Vísir - 25.07.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 25.07.1959, Blaðsíða 4
vlstu Laugardaginn 25. júlí 1959 I " vxsm F7 DA6BLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJ. yíiír kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eBa 12 blaBíiður. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Hersteinn Fálsson. y Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti S. Rítatjórnaxskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00,. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðian h.f. Viðbrögð Krúsévs. Eins og vænta mátti, urðu miklar bollaleggingur um það víða í heiminum, hvers vegna Krúsév, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, heíði hætt við heimsókn sína til ; Danmerkur, Svíþjóðar, Nor. egs og Finnlands. í hinni ] formlegu og opinberu til- ] kynningu Sovétstjórnar- 1 innar um þetta mál var ein- , faldlega sagt, að vegna gagnrýni, sem fram hefði komið, hefði heimsókninni verið aflýst, en verið gæti, að slík för yrði farin síðar, þegar betur kynni að standa l , a. En hér virðist þó hafa verið um meira að ræða en gagn- rýni, því að hinn rússneski einvaldur lét hafa það eftir sér á dögunum, með hinu alkunna og látlausa orða- lagi, sem oft einkennir yfir- lýsingar hans, að Rússar væru stolt þjóð, og „ef hrækt er á mann, kemur maður ekki í heimsókn til slíks manns“, eins og frétta- I stofur herma, að orð hans hafi fallið. Krúsév er líka sagður hafa lát- ið í ljós sérstaka óánægju sína yfir blaðaskrifum í Svíþjóð, þar hafi ekki aðeins blöð stjórnárandstöðunnar, heldur og stjórnarblöðin, sýnt Sovétstjórninni fjand- skap. Er helzt á Krúsév að skiija, að það sýni meira en lítinn skort á háttvísi sænsku stjórnarinnar að hafa ekki bannað blöðunum að skrifa svo óvinsamlega í sambandi við hina ráðgerðu heimsókn. Þetta sjónarmið Kitler og En það hafa verið fleiri en Nikita Krúsév, sem ekki skildu, að Norðurlandabúar telja það grundvallarrétt- indi að mega tala og skrifa eins og þeim sýnist. Þannig hugsa einræðisherrar allra tíma. Hver mann ekki eftir si-end- urteknum kvörtunum þýzkra sendiherra á Norð- urlöndum á Hitlerstímanum, yfir þvi, að óvinsamlega væri skrifað um nazismann og ofbeldisverk hans? Hitler skildi heldur ekki, hvers vegna blöð í Noregi og Dan- jnörku væru óvægín í garð nazismans og bentu af fullri einurð á glæpaverkin, fanga. búðirnar og samningsrofin. .] Hitler fannst það hneisa, eða þá ræf ildómur, að rikh - hinna russnesku valdhafa er ákaflega lærdómsríkt fyrir okkur Norðurlandamenn. Hér blasa við o*kkur tveir ó- líkir heimar. Annars vegar heimur lýðræðisins, eins og við þekkjum hann á Norður- löndum, þar sem mönnum er heimilt að skrifa og tala eins og þeim sýnist, án í- hlutunar stjórnarvaldanna. Hins vegar heimur hins kommúníska einræðis, þar sem Krúsév og nánustu sam- starfsmenn hans ráða öllu, — þar sem blöðin skrifa ekki annað en það, sem valdhöf- unum er þóknanlegt, þar sem ekki birtast aðrar frétt- ir en þær sem stjórnin í Kreml vill láta verða heyr- in kunnar. Þetta eru tveir andstæðir heimar. Krúsév getur ekki skilið, eða læzt ekki skilja, að það er ekki á valdi ríkisstjórna Norðurlanda að segja blöð- unum fyrir verkum. Hann getur ekki skilið, að stjórn- arform það, sem tekið hefir verið upp i Sovétríkjunum, og þröngvað hefir verið upp á margar þjóðir Evfópu, á engan hljómgrunn meðal lýðræðisþjóða Norðurlanda og Vestur-Evrópu. En þessi viðbrögð eru okkur hollur lærdómur. Og Norð- urlandaför Krúsévs, sem ekki var farin, færir okkur enn betur heim sanninn um, hvers konar hugarfar ríkir í Sovétríkjunum, föðurlandi allra kommúnista, líka þeirra, sem kalla sig íslend- inga. Krúsév. stjórnir þessara landa tækju ekki í taumana og bönnuðu blöðunum að skrifa svona um sjálfan hann og stefnu hans. Hann gat heldur ekki skilið það stjórnaiform, sem leyfði slíkt, — alveg eins og Krúsév nú. Kommúnistum líkar ekki, að Krúsév og Hitler skuli nefndir í sömu andránni. En einræði kommúnista í dag og einræði nazismans i tíð Hitlers er. samt náskylt. Undir báðum þessum stjórn- arformum er prentírelsið afnumið, svo og málfrelsi og fundarfrelsi. Sovétfyrir- komulagið og nazistafyrir- komulagið eiga það líka sammerkt, að frjálsar kosn- ingar eru ekki: leyfðar. Bæði í Sovétríkjunum og Hitlers- KIRKJA OG TRUMÁL: Gæfnmnnnr. „Hann er sem tré, gróðursett hjá vatnslækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma og blöð þess visna ekki og allt, sem hann gjörir, lánast honum.“ Þannig lýsir fyrsti sálmur Davíðs þeim manni, sem hefur sa.mstillt huga sinn Guðs vilja og fundið hamingjuna í samfé- laginu við hann. Líkingin af trénu, sem er gróðursett við rennandi vatn, er miklu skýrari og áhrifameiri fyrir íbúa Palestínu en okkur. Þar eru sumrin brennandi heit, moldin verður skrælþurr og skorpin í sólarbrunanum og glóðheitum vindum, sem blása af eyðimörkinni austan lands- ins. Þá visnar hvert tré, sem nýtur ekki vökvunar. Engin jurt ber ávöxt, sem stendur ekki rótum í rakri jörð. Upp- sprettur, vátnslækir, eru lífs- skilyrði alls gróðurs þar í landi. Það tré, sem er gróðursett á slíkum stað, stenzt sólarhitann og eyðimerkurstorminn. Það teygir rætur sínar niður í raka, lifandi mold, hinir ósýnilegu rótarþræðir teyga vökvann úr lindinni og laufkrónan breiðir úr sér. Hinn brennandi hiti, sem deyðir aðrar jurtir, verður því frjóvgun, og stormarnir fá ekki grandað því. Það ber á- vöxt sinn á réttum tíma. Þannig fer þeim manni, sem lifir í návist Guðs. Hann er gróðursettur í lifandi jarðvegi. Hann vökvar rætur lífs síns i frjóvgandi, svalandi, lífgandi safa, nærir sálu sína á ódáins- fæðu og svalar henni á liimnesk um veigum Guðs orðs og anda. Slíkt líf ber ávöxt. Það visn- ar ekki. Sviði mótlætis, mis- skilnings, tortryggni, fyrirlitn- ingar getur ekki grandað því.. Stormar slysa, sjúkdóma, ör- birgðar fella það ekki. Þótt allt visni og feykist burt í kringum hann, þrýtur ekki vökvunin, sem ræturnar standa í, þar sem Guðs náð, Guðs kærleikur og Guðs friður streyma fram. Slíkir menn geta ekki aðeins borið sínar eigin byrðar. Þeir geta miðlað öðrum. Þeir bera á- vöxt sinn á réttum tíma. Líf með Guði í léyndum, í bæn og íhugun, gerir mann fundvísan á réttan tíma. á hið rétta orð, handtak og viðvik. Lifandi trú skapar hlýjar hjartarætur. Þess vegpa segir líka: „Allt, sem hann gjörir, lánast honum.‘ Það er ekki svo að skilja, að hann komist betur af eða sé í ytri efnum lukkunnar dekur- barn. En það lánast allt, sem Þýzkalandi ríkti takmarka- laus fyrirlitning á mannin- um. Ríkið skal vera allt, maðurinn ekkert. Réttar- gæzla, eins og við þekkjum hana á Norðurlöndum, er ekki til í Sovétíkjunum, fremur en í Hitlers-Þýzka- landi. Þess vegna mun Norðurlanda- þjóðirnar ekki fremur verða kommúnismanum að bráð en nasismanum. Til þess eru sjónarmið Krúsévs of lík sjónarmiðum Hitlers. hann gjörir: Það fylgir lán, blessun, öllu lífi hans. Því að athafnir hans eru ávextir lífs, sem af Guði er fætt og nært. Hann er lánsmaður í þeirri djúpu og sönnu merkingu, sem íslenzkan að réttum skilningi leggur í það orð: Lánsmaður er ekki sá, sem er öðrum heppn- ari, heldur hinn, sem gott hlýzt af. Blessun Guðs' er í lífi þess manns, sem með Guði lifir. Jeremía túlkar sömu hugsanir í 17. kap.: Blessaður er sá mað- ur, sem reiðir sig á Drottin og lætur Drottin vera athvarf sitt. Hann er sem tré, sem grður- sett er við vatn og teygir rætur , , * smar ut að læknum. sem hræð- ist ekki, þótt hitinn komi og er með sígrænu laufi, sem jafn- vel í þurrkaári er áhyggjulaus og lætur ekki af að bera ávöxt. „Svona fer eigi hinum óguð- legu, heldur sem sáðum, sem vindur feykir." Oguðlegur er sá, sem lifir án Guðs, er guðlaus, lætur sig hann engu skipta. Slíkt líf er líkt þeim sáðum, sem vindur feykir, þeytir til og frá, svo að þau nema hvergi staðar, festa hvergi rætur, bera engan ávöxt. Um slíka menn segir Jeremía, að þeir búi á skrælnuöum stöðum ' á eyðimörkinni, á ó- byggilegu saltlendi, því hjarta þeirra víkur frá Drottni. Vegur þeirra endar í veg- leysu. - Það er tómlegt að lifa án Guðs, en tómlegra þó að deyja án hans, vera eins og skrælnað lauf, þegar uppskerutíminn kemur. Því að hinn rétti tími, sem hér er talað um, er fyrst og fremst sá Drottins tími, þeg- ar hann kemur til þess að vitja um ávöxt sinn. Fangelsisdcmar 1 ríki Titos. Fyrir nokkru voru 11 Júgó- slavar dæmdir í 6—20 ára fangelsi. Þetta gerðist í iðnaðarborg- inni Zenica í Bosniu. Þeir voru sakaðir um samsæri gegn rík- isstjórninni og að hafa reynt að stofna ólöglegan félagsskap. Loks oru þeir sakaðir um að vera „króatiskir þjóðernissinn-- ar“. Adriane á ytri höfn. Hér er statt þýzkt skemmti- ferðaskip á ytri höfninni. Kom það á liádegi í gær. Er hér um að ræða þýzka skipið Adriane. Það kom hér fyrir skömmu síðan og' hefur að þessu sinni sólarhrings við- dvöl. Það gerist nú tíðara að erlend skip hafi viðkomu hér fyrir ferðamenn og mun þetta verða í fjói’ða skipti á sumrinu sem slíkt skip kemur hér við. Eftlrfarandi bréf hefur Berg- máli borizt og fer það hér á eftir í nokkuð styttri mynd. „Fyrir nokkrum kvöldum bar svo við að tvær þrýstiloftsflug- vélar af Keflavíkui’flugvelli og ein Dakotavél urðu að leita hing- að til Reykjavíkurflugvallar vegna þess að skyndilega skall á þoka suður á Reykjanesi, svo að loka varð flugvellinum þar. Frétt þessi birtist í nokkrum blöðum daginn eftir, og hafði enginn neitt við þetta að athuga, nema hið ágæta blað Þjóðviljinn. Hann sagði frá komu vélanna hingað, en gat þess á eftir, sennilega flestum til nokkui’rar fui’ðu, að það væri brot á alþjóðareglum, að leyfa herflugvélum að lenda ^ á flugvöllum sem ætlaðir væru j til friðsamlegra nota. I Hvert áttu vélarnar að leita? Undirrituðum er ekki kunnugt um flugreglur að því marki, að hann treysti sér til að bera brigð- ur á orð Þjóðviljans i þessum efnum, enda má vel vera að rétt sé þar farið með. Annað mál ei’, að af gi’einarstúf Þjóðviljans vex’ður ekki annað álitið, en að umræddar flugvélar bandaríska varnarliðsins hafi þarna verið að fi’emja lagabrot. Því er nú einu sinni svo farið, að hér á landi eru allir flugvellir, utan Keflavikurflugvallar, ætlaðir til friðsamlegra nota. Hvert áttu vélarnar að leita? Vélar af þeiri’i gei’ð, sem hér um ræðir munu ekki hafa eldsneyti til að leita til erlendra flugvalla, og er þvi ber- sýnilegt, að ekki varð i þessu til- felli um annað að gera en leita til annars innlends flúgvallai’. Góðra gjalda vert. Það er af mörgum álitið góði’a .gjalda vert að halda uppi öryggi á íslenzkum flugvöllum, en hver er ekki reiðubúinn að rétta hjálp arhönd ef með þarf í neyðartil- fellum? Ekki verður bandai’íska varnarliðinu hér á landi brugðið um að það sé það ekki. Óteljandi eru dæmi þess er leitað hefur vei’ið til varnai’liðsins um hjálp, er slys hefur borið að höndum. Það hefur aðstoðað okkur við leit að bátum, lagt til þyrlur, er slys hefur borið að höndum og þannig flutt lækna og lið á staði sem ekki verður komizt til ’ á annan hátt. Hver man t. d. ekki eftir þátt varnax’liðsins við að- stoðina að leit danska skipsins, sem fórst í vetur við Grænlandl. Óþai’fi er að telja upp fleiri dæmi. Þau tala sinu máli. Ekki til sóma. Flestir sem vilja líta hlutlgus- um augum á þá starfsemi varn- ai’liðsins, sem minnzt er á hér að ofan, munu líta svo á ummælin um lendingu þessara flugvéla á Reykjavíkurvelli, að þau séu ekki sæmandi. Hvað er eðlilegra en að rétta hjálpai’hönd þegar með þarf? Þess utan má benda á þá staði’eynd, að þeir vellir, sem lúta stjórn bandariska flughers- ins ei-lendis og á þeim flugleið- um sem ísl. vélar fljúga, munu standa íslenzkum vélum opnir til afnota hvenær sem er. Hef ég þessi oi’ð svo ekki lengi’i. — A.I.“ Rúmenskir fornleifafræð- ingar segjast hafa fundið 2300 ára gamalt grískt skjal, ritað á sefpappír — papyr- us.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.