keypti mikið af eyjum á Breiðafirði fyrir nokkrum ár- •um fyrir hagstætt verð. Að sjálfsögðu ber ríkisstjórn- ánni að losa eyjabændur við minkapláguna. Hún er þar að íbirða sína eigin framleiðslu. Ber bændum að sækja rétt sinn með festu. og hefur verið undanfarin ár. Síldveiðiflotinn aflar yfir 100 þúsund mál og tunnur á nokkr- ium dögum. Fiskveiðarnar ganga ágætlega. Bændur geta leikið sér um hásláttinn. Heyin verkast eftir hendinni, skrúð- græn og ilmandi. Iðnaðurinn blómgast og er nú að gerast út- Hutningsframleiðandi. Allir bafa nóg að gera, eða fætu Jiaft nóg að gera. Þó er svo, að gjaldeyrisstaða ckkar er talin miklu lakari en íhjá nokkurri nágrannaþjóð. Svarið hjá bönkum og mörgum íjármálastofnunum er sí og æ l)ið sama: Enginn gjaldeyrir til. En hvað.verður um allan út- flutninginn og hinar duldu greiðslur? Það er næsta almenn skoðun, að meira og minna smjúgi gegnum greipar bank- anna, enda virðist sumir næsta lítið hafa af gjaldeyrisskorti að segja. Þó er það enn alvar- legra atriði, að þrátt fyrir alla stór-fjárfestingu erum við ekki við þvi búnir, að taka á móti ef sjórinn er stórgjöfulli annan tímann. Glöggt dæmi um það eru síldveiðarnar í siðustu viku. Löndunarbið varð hjá síldveiði flotanum eftir 2ja sólarhringa veiði á öllu Norðurlandi. Ekki verður reiknað út hvað þessi bið hefur kostað í útflutnings- verðmætum. Hugsum okkur að mokveiði af síld stæði í viku samfleytt, sem vel gæti átt sér stað á hverju sumri. Hvað væri þá komið langt löndunarstopp, og hve mörgum milljónum væri þá sama sem kastað í sjó- inn aftur. Ástandið í sildarverk smiðjunum virðist enn svipað og var 1936—1942. Bjóðist veiði dálítinn tíma verður að setja löndunarbann, eftir langa Látinn merkur náttúruunnandi. Látinn er í Bandaríkjunum Douglas McKay fyrrum innan- ríkisráðherra. Hann gegndi þvj embætti 1953—56, en hafði áður verið ríkisstjóri í Oregon. Hann var mikill náttúi-uunnandi og beitti sér fyrir verndun skóga og skógrækt, if* »1 Nýtt Eyjaskip í haust. Mun fara næturferöir milli lands og Eyja. Skipaútgerðin á nú von á nýju skipi með haustinu. Verð- ur það sjósett nú í ágústmán- uði, en kemur væntanlega hingað til lands í október eða nóvember. Eins og kunnugt er hefir ver- il mikil þörf á nýju skipi til að annast ferðir til Vestmanna- eyja. Vart hefir verið að tala um reglulega flutninga far- þega þangað frá landi. Bátar hafa annast flutninga á mjólk frá Þorlákshöfn, en þar sem leiðin er hættuleg og oft erfið á vetrum, hafá flutningar ekki alltaf verið greiðir, og oft hefir verið mjólkurskortur í Eyjum af þeim sökum. Einkum hefir svo verið á vertíð þegar mann- mest er í Vestmannaeyjum. Ekki þarf að taka fram, að þótt flutningar fari stöðugt fram í lofti eru þeir háðir veðri, sér- staklega á meðan aðeins ein flugbraut er i Eyjum. Hið nýja skip, sem verður 'um 500 lestir, er svar Skipaút- jgerðar ríkisins við hinni knýj- andi þörf. Það verður knúið 2 j 480 hestafla Burmeistervélum og hefir farþegarými fyrir 40 fai-þega. Auk þess verður hægt að breyta borðsal í svefnpláss. Einnig er ætlunin að menn geti sofið í reyksal, ef brýn þörf gerist. Ætlunin er að skipið annist mjólkurflutninga frá landi til Eyja og hefir það sér- stakan kæliútbúnað til þess, þannig að mjólkin kemur fersk á áfangastað. Einnig fer skipið ferðir til Hornafjarðar. Sá háttur mun upp tekinn í sambandi við Eyjaferðir, að iagt verður til Eyja að kvöldi, sennilega um 8-leytið og komið að morgni um 10-leytið. Þann- ig verður reynt að haga því svo til, að sem minnstur vinnutími manna fari í ferðalög. Ekki er að efa, að hið nýja skip verður velkomið í höfn í Eyjum. Yfir 70 þús. flýðu A.-þýska- land á fyrra misseri. Helmlngur flóttamanna undír 25 ára aldri. Á fyrra helmingi þessa árs flúðu 70.000 manns frá Austur- Þýzkalandi — helmingur þeirra undir 25 ára aldri. Þetta er á- líka margt fólk og býr í borg- inni Jena. f júnímáuði komu 10.718 flóttamenn og leituðu hælis í bráðabirgða móttökustöðvmn, um það bil helmingurinn í Berlin-Marienfelde. Tveir af hverjum þremur flóttamönn- um eru enn í aldursflokkum að 45 ára, en 1/3 í aldursflokk- unum 45—65 og yfir 65. Um það bil helmingur allra flótta- manna er undir 25. ára aldri. Áframhald var á því árið sem leið, að meiri hluti flóttamanna voru iðnaðarmenn. Flestir flóttamenn komu í apríl. Mán- aðartölur voru 9000—14.000. — Á fyrra helmingi árisins 1958 var tala flóttamanna 98.389. (Úr Die Welt). Aukin stys Noregi. ÞmgvaHavatn komið í 102,3 metra hæB. Rennslið er oröið nieira en nog. Hæð vatnsborðsins í Þing- vallavatni er komin í 102,30 m. •g fer vatnið enn hækkandi. Bennslið er nú 90 teningsm. £ sekúndu. Það er orðið það fcoikið, að ekki er hægt að hag- nýta það allt. Áburðarverk- smiðjan, sem varð að draga úr framleiðslunni vegna hins mikla óhapps í s.l. mánuði, er nú komin í full afköst. I Frá fréttariíara Vísis. Osló í júlí. Umferð,aslys eru vaxandi vandamál hér. Banaslys af völd um umferðar hafa orðið fieiri hér fyrsíu 4 mánuði ársins en var á sama tíma í fyrra. 71 maður hefur nú látið lífið af þeirra völdum á aðeins 120 dögum, og er það 8 manns fleira en á sama tíma í fyrra. Þar að auki hafa 592 orðið fyrir meiri eða minni meiðslum. Sú tala nam í fyrra 529. Er hér um alvarlega aukningu að ræða, sem vonandi finnast einhver ráð gegn. BíH á glapstigum. Um þrjú-Ieytið í gærdag varð óhugnanlegur viðburður neð- arlega á Laugaveginum. Splunkunýr „station“-bíll var skilinn eftir þar við göt- una, og í bílnum voru tveir litl- ir strákhnokkar, svona á að gizka þriggja til fimm ára. Allt í einu lagði bíllinn af stað. — Kannske hafa strákaskinnin eitthvað fiktað við „græjurn- ar“ í bílnum, nema hann tók á rás. Bíllinn rann niður veg- inn, síðan upp á gangstétt sunnan megin, og rakst þar ut- aní hús. Við áreksturinn sner- ist stýrið við og beygði liann nú þvert yfir götuna og rann upp á gangstétt hinum megin. Strákarnir grenjuðu og höm- uðust sem mest þeir máttu, en enginn hafðist að. Nú munaði ekki nema sentímetrum að bíllinn skylh með ógnarkrafti á gluggarúðunni hjá Kristjáni Siggeirssyni hf., húsgagnaverzl. en þá kom snarráður maður að- vífandi. Hann sá hvað um var að vera, hljóp á eftir bílnum, opnaði hurðina og henti séi upp í. Þar með stöðvaði hann ferð þessa „villta“ bíls, og bjargaði um leið miklum verðmætum frá eyðileggingu. Það var einstök mildi, að bíll- inn skyldi ekki drepa fjölda manns, þar sem hann geystist upp á gangstéttir beggja vegna Kvaíarar fyrir rétti í Yenezuela. Tuttugu og tveir meðlimir liinna alræmdu öryggislögreglu Pérez Jiménezar, fyrrverandi einræðisherra, svara nú til saka fyrir rétti í Caracas og fjöldi annarra hefur verið saksóttur víðsvegar um landið. Ákæruatriðin fjalla um margvíslegustu afbrot lög- reglumannanna, allt frá ólög- legum vopnaburði upp í pynd- ingar og morð. Öryggislögregla einræðis- herrans Jiménezar var ákaflega hötuð af landsbúum meðan ógnarstjórn hans ríkti. En í uppreisninni 1958 tók uppreisn. arherinn lögreglustöðina eftir 10 stunda bardaga og margir lögreglumannanna voru bók- staflega tættir í sundur. Yfir- maður lögreglunnar, Pedro Estrada, flúði land, og nokkrir i lögreglumannanna komust i undan. En nú hafa hinir, sem j náðust í, verið dregnir fyrir lög og dóm og vitnaleiðslur og sannanir hafa leitt í ljós blóði drifinn feril þeirra. Sumir þeirra voru sérfræð- ingar í að yfirheyra pólitíska andstæðinga einræðisherrans. „Yfirheyrslur“ þessar gengu ekki hljóðalaust fyrir sig, þvi að vitni heyrðu óp og kvein fórnardýranna út úr „yfir- heyrslu“herbergjunum. Margir fanganna hafa látið lífið í þess- um pyndingum. Margir hinna ákærðu hafa fært sér til máls- bótar, að svipaðar aðferðir hafi viðgengist á fleiri sviðum landsstjórnarinnar, en ákær- andinn hefur krafizt hámarks- refsingar yfir hinum seku. Betri horfur í Genf. (Jtanríkisráðherrar Fjórveíd- anna ræddust við formlega í gær, er þeir neyttu saman há- degisverðar. Viðræður þeirra stóðu 3—4 kist. og sögðu fréttamenn eftir fundinn, að horfurnar hefðu heldur batnað á fundinum. Reglulegur fundur verður ekki fyrr en eftir helgi. — Sel- wyn Lloyd flaug til Lundúna í gærkvöldi og gerir Macmillan grein fyrir horfunum nú um. helgina. Elísabet heimsækir Wínnipeg. Elisabet II. Bretadrottning er nú á leið ti! Winnipeg, Mani- toba. Seinasti viðkomustaður henn ar var Regina, Saskatchewan, þar sem er höfuðstöð Kana- disku riddaralögreglunnar. götunnar, og í öðru tilfelli straukst hann hjá barnakerru, sem skilin hafði verið eftir ut- anhúss. / Vísir veit ekki nafn þess manns, sem lagði sig í hættu til að stöðva bílinn, en honum eru þakkir skyldar fyrir viðvikið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.